Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 73

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 73
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 73 það var stórkostlegt að sjá fulltrúa flestra ríkja heims saman komna til að leysa með friði þau fjölmörgu og flóknu vandamál sem við var að etja. Nokkrum vikum seinna sendi Matt- hías mér peninga til að ég gæti farið til Hondúras þar sem fellibylur og flóð höfðu lagt hluta landsins í kaf.“ Margrét kveðst hafa byrjað að skrifa um landhelgismálin þegar árið 1960 þá undir umsjón Þorsteins Thorarensen sem var þá enn í er- lendu fréttunum á Mogganum „og vissi allt um þessi mál; það má segja að ég hafi svo fjallað um hafrétt- armálin alveg þangað til ferlinu lauk, 1985, þegar hafréttarsáttmálinn var fullgiltur hér á landi – í 25 ár og klykkti svo út með því að kenna haf- rétt við háskólann á Akureyri.“ Margrét hætti á Morgunblaðinu sumarið 1975. „Það var erfitt því að þetta var einstaklega góður og skemmtilegur vinnustaður og sam- starfsfólkið gott,“ segir hún. En það gekk á ýmsu, fór eftir auglýsinga- tekjum og þar af leiðandi ástandinu í þjóðfélaginu hvernig blaðinu vegn- aði og hvað það gat gert, segir Mar- grét. „Ég hafði farið í gegnum nokkrar krísur, hugsað um að fara en hætt við. Á þessum tíma var blað- ið í heldur leiðinlegri lægð og mér fannst ég sjálf vera farin að staðna, skrifa nánast sömu fréttirnar dag eftir dag og, sá ekki fram á nægilega framför í starfi. Ég vildi ekki vera í þessari rútínu lengur og það varð úr að ég ákvað að binda enda á þetta.“ Góðir menn Margrét hefur unnið víða og kynnst mörgum, „en ég get sagt að ritstjór- arnir mínir; Matthías, Eykon og Styrmir [Gunnarsson] voru öndveg- ismenn. Þeir voru auðvitað ekki full- komnir – sem betur fer – og ég var alls ekki alltaf sammála þeim eða pólitískri stefnu blaðsins, hvort sem var á innlendum vettvangi eða er- lendum, svo sem í Víetnamstríðinu þar sem þeir drógu að mér fannst gagnrýnislaust taum Bandaríkja- manna en þeir reyndust mér af- skaplega vel og fengu mér oft skemmtileg viðfangsefni þegar þeir sáu að í mig var komin óeirð, svo sem að sjá um sérblaðið í tilefni 50 ára af- mælis rússnesku byltingarinnar og að skrifa greinaflokk um Kína, þegar menningarbyltingin þar stóð sem hæst. Það var líka verulega gaman að fylgjast með því hvernig þeir opnuðu blaðið, leystu það smám saman úr pólitískum flokksviðjum og hleyptu að greinum þar sem haldið var uppi andstæðum skoðunum. Það var sann- arlega þarft verk.“ Hún leggur áherslu á að Moggaár- in hafi verið góður tími. „Þetta var gífurlega harður skóli sem var bara frábært. Matthías hafði frá upphafi þá stefnu að hreinsa blaðið af mál- villum og var harður húsbóndi en hann var líka mjög næmur á fólk og hafði sterka siðferðiskennd sem blaðamaður. Matthías stundaði að mínu mati mjög góða blaðamennsku og var góður kennari. Samt sem áður fannst mér ýmsu ábótavant, frum- kvæði blaðamanna beindist að frétta- öflun og því að finna skrýtna karla eða þekkt fólk sem hafði gert eitt- hvað sérstakt en ég saknaði alltaf meiri umfjöllunar á samfélagslegum nótum og hugmyndafræði; ekki endi- lega um pólitík heldur að fara ofan í það hvers vegna ákveðnir hlutir gerðust, skoða og draga fram hags- munatengslin í samfélaginu, eins og mun meira og betur er gert í dag, að finna út og skýra leikarana á heims- sviðinu og hvernig hagsmunir ríkja og þjóðfélagshópa fléttuðust saman. Það var ekki fyrr en ég kom á útvarp- ið að ég gat að einhverju ráði farið að vinna svona fréttaskýringar og bak- grunnsefni. Það var mjög gaman en ég hefði gjarnan vilja gera það á Mogganum líka.“ Margrét segir að þrátt fyrir skil- yrðið, sem hún gekkst undir, um að hagsmunir Morgunblaðsins skyldu ætíð hafa forgang, hafi Morgunblaðið verið óvenjubarnvænn vinnustaður á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda, sem ekki var algengt á þeim árum. „Sem dæmi má nefna að við Sonja Diego áttum börn á sama aldri, sem voru oft sótt fyrir okkur á dag- heimili, komið með þau niður á rit- stjórn og þeim þar stungið undir skrifborð með litabók og liti þar sem þau dunduðu sér þar til við vorum búnar að vinna.“ Það þótti börnunum gaman og þá ekki síður að fá að flögra um á milli blaðamannanna sem allir voru þeim einstaklega góðir, að sögn Mar- grétar. „Ég man ekki til þess að nokkurn tíma væri amast við þeim. Eitt af mörgu sem gerði okkur lífið létt á gamla Mogga voru sendlarnir á ritstjórninni. Þeir sinntu ýmsum þörfum starfsmanna á sínum tíma, ekki síður en blaðsins. „Þeir borg- uðu iðulega fyrir okkur reikninga, svo við þyrftum ekki að fara úr vinnunni, og keyptu jafnvel fyrir okkur í matinn,“ segir Margrét. „Svo voru sérstakir kóksendlar sem við kölluðum svo, gjarnan börnin okkar blaðamannanna, sem hlupu út í sjoppu fyrir okkur. Dætur mínar, Anna Heiður og Embla, fengu til dæmis báðar að vera kóksendlar og elskuðu blaðið. Þegar ég hætti á Mogganum ætlaði Embla aldrei að fyrirgefa mér. Þá var hún tæpra sjö ára og þegar ég hóf að starfa hjá Ríkisútvarpinu á Skúlagötu 4 neitaði hún með öllu að koma með mér þangað. Það má því segja að við mæðgurnar eigum allar góðar minn- ingar frá því Morgunblaði sem við þekktum í Aðalstræti 6, og óskum til hamingju með aldarafmælið.“ Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Fjarðarselsvirkjun í Seyðisfirði er elsta, starfhæfa vatnsaflsvirkjun á Íslandi og tók til starfa í október 1913. Virkjunin markaði tímamót í sögu rafvæðingar landsins. Hún var fyrsta riðstraumsvirkjun á Íslandi Hún var virkjun fyrstu bæjarrafveitu landsins Fyrsta háspennulína á Íslandi var lögð frá henni til bæjarins RARIK keypti Fjarðarselsvirkjun af Seyðisfjarðarbæ árið 1957 og starfrækir virkjunina enn í nær óbreyttri mynd. Orkugjafi í eina öld
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.