Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 61 ann sér til skilnings. Svo komu skeytaprent- ararnir og svo koll af kolli til þess tíma í dag þegar hægt er að horfa á hundrað sjónvarps- stöðvar, fara inn á netið og hlusta á allar út- varpsstöðvar í heimi fyrir utan allt annað, sem hægt er að nálgast. Að hafa fylgst með þessu og verið að einhverju leyti þátttakandi í því er í raun ótrúlegt og með ólíkindum að hugsa til þess að sú var tíðin að menn sátu og reyndu að hlusta á BBC og vart mátti heyra orðaskil fyrir skruðningum. Nú er BBC í bílnum hjá öllum.“ Áhersla á erlendar fréttir Björn hefur orð á því að þessar breytingar hafi orðið til þess að erlendum fréttum sé nú minni sómi sýndur í íslenskum fjölmiðlum en áður hafi verið, bæði í prentmiðlum og útvarps- fréttum. „Morgunblaðið var á þessum tíma með er- lendar fréttir á forsíðu,“ segir Björn. „Það var undantekning að menn kæmu með innlendar fréttir á forsíðuna. Það kom í hlut þess, sem bar ábyrgð á erlendu fréttunum, að ákveða hvernig forsíða blaðsins liti út.“ Hann hugsar sig aðeins um og heldur svo áfram: „Ég sé eftir einu til- viki, sem ég mat ekki þannig þá, en hefði átt að sjá að ætti heima á forsíðu. Það var myndin fræga af manninum, sem gekk út á götuna í grennd við Torg hins himneska friðar í Peking 1989, og stöðvaði skriðdrekana. Sú mynd fór ekki inn á forsíðuna heldur aðrar myndir frá þessum atburðum. Fari menn hins vegar inn á vefsíður núna eru bæði til sjónvarpsupptökur og þessi fræga mynd ljósmyndara Associated Press áberandi og þær eru táknrænar fyrir þennan atburð. Þegar maður fer hins vegar yfir atburði í huganum, hvað hafi verið merkilegt og hvað ómerkilegt, má almennt séð segja að Morgunblaðið hafi verið með meginstraumana rétta. Moggalygin svonefnda reyndist sann- leikur.“ Erfitt getur verið að leggja mat á atburði og vægi þeirra um leið og þeir gerast. Þegar leið- togafundinum lauk 1986 ríkti mikil svartsýni og hún endurspeglaðist í fyrirsögnum dagblaða. „Leiðtogana greinir á um geimvarnir“ sagði í fimmdálka fyrirsögn Morgunblaðsins, en í und- irfyrirsögn kvað við jákvæðari tón. Vitnað var í orð Reagans um að náðst hefði „meiri árangur en okkur óraði fyrir“ og ummæli Gorbachevs um að Sovétmenn hefðu „færst nær Wash- ington“. „Fundurinn misheppnaðist að því leyti að þeir tóku ekki af skarið, þeir komust ekki að samkomulagi,“ segir Björn. „Að lokum var það Ronald Reagan, sem sagði að það yrði enginn samningur ef Sovétmenn samþykktu ekki geimvarnaáætlunina. Hún hefur ekki verið samþykkt ennþá þannig að hún er enn deilu- efni. En ég man þetta vel. Við gáfum blað út á mánudegi – þá kom blaðið ekki út á mánudög- um. Við vorum jákvæðari en til dæmis Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sem var mjög reið út í leiðtogafundinn. Þetta var stór atburður og það er tilhneiging hjá blaðamönnum að draga úr stórum atburðum og finna á þeim neikvæðar hliðar. En fundurinn var haldinn hér á landi og við vildum ekki að lit- ið yrði á hann sem algjör mistök í heimssögunni – sem hann var auðvitað ekki. Hann breytti andrúmsloftinu þótt hann skipti ekki sköpum. Ég held að Rússar hafi þar séð að Reagan yrði ekki haggað og áttað sig á að þeir gætu aldrei keppt hernaðarlega við Bandaríkjamenn. Þetta flýtti fyrir hruni Sovétríkjanna. Morgunblaðið var virkur þátttakandi í umræðunni um hvern- ig bæri að meta Gorbatsjov, þróun spennunnar á Norður-Atlantshafi, og um þetta voru miklar deilur hér á landi, en þær heyra sögunni til og nú vita menn varla um hvað menn deildu á þessum árum.“ Á fund Sakarovs Árið eftir, 1987, fór Björn með Steingrími Her- mannssyni, þáverandi forsætisráðherra, til Moskvu. Þriðjudaginn 3. mars skrifar Björn alla forsíðu Morgunblaðsins. Efst er frétt um viðræður Steingríms og Gorbatsjovs, en fréttin neðst á síðunni fær þó mun meira pláss. Þar segir frá heimsókn Björns til hjónanna Andreis Sakharovs og Jelenu Bonner. „Heimsóknin til Sakharovs og þetta viðtal var ævintýralegt,“ segir Björn. „Eina ástæðan fyrir því að mér tókst að heimsækja þau var að Morgunblaðið veitti erlendum blaðamönnum gífurlega mikla þjónustu þegar leiðtogafund- urinn var haldinn. Meðal annars var ég í miklu sambandi við Reuters-fréttastofuna og blaða- menn, sem komu hingað. Þegar ég fór til Moskvu notaði ég þau sambönd til þess að fá fréttaritara Reuters þar til að hafa samband við Sakharov. Það hefði aldrei tekist ef Morg- unblaðið hefði ekki opnað sérstaka skrifstofu fyrir erlenda blaðamenn vegna leiðtogafund- arins. Við fórum til Sakharov-hjónanna í íbúð þeirra í Moskvu og sátum hjá þeim að kvöld- lagi. Sömuleiðis var eftirminnilegt að koma í Kreml áður en Steingrímur kom til að hitta Gorbatsjov. Gorbatsjov var einn í skrifstofu sinni og við biðum með honum.