Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Dansleikhúskonsertinn Ferðalag
Fönixins verður sýndur á Álands-
eyjum á laugardaginn að við-
stöddum sendiherra Íslands í Finn-
landi. Verkið var frumsýnt á Stóra
sviði Borgarleikhússins á Listahá-
tíð í Reykjavík 2011 og hlaut já-
kvæðar viðtökur gagnrýnenda.
Færeyska tónlistarkonan Eivör
Pálsdóttir, finnski nútímadans-
arinn Reijo Kela og María Ellingsen
leikkona flytja verkið og blása
hvert með sínum hætti lífi í glóðir
þessarar táknrænu goðsögu, eins
og því er lýst í tilkynningu. Sýn-
inguna unnu þau með Snorra Frey
Hilmarssyni leikmyndahönnuði,
Filippíu Elísdóttur búningahönnuði
og Birni Bergsteini Guðmundssyni
ljósameistara sem sáu um að útfæra
myndheim hennar.
„Þetta er í fjórða skiptið sem við
tökum flugið til annarra landa með
þessa sýningu, hún er án orða og
virðist ná til fólks hvarvetna,“ segir
María í tilkynningu en hún fer fyrir
hópnum.
„Goðsögur spretta úr undir-
meðvitund mannkynsins eins og
draumar sem við dreymum í sam-
einingu og spegla það sem við för-
um í gegnum sem manneskjur í
þessu lífi. Í verkinu tengjum við
þessa goðsögu við ferðalag manns
og konu í gegnum ástarsamband
þar sem þrá og höfnun skiptast á og
á endanum þurfa þau að leyfa ást-
inni að deyja til að lifa af og geta
haldið áfram, öðlast nýja vængi,“
segir María ennfremur og vonast til
að verkið fari enn víðar. Ferðalag
Fönixins er unnið í samstarfi við
Borgarleikhúsið.
Frekari upplýsingar um verkið
má finna á vefsíðu Maríu, slóðin er
mariaellingsen.com/phoenix/.
Ljósmynd/Ólöf Erla
Goðsaga María Ellingsen á kynningarmynd fyrir Ferðalag Fönixins.
Ferðalag Fönixins
á Álandseyjum
Fjórða sýningin á erlendri grundu
Stefnt er að því að hefja tökur á
næstu kvikmynd Baltasars Kor-
máks, Everest, í Dólómítafjöllum á
Ítalíu í næsta mánuði og segist Balt-
asar vera að bíða eftir því að gengið
verði frá lausum endum svo tökur
geti hafist. „Ég var í Nepal og á
Nýja-Sjálandi að hitta aðstand-
endur, fór upp á Everest fyrir tveim-
ur vikum að skoða tökustaði þannig
að það er allt á fullu,“ segir Baltasar
um gang mála.
Handrit Everest byggist á sann-
sögulegum atburði, þegar átta fjall-
göngumenn fórust í aftakaveðri á
hæsta fjalli jarðar, 11. maí árið 1996,
í mannskæðasta slysi sem orðið hef-
ur á fjallinu. Kvikmyndaverið Uni-
versal mun framleiða myndina en
keppinautur þess, Sony, hefur einn-
ig í hyggju að gera kvikmynd sem
gerist á fjallinu en sú mun fjalla um
afrek breska fjallgöngumannsins
George Mallory. Doug Liman mun
leikstýra þeirri mynd, ef af gerð
hennar verður og breski leikarinn
Benedict Cumberbatch að öllum lík-
indum fara með hlutverk Mallory.
Merkilegt nokk þá ber sú mynd
sama titil og kvikmynd Baltasars, ef
marka má fréttir bandarískra kvik-
myndavefja.
Spurður að því hvaða leikarar
muni örugglega leika í hans Eve-
rest-mynd svarar Baltasar: „Það eru
Josh Brolin, Jake Gyllenhaal og Jas-
on Clarke sem var aðalleikarinn í
Zero Dark Thirty, lék í Lawless og
fer með aðalhlutverkið í framhalds-
mynd Planet of the Apes. Síðan er
það John Hawkes sem var tilnefndur
til Óskarsins fyrir Winter’s Bone og
lék í The Sessions á móti Helen
Hunt.“ Nokkur þekkt nöfn til við-
bótar séu á leikaralistanum en þau
megi ekki gefa upp að svo stöddu.
helgisnaer@mbl.is
Baltasar í viðbragðsstöðu
Josh Brolin Jason Clarke John HawkesJake Gyllenhaal
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
GRAVITY3D KL.5:50-8-10:10
GRAVITYVIP2D KL.5:50-8-10:10
RUSH2 KL.5:30-8-10:40
PRISONERS 2 KL.5-6-8-9-10:10
DONJON KL.8-112
AULINNÉG ÍSLTAL2D KL.6
KRINGLUNNI
GRAVITY KL. 5:50 - 8 - 10:10
RUSH KL. 8 - 11
PRISONERS KL. 5 - 8 - 10:40
THEBUTLER 2 KL. 5:20
GRAVITY 3D KL. 5:50 - 8 - 10:10
RUSH 2 KL. 5:25 - 8 - 10:35
PRISONERS 2 KL. 5 - 6 - 9 - 10:10
DON JON 2 KL. 8
NÚMERUÐ SÆTI
AKUREYRI
GRAVITY 3D KL. 5:50 - 8
RUSH KL. 5:50 - 10:10
PRISONERS KL. 8:30
KEFLAVÍK
GRAVITY3D KL.8
GRAVITY2D KL.10:30
RUSH KL.8
PRISONERS KL.10:10
THE HOLLYWOOD REPORTER
MBL
NEW YORK OBSERVER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
HUGH JACKMAN - JAKE GYLLENHAAL
Í EINNI BESTU MYND ÁRSINS
MAGNAÐUR
ÞRILLER
HIN FRÁBÆRA TÓNLIST ÍMYNDINNI
ER EFTIR JÓHANN JÓHANNSSON
BESTA SPENNUMYND ÁRSINS
FRÁÓSKARSVERÐLAUNA LEIKSTJÓRANUM RONHOWARD
KEMUR KRAFTMESTA MYND ÁRSINS
-JAMESCAMERON-LEIKSTJÓRIAVATAR/ALIENS/TITANICBESTA GEIMMYND FYRR OG SÍÐAR
98% ROTTEN TOMATOES
ONEOF THE BEST MOVIES OF THIS YEAR, OR ANY YEAR
QC
PETE HAMMOND, MOVIELINE
CHICAGO SUN TIMES TIMES
USA TODAY
THE HOLLYWOOD REPORTER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
EMPIRE
10
FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI
LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL
& FOUR WEDDINGS
16
12
L
L
ÍSL TALT.V. - Bíóvefurinn/S&H
HHH
Spennuþrungin kvikmynd
með frábærum leikurum
-A,F.R.,Kvikmyndir.is
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
-H.S., MBL -H.V.A., FBL-V.H., DV
-T.V. -Bíóvefurinn.is /
Séð & Heyrt
-H.A.Ó., Monitor
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
KONAN Í BÚRINU Sýnd kl. 8 - 10:10
BATTLE OF THE YEAR Sýnd kl. 10:10
MÁLMHAUS Sýnd kl. 5:50 - 8
ABOUT TIME Sýnd kl. 6 - 9
AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 5:50
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
18
16
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
LÁTTU FAGMENN
META GULLIÐ
Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt
gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku
á þessu sviði.
Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla
og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri
skartgripagæðum.
Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram-
leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri.
Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega
ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum.
Það skiptir mestu máli.
Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki.
Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18.
Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.