Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 29
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 29 Þ að er vægast sagt yfirþyrmandi verkefni að vera falið að eiga samtal við ritstjóra Morgunblaðsins í yfir fjörutíu ár, Matthías Johannessen, rit- stjóra minn, vin og læriföður í sautján ár á blaðinu og allar götur síðan. Skáldið og ritstjór- ann sem leiddi Morgunblaðið í gegnum gríðar- legar breytingar og stýrði okkur morgunblaðsfólki af festu, þekkingu, tiltrú, umhyggju, innblæstri, húmor, væntumþykju og óbilandi trú á fjölmiðlinum, sem hann tók að sér að ritstýra, aðeins 29 ára gamall, hinn 8. ágúst 1959. Eins og gefur að skilja er af mörgu að taka, á jafnlöngum ferli og Matthíasar á Morgunblaðinu, og við verðum ásátt um að eiga samtal, sem einkum snýst um menningarlega pólitík blaðsins í ritstjóratíð hans og samskipti hans við skáld, rithöf- unda og hvers kyns listamenn, á þessu langa tímabili. Matthías, meistari samtalanna, færði samtöl við svo fjöl- marga Íslendinga, úr öllum þjóðfélagshópum, að ekki sé talað um fjölda samtala hans við erlendar stórstjörnur, nóbels- verðlaunahafa, rithöfunda, skáld, tónlistarmenn og myndlistar- menn upp á nýtt og æðra svið og sýndi fram á að samtalsformið er raunverulegar bókmenntir, þegar sá sem heldur á penna er jafnnæmt skáld og Matthías, eins og lýst er í fylgju þessa við- tals. Eins má nefna fjölmargar bækur hans um menningu, þjóð- félagsmál og listamenn. ____ – Matthías, man ég það ekki rétt, að þú hafir aldrei ætlað þér að verða ritstjóri? „Jú, þú manst það alveg rétt. Ég ætlaði mér aldrei að verða ritstjóri. Frá því ég var lítill drengur var áhugamál mitt skáld- skapur, ekki blaðamennska. En það er nú með það, eins og svo margt annað, að maður kemst fljótt að því í lífinu, að við ráðum ekki öllu. Ég ætlaði í raun aldrei að verða neitt og eiginlega stendur sú ákvörðun enn. Þegar ég var á þeim aldri sem þú nefndir hafði ég mestan áhuga á Tarzan og X-9 og það hefur svo sem ekkert breyst! Ég var 16 ára sjóari á Brúarfossi eftir stríð og við sigldum með frosinn fisk til Leníngrad. Þá var Stalín allsráðandi og eig- inlega í tísku. Ég hef aldrei fylgt neinni tísku og varð því ekki stalínisti, heldur andkommúnisti. Með það veganesti fór ég á Morgunblaðið allnokkru síðar. Á þessum árum fjallaði alvörupólitík um heimskommún- ismann. Og flestir gáfumenn voru kommúnistar eftir tískunni. En niðurstaðan af þessari pólitísku reynslu var sú að maður á ekki endilega að treysta gáfumönnum fyrir þessum svokölluðu pólitísku skoðunum sínum. Nú er Stalín löngu dauður og ekkert eftir af kalda stríðinu nema nokkrar vindmyllur, sem þessir pólitísku Don Kíkótar eru alltaf að berjast við. En þessi pólitík er litlaus eins og keis- arans skegg, sem er ekki áhugamál mitt úr því sem komið er. Ég hef að vísu fjallað eitthvað um hrunið í bókinni Á vígvelli siðmenningar og eitthvað er um það á vefslóð minni matthias.is þar sem dagbækur mínar eru birtar og eitthvað ljóðakyns um útrásina. Það sem er óbirt af dagbókinni verður líklega sett á netið í vetur. Ég hef alltaf haft mestan áhuga á skáldskap og ljóðlist. Bók- menntirnar standa fyrir sínu, en samfélaginu hefur hrakað, því miður. ____ Við höfum verið svo lánsöm að eiga mörg