Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 53

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 53
hætti fyrir aldurs sakir um alda- mótin og varð þá Þröstur Helgason umsjónarmaður. Öll helstu ljóðskáldin Haustið 1975 tók Gísli saman ýms- an fróðleik um efni Lesbókar í hálfa öld. Kemur þar margt merki- legt fram. Birti Gísli meðal annars skáldatal blaðsins. Frá 1962 til 1975 höfðu 150 nafnkunn íslensk samtíð- arskáld fengið birt ljóð eftir sig í Lesbók. Það er fyrir utan öll þau ljóð sem ungt fólk og óþekktir byrj- endur fengu birt á þessum árum. Birtust að meðaltali um 350 ljóð á hverju ári. Öll helstu skáld þjóðarinnar eru í skáldatalinu: Hannes Pétursson, Dagur Sigurðarson, Tómas Guð- mundsson, Matthías Johannessen, Steinar Sigurjónsson, Hugrún, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Gréta Sigfús- dóttir, Þórbergur Þórðarson og Stefán Hörður Grímsson, svo að- eins örfá séu nefnd. Ekki voru ljóð bundin við innlenda höfunda. Les- bók kynnti einnig kveðskap margra erlendra skálda, birti til dæmis þýdd ljóð eftir W.H. Auden, Garcia Lorca, Nordahl Grieg, Bertolt Brecht, Majakovski, Ivar Orgland, Ezra Pound og Benny Anderson. Fjöldi smásagna Ljóðin voru ekki einu bókmennta- verkin sem frumbirt voru í Lesbók. Íslenskir smásagnahöfundar áttu þar vettvang alla tíð. Á árunum frá 1962 til 1975 fengu 52 samtímahöf- undar birtar eftir sig smásögur í blaðinu. Að auki birti blaðið á þeim árum smásögur frá fyrri tíð. Meðal samtímahöfunda á lista Gísla Sig- urðssonar 1975 má nefna Gunnar Gunnarsson, Svövu Jakobsdóttur, Kristmann Guðmundsson, Jökul Jakobsson, Agnar Þórðarson, Grétu Sigfúsdóttur, Gísla J. Ástþórsson, Þráin Bertelsson, Ástu Sigurðar- dóttur, og Jón frá Pálmholti. Ekki hefur verið gerð talning á ljóðum og smásögum frá 1975 til 2009, þegar útgáfunni var hætt, en lausleg athugun bendir til þess að óhætt sé að fullyrða að ekki hafi minna verið um slíkt efni á þeim árum. Hundruð skálda kvöddu sér hljóðs á síðum blaðsins á níunda og tíunda áratugnum og fyrstu áratug- um þessarar aldar. Alþýðleg fræði Lesbókin birti einnig frá upphafi reglulega alþýðlegar greinar um Ís- landssögu og íslensk og norræn fræði eftir nokkra kunnustu fræði- menn þjóðarinnar. Meðal þeirra sem birtu oft efni í blaðinu voru Sigurður Nordal, Hermann Páls- son, Björn Þorsteinsson og Einar Pálsson. Rithöfundar eins og Ás- geir Jakobsson birtu einnig sögu- legar greinar sem athygli vöktu. Má þar nefna greinar hans um Þórð Kakala og Flóabardaga og útilegumennina Fjalla-Eyvind og Höllu. Síðustu árin var Lesbók einn helsti vettvangur slíkra greina fyrir almenning, en þá voru þær yfirleitt skrifaðar af háskólakennurum og öðrum sérfræðingum. Með þessum greinum var almenningi gefin inn- sýn í það sem íslenskir fræðimenn voru að fást við hverju sinni, ólík sjónarmið og nýjungar í túlkun og viðhorfum. Þessu sviði hefur enginn fjölmiðill sinnt með jafn öflugum hætti síðan Lesbók hætti göngu sinni. Efni Lesbókar var gjarnan myndskreytt með teikningum eftir fræga myndlistarmenn. Gísli Sig- urðsson umsjónarmaður blaðsins, sem sjálfur var virtur listamaður, gerði oft slíkar teikningar. Aðrir teiknarar sem áberandi voru á síð- um blaðsins voru Halldór Pét- ursson, Baltasar og Alfreð Flóki. Auk þess að vera sjálfstæð lista- verk gæddu þessar teikningar Les- bók lífi og gerðu greinarnar að- gengilegri. Sumarið 1996 voru þær breyt- ingar gerðar á Lesbók að sérblaðið Menning-Listir sem fylgt hafði Morgunblaðinu í nokkur ár var sameinað henni. Efldist umfjöllun blaðsins um viðburði í menningarlíf- inu mjög við það. Útlit Lesbókar var þá einnig endurhannað. Fékk blaðið ennfremur undirritilinn „Menning, listir, þjóðfræði.“ Áður höfðu verið gerðar útlitsbreytingar á blaðinu 1962 og 1984 þegar hún var stækkuð í sama brot og Morg- unblaðið. Útlitinu frá 1996 hélt Les- bók til ársins 2004 þegar enn voru gerðar nokkrar útlitsbreytingar á blaðinu. Rödd úr tómarúmi Á 80 ára afmæli Lesbókar árið 2005 rifjaði Matthías Johannessen fyrr- verandi ritstjóri upp að henni hefði í upphafi ekki verið ætlað að vera menningartímarit, heldur hefði hugmyndin verið að auka upplag Morgunblaðsins með afþreying- arefni lesendum til fróðleiks og skemmtunar. En smám saman hefði efnið orðið metnaðarfyllra svo að segja mátti undir lokin að Les- bók væri „akademískasta blað landsins“. Kvað Matthías Lesbók þannig fylla upp í „tómarúm í há- vaðasömu, fjölnismannalausu og lágreistu poppsamfélagi síðustu ára, þar sem holtaþokuvælið og lág- kúran væru hafin til skýja, jafnvel verðlaunuð í auglýsingaskruminu og gasprandi pólitíkusar (og ýmsir aðrir) stynja í fjölmiðlum af und- irgefni við kjaftfora, ósvífna ný- kapítalista,“ eins og hann komst að orði. LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 53 FLUGFELAG.IS FLUGFÉLAG ÍSLANDSMÆLIR MEÐ upplífgandi, hressandi og fróðlegu lesefni í loftinu. Farþegar okkar eiga því alltaf kost á að fá nýjasta Moggann til að stytta sér stundir á leiðinni. ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 66 38 0 10 /1 3 VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands 100 hamingjuóskir með árin FLUGFÉLAG ÍSLANDS ÞAKKAR SAMFYLGDINA GEGNUM TÍÐINA KÆRA MORGUNBLAÐ FLJÚGÐUSMELLTU ÞÉR ÁFLUGFELAG.IS BÓKAÐU FERÐ Á RÉTTAN ÁFANGASTAÐ ÞÚ LEST UM SPENNANDI VIÐBURÐ Í MOGGANUM LESTU MOGGANN ILMANDI FERSKAN UM BORÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.