Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 4

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 4
4 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 B löðin eiga að vera andlegir leiðtogar, en ekki trúðar. Þau eiga að vera sem brimbrjótur gegn aðvífandi öldum lausungar og ómenningar sem alls staðar leita á. En jafnframt eiga þau að vera verndarar eig- in þjóðmenningar og fella við hana það bezta, sem hægt er að fá frá öðrum þjóðum.“ Þannig ritar fyrsti blaðamaður á Íslandi, Árni Óla, árið 1963, í bók sinni Erill og ferill blaða- manns hjá Morgunblaðinu í hálfa öld. Og nú eru liðin önnur fimmtíu ár og þótt ekki njóti lengur við stílvopns Árna Óla er hollt að horfa um öxl og huga að framhaldi. Á langri ævi hefur óteljandi framafaramálum, stórum og smáum, verið hrint í framkvæmd fyrir tilstilli Morgunblaðsins. Árni Óla greinir frá því að í eldsneytisskorti við lok fyrri heims- styrjaldarinnar hafi Morgunblaðið hvatt til þess að gripið yrði til gamalla bjargráða; tekinn mór og brotinn surtarbrandur. Geng- ið til grasa og sölvatekja aukin. Tilraunir til að kenna Íslend- ingum að borða síld báru hins vegar ekki árangur. Þjóðin vildi ekki leggja sér skepnufóður til munns. — Löng saga Morgunblaðsins er umfjöllunarefni þess afmæl- isblaðs sem lesendur halda nú um. Í blaðinu er reynt að gera sögunni þau skil sem sæmandi eru svo merkum fjölmiðli. Þetta er gert með ríkri skírskotun til fortíðarinnar og þeirra gilda sem varðað hafa leiðina, en jafnframt er horft fram á veginn. Það er óneitanlega með nokkru stolti sem eigendur Árvakurs, starfs- fólk og dyggir áskrifendur fagna tímamótunum nú. Fyrir örfá- um árum stóð glöggt um tilveru Morgunblaðsins. Fjárhagsstaða blaðsins hafði ratað í öngstræti greiðsluþrots og viðskiptabanki Árvakurs stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að segja skilið við reksturinn eða freista þess að fá nýja hluthafa til að leggja fram fé. Það bar til um þær mundir að hér var á ferð ástralskur maður sem fékk skyndilegan áhuga á blaðinu. Hann upplýsti að hann hefði áður sinnt útgáfustarfsemi annars staðar í heiminum og taldi það óræka sönnun þess að áhuginn á Morgunblaðinu væri af eðlilegum og viðskiptalegum toga. Annars hafði viðskiptajöfur þessi aðallega áhuga á að festa kaup á opinberum byggingum, stjórnarráði, orkuverum, skólum, róluvöllum og öðrum sjálf- bærum fasteignum. Ekki minntist hann þó opinberlega á Al- þingishúsið eða Dómkirkjuna þótt hugur hans kunni að hafa leit- að á þær slóðir í hljóðri bæn. Í viðskiptáætlunum þessa umsvifamanns vó Morgunblaðið svo þungt að þegar boði hans var ekki tekið hvarf allur áhugi hans á landi og þjóð eins og dögg fyrir sólu – og hann sjálfur líka. — Að loknu útboði tók hópur nýrra hluthafa við útgáfufélaginu Ár- vakri í ársbyrjun 2009. Hluthafarnir koma hvaðanæva af land- inu: Frá Hnífsdal, Vestmannaeyjum, Reykjavík, Siglufirði, Ólafsfirði, Hafnarfirði, Akureyri, Neskaupstað, Hornafirði og Sauðárkróki. „Kaupmenn, sjómenn og borgarar“ eins og segir í kvæðinu. Flestir þeirra hafa fengist við fjölbreytt störf á lífsleið- inni. Margir eru úr hópi útvegsbænda. Þeir eiga rætur í sjávar- útvegi, þeirri atvinnugrein sem stunduð er af mestum krafti hringinn í kringum landið. Á landsbyggðina sækir Morgunblaðið efni og umfjöllun ekki síður en í þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Árvakri er því mikill fengur að því að eiga bakhjarla um land allt: Áskrifendur, blaðbera, umboðsmenn, fréttaritara, hluthafa. Fólk sem alla tíð hefur átt samleið með harðduglegu vinnandi sam- félagi. Morgunblaðið er blað allra landsmanna. — Eftir erfiða endurskipulagningu var hafist handa um að gera blaðið á ný að því þjóðfélagsafli sem það hefur lengstum verið. Ljóst var að eigendur blaðsins ætluðu því mikilvægt hlutverk við uppbyggingu þjóðfélagsins eftir hrakfarir sem kallaðar voru yfir þjóðina af fámennum hópi glanna og glópagullsmanna. Válynd veður á vettvangi stjórnmálanna kölluðu ekki á nein vettlinga- tök. Í skoðanadálkum blaðsins var haldið frammi af fullum þunga sjónarmiðum sem lítt eða ekkert heyrðust annars staðar í fjölmiðlum. Icesave-samningarnir eru skýrasta dæmið um af- dráttarlausa afstöðu Morgunblaðsins þar sem hvergi var hvikað, ekkert gefið eftir fyrr en sigur hafði unnist. Þann málstað tók enginn annar fjölmiðill upp fyrr en ljóst