Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 85

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 85
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 85 Það er sagt að körfubolti hafi aldreiverið jafnvinsæll og á fyrri hluta 10.áratugarins. Það þarf víst stjörnur til að búa til vinsældir og í körfuboltanum var nóg af þeim: Michael Jordan, Charles Bark- ley, Shaquille O’Neal, David Robinson og fleiri og fleiri. Ég gæti haldið lengi áfram að þylja enda var ég krakki á þessum tíma og krakkar þekkja sínar stjörnur. En ég var ekki bara með NBA-æði á þessum tíma. Ég var líka með æði fyrir Morgunblaðinu! Mogga-æði er staðfest fyrirbæri og það var ekki bara ég sem var heltekinn af því. Mogginn var líka með stjörnur. Ég man eft- ir sjónvarpsviðtölum við útitekinn Ragnar Axelsson í hvítri kaðlapeysu þar sem hann stökk upp í flugvél í leit að ævintýrum. Allir í skólanum mínum vissu hver Árni Matt- híasson var, tónlistargagnrýnandinn sem þreyttist ekki á að skrifa um og styðja uppáhaldshljómsveitirnar manns á þessum tíma, hvort sem þær hétu Botnleðja, Maus eða Strigaskór nr. 42. Það hjálpaði einnig til að þegar maður sá mynd af Árna þá minnti hann á dularfulla persónu úr Film Noir- mynd – dimm og vofuföl týpa – ekki ósvipuð ritstjóranum Matthíasi í svartri bítnikka- rúllukragapeysu og rykfrakka gangandi um í Hólavallakirkjugarði, starandi inn í haust- ið. Þetta var Mogginn minn – stjörnum prýtt lið. Mogginn minn? Já. Því snemma á ævinni komst ég að því að ég ætti sama afmælisdag og Mogginn, 2. nóvember. Afmælisdagurinn er hluti af sjálfsmynd manns enda eitt af því fyrsta sem maður lærir um sjálfan sig. Þess vegna veitir maður því athygli ef einhver á sama afmælisdag og maður sjálfur eða ef rafræn klukka sýnir fyrir tilviljun fæðing- ardagsetninguna. Þetta gerist hjá mér þeg- ar ég sé 2:11. Þá hrekk ég í kút og finnst að eitthvað mér æðra búi þar að baki. Og auð- vitað hef ég alltaf tengst Mogganum sér- stökum böndum út af þessu. Ég man eftir starfskynningunni þegar ég fór með krökk- um í Hlíðaskóla og við fengum að sjá hvern- ig maður raðaði upp forsíðunni. Ég man eft- ir lyktinni í prentsmiðjunni. Ég man eftir áramótagetrauninni. Ég man eftir því þegar ég sendi Mogganum kvörtunarbréf vegna villu á forsíðu árið 1995 (þar var sagt að Kólumbus hefði siglt til Ameríku 1592 en ekki 1492) og svarinu sem ég fékk til baka sem var reyndar með skætingi! Svo man ég eftir fyrsta starfsdeginum mínum, að sitja í bíl með Raxa og heyra æðisgengnar sögur um yfirgefnar jarðefnanámur í Grænlandi eða kaffipásum á ritstjórnarhæðinni þar sem umræður um Vestmannaeyjagosið, leið- togafundinn eða björgun Víkartinds voru jafnlifandi hversdagsmálefni og veðrið eða sjónvarpsdagskráin. Það er staðreynd að blöðin skrifa söguna og þannig má alveg eins segja að andi sög- unnar lifi meðal fólksins á blöðunum. Í til- felli Moggans er vandfundinn sá vinnu- staður þar sem er samankominn jafnmikill fróðleikur og skilningur á íslensku sam- félagi. Það er virðingarstimpill að ná 100 ára aldri (óformleg skilgreining á hugtakinu „antík“ er að munir séu 100 ára!) en 100 ára vegtyllan gefur enga heimtingu á sjálfkrafa virðingu eða að sýna megi slaka. Þvert á móti þá er þýðingin aðeins sú að skylda starfsmanna blaðsins hefur aldrei verið meiri. Það er yndislegt hversu margir eiga góð- ar minningar af Mogganum og í raun er ekkert athugavert við að baða fortíðina ljóma. En minningarnar þarf einnig að nýta til að varpa ljósi á framtíðina. Eftir því sem árin líða því stærri er sagnabelgurinn og fleiri stríðin sem eru að baki og samtal Moggans við samfélagið er í eðli sínu hundr- að sinnum mikilvægara og dýpra nú en það var 2. nóvember 1913. Það mælir í öllu falli einlægur aðdáandi Mogga-liðsins og stoltur fyrrverandi blaða- maður. Aðdáendabréf