Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 93

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 93
The richer and more varied the media world, the more important the printed word. Communicative people enjoy topi- cal, informative and entertaining news- papers and magazines. All the more so in our virtual age. We wish Morgunbladid continuing success. With publications that appeal to readers and advertisers with their wit, intelligence and sophistication. Eloquent words need elegant printing. We congratulate Morgunbladid to its 100th anniversary. All the best for the future. Scan-control Handels- & Ingeniørfirma A/S Naverland 2, 13. floor DK-2600 Glostrup Phone +45 43 63 15 00 info@scan-control-dk.com www.scan-control-dk.com Ferag AG Zürichstrasse 74 CH-8340 Hinwil Phone +41 44 938 60 00 info@ferag.com www.ferag.com ferag… E inhverjir lesendur Morg- unblaðsins hafa orðið hugsi þegar þeir lásu í byrjun september 1986 frásögn af fyrirhugaðri vetrardagskrá Leikfélags Reykjavík- ur. „Þann 18. september verður frumsýning á nýju íslensku verki í til- efni 90 ára afmælis LR,“ stóð í blaðinu og nafnið á nýja verkinu var „Upp með tippið Sólmundur!“ Það var aldeilis að þeir voru orðnir djarfir hjá Leikfélaginu! Nokkrum dögum seinna kom yf- irlætislaus leiðrétting. Verkið reynd- ist heita „Upp með teppið Sólmund- ur!“ Svolítill munur þar á. Ekki var um innsláttarvillu blaðamanns að ræða, heldur hafði honum einfaldlega misheyrst á blaðamannafundi Leik- félagsins. Villur af öllu tagi, smáar og stórar, alvarlegar og léttvægar, sorglegar og fyndnar eru fylgifiskur blaðamennsku; hafa verið það frá upphafi og verða alla tíð. Morgunblaðið hefur ekki farið varhluta af því síðustu 100 árin. Staff hershöfðingi Ein frægasta þýðingarvilla íslenskrar blaðasögu er þegar „General Staff“ varð að Staff hershöfðingja. Stundum er hún heimfærð upp á Morg- unblaðið, en það er mikill misskiln- ingur því hún birtist á baksíðu Vísis 15. nóvember 1914. Morgunblaðið varð hins vegar fyrst til að henda gaman að villunni og kvað hana skýr- ast af því að enskukunnáttu blaða- mannsins væri eitthvað ábótavant. Staff var þó ekki dauður úr öllum æð- um. Hann birtist til dæmis í Alþýðu- blaðinu á stríðsárunum seinni og síð- an í vikublaðinu Fálkanum sumarið 1947, í bæði skiptin sem þýskur hers- höfðingi. Líklega leynist hann víðar á síðum íslenskra blaða ef vel er að gáð. Kryddsíld Hinn frægi misskilningur um krydd- síldarveislu Vigdísar forseta og Mar- grétar Danadrottningar í ársbyrjun 1981 verður aftur á móti ekki frá Morgunblaðinu tekinn. Undir fyr- irsögninni „Forseti Íslands til veislu með 200 dönskum blaðamönnum“ sagði blaðið: „Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, mun á ferð sinni til Danmerkur á næstunni m.a. sitja kryddsíldarveislu með um 200 dönsk- um blaðamönnum, að því er segir í danska blaðinu Berlingske Tidende.“ Blaðamanninum hefur þótt eðlilegt að boðið væri upp á kryddsíld í danskri veislu. En vissi ekki að átt var við „kryds-ild“, þ.e. að spurn- ingum yrði dembt yfir þjóðhöfð- ingjana. Létti þetta lund margra sem þóttust vita betur. Spaugsamir fréttamenn Stöðvar 2 létu síðar ára- mótaþátt sinn heita Kryddsíld í minn- ingu þessarar fréttar – en þar er reyndar boðið upp á ekta kryddsíld. Lingerie Magnate Á forsíðu Morgunblaðsins í lok nóv- ember 1977 var frétt um mannrán í Austurríki. „Þá yfirheyrði lögreglan í Vín ungan heimspeking í tengslum við hvarf milljónamæringsins Linger- ie Magnate fyrir þremur vikum.“ Til auðkýfings þessa hefur síðan ekkert spurst. Vísir hnaut hins vegar um fréttina og velti fyrir sér hvort „herra Lingerie Magnate“ væri eitthvað skyldur „Staff hershöfðingja.“ Dvaldist – kvaldist Ekki eru allar villur beinlínis skemmtilegar þegar þær uppgötvast, þótt brosa megi að þeim þegar frá líð- ur. Í minningargrein í Morgunblaðinu vorið 1974 var góðri konu þakkað fyrir að veita öldruðum manni óvanda- bundnum húsaskjól. „Kvaldist hann hjá henni þar til yfir lauk,“ sagði síðan. Átti að vera „dvaldist.