Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 84

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 84
84 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Næsta vor verða þrjátíu ár liðin frá þvíég hóf störf sem blaðamaður á Morg-unblaðinu. Segja má að þetta hafi verið fyrsta alvöru starfið sem ég tók mér fyrir hendur og ég hefði vel getað hugsað mér að gera blaðamennsku að ævistarfi. Næstu árin skrifaði ég af og til í blaðið en kom síðan til starfa í stuttan tíma árið 1997 inní Kringlu. Á þeim tíma var Morgunblaðið kraftmeira og öflugra en nokkru sinni. Núna þegar ég lít til baka, einkum til rit- stjórnarinnar í Aðalstræti, minnist ég ver- aldar sem var. Þrátt fyrir að blaðið væri fyr- ir nokkru búið að sprengja af sér húsnæðið var mikill sjarmi yfir þeim vinnustað. Aðal- strætið var þá hjarta Reykjavíkur og mið- borgin var ennþá miðborg með allar helstu stofnanir, fyrirtæki, verslun og veitingastaði í næsta nágrenni. Tölvutæknin var rétt að hefja innreið sína og ekki margar tölvur á ritstjórninni, enda vélritaði ég fyrsta frétta- viðtalið sem ég tók og raunar mörg þeirra fyrsta sumarið. Á þessum tíma hafði blaðið að mestu hætt að vera flokksblað og sótti fram með öflugum hópi yngri og eldri blaða- manna. En þetta er ekki veröld sem var einungis af þessum ástæðum. Fyrsta starfsdaginn minn kom það í hlut Magnúsar Finnssonar fréttastjóra að kynna fyrir mér starfsfólk og helstu deildir blaðs- ins. Mér er minnisstæð umræða sem átti sér stað í layout-deildinni þar sem ég var leidd í allan sannleika um breytingarnar sem höfðu orðið á útliti blaðsins. Sérstaklega var mér bent á stærð blaðsins, mig minnir að það hafi minnkað um einn sentimetra – eða hafði það stækkað? Eitthvað hafði letrinu líka verið breytt. Ég hafði auðvitað ekki tekið eftir þessum fínlegu en mikilvægu breytingum. Þetta var einmitt kjarni málsins: Morg- unblaðið tæki breytingum hægt og örugglega þannig að lesendur tækju raunverulega ekki eftir þeim frá degi til dags. Þannig væri Morgunblaðið í stöðugri þróun í takt við samfélagið en það væri Morgunblaðið sem stjórnaði ferðinni. Og Morgunblaðið var ótví- rætt í fararbroddi á þessum árum. Þetta var ekki tími stökkbreytinga og ekki heldur neinn staður fyrir byltingar. Þess vegna er þetta veröld sem var – ver- öld sem kemur líklega aldrei aftur. Mogginn ræður ekki lengur ferðinni held- ur þarf rétt eins og aðrir fjölmiðlar að bregð- ast við, ekki aðeins stórstígum tækni- framförum heldur síkviku samfélagi, svo ekki sé minnst á harða samkeppni úr öllum átt- um. Þrátt fyrir þetta hefur Morgunblaðið náð hundrað ára aldri. Blaðið, sem hefur lagt sig fram um að segja fréttir af nánast öllum þeim Íslendingum sem náð hafa tíræðisaldri, hefur sjálft náð þessum merka áfanga. Líkt og aðrir í þessum sporum hefur Morg- unblaðið afrekað margt á langri ævi, það hef- ur komið fjölmörgum til manns og lifað glæsileg blómaskeið. Það hefur einnig gert sín mistök og núna er framtíðin óviss líkt og hjá flestum sem ná þessum aldri. Þó að ég hafi í raun ekki starfað mjög lengi á Morgunblaðinu hafði starfið og fólkið sem ég kynntist þar mjög mótandi áhrif á mig. Þar eignaðist ég góða vini. Á þessum tímamótum minnist ég samstarfsins við Morgunblaðið með hlýju. Vissulega virðast blómaskeiðin að baki en samt er aldrei að vita nema það besta sé ennþá eftir. Veröld sem var Salvör Nordal stundakennari við Háskóla Íslands og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Morgunblaðið/Kristinn „Blaðið, sem hefur lagt sig fram um að segja fréttir af nánast öllum þeim Íslendingum sem náð hafa tíræðisaldri, hefur sjálft náð þessum merka áfanga,“ skrifar Salvör Nordal. Síðan ég las einstaklega skemmtilegaendurminningabók Vilhjálms Finsen,ritstjóra og sendiherra, Alltaf á heim- leið, hefur mér ætíð þótt viss ljómi yfir stofn- un Morgunblaðsins. Hvernig þessi föð- urlausi, ungi og djarfi maður stóð að verki við að gera hugsjón sína að veruleika. Sótti ráð til reynds aðalritstjóra á dönsku stór- blaði, vann við blaðamennsku og fór um heiminn sem loftskeytamaður á stórskipum, til að auka við þekkingu sína og reynslu – búa í haginn fyrir að allt mætti lánast sem