til 100 ára stjörnu Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur Morgunblaðið/RAX Bergur Ebbi Benediktsson segir að „samtal Moggans við samfélagið [sé] í eðli sínu hundrað sinnum mikilvægara og dýpra nú en það var 2. nóvember 1913“. Bergur Ebbi setti 2008 fram hugmynd um að reisa skýjaborg úr gufustrókum í Öskjuhlíð. Ég hafði ekki verið margar vikur á Mogg-anum þegar Styrmir Gunnarsson rit-stjóri kallaði á mig inn á skrifstofu. Þetta var rétt eftir kvöldmat. Meginlínur fyr- ir blað morgundagsins lágu fyrir en nú skyldi þeim breytt. Jan Mayen skyldi verða burðar- frétt á baksíðu – þar sem stærstu innlendu fréttunum var slegið upp. „Þú átt að ræða við Eykon um þetta Jan Mayen-mál,“ sagði Styrmir og bætti við að ég yrði einnig að ræða við Geir Hallgrímsson ut- anríkisráðherra. Eyjólfur Konráð Jónsson – Eykon – var formaður utanríkisnefndar Al- þingis. Sumar fréttir er erfiðara að skrifa en aðr- ar. Ekki vegna þess að þær séu flóknari en aðrar heldur vegna þess að blaðamaðurinn hefur takmarkaða þekkingu á málefninu og er auk þess reynslulítill. Þannig var staðan hjá mér. „Ekki vandamál,“ hugsaði ég enda þess fullviss að Eykon myndi skýra þetta vel út fyrir mér. Hann var gamall fjölskylduvinur. Ég hringdi í Eykon og sagði honum strax að ég yrði að fá útskýringar á málinu og fá síðan „komment“ frá honum í fréttina. Það tók hann langan tíma þar sem hann þvældi mér í gegnum söguna, en Eykon hafði í mörg ár barist fyrir rétti Íslendinga á Jan Mayen- svæðinu og lengi vel fyrir daufum eyrum. Í þessum efnum eins og mörgum öðrum var hann á undan sinni samtíð. Eins og oft áður var Eykon óðamála og mikið niðri fyrir. Loksins tókst að skýra út fyrir þekkingarlitlum blaðamanni um hvað „þetta Jan Mayen-mál“ snerist; gagnkvæmt samkomulag Norðmanna og Dana um loðnu- veiði á Jan Mayen-svæðinu og innan lögsögu Grænlands. Íslensk stjórnvöld töldu þetta brot á Jan Mayen-samkomulaginu milli Ís- lendinga og Norðmanna frá 1980. „Þetta er mjög viðkvæmt mál. Þú talar síð- an við Geir,“ sagði Eykon. Þetta var ekki spurning. Ég játti og lofaði að hringja aftur til að lesa fréttina yfir fyrir hann. Að venju tók Geir mér af ljúfmennsku. Hann hafði átt von á símtali. Geir var þó efins um að rétt væri að utanríkisráðherra léti hafa nokkuð eftir sér að þessu sinni. Sagði mér að ræða við Ólaf Egilsson, sem þá var skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Þetta gerði ég. Eftir að hafa skrifað fréttina og deadline færðist nær hringdi ég aftur í Eykon. Nokkr- ar athugasemdir. „Þú hringir í Geir og lest þetta yfir fyrir hann og lætur mig vita,“ sagði Eykon. „Þú lest þetta yfir fyrir Ólaf,“ sagði Geir við mig. Ólafur gerði sínar athugasemd- ir. Aftur fór ég hringinn. Eykon, Geir, Ólafur. Alltaf einhverjar breytingar, alltaf einhverjar athugasemdir. Um miðnætti var ég í þriðju eða fjórðu umferð en lendingin ekki í sjón- máli. Deadline löngu liðið og allir biðu. Próf- arkalesarar biðu, umbrotið beið, prentararnir biðu. En ákvörðunin stóð. Fréttin skyldi birt- ast á baksíðu á morgun. Um klukkan eitt um nóttina náði ég loks samkomulagi við Eykon og Geir. Ég fékk leyfi til að leggja lokahönd á fréttina, fara yfir hana með Ólafi Egilssyni, sem þeir báru full- komið traust til, og senda hana síðan inn. Hálftíma síðar stóð ég í umbrotinu þar sem spaltinn var límdur upp á síðuna. Þannig lærði ég tvennt. Annars vegar hvernig ekki á að standa að því að afla og skrifa frétt og hins vegar að deadline er (var) afskaplega teygjanlegt hugtak á Morg- unblaðinu. Allir látnir bíða Óli Björn Kárason varaþingmaður Morgunblaðið/RAX Óli Björn Kárason lýsir því þegar óreyndur blaðamaður með takmarkaða þekkingu á málefn- inu lærði hvernig ekki á að afla fréttar og skrifa hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.