“ Krefst mikils áhuga á samtímanum Björn segir að það hafi ekki aðeins orðið þróun í tæknimálum þann tíma sem hann var á Morg- unblaðinu, einnig hafi orðið breytingar í blaða- mennsku. „Ég hafði tvískipt hlutverk á Morgunblaðinu, skrifaði um pólitík, leiðara, Staksteina og eitt- hvað af Reykjavíkurbréfum og var svo með daglega umsjón erlendu fréttanna,“ segir hann. „Þar komum við á reglulegum fundum til að fara yfir vinnulag og kölluðum gæðafundi. Blaðamennskan var alltaf að þróast. Menn komu betur menntaðir inn í starfið og viðhorfin breyttust. Ég held að gamlir blaðamenn hafi ekki talið að menn yrðu að mennta sig sem fjöl- miðlafræðingar til að geta starfað sem blaða- menn. Blaðamennskan er líka þannig að hún er sumum í blóð borin eins og maður kynntist á Morgunblaðinu. Aðrir tileinkuðu sér hana í starfi. Allir sem starfa í blaðamennsku þurfa hins vegar að hafa mikinn áhuga á samtím- anum, lifa og hrærast í honum, átta sig á auka- atriðum og aðalatriðum og hvernig eigi að miðla því til fólks. Almennt var samvinnan mjög góð og samhentur hópur sem vann þarna að erlendu fréttunum. Ég kynntist aldrei inn- lendri fréttamennsku, þótt skrítið sé að segja það. Ég tók einhver viðtöl, en var aldrei í inn- lendri fréttamennsku, þótt stjórnmálaskrifin séu stundum á gráu svæði milli þess að vera fréttaöflun eða annars konar blaðamennska.“ Björn rifjar upp að löng hefð sé fyrir því að leggja áherslu á erlendar fréttir í íslenskum fjölmiðlum. „Þetta sést þegar gömul blöð, sem gefin voru út hér á landi, eru skoðuð,“ segir hann. „Skírnir byrjaði til dæmis alltaf á erlendum fréttum. Ís- lendingar hafa alla tíð lagt mjög mikla áherslu á erlendar fréttir. Blaðamenn og þeir sem hafa fjallað um málefni líðandi stundar á Íslandi hafa alltaf gert erlendum málefnum hátt undir höfði, hafa aldrei verið það heimóttarlegir að þeir hafi ekki áttað sig á mikilvægi erlendra strauma. Ég harma að erlent efni er á und- anhaldi í íslenskum fjölmiðlum, það er mik- ilvægur liður í að skipa þjóðinni sess í samfélagi þjóðanna að flytja erlendar fréttir sem lúta að þessu verkefni.“ Björn hefur á undanförnum árum skrifað fréttir af erlendum vettvangi fyrir Evrópuvakt- ina ásamt Styrmi Gunnarssyni. „Þar miðlum við fréttum og getum séð á yf- irliti yfir lesturinn hvað vekur áhuga lesenda, nú er allt mælanlegt“ segir hann. „Það eru ekki endilega „stærstu“ fréttirnar á mælikvarða heimsblaðanna eða stóru fréttastofanna, heldur það sem tengir Ísland við umheiminn. Ég tel að þrengja beri fréttahringinn í pláss- eða tíma- leysi, byrja á nágrenni Íslands og fikra sig út. Mér finnst til dæmis skrýtið að ekki hafi verið gert meira úr siglingu danska skipsins Nordic Orion norðvesturleiðina, milli Kyrrahafs og Atlantshafs fyrir norðan Kanada. Ég man að mikið var fjallað um það hér þegar bandaríska skipið Manhattan prófaði að sigla norðvest- urleiðina 1969. Nú segir varla nokkur fréttir af ferð skips með kol á þessari leið, þótt staðan sé sú að opnist norðvesturleiðin og skip fari að sigla frá Kyrrahafi, fyrir Grænland og yfir til Evrópu komi til sögunnar ný siglingaleið í ná- grenni Íslands. Landafræðin er hin sama, en heimurinn er að breytast og ný tækifæri að skapast. Á þetta að endurspeglast í fréttum ís- lenskra fjölmiðla, eða ber að beina athygli að upplausn í arabaheiminum? Þetta þurfa blaða- menn að gera upp við sig og valið er brýnna þegar plássið er lítið.“ Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason koma glaðbeittir til fundar í Háskólabíói. Björn skrifaði alla forsíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 3. mars 1987 frá Moskvu. Fegurðin býr í bókum www.crymogea.is Barónsstígur 27/101 Reykjavík +354 511 0910 Aðeins 100 tölusett eintök gefinút. 35 eintök enn fáanleg. Handinnbundin í sérsútað íslenskt sauðskinn, íhand- smíðuðumviðarkassa. Fullt verðkr. 230 000. Staðgreiðsluafsláttur og margvísleg greiðslukjör. „Á bók þessa hef eg gert myndir allra þeirra fugla semkallaðir eru íslenskir, en þeir eru ýmist standfuglar, sem eru hér allt árið, eða þá farfuglar, sem eru hér á sumrin og verpa en fara héðan á haustin.“ Íslenskir fuglar í hátíðarbúningi Nákvæmendurgerð handrits Benedikts Gröndal frá aldamótunum 1900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.