Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 80

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 80
80 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Haustið 1961 byrjaði ég að vinna á Morg-unblaðinu sem þingfréttaritari og tóktil starfa strax að lokinni hvalvertíð. Fyrstu dagarnir fóru í að kynnast vinnustaðn- um og læra að skrifa frétt, sem er furðu flókið, þegar maður kann það ekki, en einfalt þegar maður les vel unna frétt. Ritstjórar voru fjórir. Valtýr Stefánsson, sem þá var hættur dag- legum afskiptum af ritstjórninni og ég kynnt- ist ekki. Og svo þeir Sigurður Bjarnason, Matthías Johannessen og Eyjólfur K. Jónsson. Með þeim átti ég langt og gott samstarf. Ég lærði mikið af þeim öllum – í blaðamennsku, í pólitík og mannlegum samskiptum. Sérstök áhersla var á það lögð, að fréttir væru hlut- lægar og ótruflaðar af persónulegum skoð- unum eða tilfinningum blaðamanns. Ritstjór- arnir lögðu línurnar og ég lærði að þekkja muninn á „pólitískum fréttum“ og „pólitískt lituðum fréttum“. Mér hafði orðið það á að skrifa í fyrirsögn: „Hallinn á viðskiptajöfnuði við útlönd nemur 500 millj. kr.“ sem Eykon breytti í „Hallinn á viðskiptajöfnuði minni en í fyrra“. Hvort tveggja rétt, en blærinn annar. Það er erfitt að taka eitt fram yfir annað þeg- ar blaðamannsferill minn hjá Morgunblaðinu er rifjaður upp. En að lokum staðnæmdist ég við það þegar Matthías Johannessen bað mig rifja upp frægan vísubotn Kjarvals. Það vakti athygli um alla heimsbyggðina þegar Játvarður Englandskonungur tók þá ákvörðun í desember 1936 að segja af sér kon- ungdómi til að geta átt þá konu, sem hann unni, Mrs. Simpson. „Dagbókarblöð Reykja- víkur“ nefndist þá fastur þáttur í Morg- unblaðinu og miðvikudaginn 27. janúar 1937 gat að líta þar verðlaunaþraut. Fyrir tvo bestu vísubotnana, sem bærust fyrir kl. sex næsta miðvikudagskvöld, yrðu veitt tvenn verðlaun: Fyrstu verðlaun voru 25 kr. en önnur verðlaun 10 kr. Fyrri parturinn var svona: Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum. Er skemmst frá því að segja, að 1.250 botnar bárust frá 400 höfundum. Fyrstu verðlaun hlaut M. Stefánsson Hafnarfirði: Enn er sama siðferðið sem á Jósefs dögum. Önnur verðlaun skiptust milli tveggja. Her- dís Andrésdóttir botnaði: Hvað er það sem kvenfólkið kemst ei nú á dögum. Og Magnús Kn. Sigurðsson kvað: Krúnu-rakar kvenfólkið karlmenn nú á dögum. Næsta dag voru svo birtir þeir vísubotnar, sem næst þóttu koma, án höfundarheitis þó. Þar á meðal var botn Kjarvals, sem varð fleyg- ur á svipstundu og margir kunna enn þann dag í dag: Mogginn kemur ekki út snemma á mánudögum. Þetta varð til þess, að ég byrjaði að skrifa „Vísnaleik“ og birtist sá fyrsti viku síðar eða 19. ágúst 1979. Þar var þess freistað að setja fram fyrri part: Ýmsir bundu vonir við vinstra samstarf fyrir ári Fjöldi botna barst og frá einum bréfritara bárust hvorki meira né minna en 103 botnar með þeirri skýringu, að hann væri „nýlega far- inn að stunda þá göfugu íþrótt að hnoða saman vísu“! Valtýr Pétursson listmálari myndskreytti Vísnaleik, en þau Herdís voru heimilisvinir okkar hjóna. Hann hafði sérstaklega gaman af því að spreyta sig á limrum Kristjáns Karls- sonar (3. febrúar 1980): Hallvarður prestur á Hól er hálfgildings skrapatól. Hann gleymdi hér eyra og einhverju fleira sem lá andartak kyrrt í hans stól. Það er vafalaust í mínum huga, að Vísna- leikur átti mikinn þátt í því að gera limruna að almenningseign. Og nýjungar í vísnagerð eru kynntar – „meistaraverk íslenskrar gler- húsagerðar er að sjálfsögðu eftir Kristján Karlsson um baksvið Njálu“. Var Skarphéðinn Njálsson? Er Einar Pálsson? Eða hvað? Þeir um það. Síðustu Vísnaleikir komu á jólum 1982 og 1983. Þar minnist Guðmundur Frímann bernskujólanna: Heimþrá býður, heimþrá ræður, hún er ferðagjörn. Við skulum gista gamla dalinn. Gerast aftur börn. Og þannig byrjaði Vísnaleikur Halldór Blöndal fyrrverandi forseti Alþingis Morgunblaðið/Ómar Halldór Blöndal kom á Morgunblaðið haustið 1961: „Sérstök áhersla var á það lögð, að frétt- ir væru hlutlægar og ótruflaðar af persónulegum skoðunum eða tilfinningum blaðamanns.