Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Með þessari grein langar mig að vekja at- hygli lesenda á stöðu konu sem býr hér á landi og lífsvirði henn- ar. Líf hennar hefur í mörg ár verið eins og í „limbói“. Hún hefur verið í vinnu og borgað skatta eins og aðrir sem hér búa und- anfarin sjö ár en hins vegar hefur hún ekki aðgang að velferð- arkerfinu, ekki einu sinni sjúkra- tryggingakerfinu. Hún getur hvorki öðlast ökuréttindi né sótt um banka- lán, þar sem hún hefur ekki lög- heimili hérlendis og borgaraleg rétt- indi hennar eru mjög takmörkuð. Hún býr í sama samfélagi og við en hún er ekki með sömu stöðu, hún er ekki með okkur í raun. Hún er í „limbói“. Hvað hefur valdið slíkri stöðu? Á flótta Ég fékk leyfi frá konunni til að skrifa um mál hennar. Konan heitir Lika Korinteli. Hún er georgísk og fæddist árið 1970 í Abkasíuhéraði í Georgíu. Árið 1989 var íbúafjöldi í Abkasíu um hálf milljón og 48% íbúa voru georgísk, 17% voru abkasísk og um 30% voru rússnesk eða annars lensk. Frá og með árinu 1989 varð hreyf- ing sem krafðist sjálfstæðis Abkasíu frá Georgíu öflugri. Georgía varð sjálf að sjálfstæðri þjóð árið 1991 eftir upplausn Sovétríkjanna. Árið 1992 lýsti Abkasía yfir sjálf- stæði sínu en baráttan milli Abkasíu og Georgíu hélt áfram þar til árið 1994. Enn í dag segist Abkasía vera sjálfstæð þjóð á meðan Georgía tel- ur hana hluta af georgísku þjóðinni. Í ferli stríðsins flúðu margir georgískir íbúar Abkasíu og fóru á öruggari svæði í Georgíu. Stjórn Abkasíu ýtti undir þjóðarhreins- unarstefnu gagnvart þeim íbúum landsins sem ekki voru abkasískir og fleiri en tíu þúsund manns létust á þessu tímabili. SÞ fordæmdi þjóð- arhreinsunarstefnuna en afleiðing stríðsins varð sú að íbúum Abkasíu fækk- aði um tvö hundruð þúsund frá því sem áð- ur var. Lika var meðal flóttamannanna. For- eldrar hennar voru látnir áður en hún fór á flótta. Lika var í skjóli í Tbilisi í Georgíu sem flóttamaður og vann í smásöluturni fyrir smápeningum. Hún hélt áfram að lifa sem flóttamaður í um tíu ár en stjórn Georgíu vann ekki vel í málefnum flóttamanna eða gerði þá að venjulegum borgurum. Allir formlegir pappírar Liku voru á skjalasafni í heimaborg hennar í Abkasíu. Safnið brann í stríðinu árið 1992 og Lika varð pappírslaus en stjórn Georgíu lét henni ekki í té nýja pappíra sem georgískum borg- ara. Þá ákvað ríkisstjórnin að loka skjólinu og hætta að styðja flótta- mennina árið 2004. Það sem flótta- mennirnir fengu frá ríkinu var ákveðin peningaupphæð, en hún var of lítil til að byrja nýtt líf. Lika sá ekkert annað í stöðunni en að flýja heimaland sitt, Georgíu. Á Íslandi Lika kom til Íslands árið 2005, í leit að nýrri von, og sótti um leið um hæli. En hælisumsókn hennar var synjað af Útlendingastofnun (ÚTL) eftir hálft ár og dóms- og kirkju- málaráðuneytið staðfesti úrskurð ÚTL hálfu ári síðar. Í ferli máls- meðferðar komu þær upplýsingar frá yfirvöldum Georgíu að þau gætu ekki borið kennsl á að Lika væri rík- isborgari í Georgíu. Þá sótti Lika um dvalarleyfi af mannúðarástæðum ár- ið 2008 en fékk synjun frá ÚTL árið 2012 og var málinu áfrýjað til innan- ríkisráðuneytisins og er Lika enn að bíða eftir svari ráðuneytisins. Lika fékk takmarkað dvalar- og atvinnuleyfi árið 2006 og síðan hefur hún stöðugt verið í vinnu. En eins og ég lýsti í upphafi eru réttindi hennar mjög takmörkuð. Auk þess verður hún að endurnýja leyfið árlega. Sem sé: Líf hennar er enn í algjörri óvissu og það er ekki hægt fyrir hana að byggja upp eigið líf eins og venjuleg manneskja gerir. Níu ár. Lika er búin að vera á Ís- landi í næstum því níu ár. Séu talin með árin sem hún eyddi sem flótta- maður í Georgíu eru það næstum tuttugu ár. Þar sem yfirvöld í Georgíu viðurkenna ekki Liku sem georgískan ríkisborgara er ekki hægt að senda hana til baka, raunar til einskis lands. Hún festist hér á Íslandi og er í rauninni orðin rík- isfangslaus. Lika getur ekki sýnt fram á þá pappíra sem ÚTL krefst af henni. Þekkt mannréttindasamtök, „Hum- an Rights Watch“, benda á erf- iðleika georgísks fólks sem bjó áður í Abkasíu við að fá formlega pappíra eins og vegabréf eða fæðingarvott- orð. Hvað getur Lika gert í þessum aðstæðum, sem einstaklingur sem er hafnað af eigin föðurlandi? Ef einhver getur komið einhverri hreyfingu á þetta „limbó“ held ég að það væru íslensk yfirvöld og það eigi að vera þau. Mig langar að biðja þau um að sjá heildarmynd máls Liku. Við vitum um stríðið í Abkasíu og flóttamennina sem streymdu þaðan til Georgíu. Það eru engar efasemdir um að Lika sé frá Abkasíu/Georgíu vegna tungumálskunnáttu og ítar- legra lýsinga um aðstæður þar. Sú staðreynd að hún hefur verið stöð- ugt í vinnu á Íslandi og ekki valdið neinum vandræðum ætti að vera henni til hagsbóta sem og jákvæðir vitnisburðir fólks sem þekkir hana hérlendis. Hvað vantar meira? Að mínu mati er það mannrétt- indabrot að láta manneskju vera í „limbói“ yfir svo langan tíma. Ég óska þess innilega að íslensk yf- irvöld stígi það skref sem bjargar Liku, þar sem hún er fórnarlamb stríðs og ringulreiðar sem fylgdi því. Manneskja sem á hvergi heima Eftir Toshiki Toma » Lika kom til Íslands árið 2005, í leit að nýrri von, og sótti um leið um hæli. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Það er haft fyrir satt, að menn ljúki gjarnan samtali sín í milli um eitt eða ann- að með því að segja: „jæja, það kemur í ljós“. – Síðan kemur bara aldrei neitt í ljós! Á þessum orðum er við hæfi að hefja grein þessa sem er í raun um ekki neitt, nema það sem mestu máli skiptir fyrir okkar þjóð sem á í basli með efnahaginn – og raunar „alls- konar“, þegar betur er að gáð. Það má líklega telja á fingrum ann- arrar handar, þau atriði sem þjóðin og forsvarsmenn hennar (les rík- isstjórnir) hafa sýslað með og haft til úrlausnar svo vel dugi. Hvað þá til frambúðar eða farsældar. – Ef frá er skilin útfærsla landhelginnar sællar minningar. Mæðumst í of mörgu og mögru … Hvað skyldu þær hafa verið margar framkvæmdirnar sem flokkuðust undir stóru málin þá og þá stundina, en urðu aðeins til mæðu þegar frá leið, hækkuðu og juku vangetu ríkissjóðs til að standa undir þeim framkvæmdum öðrum sem þjóðin getur í raun ekki verið án, hvernig sem allt velkist. Má minnast á Landeyjahöfn, byggingu hins veglega og stór- glæsilega húss, Hörpu, Vaðlaheið- argöng, stofnanirnar Umferðar- stofu, Fjölmiðlastofu, Neytenda- stofu, Fiskistofu, Barnaverndar- stofu að ógleymdu nýjasta fyrir- bærinu: „Úrskurðarnefnd um ágreining vegna efnalauga“ – og allar þær „stofur“ og stofnanir sem nú ná meira en fimm tugum, þegar nú er loks áformað að leggja þær niður samkvæmt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar. Tekið skal fram, að sumar þess- ar framkvæmdir eru þó alls ekki vitleysunni líkastar, svo sem Land- eyjahöfn, Harpa eða Vaðlaheið- argöng, aðeins ranglega tímasettar og ófullburða. Þannig hefði samgöngumálum við Vestmannaeyjar á sjó verið betur komið með nýrri og fullkom- inni ferju sem sigldi á skemmri tíma milli Þorlákshafnar og Eyja. Jafnvel meðalstóru farþegaskipi til strandsiglinga. Sú niðurstaða hefði auk þess verið happadrýgri en fjárausturinn í Landeyjahöfn. Harpan glæsilega hefði verið mun fýsilegri sem sameinuð bygg- ing tónlistarhúss og ráðstefnuhót- els, sem nú á að koma til viðbótar á einu og sama svæðinu. Vaðla- heiðargöngin eru af sama toga, góð samgöngubót, en ekki nauðsynleg einmitt nú. Raunar hefðu ríkisstjórnir síð- ustu áratuga átt að leggja meg- ináherslu á samgöngubætur á und- an flestu öðru. Á svo sem tíu árum hefði mátt ljúka þeim að fullu: með jarðgöngum í gegnum helstu fjall- vegi landsins, með brúm og göngum í og við höfuðborgarsvæðið – og þannig forgangs- raðað brýnum verk- efnum. Velferðarkerfið hefði svo verið verkefni næsta áratugar á eftir með lúkningu bygg- ingar fullkomins sjúkrahúss í Reykjavík og heilsugæslustöðva í hverjum landsfjórð- ungi eða í mannflestu stöðum landsbyggðarinnar. Þetta varð ekki raunin því stjórnvöld hafa mæðst í of mörgum „þrýstihópaverkefnum“ sem hafa reynst of mögur til að gefa af sér viðunandi niðurstöður. … en feitu verkefnin bíða Öllum má ljóst vera að auðlindir hér eru ekki svo margbrotnar, að þjóðarbúskapur standi jafn eftir þótt ein og ein detti upp fyrir. Vaxandi sjávarafli og aukin ferða- þjónusta eru ekki þær auðlindir einar til að standa undir þjóðarhag fyrir fullt og fast. Aðrar greinar hafa reynst góð búbót og verða verðmætari og viðameiri með hverju árinu sem líður. Má þar nefna framleiðslu á hugbúnaði hvers konar ásamt hægt vaxandi stóriðju. Já, og sölu raforku til stóriðju þótt sumir vilji telja þeim þætti ofaukið í þjóðfélaginu yfirleitt. Raf- orkan er hins vegar vannýtt, og vanmetin þegar kemur að stærri verkefnum sem Íslandi gæti nýst ef ósamstaðan í þjóðfélaginu væri ekki slík sem hún er. Þátttaka og samvinna við erlend fyrirtæki, jafnvel þjóðir, þarf þó að koma til ef eitthvað á að verða úr frekari nýtingu á þeirri ónýttu orku sem felst í ðllu því vatns- magni sem rennur enn óbeislað til sjávar. Ekki hefur verið reiknað til fulls, svo sannað sé, í hvoru liggi meiri verðmæti þjóðhagslega – erlendum ferðahópum sem virða fyrir sér vatnsföllin, þessi ónýttu fyrirbæri (jafnvel gegn ásættanlegu gjaldi), eða virkjun vatnsaflsins, sem breytti því í tekjur á borð við sjáv- arútveginn, svo dæmi sé tekið. Það er heldur ekki fullreynt að nýjar auðlindir kunni að finnast á eða við Ísland sjálft, ef það yrði kannað af alvöru. Þannig hefur þó verið látið, að Íslendingar gætu orðið olíuþjóð með því að tengjast Norðmönnum í leit að hinu svarta gulli á Drekasvæðinu, langt norður í höfum. – Hugmynd sem sjá má með nokkurri vissu að verði aldrei að veruleika. Á sama tíma þegja íslenskir fjöl- miðlar þunnu hljóði um fréttir af nýjum rannsóknum á nægilega þykkum setlögum á botni Skjálf- andaflóa, til að þar gæti leynst bæði gas og olía. – Um þessa sér- kennilegu þögn íslenskra fjölmiðla mátti lesa í fjölmiðlaumfjöllum Við- skiptablaðsins sl. fimmtudag. En líkt og fyrri daginn látum við nægja að ljúka umræðu dagsins með upphafsorðum þessa pistils: „Það kemur í ljós“. – Líklega munu fá af þessum „feitu“ og óleystu verkefnum framtíðarinn- inar koma í ljós. – Það væri mikill skaði. Kemur líklega aldrei í ljós Eftir Geir R. Andersen Geir R. Andersen » Stjórnvöld hafa því miður mæðst í of mörgum „þrýstihópa- verkefnum“ sem hafa reynst of mögur til að gefa af sér viðunandi niðurstöður. Höfundur er blaðamaður. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.