Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 14
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
NÝTT
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið
dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og
auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri:
Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir
einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú
reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir
þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri
skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst
sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal
endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á
sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám
saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring.
Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð
til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega
komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus
tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar
ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð.
Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota
lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða
æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða
lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja
tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið.
Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað
er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn
af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer
Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
®
Loksins
á Íslandi!
Nicotinell með
Spearmint bragði
- auðveldar þér að
hætta reykingum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ekki er á vísan að róa með veðrið í
nóvember, nokkuð sem landsmenn
gera sér eflaust fulla grein fyrir. Það
er í raun allra veðra von á þeim heita
degi í íþróttasögunni þegar Ísland
mætir Króatíu að kvöldi 15. nóv-
ember í fyrri umspilsleiknum um
það hvort liðið keppir á HM í Bras-
ilíu næsta sumar. Starfsmenn Laug-
ardalsvallar vita ekki hverju þeir
mega eiga von á. Þeir óttast frostið
mest og hafa eflaust hitann í haldinu
fram yfir leikdag.
Fortíðin segir ekkert um það
hvernig veðrið verður þennan dag
en oftast hefur verið meinlaust eða
meinlítið veður. Alloft hefur þó verið
frost eða í 26 skipti af 64 og úrkoma
verið álíka oft, samkvæmt yfirliti
Veðurstofunnar um veðurathuganir
klukkan 18 hinn 15. nóvember frá
1949 til 2012.
Mest var frostið -8,7 stig árið
1973, -8,4 stig 1980 og í þriðja kald-
asta sætinu er árið 2006 með -6,8
stiga gadd. Mikil sveifla hefur verið í
hitastigi þennan dag eins og sést á
því að þrívegis á þessari öld hefur
hitinn farið yfir níu stig. Hlýjast var
9,5 stig árið 2001, árið 2011 var
skammt á eftir með sín 9,3 stig og
2007 voru plúsgráðurnar 9,1. Þannig
munur heilum 18,2 gráðum á heit-
asta og kaldasta 15. nóvember síð-
ustu áratugina.
Alhvítt átta sinnum
Alhvítt hefur verið átta sinnum
frá og með 1961 og mesta snjódýpt
þennan dag er 10 sentimetrar bæði
1978 og 1979. Vindur hefur ekki
mjög oft verið til vandræða, en sex
sinnum hefur vindur mælst sex göm-
ul vindstig eða meiri kl. 18.
Síðustu sex ár hafa rauðar tölur
verið á hitamælinum kl. 18 og síð-
ustu fjögur ár hefur verið auð jörð,
samkvæmt því sem áður hefur kom-
ið fram á íþróttasíðum Morg-
unblaðsins. Bæði í fyrra og hittifyrra
var rigning. Flekkótt jörð og snjó-
koma eða slydda var 2008, 2005 og
2004.
Spárnar eins misjafnar
og þær eru margar
Veðurstofu berast erlendar
spár um meðalloftþrýsting og hita-
far heillar viku mánuð fram í tím-
ann. Þær geta verið eins breytilegar
og þær eru margar og lítið á þeim að
byggja. Þegar tíu dagar eru til
stefnu fara að koma spár sem stund-
um er hægt að byggja á. Yfirleitt
þarf þó að líða nær tilteknum degi til
að spár séu réttar.
Morgunblaðið/Kristinn
Laugardalsvöllur mokaður Hópur fólks, bæði starfsmenn KSÍ og sjálfboðaliðar, mokaði snjó af þjóðarleikvang-
inum í lok október 2008 til að leikur kvennalandsliða Íslands og Írlands gæti farið fram. Það tókst og Ísland sigraði
og lék í úrslitum Evrópumótsins í Finnlandi ári síðar. Sumir sváfu vært meðan fullorðna fólkið kepptist við.
Oft meinlítið veður
um miðjan nóvember
Munar 18,2 gráðum á heitasta og kaldasta 15. nóvember
síðustu áratugina Frost í 26 skipti af 64 síðustu áratugina
KSÍ hefur leigt dúk frá Englandi
til að breiða yfir völlinn og verja
hann þannig fyrir frosti og snjó.
Dúkurinn kemur til landsins
með flugi rúmri viku fyrir leik.
Heitu lofti er blásið undir
ábreiðsluna þannig að völlurinn
verði frostfrír. Hátt í dag getur
tekið að leggja dúkinn í fyrsta
skipti, en síðan mun skemmri
tíma. Alls er völlurinn tæpur
hektari eða um átta þúsund fer-
metrar.
Hita blásið
undir risadúk
TILBÚNIR VERÐI FROST
Afli smábáta á aflamarki, strand-
veiðibáta og krókaaflamarksbáta
hefur aldrei verið meiri en á síðast-
liðnu fiskveiðiári. Þá komu þessir
1.156 bátar með 82.712 tonn að
landi og nam aflaverðmætið 26,6
milljörðum. Lætur nærri að út-
flutningsverðmætið hafi verið 53
milljarðar, að því er fram kom í
skýrslu Arnar Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Landssambands
smábátaeigenda, á aðalfundi í síð-
ustu viku.
Bátarnir veiddu 23,7% af öllum
þorski sem veiddist og vantaði 762
tonn upp á að ná 50 þús. tonnum.
Fríða Dagmar með 1.924 tonn
Aflahæstur í krókaaflamarki
varð Fríða Dagmar ÍS 103 frá Bol-
ungarvík með
1.924 tonn. Á
Fríðu Dagmar er
tvöföld áhöfn og
eru þrír um borð
hverju sinni.
Skipstjórar á
hvorri vakt eru
Sigurgeir Þórar-
insson og Hag-
barður Marinós-
son. Í flokki aflamarksbáta var
Kristinn ÞH 163 með 232 tonn Rík-
arður Reynisson skipstjóri þar.
Aflahæstur á strandveiðum varð
Örn II SF 70 með 43,6 tonn. Elvar
Unnsteinsson er eigandi bátsins og
skipstjóri á honum. Ógæftir ein-
kenndu strandveiðar í ár og erfiðar
gekk að ná skammtinum heldur en
á sl. árum. Þá var verð aðeins
lægra en 2012. Aflaverðmæti
strandveiðibáta 2013 varð 2,4 millj-
arðar sem skilar um 3,6 milljónum
á hvern bát í brúttóinnkomu. Alls
voru 674 bátar á strandveiðum og
fækkaði um 85 á milli ára.
Makrílafli færabáta endaði í
4.678 tonnum. Alls voru 16 bátar
með yfir 100 tonn en meðaltalið var
um 50 tonn.
Alls stunduðu 286 bátar grá-
sleppuveiðar síðasta vor og sumar,
sem er 50 bátum færra en var 2012.
Veiðidagar og net voru færri en í
fyrra og minnkaði afli í samræmi
við það og svaraði til 8.491 tunna.
Birgðir af hrognum eru nú um
þriðjungur af því sem þær voru á
sama tíma í fyrra. aij@mbl.is
Smábátar komu með yfir
82 þúsund tonn að landi
Örn Pálsson