“ Fyrst sé ég fyrir mér panelinn í gömluinnréttingunni í Aðalstræti. Flottirblaðamannaklefar sem tvímennt var í. Sumarræflarnir fengu sjaldnast að stíga þar inn en hímdu við dyrnar og reyndu að vera gáfulega sniðugir. Á vaktfundi með frétta- stjóra gátu tíu manns auðveldlega smokrað sér inn á pínulitla skrifstofuna til að bíða út- hlutunar verkefna. Fólk tók þau verkefni sem því voru rétt og á sumrin gátu þau oft orðið bæði skrautleg og langsótt. Í Aðalstræti lærði ég að „justera“, stytta mál mitt og leita aðalatriða. Sumrin í Kvosinni voru stressandi og skemmtileg fyrir margra hluta sakir. Þar hitti ég fyrst blaðakonurnar sem höfðu lifað karlasamfélag Moggans af. Brautryðjendur á borð við Elínu Pálmadóttur, Jóhönnu Krist- jónsdóttur og Agnesi Bragadóttur. Þar rann upp fyrir mér að blaðaljósmyndarar eru af sérstakri og sjaldgæfri manngerð. Þar ánetj- aðist ég atinu og sannleiksleitinni sem er og verður aðal góðrar blaðamennsku. Svo flutti Mogginn í Kringluna. Þar starf- aði ég í erlendum fréttum þar sem þátttöku- lýðræði var viðhaft á vaktfundunum, ólíkt dírígente-stílnum á innlendum. Blaðamenn völdu af hlaðborði heimsfréttanna, hvorki meira né minna, og erlendar fréttir áttu enn heima á forsíðunni. Klefarnir voru líklega komnir á haugana og blaðamannahæðin varð eins og sósíaldemókratísk slétta þar sem há- borðið fékk þann sess sem því bar. Í Kringl- unni fékk ég líka að spreyta mig „í slorinu“ með Hirti og Helga Mar. Það var góð lexía fyrir „upprennandi stjórnmálamann“ eins og annar ritstjóranna benti mér á. Mogginn var hressandi vinnustaður þar sem margir vinnufélaganna voru fyrirferðar- mikið fólk með sterkar skoðanir og ríka frá- sagnargáfu. Að því leytinu til voru líkindi með honum og öðrum vinnustað við Aust- urvöll. Ég skrifa í þátíð því að ég þekki ekki Moggann eins og hann er í dag. Árið sem ég starfaði í Kringlunni 1998 til 1999 kom ég beint úr kosningabaráttu R-listans í Reykja- vík og fór svo á þing vorið 1999. Í frítímanum sat ég á fundum við að búa til nýjan stjórn- málaflokk: Samfylkinguna. Aldrei fann ég fyrir því að sú staðreynd þvældist fyrir stjórnendum blaðsins. Það var frekar á hinn veginn, að þeim þætti fengur að því að hafa unga konu úr röðum femínista og fé- lagshyggjufólks í sínum röðum. Í þá tíð reyndi Mogginn meðvitað að gera sitt besta til að vera ekki flokksblað og í nokkur ár tókst það bærilega. Ekki man ég eftir því að hafa skrifað marg- ar stórfréttir á þessum árum. Nokkur viðtöl standa þó upp úr í minningunni, t.d. við korn- unga skákdrottningu og afburðanámsmann í Harvard (sem sat með mér á Alþingi mörgum árum seinna) og við vísindamann sem var að þróa dvergkafbát til hafrannsókna. Mér skilst að einkaleyfið að dvergkafbátnum hafi síðar verið selt til Bandaríkjanna. Ég man þó vel að stundum þótti mér íhaldssemin í fyrir- sagnagerð helst til mikil. Ég var á for- síðuvaktinni þegar Pólland, Ungverjaland og Tékkland gerðust aðilar að NATO við hátíð- lega athöfn. Það var að sjálfsögðu stórfrétt og ekki spillti fyrir að forseti Íslands var við- staddur athöfnina. Íslendingar að gera eitt- hvað merkilegt í útlöndum klikkar ekki sem myndefni. Fyrirsögnin sem ég lagði til var þessi: Fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins býður austantjaldsríkin vel- komin í NATO. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk hún ekki náð fyrir augum há- borðsins. Líklega var hún bara alltof löng. Þar ánetjaðist ég atinu og sannleiksleitinni Þórunn Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Kristinn „Mogginn var hressandi vinnustaður þar sem margir vinnufélaganna voru fyrirferðarmikið fólk með sterkar skoðanir og ríka frásagnargáfu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.