Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Rafbílar ryðja sér til rúms í auknum mæli í mörgum lönd- um. Í Bretlandi bjóða BMW, Mini, Nissan, Renault, Smart, Tesla og bráðum VW raf- knúna bíla sem stand- ast samanburð um kostnað og afköst við flesta bíla knúna hefðbundnu eldsneyti úr kolvetnum, bensín og dísel. Á Íslandi er ofgnótt vistvænnar orku, stór hluti er rafmagn frá fall- vatnsvirkjunum. Áhugavert er að áætla áhrif þess ef bílafloti lands- manna myndi skipta úr kolvetnis- knúnum ökutækjum yfir í rafbíla. Hér á eftir fylgir einfalt dæmi. Á Íslandi voru 210 þúsund fólks- bílar árið 2012. Gerum ráð fyrir að þrem af hverjum fjórum bílum sé skipt yfir í rafbíla, flestum en ekki öllum venjulegum bílum. Hverjum bíl sé ekið 10 þúsund km á ári. Orkurýmd Tesla bíls er 85 kWh, hann kemst 500 km á geyminum samkvæmt evrópskum prófum. Heildarorkunotkun rafbílanna væri þá 270 GWh á ári. Til samanburðar er ársframleiðsla Landsvirkjunar 12,5 TWh. Orkunotkun rafbílanna yrði 2,1% af framleiðslu Lands- virkjunar. Hver væri kostnaðurinn? Meðal heildsöluverð Landsvirkjunar árið 2012 var kr. 3.427 á MWh. Raf- magnið á þrjá fjórðu bílaflotans myndi kosta ISK 917 milljónir, ISK 1,1 milljarð með flutningi Landsnets. Hver væri sparnaðurinn? Inn- kaupsverð bensíns og dísels að við- bættum flutningskostnaði er um helmingur smásöluverðs eða ISK 120 á hvern lítra. Ef hver venjuleg- ur bíll eyðir 7,5 l/100 km kostar kolvetniseldsneyti á þrjá fjórðu bílaflotans ISK 14,2 milljarða kom- ið til landsins miðað við 10 þúsund km akstur á ári. Mis- munurinn er ISK 13,1 milljarðar. Þrettán milljarðar myndu sparast á hverju ári ef fólks- bílaflotinn væri að þrem fjórðu rafvæddur og knúinn íslenskri raforku, um 43 þúsund krónur á hvern íbúa landsins. Ólíkt mörgum öðr- um efnahagsaðgerðum undanfarið fælu skipti í rafbíla í sér hreinan sparnað, ekki nið- urskurð, minni kostnað en sömu notkun. Ótalinn er sparnaður og bætt lífsgæði vegna minni loft- mengunar og áhrifum hennar á heilsu fólks og jafnvægi lífríkis. Ótalinn er sparnaður ef vörubílar og rútur yrðu rafvæddar. Ótalið er „ímyndargildi“ og önnur óefnisleg gæði sem Ísland fengi fyrir að vera fyrst þjóða til að rafvæða bílaflota að stærstu leyti með vistvænni orku. Kannski gæti hluti skipa og báta fylgt eftir í fyllingu tímans? Orkan er til staðar, bílarnir líka, útreikningar benda til að rafvæð- ing bílaflota myndi spara umtals- verðar fjárhæðir og minnka meng- un verulega, það margborgar sig að fá fleiri rafbíla á göturnar knúna hreinni og ódýrri, íslenskri raforku. Kjósendur vilja umbætur í efnahags- , umhverfis- og orku- málum. Eftir hverju eru stjórnvöld að bíða? Fleiri Tesla á göturnar Eftir Sveinn Valfells Sveinn Valfells »Þrettán milljarðar myndu sparast á hverju ári ef fólksbíla- flotinn væri að þrem fjórðu rafvæddur og knúinn íslenskri raforku. Höfundur er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Það er ekki bara á ábyrgð þeirra fyr- irtækja sem við not- um til að dreifa upp- lýsingum eða erum í þjónustu hjá að gæta þeirra þótt þeir eigi að tryggja eins og kostur er að öryggis sé gætt í hvívetna. Í ljósi umfjöllunar undanfarinna daga um málefni fjarskipta- fyrirtækis sem lenti í mjög óheppilegri töl- vuárás þá hefur ým- islegt miður gerst. Þar má nefna annars vegar með hvaða hætti „netheimar“ hafa tekið þessi gögn sem aflað var á ólög- mætan máta og deilt, og hins vegar með hvaða hætti sumir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Það á ekki að líðast að upplýs- ingum eins og þessum sé miðlað áfram t.a.m. á „deilisíðum“. Þeir sem gera það ættu að hugsa sinn gang og hvern þann sem tekur þátt í slíku athæfi ætti að sækja til saka. Hvað getum við lært af þessu? Hver ættu fyrstu viðbrögð að vera þegar svona aðstæður skapast? Hver og hvernig ætti að forgangs- raða? Hver ber ábyrgð? Hvernig getum við reynt að koma í veg fyr- ir að þetta gerist aftur? Þetta er meðal margra spurn- inga sem koma upp við aðstæður eins og þessar. Því miður sýnir reynslan hins vegar að menn eru oft fljótir að gleyma. Þeir sem bera ábyrgð á rekstri fara oft í aðgerðir í kjölfar frétta eins og þessara en með mjög misjöfnum árangri og með mislangt úthald. Það eru ekki til neinar „töfra- lausnir“ í þessum efnum. Þetta er eins og að fá viðvörun frá lækn- inum og ætla sér að taka sig á og fara í ræktina, breyta um mat- aræði en falla svo í sömu gryfjuna aftur. Það vantar hugarfarsbreyt- ingu hjá öllum, ekki bara not- endum, tæknifólki og stjórnendum. Nágrannaþjóðir okkar hafa m.a. verið að taka einn mánuð á ári til að efla vitund almennings og fyr- irtækja. Við þurfum að verja fé í þennan málaflokk og styðja við hann með myndarlegum hætti ef við tökum þessi mál alvarlega. Þegar upp kemur bilun eða atvik eins og það sem er rætt hér sem varðar tæknileg öryggismál þá er það yfirleitt ekki flókið viðfangs- efni að leysa. Það sem er flókið er að festa í sessi verklag, ferli og stjórnun með þeim hætti að stöð- ugar úrbætur verði hluti af dag- legum rekstri hjá aðilum sem með- höndla viðkvæmar upplýsingar. Það má ekki gleyma því að upp- lýsingar eru víða, þær eru ekki bara í tölvukerfum. Stjórnendur fyrirtækja eiga einnig oft mjög erf- itt með að gera sér grein fyrir áhættum eins og þessum, sér í lagi þeim sem fjalla um upplýs- ingatækni þar sem hlutirnir eru ekki alltaf sýnilegir. Í ljósi þess að mikil þróun hefur átt sér stað á síðustu árum á sviði upplýsingatækni væri æskilegt að allir endurskoðuðu fyrirkomulag sinna upplýsingatæknimála. Fjöl- breytileiki eykur enn frekar hættu á að upplýsingar séu víða og þrátt fyrir að í fyrstu sé talið að slíkar upplýsingar skipti litlu máli þá er það því miður ekki oft raunin. Vandinn er að hluta til kúlt- úrmál, sem lýsir sér einna helst í því að við innleiðingu kerfa og lausna kemur öryggi oftar en ekki mjög seint í ferlinu. Eins þegar verið er að reka upplýsingakerfi hættir mörgum til að treysta um of á kerfi sem hafa því hlutverki að gegna að vernda notandann fyrir óværu. Við eigum að standa vörð um viðkvæmar upplýsingar Eftir Ólaf Róbert Rafnsson » Við þurfum að verja fé í þennan mála- flokk og styðja við hann með myndarlegum hætti ef við tökum þessi mál alvarlega. Ólafur Róbert Rafnsson Höfundur er ráðgjafi á sviði upplýsingaöryggis hjá Capacent. Efnamóttakan hf. býður fyrirtækjum og stofnunum þjónustu sem tryggir öryggi og hámarksendurvinnslu ýmissa efnaflokka er falla til á skrifstofum. Trúnaðarskjöl Trúnaðarskjölum er safnað í sérstök læst ílát. Gögnin eru síðan tætt og fyllsta trúnaðar og öryggis er gætt. Rafhlöður og lítil raftæki Útvegum hentug ílát fyrir rafhlöður, sem ekki mega blandast öðrum úrgangi. Í sömu ílát má setja farsíma og önnur lítil raftæki. Stór raftæki Sækjum stór raftæki og tryggjum að þau komist til öruggrar endurvinnslu. Trúnaðargögnum á tölvum er eytt. Prenthylki Notuðum heilum prent- hylkjum er hentugt og hagkvæmt að safna í sérstök ílát. Með því móti er endurnýting þeirra tryggð. Umhverfislausnir fyrir skrifstofur Sími 559 2200 • soludeild@efnamottakan.is • www.efnamottakan.is Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.