fegurstu ljóð heimsins í arfleifð okkar, sumt ort fyrir landnám. Þessi mikilvægi arfur kom í veg fyrir að við yrðum óþjóð og í raun gerði hann okkur þegar í upphafi að andlegu stórveldi. Það eru þannig forréttindi að geta lesið þennan vitnisburð um manninn. Það er stefnumót við það besta í okkur sjálfum. Ef við glötum þessum tengslum verður ekkert eftir nema há- vært glamur. Og hvað sagði Predikarinn aftur? „Eftirsókn eftir vindi“. Við viljum auðvitað ekki að það hendi okkur. Þess vegna þurfum við að taka á, ekki síst sögulegt stórveldi eins og Morg- unblaðið. Í því samhengi finnst mér rétt að minna á, að þegar Lesbókin var hvað best hafði hún á að skipa sterkasta kúltúr- teymi landsins. ____ Ég held það sé rétt hjá mér, að við kunnum ekki með arfleifð okkar að fara, því hugurinn er ekki við gæði, ekki endilega, heldur glamrandi lágkúru Mammons. Það er arfleifð útrás- arvíkinga. Ég hef alltaf trúað kirkjunni best fyrir arfleifðinni, hún hefur verið góður farvegur og engin ástæða að óttast að hún hlaupi útundan sér í þeim efnum, þótt nú gefi á bátinn. Enginn skildi arfleifðina betur en séra Sigurbjörn. ____ Ég hjó eftir því að ungur drengur, ósköp geðfelldur og sak- laus í andlitinu, gagnrýndi í fréttum eitthvert íslenskupróf sem hann hafði nýlega tekið í skólanum sínum og hneykslaðist mest á því, að þarna hefði verið kvæði frá 1950. Það var að hans dómi kollhrak, þvílík fornöld! Er víst að þjóð sem á svona fortíðarsýn geti treyst því að hún eigi framtíð? Ég er ekki að segja að þetta sé svona, en það hnígur í áttina. Það er því aldrei mikilvægara en nú að Morgunblaðið standi vörð um arfleifðina, ekki síst tunguna. Eins og garðyrkjumaður sinn viðkvæma akur. Ef það verður ekki mun blaðið ekki endilega halda upp á 200 Viðtal Agnes Bragadóttir | agnes@mbl.is Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins til 42 ára, segir Morgunblaðið gegna lykilhlutverki í því að rækta og efla tengsl Íslendinga við arfleifðina. „Kalda stríðið fjallaði ekki um vexti og skuldavanda, heldur líf og dauða.“ Matthías, menningin og Morgunblaðið Morgunblaðið/Ól.K.M. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Matthías á þjóðhátíð 1974. Morgunblaðið/Ól.K.M. Á erlendri fréttadeild á 40 ára afmæli blaðsins 1953: Þorsteinn Thorarensen leitar frétta í G.E.C. útvarpstæki og Matthías les fréttaskeytin frá Reuter. Morgunblaðið/Ól.K.M. Jóhannes Kjarval, listmálari og Matthías eru hér staddir á Hótel Sögu 1968 að skoða myndir eftir Kjarval. Morgunblaðið/Ól.K.M Halldór Kiljan Laxness og Matthías í samræðum á ritstjórn Morgunblaðsins 1980. David Ben Gurion, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði í sam- tali við Matthías Johannes- sen, ritstjóra Morgun- blaðsins, sem birtist í blaðinu, 16. september 1962, að Gamal Nasser, forseti Egyptalands, væri „mjög gáf- aður maður og hæfur í starfi; sá leiðtogi araba sem nú er hæfastur.“ Hann kvaðst reiðubúinn að hitta Nasser. Þessi ummæli Ben Gurions, vöktu heims- athygli, samkvæmt því sem þá kom fram. Morgunblaðið/Ól.K.M. Ben Gurion kvaddur af þeim Ólafi Thors forsætisráðherra og Matthíasi Johannessen að morgni 16. september, 1962. Hæfastur leiðtoga araba Ben Gurion um Nasser
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.