“ Þarna ruglaði einn stafur merkingu ansi meinlega. „Fjólupabbi“ Þegar kaupmenn af dönskum ættum urðu meðal eigenda Morgunblaðsins snemma á þriðja áratug síðustu aldar var farið að uppnefna blaðið „danska Mogga“. Keppinautar á blaðamark- aði og pólitískir andstæðingar hófu lúsarleit að dönskuslettum í blaðinu og gerðu sér mikinn mat úr ef eitt- hvað fannst. Einkum bar á þessu í Al- þýðublaðinu og Tímanum. Jónas frá Hriflu var þá aðalpenni Tímans. Var honum mjög í nöp við Valtý Stef- ánsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Fann Jónas upp á því að kalla villur sem fundust í Morgunblaðinu „Val- týsfjólur“, safnaði þeim saman og gerði gys að ritstjóranum. Er upp úr því sprottið heitið „Fjólupabbi“ um Valtý. Þeir sem til ferils og skrifa Val- týs Stefánssonar þekkja vita hins vegar að allt er þetta afar ósann- gjarnt og villandi. Hann var ágætur penni og frumkvöðull ýmissa nýjunga í íslenskri blaðamennsku. Fyrsta dönskuslettan? Frægasta „fjólan“ í Morgunblaðinu frá þessum árum er líklega sagan af manninum með krukkurnar. Halldór Laxness mundi eftir henni þegar hann ritaði hugvekju um íslenskt mál og birti í Þjóðviljanum vorið 1978. Sagði Halldór að þótt Morgunblaðið hefði stundum verið uppnefnt „danski Moggi“, þá hefði það ekki byrjað „að sletta dönsku fyrr en 1924, en ef ég man rétt kom á því ári í blaðinu hin einkennilega frétt af konu í Danmörku sem gekk á krukkum og ég er vanur að telja mér trú um að hafi verið fyrsta dönskusletta ís- lenska fullveldisins sem um munar.“ „Þessi sletta ætlaði alt um koll að keyra í landinu. „Konan á krukk- unum“ var sett inn í sjónleik í Iðnó, skáld fóru á stúfana og ortu um hana, og menn súngu kvæðið skellihlæandi um alt land, meira að segja austur á fjörðum,“ skrifaði Halldór. Og bætti við að „krukka“ fyrir krykke á dönsku (hækja) væri „dæmigerð ís- lensk dönskukunnátta“. Dró langan slóða „Konan á krukkunum“ var reyndar karl. Og var ekki frétt heldur skrýtla á baksíðu Morgunblaðsins í byrjun desember 1924. Fyrirsögnin var Bif- reiðaslys og textinn svona: „Lögregluþjóninn: Hver var orsök slyssins? Bílstjórinn: Maðurinn þarna með krukkurnar. Hann hljóp ekki nógu hratt úr vegi.“ Þetta dró á eftir sér langan slóða. Misskilningurinn þótti ógnarfyndinn. „Maðurinn með krukkurnar“ varð að konu sem gekk á krukkum í revíuvísu sem varð fleyg og Halldór Laxness minntist á. Vísan mun hafa verið samin af Páli Skúlasyni ritstjóra Spegilsins. Mamma Tótu var mesta ógnarskar með andlit allt í hrukkum og hún gekk á krukkum. Svo er skotið á Valtý og Morg- unblaðið: Tóta litla tölti af stað til að kaupa Morgunblað. „Seint ert þú á labbi,“ sagði Fjólupabbi. „Ekkert varðar þig um það, ég þarf að fá eitt Morgunblað. Maður getur alltaf á sig blómum bætt“ svaraði hún Tóta litla tindilfætt . Kapparnir Fake og Hideout Textar við teiknimyndasögur Morg- unblaðsins voru stundum fyrr á árum þýddir af byrjendum. Fyrirgefa mátti þótt ekki væri alltaf töluð gullaldar- íslenska. En verra var þegar frum- textinn var illa mislesinn eins og í teiknimyndasögunni af James Bond sumarið 1966. „Lögreglumaðurinn Fake bankaði rösklega á fremstu hurðina hjá Búlg- aranum Hideout“ stóð undir einum rammanum. Lesendur gátu svo borið þetta saman við enska textann efst í horni teikningarinnar: „THE FAKE POLICE HAMMERED ON THE FRONT DOOR OF THE BULG- ARIAN’S HIDEOUT:“ „Málfarslegur fjólugarður“ Vorið 1985 voru blaðamenn á Morg- unblaðinu sendir á sérstakt íslensku- námskeið. Var af því tilefni rætt við kennarana í blaðinu. „Blaðið hefur allt frá dögum Valtýs og Jónasar frá Hriflu verið málfarslegur fjólugarð- ur,“ sögðu þeir þungir á brún. „En beri maður málfarið á síðum Morg- unblaðsins saman við málfar annarra blaða kemur Morgunblaðið vel út,“ bættu þeir við. Sögðu svo þessi upp- örvandi orð: „Og það læðist að manni sá grunur, að það hafi tekið sig nokkuð á að undanförnu.“ Látum það vera lokaorðin. „Konan á krukkunum“, kryddsíld og fjólur Villur af öllu tagi, smáar og stórar, alvarlegar og léttvægar, sorglegar og fyndnar eru fylgifiskur blaðamennsku LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.