Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Það kom nýlega
fram í fréttum, hvað
Kirkjuráð hefur verið
að gera. Þeir ætla sér
að ausa stórfé í þessa
svokölluðu mið-
aldadómkirkju, og það
á sama tíma og marg-
ar sóknir eru nærri
gjaldþrota og geta
vart sinnt því starfi,
sem þær eiga að sinna,
eins og kom fram í
grein eftir sr. Gísla Jónasson, pró-
fast, hér í blaðinu í sumar. Ég verð
nú að segja, að heldur þykir mér
þetta æðsta ráð kirkjunnar vera
farið að líkjast þjóðníðingi Ibsens,
þegar það böðlast svona áfram með
þessa fáránlegu hugmynd Flug-
leiðafólks um þennan kumbalda
þarna í Skálholti, hvað sem hver
segir og þótt þeir hafi stærstan
hluta kirkjunnar fólks á móti sér,
líkt og þjóðníðingurinn hafði þjóð-
ina á móti sér í leikritinu, og ansaði
því í engu, sem hún sagði. Það er
ekki gott að spá um endinn á þess-
um ósköpum, ef enginn lifandi mað-
ur getur komið vitinu fyrir þá
þarna í Kirkjuráðinu.
Hvað kemur næst, getur maður
líka farið að spyrja. Ég er alls ekk-
ert hrifin af þessu brölti í Kirkju-
ráðinu, og botna ekkert í því að
halda áfram með þetta með þessum
hætti, sem það gerir, í andstöðu við
fjöldann.
Á líka að segja manni það, að
kirkjan geti ekki auglýst staðinn
upp og trekkt upp aðsóknina að
honum, án þess að fara að breyta
rekstrinum að stærstum hluta, og
gera þetta að einhverjum Edduhót-
elsstað? Ég er nú sannfærð um
það, að Sigurbjörn biskup, frændi
minn, hefði vel treyst sér til þess,
og ég er hissa á biskupi Íslands að
ljá máls á þessu ferlíki á Skálholts-
stað og eyðileggja staðinn með því
móti, og var nú að vonast til, að
hún reyndi að standa vörð um stað-
inn eins og hann hefur verið byggð-
ur upp, og starfsemina þar, eins og
hún hafði verið hugsuð, og skil ekk-
ert í henni. Ég hélt nú, að ekki
vantaði traffíkina á
þessum stað, og þyrfti
þess vegna ekki að
gera hann að ferða-
mannastað, enda hefur
mér skilist, að hann
hafi verið það á marg-
an hátt frá 1056.
Þegar ég dvaldist
vikulangt í Skálholti
sumarið 2004, þá
fannst mér ekkert
vanta upp á það, að
fólk sækti staðinn eða
vildi sækja hann heim.
Þó að það sé nú ekki
alltaf jafnmikil traffík alla daga, þá
gerði það nú ekki mikið til, hélt ég.
Ef fræðimenn vildu vera í næði
þarna á staðnum til að skrifa eða
stúdera fræðin sín, þá væri nú lítill
friður til þess, ef þetta ætti að vera
almennur ferðamannastaður.
Hvernig ættu prestarnir líka að
fara með fermingarbarnahópa í
Skálholt, ef það ætti að reka skól-
ann eins og venjulegt hótel við veg-
inn? Þeir kæmust aldrei að, enda
skilst mér nú, að Sigurbjörn biskup
hafi aldrei ætlað skólanum að vera
slíkt hótel við veginn, heldur reka
hann sem skóla, minnug gamla
lýðháskólans, sem þar var rekinn
fyrir margt löngu og mætti alveg
endurreisa þess vegna, ef hægt
væri. Og hvað með kyrrðardagana?
Þeir myndu alveg leggjast af, því
að það fer engan veginn saman að
hafa kyrrðardaga og túristarennerí
á sama tímanum. Og hvernig ættu
tónlistarmenn Sumartónleikanna að
komast að þar til veru og æfinga, ef
öll hús yrðu troðfull af ferðamönn-
um? Það sér náttúrlega hver viti
borinn maður, að þetta gengur eng-
an veginn upp.
Eins og margoft hefur verið klif-
að á í ræðu og riti, þá fékk kirkjan
Skálholt til eignar og umsjónar fyr-
ir réttum fimmtíu árum, og því á
kirkjan ævinlega fyrsta rétt á notk-
un staðarins og staðarhúsa, og
þannig ætti það að vera alla tíð.
