Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Félag íslenskra bókaútgefenda send- ir frá sér bóksölulistann – samantekt yfir mest seldu bækurnar í hverri viku nú fyrir jólin. Aðeins sjö verslanir taka þátt í list- anum og athygli vekur að engin af stóru bókabúðunum er á honum, að- allega matvöruverslanir eru með. Þær verslanir sem taka þátt eru: A4 verslanir, Bónus, Bókabúð Forlags- ins, Bóksala stúdenta, verslanir Haga, verslanir Kaupáss og verslanir Samkaupa. Sum fyrirtækjanna eru aftur á móti með margar verslanir um allt land. Listinn var áður unninn hjá Rann- sóknarsetri verslunarinnar á Bifröst en færðist í sumar til Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Þá drógu Mál og menning, Iða og Eymundsson sig út úr honum. „Nú eru það hags- munaaðilarnir, sjálfir útgefendurnir, sem halda utan um tölurnar og við vorum ekki tilbúnir að taka þátt í því,“ segir Ingþór Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Ey- mundsson. Eymundsson hefur sent frá sér eigin bóksölulista síðan 1996 og nær hann til átján verslana Eymundsson víðsvegar um landið. „Við teljum það eina raunsanna listann m.v. þá stöðu sem er í dag. Ef skoðaðar eru sölutöl- ur yfir sölu fyrir síðustu jól voru það tæpir 8.000 titlar sem áttu aðgang að listanum. Í síðustu viku seldust 2.500 titlar sem segir svolítið til um hvernig raunverulegur bókamarkaður er. Á lista Félags íslenskra bókaútgefenda eru nánast bara matvöruverslanir og þær veðja á örfáa tugi titla, örugga titla í sölu, og það gefur takmarkaða sýn á framboðið og sýnir einhæfan bóksölulista.“ Sýnir bóksöluna best Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi ís- lenskra bókaútgefenda segir að eng- inn listi sýni bóksöluna betur en bók- sölulisti félagsins. „Þetta er langt yfir því að vera helmingur bóksölu í land- inu. Það eru rosalega margar seldar bækur á bak við efstu sætin,“ segir Bryndís en getur ekki gefið neinar sölutölur. „Með gerð Bóksölulistans er reynt að sýna sem flesta titla og mesta breidd. Listinn sýnir í hverri viku 70 mismunandi titla í 7 flokkum eða um 10% samanlagðra titla í Bóka- tíðindum 2013. Matvörubúðirnar eru komnar með breitt úrval bóka, Hag- kaup eru t.d. með allt sem er í Bóka- tíðindum,“ segir Bryndís. Vissulega þyki henni leiðinlegt að hafa ekki bókabúðirnar sem drógu sig út úr listanum með. „Við viljum hafa þær með og höfum margítrekað reynt að fá þær að borðinu. Stefna okkar er að fá alla að þessu, þátttaka er öllum sem selja bækur frá helstu útgef- endum opin, markmið listans er að endurspegla bóksölu í landinu og það tekst best ef sem flestir taka þátt.“ Óþægileg staða fyrir bóksala Arndís Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu í Lækjargötu og Máls og menn- ingar á Laugavegi, segir að þau séu bóksalar og eigi ekki heima í sama hópi og matvöru- eða forlagsbúðir. „Við erum alveg til í að vera með á bóksölulista en það á þá að vera listi bókaverslana. Þessi listi sýnir ekki rétta mynd af neinu og það væri líka áhugavert að sjá hvernig hann liti út ef bækurnar væru á eðlilegu verði. Við vildum ekki vera eina bókabúðin með kjörbúðunum á listanum og drógum okkur því út.“ Formaður Félags íslenskra bóka- útgefenda er Egill Örn Jóhannsson sem er jafnframt framkvæmdastjóri Forlagsins sem er stærsta útgáfufyr- irtækið á landinu. Ingþór segir það varhugavert að stærsti útgefandi landsins sé þar í forsvari og haldi ut- an um sölutölur á markaðnum. Í sama streng tekur Arndís, staðan sé óþægileg fyrir bóksala. Söluhæstu bækurnar núna Samkvæmt bóksölulista Félags ís- lenskra bókaútgefenda var Veislu- réttir Hagkaupa eftir Friðriku Hjör- dísi Geirsdóttur mest selda bókin í síðustu viku, næst kom Skuggasund eftir Arnald Indriðason. Hjá Ey- mundsson er Lygi eftir Yrsu Sigurð- ardóttur mest selda bókin og Skuggasund kemur næst. Í Iðu eru bækurnar Mána- steinn eftir Sjón og Fisk- arnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman söluhæstar og í Máli og menningu er Sjón líka efstur ásamt ævisögu Ragnars Stef- ánssonar jarðskjálfta- fræðings, Það skelfur. Umdeildur bóksölulisti útgefenda  Stærstu bókabúðirnar vilja ekki vera með matvöruverslunum á bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda  Segja listann ekki sýna rétta mynd af sölunni  Stefnan er að fá alla að listanum Morgunblaðið/Rósa Braga Jólabækur Eigendur bókaverslana eru ósáttir við að bóksala þeirra sé borin saman við bóksölu hjá matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verð- samanburð á jólabókum í gær- morgun og birtist niðurstaða þeirrar könnunar líklega næstu daga. Í fyrra neituðu Eymunds- son, Griffill Skeifunni og bóka- búð Máls og menningar Lauga- vegi að vera með í verðsaman- burðinum, töldu það ekki þjóna hagsmunum sínum. Sömu bóka- búðir hafa aftur neitað að vera með í ár, auk Iðu í Lækjargötu. Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri Máls og menn- ingar, segir það gefa augaleið að ósanngjarnt sé að stilla bóka- búðunum upp þannig að þær séu að okra þegar þær fái mögulega verri kjör á bókunum en mat- vöruverslanirnar. „Ég kaupi bók inn á 3.900 kr., legg virð- isaukaskatt á hana og sölulaun en svo er hún kannski seld út á 3.500 kr. í Nettó. Matvöru- verslanir geta lagt söluálag á aðra vöru, sem er mun hærra álag en á bókum, en bókin heldur okkur gangandi og skiptir þær engu máli,“ segir Kristján. Í sama streng tekur Ingþór hjá Eymundsson. „Matvöruverslanir geta leyft sér á ákveðnum tíma að taka inn vöruflokk sem þær geta slegið sig til riddara með, sagt að hér séu þær á besta verði því bækur eru kassalaga vara sem auðvelt er að bera saman á milli verslana. Við vilj- um sporna við því að markaðurinn sé mat- aður með einhæfum upplýsingum,“ segir Ingþór. Neita þátt- töku í könnun VERÐLAGSEFTIRLITIÐ Ingþór Ásgeirsson Ilmur af jólum Jólasmákökurnar færðu hjá Bakarameistaranum Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | AusturverSuðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENAMICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og kynntu þér ENA 1 eða ENA 9 OneTouch með Aroma+ og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.