Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Viðfangsefnin í starfinu eru áhugaverð og Akureyri hefur tek-ið vel á móti mér. Í Bréfi til Láru sagði Þórbergur Þórðarsoneitthvað á þá leið að sér hefðu þótt bæjarbúar drumbslegir og lítt skemmtilegir heim að sækja. Reynsla mín er þveröfug, ég kann því vel að vera hér,“ segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor í sálfræði við Háskól ann á Akureyri, sem er fertugur í dag. „Afmælisgjöf heimsins til mín er próf í aðferðafræði sem ég legg fyrir nemendur í morgunsárið. Svo spila ég framhald dagsins eftir eyranu og finn upp á einhverju skemmtilegu eins og hæfir á tíma- mótadegi,“ segir Guðmundur sem lauk doktorsgráðu í sálfræði frá University of South Florida í Tampa í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Hefur í fræðum sínum lagt áherslu á menntunarsálfræði og aðferðafræði og kennsla hans nyrðra er á því sviði. „Áhugamálin eru fjölmörg og gjarnan tengd starfinu. En utan þess hef ég gaman af tónlist og er í háskólakórnum hér, slæ stund- um bongótrommurnar hér heima og svo finnst mér gaman að ganga á fjöll. Hef farið á Súlur en síðast þegar ég reyndi við Kerlingu, sem er hæst fjalla í Eyjafirði, hrasaði ég og datt og kom sár heim,“ segir Guðmundur Torfi sem er ókvæntur og barnlaus, sonur þeirra Heim- is Guðmundssonar tónlistarkennara og Sólveigar Björnsdóttur sem búa á Selfossi. sbs@mbl.is Guðmundur Torfi Heimisson er 40 ára í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sálfræðingur „Hef ég gaman af tónlist, er í háskólakórnum og slæ stundum bongótrommurnar hér heima,“ segir Guðmundur Torfi. Reyndi við Kerlingu og kom sár heim Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Natalie Tara fæddist 19. mars kl. 4.35. Hún vó 4.726 g og var 56 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris Elva Elíasdóttir og Viktor Már Axelsson. Nýir borgarar Kópavogur Vilhjálmur Gísli fæddist 27. febrúar kl. 11.38. Hann vó 4.298 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Arna Hilmarsdóttir og Guðni A. Kristinsson. H inrik fæddist í Reykja- vík 5.12. 1983 og ólst þar upp, fyrst í Ár- túninu en síðan í Seljahverfi. Þá átti hann heima á Höfn í Hornafirði 1989-91 þegar faðir hans var þar kaupfélagsstjóri. Hinrik var í Ártúnsskóla og Selja- skóla, var í FB í einn vetur, stundaði síðan nám við Hótel- og veitinga- skólann í MK, lauk þaðan sveins- prófi í matreiðslu 2005 og lauk meistaraprófi árið 2011. Hinrik hóf starfsferilinn hjá Gróð- urvörum sem nú heita Garðheimar: „Ætli ég hafi ekki verið sjö eða átta ára þegar ég byrjaði að skúra í Garð- heimum sem er nokkurs konar stór- fjölskyldufyrirtæki. Ég vann þar síð- an við verslunarstörf en þó einkum lagerstörf nánast öll unglingsárin.“ Hinrik var á námssamningi hjá Hinrik Carl Ellertsson, yfirkokkur á Spírunni – 30 ára Bakhjarlar Hinrik og Harpa á brúðkaupsdaginn sinn, ásamt foreldrum Hörpu, Flóvent Elíasi Johansen og Maríu Guðbjörgu Ólafsdóttur, og foreldrum Hinriks, Ellert Jóni Þorgeirssyni og Ástu Sigurðardóttur Schiöth. Matreiðslublaðamaður og bjórsérfræðingur Fjölskyldan Hinrik og Harpa, ásamt syninum, Benjamín Jóni Elíasi. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.