Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðild-arvið-ræður
Tyrkja við Evr-
ópusambandið
ganga ekki bein-
línis með hraða
ljóssins. Í gær var þó
greint frá því að hreyfing
væri komin á málið. Í
fyrsta sinn í þrjú ár skyldi
nýr kafli opnaður í viðræð-
unum.
Viðræðurnar við Tyrki
hafa staðið síðan í október
2005. Alls er þeim skipt
niður í 35 kafla. Aðeins ein-
um þeirra hefur verið lokað
á þessum átta árum. Hann
snýst um vísindi og rann-
sóknir. Viðræður standa yf-
ir um 14 kafla. 20 kaflar
eru því óopnaðir að með-
töldum þeim 22. sem í gær
var tilkynnt að yrði opn-
aður í byrjun nóvember. Á
sama tíma hófust viðræður
við Króatíu, sem á þessu
ári varð 28. ríki ESB.
Ýmislegt hefur orðið til
þess að hægja á viðræðun-
um við Tyrki, ítrekað hafa
verið gerðar athugasemdir
við stöðu mannréttindamála
í Tyrklandi, nú síðast fram-
göngu öryggissveita gegn
mótmælendum í júní þar
sem fjórir létu lífið og hátt
í átta þúsund særðust.
Þau mál skýra þó engan
veginn seinaganginn í við-
ræðunum, sem var fagnað í
Tyrklandi þegar þær hóf-
ust, en eru nú farnar að
reyna á þolinmæði Tyrkja,
sem hafa fulla ástæðu til að
ætla að þeir séu engir au-
fúsugestir við samnings-
borðið.
Stefan Füle, stækk-
unarstjóri Evrópusam-
bandsins, sagði í liðinni
viku að leiðin til þess að
efla borgaraleg réttindi í
Tyrklandi væri fólgin í því
að opna faðminn fyrir
Tyrkjum, en ekki loka hon-
um.
Viðræðurnar stöðvuðust
fyrir þremur árum vegna
landadeilna við Kýpur og
andstöðu Frakka og Þjóð-
verja.
Bretar eru hins vegar
hlynntir aðild Tyrkja að
ESB og hafa þrýst á að
þeim yrði hleypt inn í
bandalagið.
Þegar Tyrkir sóttu um
aðild að Evrópusambandinu
sýndu skoðanakannanir
gríðarlegan stuðning við
inngöngu. Í könnun, sem
gerð var 2004, kváðust 73%
Tyrkja hlynnt aðild. Þá
sögðu aðeins 9%
að aðild yrði af
hinu slæma.
Verulega hefur
fjarað undan
þessum stuðn-
ingi við aðild.
Í nýlegri könnun sögðu
44% að aðild yrði af hinu
góða, en 34% voru þeirrar
hyggju að innganga yrði
ekki til góðs.
Tyrkir eru þó mun áfjáð-
ari í að ganga í Evrópusam-
bandið, en íbúar aðild-
arríkja þess að taka við
þeim. Aðeins 20% að-
spurðra í aðildarríkjunum
kváðust hlynnt inngöngu
Tyrkja, 33% voru andvíg og
hinum stóð á sama.
Tyrkir hafa drjúga
ástæðu til að hafa efasemd-
ir um inngöngu. Á meðan
Evrópusambandið glímir
við kreppu hefur tyrkneskt
efnahagslíf blómstrað, þótt
á þessu ári hafi dregið
verulega úr hagvexti miðað
við árin á undan.
Út frá hinum efnahags-
legu rökum ætti Evrópu-
sambandið að kappkosta að
fá Tyrkland inn. Það yrði
innspýting fyrir bandalagið.
Að sama skapi ættu Tyrkir
að óttast að stöðnunin, sem
ríkir í Evrópusambandinu,
smitaðist til þeirra.
En aðild snýst ekki að-
eins um efnahagsmál í hug-
um Tyrkja. Tyrkir eru eng-
ir nýgræðingar í vestrænu
samstarfi. Þeir hafa verið
meðlimir í Atlantshafs-
bandalaginu frá 1952. Í
huga margra Tyrkja væri
aðild að ESB rökrétt fram-
hald af því samstarfi.
Aðild Tyrklands að ESB
hefði táknrænt gildi.
Um þessar mundir búa
að talið er um 44 milljónir
múslima í Evrópu og er
Tyrkland þá ekki meðtalið.
Í þeim hópi eru Tyrkir
langfjölmennastir eða níu
milljónir. Múslimar í ríkj-
um Evrópusambandsins eru
taldir vera 19 milljónir. Það
er engin ástæða til að gera
lítið úr þeim innflytj-
endavanda, sem ríkir víða í
Evrópu, en í allri um-
ræðunni um hryðjuverk og
íslamista gleymist að þorri
múslima í Evrópu fer að
lögum og lifir friðsamlegu
lífi.
Í því samhengi snýst um-
sókn Tyrkja ekki síst um
það hvort ríki þar sem
þorri íbúa er múslimar eigi
samleið með hinu vestræna
Evrópusambandi.
Áhuginn á aðild
dvínar eftir því sem
viðræður dragast
á langinn}
Tyrkir og ESB
É
g veit ekki með þig, kæri lesandi,
en ég varð ekki hissa þegar
Besti flokkurinn vann stórsigur í
borgarstjórnarkosningunum
fyrir bráðum fjórum árum – það
var löngu ljóst að borgarbúar voru komnir
með upp í kok af óráðsíu og óstjórn áranna á
undan. Ég furða mig ekki heldur yfir því sem
við blasir – að flokkurinn muni halda velli í
næstu kosningum og jafnvel bæta við sig.
Hvers vegna kemur það fólki á óvart að stjórn-
málaflokkur sem talar beint til fólks nýtur vin-
sælda?
Að þessu sögðu þá ræður nokkru um upp-
gang Besta flokksins í Reykjavík að borgar-
stjórnarandstaðan í Reykjavík hefur lítið lagt
til málanna á kjörtímabilinu, lítið sem ekkert í
henni heyrst og það sem heyrst hefur verið
ósannfærandi – nefni stóra Hofsvallagötumálið sem
dæmi, nú eða stóra ruslatunnumálið.
Það segir og sitt um minnihlutaflokkana og starf þeirra
á kjörtímabilinu að þeir hyggjast svara uppgangi Besta
flokksins með því að bjóða meira af því sama, bjóða fram
sama fólk og Reykvíkingar hafa þegar hafnað einu sinni
og munu hafna aftur. (Sama á reyndar við um hinn meiri-
hlutaflokkinn, hann á ekki upp á pallborðið og skyldi eng-
an undra).
Mestu ræður þó, að mínu viti, að þar skilur á milli Besta
flokksins og annarra framboða í borginni að þó hann sé
vissulega stjórnmálaafl, byggir hann á stjórnmálastefnu
sem berst gegn stjórnmálum og hagar sér
samkvæmt því. Félagsmenn eru því ekki jafn
uppteknir af flokksstarfinu, því að vera stjórn-
málamenn, og þeir atvinnustjórnmálamenn
sem haldið hafa svo illa á málum í Reykjavík á
undanförnum árum og áratugum. Þessa sér
meðal annars stað í því að meirihlutinn hefur
tekið til hendinni við ýmislegt sem fyrri borg-
arstjórnir hafa látið sitja á hakanum. Þess sér
og líka stað í því að núverandi borgarstjóri tal-
ar mannamál og segir ýmislegt sem ekki hefur
verið sagt upphátt, enda er hann ekki eins
upptekinn af höfuðborgarhlutverkinu og fyr-
irrennararnir, sem hafa margir látið eins og
þeir væru landskjörnir höfuðborgarstjórar en
ekki kjörnir fulltrúar Reykvíkinga.
Sú nýlunda að vera með borgarstjóra sem er
borgarstjóri Reykjavíkur, en ekki höfuð-
borgarstjóri, sú nýlunda að maðurinn í brúnni sé að vinna
fyrir borgarbúa fyrst og fremst, hefur að vonum vakið
pirring andstæðinga Besta flokksins, en einnig óánægju
utan borgarinnar, þar sem menn hafa verið duglegir að
krefja borgina um hitt og þetta smálegt fyrir það að vera
höfuðborg. Sú togstreita á milli borgar og landsbyggðar
birtist svo í því að stjórnmálamenn stefna til borgarinnar,
flytja jafnvel lögheimili um „stundarsakir“ til Reykjavík-
ur til að seilast þar til valda og þá væntanlega færa borg-
ina í gamalkunnan búning höfuðborgar sem er svo mikil
höfuðborg að hún tekur ekki tillit til íbúa sinna.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Borgarstjóri Reykvíkinga
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
M
iklir brestir eru
komnir í sambúð
frjálsra íþrótta og
fótbolta á Laugar-
dalsvellinum. Í
nokkur ár hefur töluvert verið þrýst
á að nýr frjálsíþróttavöllur verði
reistur í Reykjavík sem yrði um leið
nýr þjóðarleikvangur. Ekkert bólar á
vellinum en hugmynd frá sveitarfé-
laginu Árborg gæti rofið kyrrstöð-
una. Á síðasta fundi bæjarráðs var
samþykkt að fela framkvæmdastjóra
Árborgar að rita bréf til Frjáls-
íþróttasambandsins vegna hug-
myndar um að gera frjálsíþrótta-
leikvanginn á Selfossi að
þjóðarleikvangi Íslendinga.
Í Árborg bjuggu 7.826 manns
þegar Hagstofan taldi síðast mann-
fjölda á Íslandi. Í Reykjavík bjuggu
þá 119.764 manns og á höfuðborg-
arsvæðinu bjuggu samtals 205.470
manns.
