Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA Klarínettuleikararnir ÁrmannHelgason og Einar Jóhannesson
koma fram á tónleikum í kapellu
Háskóla Íslands í hádeginu í dag,
miðvikudag, og hefjast þeir klukk-
an 12.30. Munu þeir flytja verk eft-
ir Francis Poulenc og Bernhard
Crusell auk þess að frumflytja í
fyrsta skipti hérlendis verk eftir
Áskel Másson og Elínu Gunnlaugs-
dóttur.
Í tilkynningu segir að þeir fé-
lagar hafi frumflutt stutta en
snjalla Bagatellu Áskels í Assisi á
Ítalíu í sumar sem leið, 33 árum eft-
ir að hún var samin. Bagatellan var
hugdetta sem fest var á blað á
nokkrum mínútum á góðri kvöld-
stundu tónskálda og hljóðfæraleik-
ara á tónlistarhátíð í Helsinki í maí
árið 1980. Tónskáldið afhenti Ein-
ari nótnablaðið og svo hélt gleð-
skapurinn áfram! Segja má að kom-
inn sé tími til að leika hugdettuna
hér heima.
Spil III, verk Elínar, var skrifað
fyrir Einar og Ármann fyrr á þessu
ári og einnig frumflutt í Assisi. Hún
segir heilagan Frans frá Assisi hafa
verið sér ofarlega í huga þegar hún
skrifaði verkið, einkum þó samtal
sem hann mun hafa átt við fugla.
Blásarar Einar Jóhannesson og Ármann Helgason leika á tónleikunum.
Klarínettuleikur
í kapellunni í dag
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Pabbinn nefnist bók eftir Bjarna
Hauk Þórsson sem væntanleg er frá
bókaútgáfunni Sölku síðar í þessum
mánuði. Bókina byggir Bjarni
Haukur á samnefndum einleik sín-
um, sem verið hefur á fjölunum hér
og erlendis seinustu ár. „Á ein-
staklega skemmtilegan en einlægan
hátt lýsir hann meðgöngunni, föð-
urhlutverkinu og öllu sem því við-
kemur. Hann segir líka frá hjóna-
skilnaði og hvernig það er að vera
faðir í glundroða nútímans. Bráð-
fyndin og einstök lýsing hans snert-
ir streng í öllum sem lesa,“ segir
m.a. í tilkynningu frá útgáfunni, en
þess má geta að bókin kemur einnig
út í Þýskalandi nú í haust.
Von á nýrri barnabók
frá verðlaunahöfundi
Mektarkötturinn Matthías og
orðastelpan nefnist ný bók eftir
Kristínu Arngrímsdóttur sem vænt-
anleg er í nóvember. Hún fjallar um
Matthías, stelpuna Sólrúnu, hrafn-
inn og Arngrím apaskott, en þau
vita fátt skemmtilegra en að búa til
sögur þar sem allt mögulegt getur
gerst. „Sögur Kristínar um Arngrím
apaskott hafa hlotið mikla athygli og
viðurkenningar, m.a. fékk Kristín
Fjöruverðlaunin fyrir Arngrím apa-
skott og fiðluna 2010, og IBBY-
samtökin völdu bókina Arngrím
apaskott og hrafninn á alþjóðlegan
heiðurslista barnabóka 2012.“
Augað er heiti nýrrar barnabókar
eftir Hallveigu Thorlacius sem
væntanleg er um komandi mán-
aðamót. Þetta er önnur bók höf-
undar um ævintýri hinnar 13 ára
Hrefnu en fyrsta bókin heitir Mar-
tröðin. „Ævintýrin elta hana á rönd-
um og nú lendir hún í æsilegri at-
burðarás á Kanaríeyjum. Þar kemur
við sögu meðal annars, mannrán og
peningaþvætti. Hrefna og vinir
hennar komast í hann krappan en
sigrast að lokum á óréttlætinu.“
Tvær ljóðabækur eru vænt-
anlegar frá Sölku þetta haustið.
Annars vegar Elst milli hendinga
eftir Þóru Jónsdóttur frá Laxamýri.
„Þóra er ein athyglisverðasta sam-
tímaskáldkona okkar. Hún yrkir
m.a. um ástina og náttúruna og
bregður upp ljóslifandi myndum úr
fortíð og nútíð. Ljóðin hafa sterkan
heildarsvip, skapa djúp hughrif og
koma sífellt á óvart. Mörg þeirra
eru hnyttin og gullfallegar ljóð-
rænar lýsingar vekja angurværð
með lesandanum.“
Hins vegar er það bókin Skyldi
það vera eftir Stefaníu Gísladóttur
sem alin er upp við Norðfjörð en býr
ásamt fjölskyldu sinni í Ástralíu.
