Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipstjórnarmenn eru orðnir lang- þreyttir á aukinni skrifstofuvinnu um borð í stærri fiskiskipum. Í ályktun nýafstaðins þings Far- manna- og fiskimannasambandsins er þess krafist að hlutur skipstjóra verði aukinn úr 2 í 2,25 og hlutur stýrimanna í sömu hluföllum. Ástæða fyrir auk- inni pappírsvinnu er sögð krafa um nákvæmar upp- lýsingar um rekj- anleika afurð- anna og einnig hafi ýmis eftirlitskerfi verið sett um borð með tilheyrandi kröfum um skýrslugerð. Árni Bjarnason, forseti Félags skipstjórnarmanna, segir að frá aldamótum hafi vinnuálag sem fylgir nákvæmum skráningum meðal ann- ars vegna rekjanleika aukist með hverju ári. Þetta hafi byrjað um borð í frystitogurum, en kröfurnar séu nú einnig orðnar miklar um borð í öðr- um stærri skipum sem stunda botn- fiskveiðar. Þá er fjandinn laus „Nú er svo komið að skipstjórn- armenn sem eiga að sjá um þessi gögn verða að hafa aukamann í brúnni því þeir eru allt landstímið að útbúa einhverja pappíra,“ segir Árni. „Ef einhver misbrestur verður í skilum á þessum pappírum eftir veiðiferð er fjandinn laus og okkar menn dregnir til ábyrgðar.“ Hann segir að krafa um aukinn hlut skipstjórnarmanna vegna auk- ins álags við skriffinnsku hafi fyrir nokkru verið sett inn í kröfugerð gagnvart útvegsmönnum. Þar miði hins vegar ekkert í kjaraviðræðum og trúlega sé ekki að vænta niðurstöðu fyrr en nýtt frum- varp um stjórn fiskveiða líti dagsins ljós svo menn sjái eitthvað lengra en út fiskveiðiárið. „Afkoman er hins vegar þannig í greininni að kröfur LÍÚ gagnvart samtökum sjómanna eru út úr korti. Ég sé ekki hvenær við förum að tala saman í alvöru og þeir fundir sem haldnir hafa verið síðustu mánuði hafa nánast ein- göngu verið til að sáttasemjari upp- fylli lagaskyldu um fundi í kjara- deilu,“ segir Árni. Álag á skipstjóra vegna skriffinnsku  Skýrslugerð vegna rekjanleika og eftirlits hefur aukist mjög  Vilja að skipstjórar fái 2,25 hluti í staðinn fyrir tvo  „Verða að hafa aukamann í brúnni því þeir eru allt landstímið að útbúa pappíra“ Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Rekjanleiki Kröfur um rekjanleika leggja auknar skyldur á skipstjóra og stýrimenn, en einnig eftirlitskerfi sem kalla á aukna pappírsvinnu um borð. Árni Bjarnason Næsta ár er síðasta árið sem hægt er að nota sjómannaafslátt við skattskil, en þá verður fjórðungur eftir af upphaflega afslættinum. Árni segir að í tíð síðustu rík- isstjórnar hafi málin verið rædd við Steingrím J. Sigfússon, þáver- andi fjármálaráðherra, en ekkert hafi komið úr þeim viðræðum. Í setningarræðu sinni á ársþingi FFSÍ í síðustu viku sagði Árni Bjarnason meðal annars: „Kröfur okkar um að í stað sjó- mannaafsláttarins nytu sjómenn dagpeninga með hliðstæðum hætti og flugliðar, ráðherrar sem og aðrir opinberir starfsmenn féllu í grýttan jarðveg en fyrrverandi fjármálaráðherra taldi ekki óeðli- legt að skoða þann möguleika að sjómenn þyrftu ekki að greiða skatta af fæðis- og fatapeningum svo sem viðgengst almennt á vinnumarkaðnum. Því var lofað að sett yrði af stað vinna í ráðuneytinu til að finna út hvaða stærðir væri um að ræða. Ekkert kom fram frá ráðuneytinu hvað þetta varðar, þrátt fyrir ítrek- aðar fyrirspurnir. Ljóst er að sjó- menn munu seint sætta sig við þessi málalok.