best. Morgunblaðið þótti alla tíð ómissandi á mínu bernskuheimili. Faðir minn, Egill Kristjánsson, var aldrei í essinu sínu, nema vera meðal þeirra fyrstu til að frétta ef eitt- hvað markvert gerðist. Helst þurfti hann að vita það á undan öðrum og naut þess þá að geta sagt vinum sínum. Það má því nærri geta að uppi varð fótur og fit á heimilinu, þegar Mogginn fór að hverfa úr forstofu fjöl- býlishússins á Baldursgötu 36, þar sem sá er bar blaðið út var vanur að henda því inn. Við þessu var óðara brugðist. Faðir minn dreif sig á fætur fyrir allar aldir og beið hnupl- arans þolinmóður bak við útidyrahurðina. Til vonar og vara tók hann nýja Moggann um leið og hann kom, en setti gamlan á gólfið við dyrnar í staðinn! Og ég hefði ekki viljað vera í sporum unga mannsins sem eftir alldrjúga bið var þrifið kröftuglega um úlnliðinn á, þegar hann seildist inn um dyragættina í blaðið. Aðgerðin lukkaðist sem sagt full- komlega og Mogginn var áfram hnökralaust lesinn með morgunkaffinu á heimilinu. Skemmtileg eftirmál þessa atviks urðu áratugum síðar. Faðir minn var staddur á vinsælu veitingahúsi í bænum á góðri stund. Þá vatt sér að honum maður og kvaðst vera sá sem hefði hnuplað frá honum Morg- unblaðinu um árið. Vildi hann þakka honum fyrir að hafa tekið í lurginn á sér, því hver vissi nema það hefði forðað sér frá því að lenda lengra út á þessari braut. Það var venja foreldra minna að verja sumarleyfum að mestu á æskuslóðum föður míns í Hliði á Vatnsleysuströnd. Þar þurfti stundum að bíða Moggans lengur en föður mínum líkaði. Því bar aldeilis vel í veiði, þeg- ar Kristján bróðir minn, síðar lengi flugstjóri og formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA), var að byrja feril sinn í fluginu og kenndi um tíma hjá Flugskólanum Þyt. Gat hann þá kastað Mogganum, stundum glænýjum, niður til föður okkar. Það mun hafa verið fyrsti flugpóstur á Vatnsleysu- strönd! Tengslin við Morgunblaðið urðu ennþá nánari, þegar þannig atvikaðist fyrir til- stuðlan Matthíasar Johannessen að ég varð þar blaðamaður í nokkur ár meðfram laga- námi. Á vetrum skrifaði ég þingfréttir og ut- an þess mest erlendar fréttir en sinnti þó jafnframt, lengur eða skemur, nánast öllu sem vinna þarf á ritstjórn dagblaðs. Um þingfréttirnar er það að segja, að þótt Morgunblaðið teldist nánast flokksblað Sjálf- stæðisflokksins hafði Bjarni Benediktsson haft forgöngu um það sem ritstjóri, að í þing- fréttunum skyldi sagt hlutlægt frá ræðum manna hvar í flokki sem þeir stæðu. Þetta mæltist vel fyrir og jók virðingu blaðsins, þótt áfram væri tekist kröftuglega á við póli- tíska andstæðinga í leiðurum og Reykjavík- urbréfum sem Bjarni skrifaði af mikilli list. Réttsýni og sanngirni Bjarna var við brugð- ið. Hann lagði einnig mikið upp úr vönduðum skrifum og öllum frágangi blaðsins, svo að sagt var að hann læsi það stundum frá upp- hafi til enda. Man ég hann aldrei þyngri á brún en eitt sinn á reglubundnum fundi með blaðamönnunum við upphaf vinnudags, þeg- ar óvenjumargir hnökrar voru á blaði dags- ins. Fór hann í gegnum þá hvern af öðrum og brýndi fyrir mönnum vandaðri vinnubrögð. Þetta aðhald skilaði sínu. Hefðu margir fjöl- miðlar landsins nú gagn af að njóta slíks. Í starfi mínu við blaðamennsku fékk ég meiri og betri innsýn í þjóðlífið og erlenda viðburði, og hitti að máli fleira fólk sem læra mátti af, en ég get ímyndað mér að önnur störf bjóði upp á, þótt ekki dygði stundum al- veg til að slökkva fréttaþorsta föður míns sem vikið var að í upphafi! Kynnin og sam- starfið við það mannkostafólk sem lagðist á eitt um að gera Morgunblaðið að góðu og eft- irsóttu blaði voru einnig ómetanleg. Af öllu eftirminnilegu frá þessum ferli gæti vissu- lega orðið löng saga og hefur margt af því komið mér að góðu gagni í þeim störfum sem ég síðar sneri mér að. Þegar Mogganum var hnuplað Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Egilsson rifjar upp að Bjarni Benediktsson hafi lagt áherslu á vönduð vinnubrögð: „Man ég hann aldrei þyngri á brún en eitt sinn á reglubundnum fundi með blaðamönnunum við upphaf vinnudags, þegar óvenjumargir hnökrar voru á blaði dagsins.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.