„Stefanía ann ættjörð sinni og fólk-
inu sínu heima eins og endurspegl-
ast sterkt í ljóðum hennar sem fjalla
um íslenska náttúru, fólk og æsku-
minningar. Hún hefur næma tilfinn-
ingu fyrir íslensku máli og hefur
gaman af að leika sér með orð og
andstæður.“
Snorri á Fossum nefnist ævisaga
eftir Braga Þórðarson sem ber und-
irtitilinn: Hjálpari og hestamaður,
listamaður og lífskúnstner. „Hér eru
á ferðinni æviminningar manns með
einstaka hæfileika og jákvæða lífs-
sýn sem er ávallt reiðubúinn að
rétta náunganum hjálparhönd.“
Æviminningar Patti Smith
Bara börn nefnir ljóðskáldið og
tónlistarkonan Patti Smith ævi-
minningar sínar sem koma út hjá
Sölku í nóvember. Í bókinni, sem
fyrst kom út 2010 undir titlinum
Just Kids, segir listakonan frá ein-
stöku sambandi hennar og ljós-
myndarans Robert Mapplethorpe á
sjöunda og áttunda áratugnum í
New York. „Sagan er einlæg frá-
sögn sem snertir við lesandanum á
sama ljóðræna hátt og textar og
tónsmíðar höfundar.“
Síðasta bréfið frá Svíþjóð nefnist
lokabókin í fjórleik Vilhelms Mo-
berg um vesturfara sem væntanleg
er í nóvember. Bókin fjallar um Karl
Óskar og Kristínu sem nema land í
Minnesota ásamt fjölda annarra
Svía um miðja nítjándu öld. „Nú
gera indíánarnir uppreisn svo út
brýst hatrammt stríð, einnig hefja
þrælaríkin í suðri stríð gegn Norð-
urríkjunum svo landið logar í
ófriði.“
Alls sendir bókaútgáfan Salka frá
sér sextán titla þetta haustið. Auk
ofangreindra skáldsagna, ljóða- og
barnabóka koma út margvíslegar
handbækur um m.a. hekl, mat-
reiðslu og tísku.
Pabbinn eftir Bjarna
Hauk væntanleg
Bókaútgáfan Salka sendir frá sér sextán titla fyrir jólin
Bjarni Haukur
Þórsson
Patti
Smith
Þóra
Jónsdóttir
Hallveig
Thorlacius
Vilhelm
Moberg
Kristín
Arngrímsdóttir
Mexíkóski leikstjórinnAlfonso Cuarón á aðbaki margar afbragðs-kvikmyndir, m.a.
Children of Men og Y tu mamá tam-
bién og sú nýjasta, Gravity, er enn
ein skrautfjöðrin í hatt hans. Gravity
er fyrsta flokks bíóupplifun, sjón-
rænt og tæknilegt meistaraverk
með einföldum og hrollvekjandi
söguþræði. Kvikmyndin fer nánast
að öllu leyti fram í geimnum og segir
af þremur bandarískum geimförum
sem eru að lagfæra Hubble-geim-
sjónaukann þegar brak úr rúss-
neskum gervihnetti skellur á honum
með þeim afleiðingum að einn lætur
lífið. Festing annars geimfara, Ryan
Stone (Bullock), við sjónaukann
slitnar og hann rekur stjórnlaust út í
geim. Sá þriðji og reyndasti, Matt
Kowalsky (Clooney) nær að bjarga
Stone og saman halda þau í átt að
geimflaug sinni í kapphlaupi við tím-
ann þar sem súrefnisbirgðir Stone
eru á þrotum. Þegar þangað er kom-
ið kemur í ljós að geimflaugin er
gjörónýt, áhöfnin látin og ekki annað
í stöðunni en að halda að næstu
geimstöð sem er í eigu Rússa. Sú
svaðilför endar með því að þau verða
viðskila, Stone situr ein eftir í geim-
stöðinni og nær engu sambandi við
stjórnstöð á Jörðu. Allt stefnir í að
hún deyi, ein og yfirgefin, í geimnum
með útsýni yfir Jörðina.
Gravity er í senn hrollvekjandi og
æsispennandi kvikmynd, fantavel
leikin og listilega gerð hvað varðar
tæknibrellur, tölvuteikningar og
-vinnslu. Það er engu líkara en
myndin hafi verið tekin úti í geimn-
um, svo raunveruleg er hún og
áhorfandinn fær í magann þegar
hann þeytist með Bullock stjórn-
laust um geiminn. Svipmyndirnar af
Jörðinni eru undurfallegar og atrið-
in þar sem geimbrakið lendir á
Hubble og geimstöðvum engu lík.
Annað eins sjónarspil hefur ekki
sést í kvikmynd í háa herrans tíð, að
minnsta kosti rekur ofanritaðan ekki
minni til þess. Leikarar myndarinn-
ar, þ.e. þeir sem sjást, eru bara tveir,
þau Clooney og Bullock. Clooney
skilar sínu vel en Bullock sýnir hins
vegar stjörnuleik og á óskarsverð-
launatilefningu vísa. Eini sjáanlegi
galli myndarinnar er fulleinföld saga
og persónusköpun en þegar boðið er
í jafntilkomumikla þrívíddarrússí-
banareið og hér er gert telst það til
aukaatriða.
Ógnvekjandi Að reka stjórnlaust um geiminn er sannkölluð martröð.
Mikilfengleg
geimmartröð
Háskólabíó og Sambíóin
Gravity bbbbm
Leikstjóri: Alfonso Cuarón. Handrit: Alf-
onso Cuarón og Jonás Cuarón. Aðalleik-
arar: Sandra Bullock og George Cloo-
ney. Bandaríkin, Bretland, 2013. 91 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR