Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Telja Mariu vera dóttur sína
2. Kennarinn hylltur sem hetja
3. Stúlka tekin frá róma-fólki
4. Þjófarnir fengu jeppann að „láni“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Stuttmyndin Hvalfjörður, í leik-
stjórn Guðmundar Arnars Guð-
mundssonar, hefur verið valin besta
stuttmyndin á þremur virtum alþjóð-
legum kvikmyndahátíðum, nú síðast
á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Varsjá sem lauk um síðustu helgi.
Myndin hlaut sérstök dómnefnd-
arverðlaun á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í vor, Golden Starfish-
verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í
Hamptons í Bandaríkjunum og verð-
laun sem besta stuttmyndin á hátíð-
inni Film Fest Gent í Belgíu en þeim
fylgdi tilnefning til Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna 2014.
Hvalfjörður sópar
að sér verðlaunum
Sinfóníuhljóm-
sveit Færeyja
fagnar 30 ára
starfsafmæli í ár
og heldur tónleika
í kvöld í Eldborg-
arsal Hörpu og
hefjast þeir kl.
19.30. Aðgangur
að tónleikunum er
ókeypis og má nálgast miða í miða-
sölu Hörpu eða á vef tónlistarhúss-
ins. Bernharður Wilkinson stjórnar
sinfóníuhljómsveitinni.
Frítt á tónleika SF
Hljómsveitin Drangar hefur tón-
leikaferð sína um landið í dag með
tónleikum í Iðnó í Reykjavík kl. 20 en
alls mun hljómsveitin halda 18 tón-
leika í október og nóvember.
Dranga skipa Mugison,
Jónas Sig. og Ómar Guð-
jónsson og má
finna frekari
upplýsingar
um tónleika-
hald á drang-
ar.is.
18 tónleikar Dranga
VEÐUR
Arsenal er í nokkuð erfiðri
stöðu í æsispennandi bar-
áttu þriggja liða F-riðils
Meistaradeildar Evrópu um
að komast í 16-liða úrslitin.
Arsenal tapaði á heimavelli
gegn Dortmund í gær, að-
eins sínum öðrum leik á
tímabilinu, og eru bæði liðin
með sex stig líkt og Napoli.
Arsenal á eftir að sækja
Dortmund og Napoli heim.
Leikið var í fjórum riðlum í
gærkvöld. » 2
Staða Arsenal
nokkuð strembin
Freyr Alexandersson, þjálfari kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, valdi í gær
20 manna landsliðshóp fyrir leikinn á
móti Serbum í undankeppni HM sem
fram fer í Belgrad í næstu
viku. Tveir nýliðar eru í
landsliðshópnum að
þessu sinni. »4
20 manna hópur sem
mætir Serbum klár
„Við erum bara með þannig lið að við
höfum ekki efni á að vanmeta neinn
andstæðing. Sökum þess förum við
af fullum krafti og með hámarks-
einbeitingu í leikinn við Finna,“ sagði
Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í handknattleik
sem mætir Finnum í undankeppni
Evrópumótsins í Vodafone-höllinni í
kvöld. »3
Höfum ekki efni á að
vanmeta andstæðinginn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég hef talað fyrir þessu í nokkur ár
og finnst þetta æðislegt,“ segir Sig-
urður Sigurbjörnsson, trygginga- og
lífeyrissjóðsráðgjafi, um tillögu þess
efnis að undirgöngin frá gömlu
skiptistöðinni að gamla pósthúsinu
við Digranesveg í Kópavogi verði
nýtt á einhvern hátt. Undirgöngin
voru helsti samkomustaður ung-
menna í Kópavogi fyrir 30 til 40 ár-
um en hafa verið lokuð almenningi
undanfarin ár.
Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði
fyrir skömmu fram tillögu í bæj-
arráði um að bærinn efndi til hug-
myndasamkeppni um nýtingu gang-
anna og hefur lista- og menningar-
ráð ákveðið að fara í hugmynda-
vinnu þess efnis.
Pönkaðist þarna um helgar
Sigurður var oft á skiptistöðinni
og í göngunum á unglingsárunum,
einkum um helgar. Þetta var þegar
pönkið átti hug margra ungmenna á
áttunda og níunda áratug liðinnar
aldar. „Þarna voru bekkir og þar
sátum við og spjölluðum, skemmtum
okkur eins og gengur,“ segir Sig-
urður. Hann leggur áherslu á að
þetta hafi verið fyrir tíma fé-
lagsmiðstöðva og ekki í önnur hús að
venda. Krakkar í Reykjavík hafi hist
á Hlemmi en göngin hafi verið at-
hvarf krakka í Kópavogi. „Þarna
komu pönkfylgjendur og voru
kannski gróflega klæddir, í leðri eða
hermannafötum,“ rifjar hann upp.
„Fólk var að pönkast, fá sér í tána og
hlusta á músík áður en farið var eitt-
hvað annað.“ Hann áréttar að þessir
krakkar hafi ekki verið neitt öðruvísi
en aðrir krakkar og hann og fé-
lagarnir hafi allir komið sér vel
áfram í lífinu.
Að mati Sigurðar er það dapurt að
göngin skuli vera lokuð, en hann
segir upplagt að hluti pönkhátíð-
arinnar í vor fari þarna fram. „Þetta
er líka hentugt sem æfingahúsnæði
fyrir unga og upprennandi tónlist-
armenn. Það finnst mér áhugaverð
pæling. Við höfum gert rosalega vel
við íþróttafólkið okkar og ég er mjög
stoltur af því. Ætli við getum náð
sama árangri með tónlistarfólkið
með því að hlúa aðeins að því án þess
að fikta of mikið í því?“ Hann segir
það tilraunarinnar virði.
Pönkhljómsveitin Fræbbblarnir
var stofnuð í Kópavogi fyrir um 35
árum. Valgarður Guðjónsson, söngv-
ari og gítarleikari sveitarinnar, und-
irbýr pönkhátíðina í vor í samstarfi
við Kópavogsbæ. Hann segir ekki
skynsamlegt að vera með langa
hljómleika fyrir marga gesti í göng-
unum en vel komi til greina að vera
þar með styttri tónleika.
Athvarf pönkara fær nýtt líf
Vilja nýta göng-
in í Kópavogi á
einhvern hátt
Morgunblaðið/Rósa Braga
Í göngunum Aðalheiður Gná Sigurðardóttir, Sigurður Sigurbjörnsson og Pétur Ólafsson.
Pétur Ólafsson segir að göngin hafi
gegnt sérstöku hlutverki hjá mörg-
um Kópavogsbúum og þau hafi ver-
ið athvarf pönkara á sínum tíma.
„Pönkið er fyrir Kópavog eins og
rokkið fyrir Keflavík,“ segir hann.
Benjamín Magnússon hafi teiknað
göngin og meðal annars gert ráð
fyrir leikhúsi, salerni og sjoppu í
þessari félagsmiðstöð fyrir ung-
linga en hugmyndin hafi líka verið
að auðvelda eldri borgurum að
komast í Hamraborgina og bæta
aðgengi frá strætóskiptistöðinni
upp á Digranesveg. Að loknu pönk-
tímabilinu hafi veggjakrotsmenning
tekið yfir og í göngunum sé þykkt
lag af listaverkum. „Jaðarkúltúr
hefur gjarnan þrifist þarna,“ segir
hann og bætir við að göngin séu
spennandi staður. Stungið hafi ver-
ið upp á að gera göngin að tónlist-
arstað eða vera þar með sýningar,
þar sem til dæmis saga þeirra yrði
rakin. „Það væri gott að fá tillögur
frá sem flestum og ég tala ekki um
frá þeim sem hafa verið þarna og
þekkja hvern krók og kima.“
Jarðvegur fyrir jaðarmenningu
SÉRSTAKT HLUTVERK UNDIRGANGANNA Í KÓPAVOGI
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi og minnkandi úrkoma norð-
vestantil, rigning eða súld nyrðra og eystra, en úrkomulítið suð-
vestanlands. Hiti 0-7 stig, mildast með suður- og austurströndinni.
Á fimmtudag Norðaustan 10-15 m/s nyrst á landinu og vestan
10-15 syðst, annars hægari. Rigning eða slydda nyrðra og eystra,
skúrir eða él suðvestanlands, en þurrt suðaustantil. Hiti 0-5 stig.