“ Dagpeninga eins og ráðherrar SJÓNMANNAAFSLÁTTUR AÐ HVERFA Morgunblaðið/Golli Fullt út úr dyrum á fundi um RÚV Fjölmenni sótti opinn fund til stuðnings Ríkisútvarpinu í Háskólabíói í gær. Í ályktun, sem samþykkt var með lófataki, fordæmir fundurinn harðlega niðurskurð og fjöldauppsagnir hjá stofnuninni sem hann segir að muni skaða verulega dagskrá RÚV. „Það er of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfs- mönnum stofnunarinnar hefur verið sagt upp,“ segir m.a. í ályktun fundarins, sem gagnrýnir stjórn RÚV fyrir aðgerðar- og sinnuleysi. Þá segir að sú atlaga sem gerð hafi verið að RÚV ógni tilvist Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar og sé þess krafist að farið verði að lögum um tekjur RÚV og að Alþingi, ríkisstjórn, stjórn RÚV og útvarpsstjóri sinni skyldu sinni að verja „þessa einstöku upplýsinga- og menningarstofnun“. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sérstakur skattur á fjármálastofn- anir, svokallaður bankaskattur, greiðist ekki til ríkisins fyrr en í nóvember eða desember ár hvert og verður því ekki kominn í hús um mitt næsta ár þegar aðgerðir stjórn- valda til að lækka verðtryggðar hús- næðisskuldir koma til framkvæmda. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Í skýrslu sérfræðingahóps um lækkun verðtryggða húsnæðis- skulda kemur fram að skipta eigi lánum í svonefnd frumlán, sem lán- takendur halda áfram að borga af, og leiðréttingalán sem greidd verða niður með bankaskattinum. Í skýrslunni segir að „greiðslu- byrði umsækjanda lækkar strax, enda þarf hann þá eingöngu að standa skil á greiðslum af frumhluta láns“. Þá vaknar sú spurning hver muni greiða vexti af leiðréttinga- hlutanum frá því hann er aðskilinn frumhlutanum um mitt næsta ár og þar til bankaskatturinn er kom- inn í vörslur ríkissjóðs. Í svari fjár- málaráðuneytisins segir að enn eigi eftir að útfæra nánar í samningum milli stjórnvalda og þeirra fjármála- stofnana sem leiðrétta muni hús- næðisskuldir hvenær greitt verður inn á leiðréttingalánin og á hvaða kjörum. Áform stjórnvalda séu þau að ein- staklingar muni greiða af lægri höf- uðstól, þ.e.a.s. frumhlutanum, um mitt næsta ár. »21 Eftir að semja um leiðréttingalánin  Fá bankaskattinn í nóvember/desember Þeir 60 starfsmenn sem hafa misst og munu missa vinnuna hjá Rík- isútvarpinu í þeirri viðleitni að ná fram 500 milljóna króna sparnaði hjá stofnuninni fylltu 54 stöðugildi. Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins, verður fækkað um 9 stöðugildi á Rás 1, 4 stöðugildi á Rás 2, 4 stöðugildi hjá sjónvarpshluta stofnunarinnar, 8 stöðugildi á fréttastofu og 2 á íþróttadeild. Á stoðdeildum verður fækkað um 20 stöðugildi í tækni-, hönnunar- og safnadeild og um 7 stöðugildi í öðrum deildum. „Í janúar 2008 voru stöðugildin hjá RÚV 317, þau verða eftir síð- ustu breytingu 216. Samtals fækk- ar stöðugildum hjá RÚV á um- ræddu tímabili því um 101 stöðugildi,“ segir í skriflegu svari Bjarna við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Þrjátíu og níu starfsmönnum RÚV var sagt upp í síðustu viku og gerður var starfslokasamning- ur við átta. Ekki var ráðið fyrir tvo sem hættu og á næstu miss- erum er gert ráð fyrir að starfs- mönnum fækki um ellefu til við- bótar þar sem ekki verður ráðið í störf sem losna, auk þess sem reynt verður að brúa bil yfir í töku lífeyris, samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Fækkað um níu hjá Rás 1  Stöðugildum á ýmsum stoðdeildum fækkar um samtals 20 Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.