Það hefur enginn utanaðkomandi
aðili leyfi til að bola því kirkjunar
fólki, sem vill nýta staðinn fyrir
kirkjulega starfsemi, í burtu á
grundvelli annarra hugsjóna
óskyldra, eins og ferðamannaiðn-
aðar. Það væri helber dónaskapur
og yfirgangur í hæsta máta, sem
engum má líðast. Kirkjuráðið verð-
ur að vera sér þess vel meðvitað,
áður en það fer að hleypa ein-
hverjum slíkum boðflennum að
helgasta kirkjustað þjóðarinnar.
Mér finnst þetta svo fáránleg
framganga af hálfu Kirkjuráðs, að
ég veit ekki, hvað ég á að hugsa
eða halda um þetta. Ég vona, að
hávaðinn verði sem mestur, bæði í
vígslubiskupi, skólaráði, Skálholts-
félagsstjórninni og öllum, sem láta
sig málið varða. Þetta gengur ekki.
Ég get heldur ekki séð, hvernig
þetta timburferlíki getur verið í
Skálholtslandi. Fyrst á að byrja á
þessari vitleysu, á maður kannski
von á að sjá allar kirkjurnar rísa
þarna af grunni í viðkvæmu Skál-
holtslandinu: þetta ferlíki, og svo
Ögmundarkirkju og Brynj-
ólfskirkju? Til hvers, væri þá næsta
spurning. Ég skil ekki tilganginn,
og því verður að reyna að stöðva
þessa vitleysu, áður en lengra verð-
ur haldið, því að þó að þetta kunni
að líta vel út á teikniborðinu, þá
yrði þetta ömurlegt í raun og
myndi skyggja á heildarmynd stað-
arins, og þá fallegu kirkju, sem þar
stendur.
Guðni rektor í MR var gjarn á að
áminna okkur nemendur sína á
ensku að nota heilann, þegar hon-
um fannst við fara fram úr okkur
að einhverju leyti eða gera ein-
hverjar vitleysur. Ég held ég sendi
þau orðin til Kirkjuráðs hér í lokin
og bæti við: Notið heilann og látið
nú skynsemina ráða. Þetta gengur
ekki lengur.
Hugleiðingar um Skálholt
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur » Það sér náttúrlega
hver viti borinn
maður, að þetta gengur
engan veginn upp.
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
Höfundur er guðfræðingur og fræði-
maður og félagi í Skálholtsfélaginu.
Hátt skor í Stangarhylnum
Mánudaginn 14. október var spil-
aður tvímenningur hjá bridsdeild fé-
lags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Rvk. Keppt var á 13 borðum. Með-
alskor 312. Efstu pör í N/S:
Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 368
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 353
Guðm. Sigursteinss. – Unnar A. Guðmss.352
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmanns. 352
Albert og Bragi voru með risaskor
í A/V og Óli Gísla og Hrólfur voru
ekki langt undan.
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 417
Óli Gíslason – Hrólfur Guðmundss. 393
Jón Þ. Karlss. – Björgvin Kjartanss. 347
Magnús Jónsson – Gunnar Jónss. 341
Fimmtudaginn 17.október var
spilaður tvímenningur. Keppt var á
11 borðum.Meðalskor 216.
Efstir í N/S:
Auðunn Guðmss. - Jón Þ. Karlsson 246
Axel Lárusson - Bergur Ingimundars. 245
Friðrik Jónss. - Guðmannss. 238
Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgas. 228
A/V
Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 253
Bjarni Guðnas. - Guðm. K. Steinbach 243
Óli Gíslason - Hrólfur Guðmss. 239
Ægir Ferdinandss. - Ólafur Ingvarss. 233
Eldri borgarar
Hafnarfirði
Þriðjudaginn 15. október var spil-
aður Mitchel-tvímenningur á 18
borðum. Meðalskor var 312 og efstu
pör í N/S:
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 375,5
Örn Einarsson – Jens Karlsson 360,8
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 354
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 346,2
Guðm. Sigursteins. – Auðunn Guðmss. 327,9
A/V:
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 389,6
Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmanns. 385,7
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjss. 357,6
Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafsson 54,8
Kristján Þorlákss. – Ólöf Hansen 342,2
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunseli, Flatahrauni
3. Spilamennska byrjar stundvíslega
kl. 13.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson brids@mbl.is
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu.