Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 ✝ Ásgeir Jónssonfæddist í Neðri-Hreppi í Skorradal 30. júní 1922. Hann lést á Landakotsspítala 11. október 2013. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 19. mars 1885, d. 3. nóvember 1973, og Emelía Guð- mundsdóttir, f. 10. október 1892, d. 10. janúar 1925. Systkini Ásgeirs voru: Kristín Sigurrós Jónsdóttir, f. 15. febr- úar 1921, d. 11. nóvember 2000, og Einar Kr. Jónsson, f. 3. ágúst 1932, d. 29. október 2012. Ásgeir giftist árið 1965 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ásdísi Guðmundsdóttur frá Sel- skerjum, f. 8 september 1928. Ásgeir og Ásdís eignuðust son- inn Guðmund Ásgeirsson, lög- unum, en hann vann m.a. við byggingu Andakílsárvirkjunar og síðan að viðhaldi hennar, við almenna vegagerð í Borgarfirði, ásamt því að vinna sem fjósamað- ur á Hvanneyri um tíma svo eitt- hvað sé nefnt. Um fertugt lá leið hans til Reykjavíkur og starfaði hann þar við ýmis störf, s.s. við Slippinn við Reykjavíkurhöfn, málningarvinnu og raflampa- gerð. Árið 1963 lágu leiðir Ás- geirs og Ásdísar saman og hófu þau fljótlega búskap, í fyrstu í Andakílsárvirkjun en árið 1964 fluttu þau til Reykjavíkur. Þau bjuggu í fyrstu á Grettisgötu en lengst af bjuggu þau í Mar- íubakka í Breiðholti. Í Reykjavík starfaði Ásgeir um árabil á bíla- leigunni Fal við Rauðarárstíg, eða í um 15 ár. Síðustu ár starfs- ævinnar starfaði hann hjá Lands- banka Íslands, bæði á Laugavegi 7 og 77, sem vaktmaður ásamt öðru. Útför Ásgeirs fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 23. októ- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 15. reglufulltrúa, f. 1968, hann er kvæntur Þóru Jón- asdóttur. Börn þeirra eru Kristófer Fannar, f. 1991, og Ásdís Dröfn, f. 1997. Áður eignaðist Ás- geir dóttur, Sig- rúnu, tón- menntakennara, f. 1961. Sambýlis- maður hennar er Einar Einarsson. Börn þeirra eru Eydís Einarsdóttir, f. 1993, og Katrín Björk Einarsdóttir, f. 1996. Sigrún ólst upp hjá móður sinni, Kristínu Björnsdóttur. Ásgeir ólst upp í Neðri-Hreppi í Skorradal og sinnti fram eftir aldri almennum sveitastörfum á búi foreldra sinna. Þegar hann komst á unglingsaldurinn fór hann einnig að sinna ýmsum öðr- um störfum samhliða búverk- Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinsson) Blessuð sé minning þín. Ásdís Guðmundsdóttir. „Er ekki best að fara að yfir- fara fluguhjólið fyrir sumarið? Guðmundur, komdu nú og hjálp- aðu mér, haltu á hjólinu, slakaðu á línunni, ekki, ekki, ekki svona mik- ið, drengur.“ Þegar ég hugsa til baka til þín pabbi og þeirra stunda sem við áttum saman, feðgarnir, þá er þetta minning sem strax kemur upp í hugann. Veiðiskapur var líf þitt og yndi. Á unga aldri fékk ég strax að fara með þér í margar skemmtilegar veiðiferðir sem ég gleymi seint eða aldrei. Fyrsti fiskurinn og gleðin í kringum hann, fyrstu laxarnir sem ég veiddi í Andakílsá, laxinn sem þú húkkaðir í sporðinn, átökin og ánægjubrosið þegar honum var landað. Sögurnar sem þú sagðir mér þegar þú stökkst á milli bú- verka og renndir fyrir fisk í ánni þinni með bambusstöngina að vopni. Veiðitúrinn sem við fórum saman á níræðisafmælinu þínu þar sem þú sast við vatnsbakkann, ég kastaði út og setti í fisk, rétti þér stöngina og þú dróst inn og landaðir honum. Ekki þótti þér þetta merkilegur veiðiskapur og fussaðir. Þú kenndir og hjálpaðir mér með margt þegar ég var að alast upp, bæði varðandi veiðiskap og nú auðvitað lífið sjálft. Ég fékk síðan það hlutverk að hjálpa þér þegar aldurinn fór að færast yfir og í okkar síðasta veiðitúr saman stóð ég nokkurn veginn í sömu sporum og þú fyrir margt löngu, að aðstoða þig við veiðiskap, svona er víst lífsins gangur. Það eru mun fleiri minningar sem þú skilur eftir í huga mér, pabbi, eins og t.d. þegar ég fékk að keyra á túnunum í Neðri-Hrepp, á bjöllunni þinni, M-347, sem þú keyptir beint úr kassanum árið 1964. Þegar þú leyfðir mér og vin- um mínum að leika í Fal og hjálpa þér í vinnunni, veit nú ekki hvað var mikil hjálp í okkur en það var gaman. Þú varst ekki mikið fyrir að rifja upp gamla tíma ef frá eru taldar veiðisögurnar en stundum náðum við þér á flug og þá var gaman. Sögurnar af skautaferð- unum fram og til baka eftir Skorradalsvatni, skíðaferðunum upp á Skessuhorn og skíðastökk- unum á leiðinni niður, 15 metrar var metið þitt. Þegar þú varst barn og mættir sauðnautinu á heimreiðinni að Neðri-Hrepp og vissir ekki á hvaðan þig stóð veðr- ið, jeppaferðunum á gamla Willys og ekki má gleyma mótorhjóla- túrunum. Þú varst nefnilega mikill ævintýramaður þó svo að þú vildir ekki viðurkenna það og líklega hef ég erft ævintýramennskuna frá þér. Við gleymum þessum stundum aldrei, pabbi, þessum skemmti- legu stundum sem við áttum sam- an, þú, ég og mín fjölskylda, og öll- um þessum minningum sem þú skilur eftir hjá okkur. Nú förum við ekki meira saman til veiða en þú verður með okkur í anda, það veit ég. Nú ertu kominn á fallegan stað í öðrum heimi og aldrei að vita nema þú getir rennt fyrir fisk þar. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíldu í friði elsku pabbi og afi. Guðmundur, Þóra, Kristófer Fannar og Ásdís Dröfn. „Ertu að keppa eitthvað í markinu í dag?“ Þessa spurningu fékk ég í hvert skipti sem ég hitti afa gamla. Hann hafði virkilega mikinn áhuga á handboltaiðkun minni en var jafnframt hræddur um það að ég myndi lesa yfir mig í laganám- inu. Eftir að ég fékk bílpróf gaf afi mér síðan bílinn sinn, þar sem hann ætlaði nú að fá sér nýjan. Reyndist sá kaggi mér vel, en hann var venjulega kallaður rauða þruman af okkur félögunum. Ég á aldrei eftir að gleyma öll- um þeim jólum sem ég eyddi með afa, þeim skrautlegu innkaupa- ferðum sem ég fór í fyrir hann og þeim bíltúrum sem við félagarnir áttum saman á rauðu þrumunni. Þá veitti það mér mikla ánægju og hlýju að geta hjálpað afa síð- ustu ár ævi sinnar, sem gerði það að verkum að ég fékk að heyra ýmsar sögur um fortíð hans og fékk þannig að kynnast honum enn betur. Það er gott að geta lifað með þessum minningum og veit ég að þú fylgist áfram, áhugasamur, með handboltaiðkun minni og skólagöngu líkt og þú gerðir. Ég mun allavega fylgjast með þér. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. (Þursi) Hvíldu í friði, elsku afi. Kristófer. Látinn er Ásgeir Jónsson frá Neðri-Hreppi í Skorradal. Kveðjudagurinn var fallegur, fé almennt komið af fjalli, haustverk- in í fullum gangi og farfuglarnir að búa sig til heimferðar, þetta er fal- lega lífið. Allt fram á síðasta dag var hlustað eftir klukknaslætti náttúr- unnar, hvernig gengur heyskap- urinn, var sprettan góð, hvernig gengur sauðburðurinn, er þessi eða hinn fuglinn kominn, er fisk- urinn farinn að gefa sig, er féð vænt af fjalli? Allt frá því ég man fyrst eftir mér hefur líf mitt og fjölskyldu tengst Ásgeiri Jónssyni. Hann var slunginn veiðimaður og sagði skemmtilega frá. Það sem meira var; maður var öruggur með að sagan væri sönn. Svo átti hann svo flottan Willys-jeppa árgerð 1946 sem hvíldi ljómi yfir. Ásgeir var kvæntur Ásdísi Guðmundsdóttir, ættaðri af Barðastönd, greindri og góðri konu. Ungur missti Ásgeir móður sína sem alltaf var honum kær. Ásgeir gekk í framhaldsskóla í Reykholti þar sem hann gerðist félagi í Ungmennafélaginu Íslend- ingi en fyrir það félag keppti hann í frjálsum íþróttum. En búið var ekki stórt, því þurfti að vinna utan heimilis eins og venja var. Farið var í vinnumennsku á ýmsa bæi í sveitinni og síðan var unnið að uppbyggingu Andakílsárvirkjun- ar sem var erfitt verk enda mikið unnið á höndum. Ásgeir unni sveitinni sinni og uppskar mikinn vinskap og virðingu í staðinn. Upp úr 1960 var flutt suður og hóf þá Ásgeir störf hjá Bílaleig- unni Fal en síðustu starfsárin starfaði Ásgeir hjá Landsbanka Íslands við góðan orðstír uns hann fór á eftirlaun tæplega sjötugur. Aðalsmerki Ásgeirs voru ávallt heiðarleiki, lítillæti og traust. Ef honum var trúað fyrir einhverju hélt það. Gildi sem samtíminn mætti taka sér til fyrirmyndar. Auði og skarti ýmsir ná, aðra margt þó bagi. Glitrar bjartast gullið frá góðu hjartalagi. (Magnús Gíslason frá Vöglum) Takk fyrir samfygldina, kæri frændi, hvíl í friði. Sævar Geirsson og fjölskylda. Geiri föðurbróðir minn kvaddi okkur föstudaginn 11. okt. sl. Mig langar að minnast hans hér, með nokkrum orðum. Pabbi og hann voru bræður, samfeðra. Geiri var fæddur og uppalinn á mínu æsku- heimili. Hann var hluti af mínu lífi, eins og allra í Neðri-Hrepp, á mín- um æsku- og uppvaxtarárum. Hann var fastur punktur í tilver- unni. Kom alltaf um bænadagana, alltaf einhverja daga yfir sumarið. Oftast nokkrum sinnum. Geiri var mikill stangveiðimaður og kom í þeim tilgangi heim að veiða í Andakílsánni á sumrin. Við krakk- arnir vorum ekki alltaf vel séður félagsskapur á bökkum árinnar, þegar veiðin stóð sem hæst. En það risti nú aldrei djúpt. Geiri var fiskinn með afbrigðum. Fengi ein- hver fisk í Andakílsá, þá var það hann. Margar minningar koma upp í hugann frá gömlum tíma. Geiri keyrir í hlað, og Guðmundur sonur hans, á ljósbláa Volksvagn- inum. Brjóstsykurspoki var alltaf með í för, ég hygg í ein 30 ár, og oft eitthvað sætt og gott úr bakaríi sem var nú heldur vinsælt í sveit- inni. Brjóstsykurspokinn alltaf settur á sama stað í eldhússkáp- inn, hvort sem var í gamla eða nýja húsinu. Volksvagninn þá vik- inn fyrir öðrum fararskjóta í seinni tíð enda Geiri með bíladellu alla tíð. Margar sögurnar eru til af Geira ungum sem aðrir kunna kannski betur. Ófáar heyrði ég þó um ævintýralegar ferðirnar þar sem menn voru verðlaunaðir fyrir hverja beygju sem náðist, og Geiri stundum í verðlaunasætinu. Hann var lífsglaður ungur maður og lét það eftir sér. Löngu síðar, þegar ég var orðin fullorðin, rifjast upp minningar frá Neðri-Hrepp. Ým- ist við eldhúsborðið eða úr stof- unni. Geiri ásamt okkur heimilis- fólkinu skálar í góðu víni, ræðir lífsins gagn og nauðsynjar. Volga volga sungin, ásamt fleiru og allir njóta stundarinnar. Þessar minn- ingar eru ekki margra en dýr- mætar þeim sem eiga. Þessar stundir sem Geiri kom heim í Neðri-Hrepp voru okkur mikils virði og honum líka, það veit ég fyrir víst. Geiri var alla tíð hraustur enda 91 árs þegar hann kvaddi. Léttur á löppinni alla tíð. Það var rétt tæpt ár á milli þeirra bræðranna, pabba og hans. Mér er minnis- stæður dagurinn þegar pabbi var jarðaður. Geiri mætti þar bæði í kistulagningu og útför. Það var ugglaust erfiður dagur og langur fyrir hann, enda ekkert unglamb lengur. En hann ætlaði sér þetta og þá gerði hann það. Þarna var Guðmundur sonur hans, hans stoð og stytta eins og hann hefur verið í gegnum árin með svo ótal margt. Frekari minningar Geira tengdar geymi ég hjá mér. Nema kannski eina, því við spauguðum oft með það að engan mann hef ég hitt sem var þvílíkt snyrtimenni eins og hann. Rakaði sig tvisvar á dag. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið samtíða Geira allan þennan tíma. Hann var litskrúð- ugur föðurbróðir sem tók mér allt- af sem jafningja. Blessuð sé minn- ing Geira frá Neðri-Hrepp. Steinunn Á. Einarsdóttir. Ég kveiki á kerti til minningar um Ásgeir með þökk fyrir sam- fylgdina. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Nú sefur allt svo vel og vært, sem var í dagsins stríði sært, og jafnvel blóm með brunasár þau brosa í svefni gegnum tár. Og sá sem alla yfirgaf, fór einn um fjöll með mal og staf, hann teygar svefnsins svölu veig, og sál hans verður ung og fleyg. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Minningin um þig lifir. Samúðarkveðjur til aðstand- enda. Sandra Jónasdóttir. Ásgeir Jónsson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SESSELJA GUNNARSDÓTTIR, Ofanleiti 15, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 21. október. Sævar Magnússon, Stefanía Guðmundsdóttir, Theodór Magnússon, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Brynjar Ómar Magnússon, Gunnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRGHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Skjóli, áður Freyjugötu 5, Reykjavík, lést á Skjóli aðfaranótt sunnudagsins 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. október kl. 15.00. Sigríður Sverrisdóttir, Hlöðver Örn Rafnsson, Eiríkur Egill Sverrisson, Sigrún Arnarsdóttir, Erla Sverrisdóttir, Eggert Helgason, Svanhvít Sverrisdóttir, Albert Klemenzson, Ástrós Sverrisdóttir, Sigfús Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Látin er móðir okkar, KOLBRÚN BJARNADÓTTIR kennari, Ystafelli í Kinn. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 26. október kl. 13.00. Jarðsett verður á Þóroddsstað sama dag. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurþingeyinga. Jón, Regína, Helga og Erla Sigurðarbörn. ✝ Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, SIGURBJARNI GUNNAR ÞORBERGSSON, lést á Hrafnistu Kópavogi föstudaginn 11. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur vilja senda starfsfólki á deild 5-1 á Hrafnistu Kópavogi hjartans þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Ingibjörg Þorbergsdóttir, Auðunn Bergsveinsson, Þorbergur Ágúst Þorbergsson, Lára C. Þorbergsson, Kristín Fjóla Þorbergsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær dóttir okkar, unnusta, systir, frænka og mágkona, DAGNÝ GRÍMSDÓTTIR, lést af slysförum sunnudaginn 20. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Grímur Halldórsson, Hildur Blumenstein, Lars Matthiesen, Edda Blumenstein, Árni Pjetursson og börn, Kristín María Grímsdóttir, Axel Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.