Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 33

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 33
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 33 S tyrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins í tæp 36 ár, 1972 til 2008 og starfsmaður rit- stjórnar í 43 ár, var ritstjóri minn hér á blaðinu í tæpan aldarfjórðung. Hann, rétt eins og Matt- hías, ritstýrði okkur af festu, öryggi, víðsýni og því sem hann sjálfur lagði jafnan mikla áherslu á, sögulegri yfirsýn. Yfirsýn hans og þekking, varð iðulega til þess að bæta þær fréttir og fréttaskýringar, sem við létum frá okkur fara, þótt það bæri vissulega við, að átök væru um breytingar á milli ritstjóra og blaðamanns. Blaðamaður hyggur að hann hafi verið í hópi þeirra erfiðu, en er vissulega þakklátur fyrir þá góðu ritstjórn sem hann laut og þær umbætur, sem skrifin tóku, í með- förum Styrmis. Þrátt fyrir einstaka storm í vatnsglasi á milli mín og Styrmis, með tilheyrandi hurðarskellum, vorum við ávallt og erum vinir. Enginn hefur kennt mér meira í blaðamennsku en Styrmir. – Styrmir, þegar þú lítur til baka, hvað ber hæst í þínum huga, þegar við tölum um málefnasigra Morgunblaðsins? „Ég held að það hljóti að vera hálfrar aldar barátta blaðsins í sambandi við aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Allt sem tengist kalda stríðinu. Ég held það sé ekkert mál, á þeim tíma sem ég þekki til, stærra en það. En fyrir þann tíma hafi baráttan fyrir stofnun lýðveldis á Íslandi verið stærsta málið og er það auð- vitað í hundrað ára sögu blaðsins. Það gleymist stundum að það var ekki alger samstaða um stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Það verður ekki dregið í efa að Morgunblaðið hafði algjöra for- ystu í kalda stríðs baráttunni, ásamt örfáum mönnum í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þá er ég fyrst og fremst að tala um Bjarna heitinn Benediktsson og Geir heitinn Hallgrímsson og nokkra menn sem tengdust þeim mjög náið. Ég held að þetta hafi verið sá hópur sem hafi haldið uppi baráttunni fyrir þátttöku okkar í samstarfi vestrænna þjóða eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk og kalda stríðið hófst.“ – Morgunblaðið og kalda stríðið – hvað var þungbærast, erfiðast, í sambandi við ritstjórnarskrif Morgunblaðsins, í baráttunni við heimskommúnismann og Sovétríkin? „Ég kann svo sem ekki að meta það, en ég ímynda mér, miðað við það sem ég hef skoðað af blaðinu frá þessum tíma, áður en ég byrjaði að vinna hér, að það hafi verið mjög erfitt tímabil á ár- unum 1953 til 1956. Varnarliðið kom hingað eftir að Kóreustríðið skall á. Kóreustríðið var í raun meginástæðan fyrir því að varnar- liðið kom. Kóreustríðinu lauk á árinu 1953 og Stalín dó á svipuð- um tíma. Sennilega hefur þetta tvennt haft mest áhrif á það að nokkur stuðningur var við það meðal landsmanna og jafnvel inn- an Sjálfstæðisflokksins á tímabili að þar sem Kóreustríðinu væri lokið og minni hætta væri á átökum í Evrópu eftir lát Stalíns, þá væri kannski ekki ástæða til þess að varnarliðið væri hér áfram enda því lofað að svo yrði ekki á friðartímum. Maður sér það á viðbrögðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins við þingsályktunartillögu sem vinstriflokkarnir fluttu vorið 1956, um brottför varnarliðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ákveðinni vörn í þinginu út af þessu máli þá. Ég ímynda mér að það hafi líka þýtt að Morgunblaðið hafi átt einhverja erfiða daga í sínum málflutningi á þessum árum. En strax haustið 1956 var þetta ekki lengur álitamál. Upp- reisnin í Ungverjalandi opnaði augu fólks fyrir því að það voru engir friðartímar í Evrópu. Næsti stóri slagur var á árunum 1971 til 1974, þegar vinstri- stjórn Ólafs Jóhannessonar stefndi að því að vísa varnarliðinu úr landi. Og það reyndust verða úrslitaátök. Þau voru mjög hörð, en það var jafnframt mjög skemmtilegur tími.“ – Hvers vegna var það skemmtilegur tími? „Það voru svo skýrar víglínur, mikil barátta og miklar hug- sjónir á ferðinni, báðum megin frá og okkur gekk að mörgu leyti mjög vel á blaðinu, frá degi til dags, þótt staðreyndin væri sú að við náðum aldrei tökum á þessari baráttu fyrr en undir árslok 1973, þegar búið var að semja við Breta um 50 mílurnar. Átökin við Breta höfðu þvælst fyrir okkur allan tímann, en eftir að samið hafði verið, má segja að herstöðvarandstæðingar hafi verið á skipulagslausum flótta. Fyrrverandi andstæðingar nú samherjar – Harkan í ritstjórnarskrifum dagblaðanna á þessum árum var mjög mikil, ekki síst í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum. Er gróið um heilt? „Já. Ég held það. Það er ljóst að margir af þeim sem börðust mjög hart á árum kalda stríðsins, eru nú samherjar um grundvall- armál íslensku þjóðarinnar. Þar á ég auðvitað við