Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 46

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 46
Í Páfagarði Ég fór ásamt Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni í Páfagarð þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Karl Sigurbjörnsson biskup heimsóttu Jóhannes Pál II páfa 9. nóvember 1998. Það var ógleymanlegt að koma í Páfagarð og sjá páfann, nokkuð sem maður á líklega ekki eftir að gera aftur í lífinu. Forsetinn færði páf- anum glervasa sem var settur á borð hjá ljós- myndurunum. Minnstu munaði að önnur myndavélin mín slægist í vasann og bryti hann. Það hefði verið mjög neyðarlegt. Emilía Björg Björnsdóttir hóf störf á Morgunblaðinu 1974 í myrkraherbergi á ljósmyndadeild. Að loknu ljósmyndaranámi í Sven Wingquist ljósmyndaskól- anum í Gautaborg kom hún til starfa sem ljósmyndari á Morgunblaðinu 1978. Fyrstu árin vann Emilía sem almennur frétta- og blaðaljósmyndari en varð síðan verkstjóri á ljósmyndadeildinni. Emilía B. Björnsdóttir Leitin að Greenpeace Við Freysteinn Jó- hannsson blaðamaður fórum í lítilli flugvél 14. júní 1979 að leita að Greenpeace sem ætl- aði að trufla hvalveiðar. Við flugum fram og til baka. Lágskýjað var og við ætluðum aldrei að finna hvalbátana og Ra- inbow Warrior, skip Greenpeace. Það var bara hafið bláa hafið í fjóra klukkutíma. Flug- maðurinn hafði áhyggj- ur af bensíninu og sagði að við þyrftum að snúa við áður en vélin yrði bensínlaus. Ég var farin að dotta aftur í flugvél- inni en vaknaði við að Freysteinn sagði: „Þarna eru þeir!“ Þar var þá Hvalur 8 með tvo hvali á leið til Hval- fjarðar og hraðbátur Greenpeace að elta hann. Þessar myndir fóru víða. Julie Christie Kvikmyndaleikkonan Julie Christie kom hingað sumarið 1981 til að leika aðalhlutverkið í kvennakvik- myndinni Gold Diggers. Kvikmynd- in var tekin upp við Langjökul og vakti það athygli að karlar komu ekki að gerð myndarinnar. Sama átti við um blaðamannafund sem haldinn var í Stúdentakjallaranum. Þangað mættu aðallega konur af fjölmiðlunum. 46 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.