Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Jóladress og jólagjafir fyrir flottar konur Tæplega tvöhundruð listamenn koma fram í á fjórða tug viðburða í Menningarhúsinu Hofi í desember. Samkvæmt upplýsingum frá Ingi- björgu Ösp Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hofs, verður í há- deginu alla fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga, auk mánudagsins 23. desember boðið upp á lítinn jólaglaðning, sem fer fram í Hamragili, gestum að kostn- aðarlausu.“ Á meðal þeirra sem koma fram eru Stúlknakór Ak- ureyrarkirkju, akureyrska hljóm- sveitin Sjálfsprottin spévísi, börn frá leikskólanum Lundarkoti, Ósk- ar Halldórsson Helena Eyjólfsdóttir og systurnar Una og Eik Haralds- dætur en Eik sigraði í keppninni Jólastjarna Björgvins í ár. Laugardaginn 7. desember fer fram jólahátíðin Jól í Hofi og hefst hún kl. 12.30 með heimsókn Grýlu, en Stúlknakór Akureyrarkirkju- mun flytur hugljúf jólalög kl. 15. Jólahátíðinni lýkur á jólatónleik- unum undir yfirskriftinni Gleði og Friðarjól kl. 17 og 21. Þar koma fram Pálmi Gunnarsson, Ragnheið- ur Gröndal og Kammerkórinn Hymnodia. Alla nánari upplýsingar um dagskrána og miðasala er á vefnum menningarhus.is. Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson. Ævintýraleg aðventa í Hofi „Nýherji, umboðsaðili Canon á Ís- landi, efnir til myndasýning- arkvölds í samstarfi við einn þekkt- asta ljósmyndara okkar Íslendinga, Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðburðurinn fer fram í dag kl. 17.30 í húsnæði Nýherja að Borgartúni 37. „Þar mun RAX fjalla um nýleg verkefni í máli og myndum, meðal annars úr nýlegum ferðum til Grænlands, frá Íslandi ásamt því að sýna myndir úr bókinni Fjallaland. RAX hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2012 fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenjumikla bráðnun Græn- landsjökuls,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis, en þátttak- endur þurfa að skrá sig á vefnum nyherji.is. Verðlaunaljósmyndari Ragnar Ax- elsson hlaut Blaðamannaverðlaun 2012 fyrir umfjöllun sína um Grænlandsjökul. RAX með myndasýningu auk þess að árita bækur sínar hjá Nýherja Smellin grunnhugmynd Kertasníkir bbmnn Texti: Huginn Þór Grétarsson. Myndir: Bojan Radovanovic. Óðinsauga 2013. 20 bls. Grunnhugmyndin í Kertasníki eftir Hugin Þór Grétarsson er smellin. Hér segir af raun- um Kertasníkis sem er stel- sjúkur og laum- ast til að taka kerti þegar eng- inn sér til. Kvöld eitt reynist hann of gráðugur, því í öllum látunum treður hann ofan í vasa sinn kerti sem enn logar á með þeim afleiðingum að föt hans fuðra upp. Kertasníkir þarf því að grípa til ör- þrifaráða til þess að geta klárað það verkefni sitt að færa öllum börnum glaðning í skóinn. Þessi reynsla slær samt ekkert á stelsýki sveinka. Textinn nær ekki almennilegu flugi, verður á köflum óþarflega staglkenndur og hefði vafalítið grætt á markvissari ritstjórn. Myndir Bojan Radovanovic eru ágætlega heppnaðar. Listaverk í sjálfu sér Stína stórasæng bbbbb Eftir Lani Yamamoto. Crymogea 2013. 44 bls. Bókaforlagið Crymogea hefur getið sér gott orð fyrir vandaðar bækur um ljós- myndun, list og hönnun. Það telst því til tíð- inda þegar Crymogea gefur út barnabók. Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto fjallar um Stínu sem er svo mikil kulda- skræfa að hún fer aldrei út á veturna. Hún notar sköp- unargáfuna til að finna upp á ýmsu til að útiloka kuldann. Út um gluggann fylgist hún þó af forvitni með krökkum sem leika sér í snjónum. Dag einn liggja leiðir þeirra saman og breytir það sýn Stínu á hlutina, því hún kemst að því að hlýjuna er ekki bara að finna undir stórri dúnsæng uppi í rúmi heldur geta vinir hlýjað manni um hjartarætur. Augljóst er að mikil alúð hefur verið lögð í bókina á öllum stigum, hvort sem það snýr að söguefninu, mynd- unum, litavalinu, prentun, pappír eða frá- gangi. Stína stórasæng er allt í senn falleg, vönduð og frumleg bók sem líta má á sem listaverk í sjálfu sér. Einföld saga með fallegum boðskap Jólaandinn bbbnn Texti: Guðjón Davíð Karlsson. Myndir: Karl Sigurbjörnsson. Ugla 2013. 30 bls. Hvað er jólaandi og hvar finnur maður hann? Þessum spurningum fer fjögurra ára strákur, Ari, að velta fyrir sér í kjölfar rifr- ildis foreldra sinna í aðdraganda jóla. Dreng- urinn grætur sig í svefn, en tár lendir á Bjössa bangsa hans sem lifnar við og fer að leita að jólaandanum fyrir Ara og fjölskyldu hans. Að sjálfsögðu fer allt vel að lokum, en fjölskyldan kemst að því að jólaandinn felst „í því að gleðjast sam- an og gleðja aðra“ (bls. 29). Höfundurinn, Guð- jón Davíð Karlsson, velur að draga upp sterkar andstæður í stemningunni á heimilinu fyrir og eftir næturbrölt bangsa. Þannig víkur óeining, stress og pirringur foreldranna í fyrri hluta bókarinnar fyrir skilningsríkum og brosmildum foreldrum í seinni hlutanum, sem eins og hendi sé veifað hafa skyndilega tíma fyrir samverustundir með syni sínum. Boð- skapur bókarinnar er fallegur, sagan einföld og teikningar Karls Sigurbjörnssonar skýrar. Ævintýralegur hversdagur Randalín og Mundi í Leynilundi bbbbn Texti: Þórdís Gísladóttir. Myndskreytingar: Þórarinn M. Baldursson. Bjartur 2013. 92 bls. Randalín og Mundi í Leynilundi er sjálf- stætt framhald bók- arinnar Randalín og Mundi sem út kom í fyrra og hlaut góðar við- tökur enda skemmti- legar sögupersónur á ferðinni. Hér bregða vin- irnir sér út úr borginni í nokkurra daga heimsókn til Þrastar og Adams meðan Konráð, pabbi Randalínar, skreppur í helgarferð til London ásamt Hannesi kærastanum sínum. Í sveitinni fá þau tækifæri til að klifra í kaðalstiga, bjarga fuglum sem fljúga niður um stromp- inn, fara á sveitamarkað og prófa útisturtu auk þess sem þau kynnast forvitnilegu fólki í sveitinni eins og t.d. einstökum tvíburasystr- um og ómannblendnum fuglafræðingi. Æv- intýri Randalínar og Munda eru hversdagleg, en Þórdísi Gísladóttur tekst listavel að gæða þau lífi og gera spennandi aflestrar. Spennan magnast svo um munar þegar vinirnir rekast á strokufanga sem og þegar þau hafa áhyggj- ur af nábítnum sem þau halda að sé hræðilega grimmt dýr. Teikningar Þórarins M. Bald- urssonar eru skemmtilegar og þjóna sögunni vel. Lesanda hlýnar um hjartarætur Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Listaverk „Stína stórasæng er allt í senn falleg, vönduð og frumleg bók sem líta má á sem lista- verk í sjálfu sér,“ segir meðal annars í umsögn um nýútkomna bók Lani Yamamoto. Hljómsveitin amiina heldur úti jóla- dagatali á vef sínum, amiina.com, fjórða árið í röð. Reynir hljóm- sveitin þannig að fanga anda jólanna og gleðja aðdáendur sína og vini nær og fjær, skv. tilkynn- ingu. Búast megi við að splunkuný lög birtist eða eldri óútgefin tónlist ásamt sýnishornum úr ýmsu sem amiina og meðlimir hafi gert á árinu, myndbönd, ábreiður, ljós- myndir eða uppskriftir úr fórum hljómsveitarmeðlima sem stytti bið- ina til jóla og skapi stemningu á að- ventunni að hætti amiinu. Þá muni góðir gestir taka lagið með hljóm- sveitinni. Á vefnum má svo hlaða niður ókeypis ábreiðu amiinu af jólalaginu „I’d Like to Teach the World to Sing“. Amiina með jóladagatal í fjórða sinn Jólastemning Hljómsveitin amiina er komin í jólaskap og heldur úti jóladagatali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.