Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 60

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 60
60 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 É g hafði, má segja, verið meira eða minna á Morgunblaðinu frá því að faðir minn kom inn á blaðið 1956,“ segir Björn. „Þá kynntist ég blaðinu og daglegum rekstri þess. Ég varð sendill og vann á flestum deildum blaðsins, meira að segja í prentsmiðjunni þar sem ég tók á móti blöðum úr prentvélinni á laugardags- kvöldum og seldi sunnudagsblaðið út um lúgu á Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þá var oft handagangur í öskjunni. Ég kynntist því öllum rekstri blaðsins þegar ég var á skólaaldri, aldr- ei sló ég þó á blývélarnar.“ Björn var ungur að árum þegar þetta var. Bjarni Benediktsson, faðir hans, var ritstjóri Morgunblaðsins á árunum 1956 til 1959. „Í kosningabaráttunni 1967 skrifaði ég Staksteina og þótti föður mínum ekki sérstaklega mikið til þess koma, taldi að ýmsir teldu hann hafa putt- ana í því sem ég væri að gera og færu kosning- arnar illa lægi hann undir meira ámæli en ella vegna úrslitanna - viðreisnarstjórnin hélt sem betur fer velli.“ Eftir að Björn lauk prófi í lögfræði var hann útgáfustjóri hjá Almenna bókafélaginu í þrjú ár og fréttastjóri í erlendum fréttum á Vísi árið 1974. Leið Björns lá síðan aftur á Morgunblaðið árið 1979 eftir fimm ár í forsætisráðuneytinu þar sem hann var fyrst deildarstjóri og síðan skrifstofustjóri. Leiðtogafundur og heimsókn páfa „Ég réðst sem blaðamaður á Morgunblaðið 1979 og var þar til 1991 sem fastur starfs- maður,“ segir Björn. „Ég sinnti mest erlendum málum og stjórnmálum. Fyrsta stóra verk- efnið, sem ég tók að mér, var vegna borg- arstjórnarkosninganna árið 1982 þegar Davíð Oddsson var kosinn borgarstjóri. Síðan man ég sérstaklega eftir tveimur stórum verkefnum, sem voru á mínu borði. Það var fundur Reagans og Gorbatsjovs 1986 og koma Jóhannesar Páls II. páfa hingað 1989. Þetta voru sérverkefni, sem mér voru falin fyrir utan mín daglegu störf sem blaðamaður.“ Björn rifjar upp að þegar hann var á Morg- unblaðinu hafi skrifstofur þess verið í Að- alstræti, í „centrum“. „Menn héldu að pólitíska fréttamennskan myndi hverfa þegar blaðið flutti í Kringluna,“ segir hann og hlær. „Úr Aðalstrætinu var stutt að fara út í þinghús, en ekki síður stutt fyrir þingmenn að koma til blaðsins og komu þeir oft. Á þessum árum frá því að ég kynntist blaðinu sem sendill þangað til ég hætti var stöð- ugur uppgangur og vöxtur. Spurningin var allt- af hvernig blaðið ætti að stækka og vaxa.“ Björn segir að í forsætisráðuneytinu hafi hann verið embættismaður, sem sá um að koma í framkvæmd ákvörðunum annarra, en blaða- mennskan hafi meira snúist um að fylgjast með, en einnig að hafa áhrif. „Við fjölluðum ítarlega um utanríkismálin og dvöl varnarliðsins var þar ofarlega á blaði, ör- yggis- og varnarmál voru mitt sérsvið,“ segir hann. „Morgunblaðið var mjög virkur þátttak- andi í kalda stríðinu og skipti þar máli sem ger- andi. Flest sem við skrifuðum olli deilum og var mikið til umræðu þannig að maður sat ekki endilega hjá sem áhorfandi. Menn lögðu sitt til málanna. Þetta voru spennandi örlagatímar. Ég skrifaði um öryggis- og varnarmál, hermál og kjarnorkumál, bæði tæknilega og pólitískt. Á þessu hafði ég mikinn áhuga og þurfti ekki að kvarta undan því að hafa ekki nóg af verðugum verkefnum. Síðan ákvað ég að fara beint í póli- tíkina og það var nýr kapítuli.“ Björn segir að sér sé hin tæknilega þróun, sem varð á þessu tímabili, sérstaklega minn- isstæð. „Níundi áratugurinn var mjög merki- legur þegar hugað er að blaðamennsku og blaðaútgáfu hér á landi,“ segir Björn. „Tölvu- byltingin gekk í garð. Menn færðu sig úr blýinu í tölvurnar og það er eftirminnilegt að hafa tek- ið þátt í þeirri breytingu. Á þessum tíma fóru menn líka að nota tölvur til fjarskipta og maður gat setið heima hjá sér, lesið efni blaðsins í tölvu áður en það birtist og gert athugasemdir. Um leið fóru fréttir að berast að utan í gegnum tölvu. Við gerðum samning við Daily Telegraph og tókum efni úr blaðinu áður en það birtist þar og gátum birt það samtímis í Morgunblaðinu.“ Björn segir að þarna hafi orðið bylting á allri miðlun, hvort sem um var að ræða fréttir eða ljósmyndir. „Þeir, sem starfa við erlend fréttaskrif núna, geta ekki ímyndað sér þá byltingu, sem varð á þessum árum. Ég man eftir því að þegar ég kom fyrst á Morgunblaðið lásu menn svokall- aða strimla. Fréttir frá fréttastofunni NTB í Noregi komu á strimlum og menn þurftu að kunna hálfgert leyniletur til að geta lesið text- Morgunblaðið/Eggert Þetta voru spennandi örlagatímar Viðtal Karl Blöndal | kbl@mbl.is Björn Bjarnason starfaði í tólf ár á Morgunblaðinu, fyrst sem blaðamaður og síðan aðstoðarritstjóri. Úr blaða- mennsku lá leiðin í pólitík og hann gegndi bæði embætti menntmálaráðherra og dómsmálaráðherra. En blaða- mennskan er ekki langt undan og nú skrifar hann meðal annars um málefni Evrópusambandsins á Evrópuvaktinni. Björn Bjarnason stýrði erlendum fréttum um árabil þegar hann var aðstoðarritstjóri á Morg- unblaðinu: „Þegar maður fer hins vegar yfir atburði í huganum, hvað hafi verið merkilegt og hvað ómerkilegt, má almennt séð segja að Morgunblaðið hafi verið með meginstraumana rétta. Moggalygin svonefnda reyndist sannleikur.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.