Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 79

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 79
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 79 Þegar ég byrjaði á Morgun-blaðinu seint á níunda ára-tugnum var ég tekin inn á teppi til Matthíasar ritstjóra ásamt öðrum nýliðum. Hann bað okkur í guðs bænum að reyna ekki að frelsa heiminn, þeir hefðu reynt það. Hann sagði þetta þreytulega, þess vegna vildi ég ekki segja honum að akkúrat það hefði verið ætlun mín með því að gerast blaðamaður. Eitthvað gekk það nú samt treg- lega að reyna að frelsa þennan guðs- volaða heim, hins vegar naut ég starfsins og samveru við kollega mína sem komu úr öllum áttum með margvíslega menntun að baki. Á rit- stjórn sunnudagsblaðsins gat maður leitað til landfræðings, líffræðings, sagnfræðings, sálfræðings, það má rétt ímynda sér hversu gaman það gat verið í vinnunni. En þrátt fyrir þessa flóru fræð- inga komu dagar þegar maður hafði ekki hugmynd um hvað best væri að nú að skrifa um og það var einmitt á slíkum degi sem ég fékk þá flugu í höfuðið að athuga hvort verið væri að okra á íslenskum barna- fjölskyldum. Ég ákvað að gera verðsamanburð á barna- og unglingafatnaði, í Reykjavík annars vegar og í New- castle á Englandi hins vegar, og birta síðan niðurstöður í góðri grein. Þótt áhuginn væri enginn á verslun og viðskiptum – maður var nú frekar í því að skrifa um böl heimsins eða taka viðtöl við viðkvæma listamenn – stóð efnið mér nærri. Sjálf var ég með þrjár dætur í menntaskóla, þekkti útgjöldin, átti auk þess vin- konur sem voru afar argar yfir verð- laginu á Íslandi, vildu úrbætur og horfðu alltaf hvasst á mig, líkt og ég hefði hækkað vöruverð. Svo ég fór utan, ásamt mörg- hundruð Íslendingum sem höfðu gefist upp á okrinu heima, punktaði hjá mér og tók myndir af klyfjuðum kúnnum ensku verslunarinnar. Verðlag var því miður ekki ís- lenskum kaupmönnum í hag og þeg- ar greinin birtist á forsíðu sunnu- dagsblaðsins fór skjálfti um lesendur. Í greinina var vitnað í fréttum útvarps og sjónvarps og ég í símanum allan sunnudaginn, komst aldrei úr sloppnum. En mánudagurinn var þó öllu verri. Umsjónarmaður sunnudags- blaðsins sem þá var, Björn Vignir Sigurpálsson, tjáði mér þungbúinn að áhrifamestu kaupmenn borgar- innar væru komnir inn á kontór til Styrmis ritsjóra, sætu þar æfir. Sjálfur hefði hann fengið orð í eyra vegna skrifa minna. Mér skildist að kaupmenn hefðu lítið getað sagt vegna verðsamanburðar á þekktum merkjum eins og t.d. Levi’s galla- buxum, en hengt sig í úttekt mína á barnaflauelsbuxum frá ýmsum framleiðendum. Hvaða vit þóttist þessi blaðakona hafa á gæðum? Undir kvöldmat sama dag var ég boðuð á fund ritstjórans. Björn Vignir, sem hafði ætíð trúað á frum- kvæði blaðamanna sinna en bar þó ábyrgð á skrifum og uppátæki kon- unnar, fylgdi mér þegjandi og þung- um skrefum frá Lækjartorgi, þar sem sunnudagsblaðið var til húsa, og niður í Aðalstræti. Okkur var tekið fálega inni á kontór, bent á sætin. Eftir langa þögn sagði Styrmir og horfði festulega á hina seku: Ég er boðaður fyrir hönd Morgunblaðsins á fund Kaupmannasamtakanna á morgun, hvað viltu að ég segi? Ég dró í fáti upp vasabókina mína og spurði hvort hann vildi sjá tölur? Hann hafði engan áhuga á þeim. Vildi frekar vita um þekkingu mína á gæði efna. Það vottaði fyrir háði í röddinni. Stuðningur var enginn frá ábyrgðarmanni, hann strauk hökuna og horfði á loftlistana. Svo ég ákvað að upplýsa þá um menntun mína á sviði innkaupa án þess þó að fara út í slakar einkunnir eftir það nám. Ég sagði þeim frá sumardvöl minni í Þýskalandi hjá vel efnuðum og virt- um hjónum, frúin af gömlum prúss- neskum ættum og svo vel að sér í húshaldi að hún tók að sér nema í þeim fræðum. Þótt ég væri reyndar ekki einn af þeim, hafði hún bent mér á staðreyndir sem hver stúlka átti að þekkja ætlaði hún sér í fram- tíðinni að fæða, klæða og ala upp börn. Þýskt húshald er á háu plani. Gæði og ending í fyrirrúmi, ég fór vel í smáatriðin. Á mig var hlýtt af athygli, og svo óx mér ásmegin við undirtektir að ég var komin út í Wagner sem var spil- aður á heimilinu og var á leiðinni með þá niður í vínkjallara þeirra hjóna þegar þeim þótti víst nóg kom- ið. Þeir mættu báðir á fund kaup- manna daginn eftir. Björn Vignir kom sigri hrósandi af þeim fundi og sagði mér þær fréttir að ritstjórinn hefði komið sér þægilega fyrir, lofað kaupmönnum að hella úr sér, síðan tekið rólega til máls og tjáð þeim að umrædd blaðakona væri engin venjuleg kona. Síðan fengu þeir lest- urinn, þann hinn sama og hann hafði fengið daginn áður. Kaupmönnum var líka boðið að hitta konuna. Þeir óskuðu ekki eftir því. Verð á fatnaði lækkaði í landinu. Foreldrar urðu ánægðari. Ég líka. Svona gat maður þá frelsað heiminn þegar maður hafði ekkert annað þarfara að gera. Síðar frétti ég að kaupmenn hefðu á ráðstefnu sinni rætt um árið þegar Morgunblaðið lækkaði verðlagið í landinu. Er Morgunblaðið lækkaði verðlagið Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur Umfjöllun um verðlag undir fyrir- sögninni Klyfjaðir úr kaupstað, olli uppnámi kaupmanna. Kristín Marja Baldursdóttir „fékk þá flugu í höfuðið að athuga hvort verið væri að okra á íslenskum barna- fjölskyldum“. Töluðu kaupmenn síðar um „árið þegar Morgunblaðið lækkaði verðlagið í landinu.“ Morgunblaðið/Einar Falur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.