Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 62

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Ó lafur K. Magnússon var mikill blaðamaður,“ skrifaði Matthías Johannes- sen ritstjóri í nóvember árið 1997, í minningarorðum um höfuðljósmynd- ara blaðsins í hálfa öld. Hann sagði Ólaf hafa verið einn af máttarstólpum Morgunblaðsins; einstakan fréttaljósmyndara. „Sumar myndir hans einnig listilega teknar, en umfram allt fréttamyndir. Verða ekki teknar aftur á hverju sem gengur. Þær lýsa því sem var að gerast og Ólafur var alltaf á réttum stað á réttum tíma.“ Ólafur K. (1926-1997) var fyrstur Íslendinga til að læra fréttaljósmyndun og gera hana að ævistarfi. Óhætt er að kalla hann föður íslenskrar blaðaljósmyndunar. Hann hélt árið 1944 til New York og nam þar ljósmyndun í eitt ár. Að því búnu lá leiðin til Hollywood þar sem hann nam kvikmyndun hjá Paramount Pictures. Það var Morgun- blaðinu og lesendum þess mikið gæfuspor þegar Ólafur réðst eftir heimkomuna að blaðinu árið 1947. Hann var þá eini fastráðni ljósmyndari ritstjórnarinnar og sinnti þessu annasama starfi í 49 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1996, 49 árum síðar. Á þessum langa tíma Ólafs hjá blaðinu tók útgáfa þess gríðarmiklum breytingum og starfsfólki fjölgaði, einnig á ljósmyndadeild þess. Þar var Ólafur ungum lærisveinum mikilvæg og merk fyrirmynd; einstakur fréttaljósmyndari og skrásetjari íslensks mannlífs. Það var ekki að ástæðulausu að hann var iðulega kallaður „ljósmynd- ari þjóðarinnar“. Afar merkilegt myndasafn Ólafs er varðveitt á Morgunblaðinu og er það óviðjafnan- leg heimild um viðburði og íslenskt þjóðlíf á seinni hluta tuttugustu aldar. Ólafur var, eins og fréttaljósmyndurum ber, ætíð með- vitaður um að hann var í senn að skrásetja viðburði fyrir lesendur morgundagsins og að skrá Íslandssöguna. Og hann bjó yfir hæfileikum sem gera myndasafn hans einstakt; frábæru auga og skilningi á aðalatriðum þess sem var að eiga sér stað. Ólafur sinnti allrahanda ljósmyndun á sínum langa ferli á blaðinu, en ekki er síst merkileg skrásetning hans á þeim sviðum sem hann var áhugasamastur um en það voru stjórnmálalífið, menningin og flugsagan. Ragnar Axelsson, Rax, var einn lærisveina Ólafs. „Hann er einn mesti fréttamaður sem þessi þjóð hefur átt,“ segir hann. Kjarval og Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hugðist afhenda Jóhannesi Kjarval fálka- orðuna við athöfn í ráðherrabústaðnum. Þegar á reyndi hafnaði Kjarval orðunni og er myndin tekin þá. Löngu seinna tók hann við henni í kyrrþey. Tómas Guðmundsson Ljósmyndarinn fylgist með Tómasi Guðmundssyni þegar stytta af borgarskáldinu er afhjúpuð í Austurstræti. Hringur af Hans Hedtoft Bjarghring af skipinu Hans Hedtoft rak hjá Magnúsi Haf- liðasyni á Hrauni 7. október 1959. Níu mánuðum áður sigldi skipið á ísjaka og sökk suður af Hvarfi í jómfrúferð- inni. 95 fórust. Hringurinn var fyrsti rekinn sem fannst. Ljósmyndari þjóðarinnar Ólafur K. Magnússon var fyrstur Íslendinga til að gera fréttaljósmyndun að ævistarfi og starfaði við Morgunblaðið í 49 ár. Myndasafn hans er einstakt. Wislok strandar Pólski togarinn Wislok strandaði á Landeyjasandi 27. febrúar 1964. Á fréttamynd Ólafs K. má sjá hvar björgunarmenn búa sig undir að grípa í bátsmann skipsins, þar sem hann er dreginn í land og tekst að halda tösku með skipsskjölunum upp úr sjónum. Rokk í Reykjavík Einhvern tímann á sjötta áratugnum var Ólafur meðal gesta á rokktónleikum í Austurbæjarbíói og tók þá þessa einstæðu stemningsmynd, þar sem dansarar þyrlast eftir ganginum og gestir fylgjast hæstánægðir með. Síld á Siglufirði Á fyrri hluta sjötta áratugarins var Ólafur K. á Siglufirði, að taka myndir af síldarsöltun. Þá tók hann þessa mynd af glaðbeittum stúlkum að gæða sér á pylsum í hléi milli sölt- unartarna. Fjöldi atvinnulífsmynda er í safni Ólafs. Ólafur K. Magnússon með Speed- Graphic-myndavél sína árið 1953.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.