Fjarlægð útilokar ekki
Bréfið hefur ekki borist Frjáls-
íþróttasambandinu en Jónas Eg-
ilsson, formaður Frjálsíþrótta-
sambandsins, hafði í gær haft veður
af hugmyndinni. Hann sagðist fagna
metnaði Selfyssinga en tók einnig
fram að Reykjavík yrði „að gyrða sig
í brók“ í þessum efnum. Laugardals-
völlur væri eini frjálsíþróttavöllurinn
í Reykjavík og hann væri úr sér
genginn auk þess sem um þriðjungur
æfingatímans væri lagður undir fót-
boltaiðkun. Þá væri völlurinn lokaður
fyrir æfingar að vetrarlagi.
Á Selfossi væri einn besti frjáls-
íþróttavöllur landsins og aðeins
þyrfti tiltölulega litlar lagfæringar til
að hann gæti uppfyllt alþjóðlegar
kröfur. Meðal annars þyrfti að koma
upp aðstöðu fyrir tímatöku, aðstöðu
fyrir úrvinnslu úrslita og fjölga
hlaupabrautum úr sex í átta, svo það
helsta væri nefnt. Ef völlurinn yrði
þjóðarleikvangur þyrfti einnig að
huga að því hvort nægt gistipláss
væri í bæjarfélaginu.
Jónas sagði að hann gæti ekki,
að svo komnu máli, tekið afstöðu til
hugmyndar Árborgar. Aðspurður
sagði hann að vegalengdin á milli
Selfoss og höfuðborgarsvæðisins, um
50 km, útilokaði ekki að þjóð-
arleikvangurinn gæti verið á Sel-
fossi. Hann benti einnig á að þjóð-
arleikvangur Englendinga í frjálsum
íþróttum hefði um tíma verið í Birm-
ingham, næststærstu borg Bret-
lands. Þar býr um milljón manns en í
Lundúnum búa nú 8,3 milljónir
manna.
Nýta fjárfestingu betur
Eyþór Arnalds, formaður bæj-
arráðs Árborgar, sagði að sveitarfé-
lagið byði fram völlinn á Selfossi
vegna þess að hann væri afar góður
og vel staðsettur á Suðurlandi. Á Sel-
fossi væri góð aðstaða til að taka á
móti keppendum og fylgdarliði
þeirra. Völlurinn, sem er við Engja-
veg á Selfossi, við hlið Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, væri í göngufæri
við sundlaug, miðbæinn og ýmsa
þjónustu. Þá yrði að hafa í huga að
Selfoss væri þjónustusveitarfélag
fyrir Suðurland. Auk íbúanna dveldu
þar fjölmargir í sum-
arbústöðum í lengri eða
skemmri tíma og alls sæktu
um 30.000 manns þjónustu á
Selfoss. Á undanförnum ár-
um hefði miklum fjár-
munum verið varið til að
byggja völlinn upp og sjálf-
sagt væri að skoða allar
leiðir til að nýta þá fjár-
festingu betur. Með bréf-
inu til Frjálsíþrótta-
sambandsins væri hug-
myndinni komið á fram-
færi. „Við höfum kastað
boltanum á loft,“ sagði Ey-
þór.
Þjóðarleikvangurinn
geti verið á Selfossi
Heimavöllur Selfossvöllur þykir góður. Bæta þyrfti við tveimur hlaupa-
brautum, bæta inniaðstöðu o.fl. til að hann uppfyllti alþjóðleg skilyrði.
Frjálsíþróttasambandið og
Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur hafa
augastað á svæði austan við
Laugardalshöllina undir nýjan
frjálsíþróttavöll í Reykjavík sem
jafnframt gæti orðið þjóðar-
leikvangur. Svæðið er nú notað
fyrir fótboltaæfingar á vegum
Þróttar en Jónas Egilsson, for-
maður Frjálsíþróttasambands-
ins, segir að Þróttarar hafi tekið
vel í að skipta á svæðinu fyrir
kastsvæðið í Laugardalnum, við
hlið tjaldstæðisins. Ekki liggur
fyrir hver kostnaður yrði við
völlinn.
Jónas segir ljóst að upp-
bygging fyrir frjálsar íþróttir
hafi setið mjög á hakanum.
Það sjáist ekki síst á því að í
Reykjavík sé aðeins einn
frjálsíþróttavöllur en í
Reykjavík séu á bilinu 30-
40 fótboltavellir á níu
mismunandi fótbolta-
svæðum. Skortur á æf-
ingasvæðum sé farinn
að standa
íþróttinni fyrir
þrifum.
Nýr leikvang-
ur í Laugardal
EINN Á MÓTI 30-40
Ásdís Hjálmsdóttir
spjótkastari.