var að þjóðin ætlaði ekki að sætta sig við nauðungarsamningana. Þá var óhætt að hoppa á vagninn. Á sama tíma var þess vandlega gætt að umfjöllun á fréttasíð- um blaðsins væri hlutlaus, heiðarleg og sanngjörn. Það eru þau vinnubrögð ein sem traustir og reyndir blaðamenn Morgun- blaðsins kunna. Áhrifa Morgunblaðsins tók því fljótlega að gæta á ný í þjóðmálaumræðu með þeim hætti að eftir var tekið og oft til vitnað. Um leið styrktist blaðið enn frekar sem sá miðill sem auglýsendur hafa alla tíð sýnt að þeir kunna að meta. Á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru frá stærstu breytingunum í þá veru sem hér er lýst hefur umræðan smám saman leitað jafn- vægis. Fylgismönnum fjölgar, raðirnar þéttast og þeir sem eru öndverðra skoðana gera sér grein fyrir að sjónarmið þessa fjöl- miðils eiga sér djúpan hljómgrunn á meðal þjóðarinnar. — „Eru ekki dagblöð deyjandi fyrirbrigði? Er ekki pappírinn að líða undir lok? Les fólk ekki allt í spjaldtölvum og símum?“ Þetta eru áleitnar spurningar sem algengt er að beint sé til þeirra sem við blaðaútgáfu fást víða um heim. Svarið er ekki einfalt. Ef til vill er það á þessa leið: Dagblöð hafa víða verið á undanhaldi og sum lagt upp laupana. Annars staðar hefur tekist að sníða stakk eftir vexti og halda áfram útgáfu með sæmilegum árangri. Ekki verður þó talað um stórgróðafyrirtæki í þeim efnum. Í því um- hverfi ómældra upplýsinga sem völ er á hefur að undanförnu komið í ljós að þörf lesenda fyrir fréttir og upplýsingar úr nær- umhverfi sínu hefur aukist mjög. Dagblöð sem hafa helgað sig staðbundnum fréttum af tiltölulega litlum svæðum hafa náð að höfða til lesenda og styrkt stöðu sína. Fámennið á Íslandi leiðir til þess að Morgunblaðið er í raun „lókal-blað“ af þessu tagi. Engu að síður hefur blaðið fært sig enn nær smærri sam- félögum, ekki síst nú á afmælisárinu, með ítarlegri umfjöllun um hundrað minni byggðarlög um land allt. Þegar sérstaða dag- blaða er virt verður líka að hafa í huga að dagblað er annað og miklu meira en upplýsingar sem finna má á veraldarvefnum. Dagblað er efni sem safnað hefur verið og skrifað af vandvirkni, brotið um af kostgæfni og stillt upp á aðlaðandi hátt þannig að sem flestum lesendum líki. Ekki verður betur séð en lesendum frétta úr sinni „heimasveit“ líki hið gamla pappírsform dável og að það geti með þessari nálgun átt lengri framtíð en ella. — Auðvitað má líka gefa út staðbundin, rafræn dagblöð og nokkuð ljóst að þróunin verður almennt í rafræna átt. Hjá Árvakri er reynt að veðja hæfilega á báða möguleikana. Tilraunir með áskrift á spjaldtölvum heppnuðust afar vel og verða endurteknar von bráðar. Á næstu árum má gera ráð fyrir að notkun á slíkum búnaði aukist jafnt og þétt. Á komandi árum munu rafræn út- gáfa og pappírsútgáfa leita jafnvægis. Á þeirri leið skiptir mestu að tekjur og kostnaður geri það líka. Sparnaður af rafrænni dreifingu vegi upp aukinn kostnað af prentaðri útgáfu en sú út- gáfa mun óhjákvæmilega verða óhagkvæmari eftir því sem fleiri kjósa rafrænu leiðina. Útgefendur gætu hæglega staðið frammi fyrir þeim kosti að ódýrara væri að hætta prentútgáfu, spara pappírinn, prentkostnaðinn, leggja af hefðbundna dreifingu og senda áskrifendum spjaldtölvu með síðasta prentaða blaðinu. Verður þróunin á þessa lund og hvað tekur hún langan tíma? — Hvað sem þessum hugleiðingum líður má telja að það sem úrslit- um muni ráða um líf eða dauða dagblaða til lengri framtíðar verði ekki formið, pappír eða rafbók, heldur efnið. Hvert er inni- haldið? Hvernig er það valið og sett fram? Fá lesendur sinn dag- lega skammt af áhugaverðum fréttum, menningu, daglegu lífi og öðrum fróðleik sem þeir kjósa? Hið mikilvæga val sem er hlut- verk ritstjórnar verður æ brýnna. Áskrifendur munu gera kröfu um að efni sem greitt er fyrir sé á allan hátt framúrskarandi. Í þessu mun hinn stóri skilsmunur á milli endalausra upplýsinga á netinu og dagblaða felast. Þau dagblöð sem bera gæfu til að gera þetta rétt munu lifa hvort sem þau verða lesin af pappír, spjald- tölvum eða í mjaltaþjónum framtíðarinnar. — Á þessum tímamótum þakkar Árvakur lesendum áralanga sam- ferð með Morgunblaðinu. Áfram verður blásið til sóknar, barið í bresti, brýnt til dáða. Bréf frá útgefanda Morgunblaðið/Kristinn Efnið ræður úrslitum, ekki formið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.