Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 82
82 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Þegar ég horfi um öxl og lít yfir árin áMorgunblaðinu er nær ómögulegt aðstaldra við eitthvert eitt atriði. Líklega hefði ég ekki trúað því, þegar ég gekk inn í Aðalstræti 6 í júní 1986 sem nýstúdent er ráð- inn hafði verið í sumarafleysingar, ef einhver hefði sagt mér að ég ætti ekki eftir að eiga annan vinnustað fyrr en tæplega átján árum síðar. Og jafnvel þá var maður mjög hikandi við að segja skilið við þetta blað sem átti svo ríkan þátt í hvernig maður hafði þróast og mótast í gegnum árin. Aðalstrætið var á sínum tíma nánast eins og klippt út úr kvikmynd – eða að minnsta kosti alveg nákvæmlega eins og maður ímyndaði sér að ritstjórnir væru eða ættu að vera. Það var alltaf mikið um að vera, símar hringjandi og úr hliðarherbergjum barst takt- fastur sláttur á ritvélarnar þar sem ábúð- arfullir fréttamenn kláruðu fréttirnar í kapp- hlaupi við deddlænið. Þarna voru líka strangir fréttastjórar sem maður bar óttablandna virð- ingu fyrir, þeir Freysteinn, Siddi, Gústi og Maggi Finns, sem tóku okkur ungu blaða- snápana upp á sína arma og kenndu lífsregl- urnar. Eflaust hafa þeir nokkrum sinnum ranghvolft augunum yfir þessum grænjöxlum sem fengnir höfðu verið til að miðla þjóðinni fréttum. Og svo voru það erlendu fréttirnar, heimur út af fyrir sig þar sem telexinn malaði dag og nótt og það voru ekki bara landið og miðin sem voru undir. Hinum megin við ganginn voru loks hinar dulúðugu skrifstofur ritstjór- anna þar sem greinilega var verið að véla um mikilvæga hluti. Yfir ritstjórninni lá stundum þykkur reykjarmökkur, þetta var á þeim ár- um þegar enn mátti reykja á vinnustöðum og margir blaðamenn nær óþekkjanlegir án vind- lingsins, vindilsins eða pípunnar. Margt af þessu var breytt þegar ég gekk út úr Kringlunni í síðasta skipti í lok ársins 2003 og þó kannski ekki svo mjög. Plus ça change, plus c’est la même chose segja Frakkar stundum. Það er sama hvað hlutirnir breytast – allt er þetta engu að síður óbreytt. Loftið var kannski betra eftir að vinnustaðurinn varð reyklaus og tölvurnar voru fyrir löngu búnar að ryðja út telextækinu og ritvélunum. (Ég man enn þegar kollegi minn Ásgeir Sverr- isson dró mig inn á bókasafn einhvern tímann um eða upp úr tíunda áratug síðustu aldar þar sem var módemtengd tölva og sýndi mér nýtt fyrirbæri sem var þá að byrja að taka á sig mynd. Jú það virkaði strax forvitnilega þetta internet en ekki hefði maður trúað þvílík bylt- ing væri þarna að eiga sér stað.) Í grundvall- aratriðum var þetta þó sami vinnustaðurinn og margir þeirra sem voru þarna þegar ég gekk inn voru þarna enn þegar ég gekk út. Og blaðið hélt áfram að koma út. Steingrímur Sigurgeirsson sérfræðingur og rithöfundur Morgunblaðið/RAX „Aðalstrætið var á sínum tíma nánast eins og klippt út úr kvikmynd – eða að minnsta kosti alveg nákvæmlega eins og maður ímyndaði sér að ritstjórnir væru eða ættu að vera,“ skrifar Steingrímur Sigurgeirsson, sem lengstum var í erlendum fréttum á Morgunblaðinu. Þykkur reykjarmökkur yfir ritstjórninni Það var stundum gantast með það aðskipurit ritstjórnar Morgunblaðsinsværi ekki þríhyrningslaga, heldur eins og sveppur. Við, skrifandi blaðamennirnir, værum stöngullinn, svo tækju við hinir mörgu millistjórnendur og loks aðstoðarritstjórarnir og ritstjórinn eins og kollhúfa á sveppnum. Ég hafði ekki starfað lengi á Morgunblaðinu þegar ég áttaði mig á því að þetta gat verið kostur fyrir ákafan blaðamann. Tæki einn fréttastjóri dræmt í einhverja hugmyndina um úttekt eða frétt gat ég leitað til annars og smám saman lærði ég inn á ólík áhugasvið millistjórnendanna og gat þar af leiðandi kom- ið flestu að sem mér datt í hug. Starf blaðamannsins snýst þó aðeins að hluta til um hans eigin hugmyndir. Mér hefði til dæmis varla dottið í hug að reka nefið inn á alþjóðlega ráðstefnu tannlækna og fræðast um fyrstu viðbrögð við tannmissi. Og tæplega hefði ég fundið upp á því að leita systur Ruth uppi í Reykjavík, en hún ferðaðist um heiminn með líkneski af Maríu mey í fanginu til að boða fagnaðarerindið. Inn á milli fékk frumkvæði mitt að njóta sín og þetta átti vel við mig – að tala við fólk eða grafast fyrir um upplýsingar og koma á fram- færi með skiljanlegum hætti. Ég hafði (og hef) ástríðu fyrir einfaldleikanum og þannig þótti mér t.d. gefandi að halda utan um auðlesið efni Morgunblaðsins, sem voru vikulegar fréttir á einföldu máli og prentaðar stóru letri. Skemmtilegasta hlutverkið sem ég fékk á Morgunblaðinu var starf þingfréttaritara, en því gegndi ég frá ársbyrjun 2007 og þar til staðan var lögð niður um það leyti sem búsá- haldabyltingunni lauk. Fyrstu vikuna mína á Alþingi var aðeins eitt mál á dagskrá: Heild- arlög um Ríkisútvarpið, sem kváðu á um að það skyldi verða opinbert hlutafélag. Ég tók starf mitt alvarlega og sat löngum stundum yf- ir umræðunum sem tóku í það heila yfir 100 klukkustundir og voru þannig einar lengstu umræður þingsögunnar. Árvekni mín var ekki tilkomin að ástæðu- lausu. Ég bæði vildi og þurfti að sanna mig. Skiptar skoðanir höfðu verið um það í milli- stjórnendalagi Morgunblaðsins að hleypa í þetta starf 26 ára gamalli konu sem opinberað hafði vinstriskoðanir sínar. Blessunarlega var ekki algild hugmyndafræði á Morgunblaðinu að hlutleysi væri æðsta takmark blaða- mennsku og að því yrði aðeins náð að blaða- menn segðu aldrei skoðanir sínar. Sanngirni, sagði Karl Blöndal aðstoðarritstjóri og hana reyndi ég alltaf að hafa að leiðarsljósi í skrifum mínum. Sjálfstæðismenn áttu hins vegar sumir erfitt með veru mína í þinghúsinu, þeim þótti þeir enn eiga tilkall til Moggans og þar af leiðandi kröfu á að hlutast til um hver gegndi stöðu þingfréttaritara. Þeir lásu fréttir mínar með því hugarfari að ég héldi aðeins á penna til að plotta yfirtöku villta vinstrisins. Á sama tíma grunuðu sumir vinstri menn mig um hægri græsku, enda var þetta á þeim tíma að margir töldu mig og alnöfnu mína, bróðurdóttur Styrmis Gunnarssonar, eina og sömu mann- eskjuna, sem hlyti ættartengsla sinna vegna að vera þingfréttari til þess eins að ganga er- inda Sjálfstæðisflokksins. Árin mín sex á Morgunblaðinu voru stuttur tími í 100 ára sögu blaðsins, en langur tími í mínu lífi og mikilvægur hluti af starfstengdu uppeldi mínu. Á þessum tímamótum hugsa ég hlýlega til alls þess góða fólks sem ég fékk að starfa með og læra af og óska afmælisbarninu góðs, að það megi lifa heilt og flytja lands- mönnum fréttir sem skrifaðar eru af sanngirni og þekkingu. Ástríða fyrir einfaldleikanum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Halla Gunnarsdóttir segir að skemmtilegasta hlutverkið, sem hún fékk á Morgunblaðinu, hafi verið starf þingfréttaritara þar sem hún mætti tortryggni úr ýmsum áttum. Halla Gunnarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.