andstöðuna við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Lítið dæmi um það er að við Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, erum æskuvinir en höfum alltaf verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Nú erum við pólitískir samherjar í því máli og höfum starfað mikið saman síðustu árin. Ég leyni því að vísu ekki að stundum gjósa upp í mér gamlir fordómar gagnvart fólki sem tengdist þessari baráttu í kalda stríðinu en ég reyni þá að berja þá niður í sjálfum mér. Hins vegar má vel vera að listamenn, sem urðu fyrir því að verk þeirra voru dæmd á pólitískum forsendum eigi erfitt með að gleyma. Það á t.d. við um merkilegt leikverk eftir Matthías Johannessen, sem heitir Fjaðrafok og var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir bráðum hálfri öld. Matthías var í því verki langt á undan sínum samtíma en um- fjöllunarefni verksins svonefnt Bjargsmál snerist í raun um ofbeldi gagnvart börnum og unglingum, þar á meðal kynferðislegt ofbeldi, sem er nú eitt helsta mál á dagskrá þjóðfélagsumræðna ekki bara á Íslandi heldur um alla Evrópu a.m.k. og vafalaust víðar. Verkið var hins vegar dæmt á pólitískum forsendum vegna þess að höf- undurinn var ritstjóri þessa blaðs.“ Gríðarlega hörð átök – Eitt helsta baráttumál Morgunblaðsins í áratugi var baráttan fyrir því að Íslendingar nytu rentu af fiskimiðunum umhverfis Ísland. Hvernig varð sú barátta að slíkri sannfæringu ykkar Matthíasar og hvernig vilt þú lýsa þeim árangri sem baráttan skilaði? „Þetta var fyrst og fremst mál Matthíasar og hans hugmynda Skýrar víglínur, mikil bar- átta og miklar hugsjónir Viðtal Agnes Bragadóttir | agnes@mbl.is Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins í tæplega 36 ár, segir Morgunblaðið hafa haft algjöra forystu í kalda stríðs baráttunni, ásamt örfáum mönnum í forystu Sjálfstæðisflokksins. Telur netið skipta sköpum fyrir framtíð blaðsins. Það var Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, sem fékk Styrmi til að koma til starfa á Morgunblaðinu 1965. Hér eru þeir Eykon og Styrmir staddir í prentsmiðju Morgunblaðsins. SAMSTARF STYRMIS OG MATTHÍASAR – Styrmir. Allan tímann sem ég vann á Morgunblaðinu undir ritstjórn ykkar Matthíasar, og löngu áður en ég kom á Mogga, hygg ég að altalað hafi verið á blaðinu að vart væru til ólíkari menn en þið Matt- hías. Hver var galdurinn á bak við ykkar góða samstarf? Misstum við kannski af heiftúðugum rimmum ykkar á milli?! „Nei. Ég held að það hafi verið einhver tvö eða þrjú tilvik sem Matthías talaði ekki við mig í nokkra daga. Tvö eða þrjú tilvik á þessu langa árabili, það er nú ekki mikið. Ég held ég hafi einu sinni, áður en ég varð ritstjóri, skellt hurðum og sagt að ég skrifaði ekki gegn sannfæringu minni. Það snerist um Staksteina. Þú spyrð um lykilinn að okkar góða samstarfi. Ég kem hér inn 1965 sem yngri maður en Matthías, sem hafði þá verið ritstjóri í 6 ár. Ég var bara stráklingur, sem snérist í kringum Matthías og Ey- kon. Ég var bæði sendisveinn þeirra og aðstoðarmaður. Ég var alltaf þeirrar skoðunar, öll árin sem ég var hér ritstjóri með Matthíasi, að það leiddi af sjálfu sér, að hann hefði síðasta orðið. Hann hafði síðasta orðið. Okkur greindi sjaldan á um hluti. Þó man ég að okkur greindi á um það, eftir flugslysið á Srí Lanka í nóvember 1978, hvorir ættu að vera á forsíðunni, hinir látnu, eða hinir lifandi.“ – Matthías hefur viljað að myndir af þeim sem lifðu af, væru á for- síðunni, ekki satt? „Rétt hjá þér. Það voru umræður um þetta inni hjá Birni heitnum Jóhannssyni, sem þá var fréttastjóri Morgunblaðsins, í eina þrjá eða fjóra tíma með hléum. Ég sagði að það ætti að birta myndir af hinum látnu á forsíðunni og sýna þeim með því virðingu, en Matt- hías sagði að með því að birta myndir af þeim sem komust lífs af væri Morgunblaðið að hylla lífið. Það endaði með því að myndirnar af hinum látnu voru á forsíðu. Ég man ekki hvernig það gerðist. Að öðru leyti held ég að meginskýringin á þessu góða samstarfi okkar Matt- híasar hafi verið að Matt- hías er alveg ótrúlega örlát- ur maður tilfinningalega. Það er óskaplega gott að vinna með slíkum manni. Hann var dálítið sérkenni- legur að því leyti til að hann vissi stundum hvernig mér leið án þess að ég hefði nokkuð tjáð mig um það. Það gat verið mjög óþægi- legt. Hann vissi stundum hvað ég var að hugsa án þess að ég hefði sagt orð og það gat líka verið óþægilegt. En þetta tilfinningalega örlæti Matthíasar er einstakt að mínu mati og það átti mikinn þátt í því að ekkert var sjálfsagðara í mínum augum en að líta svo á að hann væri maðurinn sem hefði síðasta orðið í öllu sem máli skipti.“ Forsíða blaðsins um flugslysið á Srí Lanka 17. nóvember 1978. Tilfinningalegt örlæti Matthíasar einstakt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.