Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 66

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 M orgunblaðið er öf- undsvert af því að hafa slíkan blaða- mann,“ sagði verka- lýðsforinginn Guð- mundur J. Guðmundsson einhverju sinni á áttunda áratugn- um, þegar fréttaskrif Magnúsar Finnssonar blaðamanns um kjara- samninga og verkfallsmál bárust í tal. Magnús annaðist þau mál fyrir Morgunblaðið um langt árabil og aflaði sér í þeim störfum trausts og trúnaðar meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni sem jafnvel blaðamenn verkalýðsblaðanna svo- kölluðu nutu ekki. Þó kom fyrir að verkalýðsforingjar voru ósáttir við skrif hans, en það var ekki vegna þess að þau væru röng eða óná- kvæm heldur vegna þess að hann sagði fréttir sem ekki hentaði þeim alltaf að birtust. „Framvegis talar enginn við Magnús Finnsson nema ég,“ var fyrirskipun sem Björn Jónsson, þá forseti Alþýðusambandsins, gaf eitt sinn á fundi samninganefndar verkalýðsfélaganna um kaup og kjör. Honum fannst óþolandi hve Morgunblaðið hafði alltaf ná- kvæmar fréttir af gangi viðræðn- anna.. „En menn hlýddu þessu ekki, þeir treystu því að ég skrif- aði af varfærni um málin og ég fékk áfram mínar upplýsingar,“ segir Magnús. Stöðvaði Morgunblaðið Magnús var formaður Blaða- mannafélagsins í eitt ár, 1978. „Þú ert einn af okkur,“ sögðu verka- lýðsforingjarnir þá við hann. Og einmitt þetta ár kom upp hörð kjaradeila við útgefendur. Magnús sýndi þá að hann hafði bein í nef- inu og uppskar fyrir vikið aukna tiltrú ráðandi manna í verkalýðs- hreyfingunni. Þegar blaðaútgef- endur með stjórnendur Árvakurs í broddi fylkingar gáfu sig ekki boð- aði Blaðamannafélagið verkfall og það skall á og stóð í heila viku. „Ég er eini maðurinn á blaðinu sem stöðvað hef blaðið,“ segir Magnús glettnislega þegar hann rifjar upp þennan tíma. Upp- skeran var 32% launahækkun blaðamanna. Þætti gott í dag! Ráðinn af framkvæmdastjóra Magnús var ráðinn með nokkuð óvenjulegum hætti til starfa á blaðinu í upphafi, af fram- kvæmdastjóra blaðsins en ekki rit- stjóra. Meðfram menntaskólanámi hafði hann sinnt útkeyrslu fyrir blaðið og eftir stúdentspróf sum- arið 1963 leitaði hann til fjöl- skylduvinar, Sigfúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra útgáfufélags- ins, Árvakurs, og spurðist fyrir um það hvort hann gæti fengið vinnu sem blaðamaður. Sigfús kannaði málið og sagði að ekkert starf væri laust, en Magnús mundi fá starf á ritstjórninni vorið eftir. Gekk það eftir. Var Magnús blaða- Morgunblaðið/Ómar „Morgunblaðið er öfundsvert af því að hafa slíkan blaðamann“ Viðtal Guðmundur Magnússon | gudmundur@mbl.is Magnús Finnsson sinnti mörgum helstu fréttamálum síns tíma, ávann sér trúnað stéttarfélaganna með skrifum um kjaramál, komst í hann krappan í þorskastríðinu 1976 og er sá eini, sem stöðvað hefur útgáfu Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Ómar Magnús Finnsson og kona hans Bryndís Brynjólfsdóttir. Bryndís starfaði á Morgunblaðinu í 13 ár. Hún dró sig í hlé til að sinna uppeldi barnanna. Magnús Finnsson með fallbyssuskot úr Þór sem Helgi Hall- varðsson gaf honum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.