Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Lestur er algjör undirstaða alls annars náms,“ sagði Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðl- islegri sálarfræði við Háskólann í Þrándheimi. Hann telur að niðurstaða PISA 2012 rannsókn- arinnar, sem sýn- ir afturför í frammistöðu ís- lenskra grunn- skólanema, sé viðvörunarmerki. Hermundur hefur lagt til að gert verði tíu ára átak til að bæta íslenska skóla. Það innifelur m.a. eflingu grunnfærni í lestri og stærðfræði. Einnig áherslu á innra skólastarf, aukna hreyfingu nemenda og eflingu félagsfærni. Hermundur sagði að sam- kvæmt PISA 2012 rannsókninni hefðu norskir nemendur staðið nokkurn veginn í stað í lestri en orð- ið verri í stærðfræði og náttúrufræði frá 2009. „Hér hefur fólk áhyggjur af því að stærðfræðikunnáttan hafi versnað. Nemendurnir þurfa að vera betri í stærðfræði, segja Norðmenn. Hún er mikilvægt fag til að geta byggt upp eitthvað sem gæti tekið við af olíunni,“ sagði Hermundur. Meðan norsku nemendurnir stóðu í stað í lestri fór íslenskum nem- endum aftur í lestrarfærni og kunn- áttu í stærðfræði og náttúrufræði. Hermundur kvaðst vera í sam- starfi við fremstu fræðimenn á sviði lestrarkennslu og kennslu les- blindra. „Þetta er ekki mjög flókið, en það þarf sameiginlegan vilja og frumkvæði ofan frá í skólakerfinu til að taka á þessu,“ sagði Hermundur. Hann nefndi aðferðafræðina við lestrarkennslu og að forgangsraða þyrfti námsgreinum. „Þessir fræðimenn segja að geti nemandinn ekki lesið sér til gagns eigi hann mjög erfitt með aðrar námsgreinar,“ sagði Hermundur. Hann benti t.d. á að vægi stærð- fræðidæma sem byggjast á texta hefði aukist mikið frá fyrri árum. Torlæsir nemendur ættu því einnig erfitt uppdráttar í stærðfræðinni. Meiri lestrarþjálfun í skólum Hermundur sagði að skólinn þyrfti að leggja aukna áherslu á lestrarþjálfun. Þróun samfélagsins ylli því að ekki væri hægt að treysta á að börnin fengju aðhald til lestr- arþjálfunar heima. Foreldrar hefðu hreinlega ekki tíma til að sinna slíku. Hermundur telur að kreppan og erf- iðar aðstæður á heimilum eigi þar stóran þátt. „Það þarf sterk bein til að draga börnin frá tölvuspilum til að æfa lesturinn. Ástæða þess að drengirnir dragast svona mikið aftur úr í lestri er sennilega sú að þá vant- ar meiri þjálfun,“ sagði Hermundur. Hann sagði að lífeðlislegar ástæður geti valdið lestrarörðugleikum 3-5% nemenda. Það að þriðjungur 15 ára pilta á Íslandi geti ekki lesið sér til gagns sé líklega vegna þess að kennslan sé ekki nógu góð og þjálfun ekki næg. Hermundur sagði að hægt væri að bæta úr þessu með markvissum áherslum og betri lestrarkennsluað- ferðum. Hann benti á að bæði Bret- ar og Frakkar hefðu lögbundið ákveðna aðferð í lestrarkennslu. Það er svokölluð hljóðaaðferð. Sú aðferð gaf bestan árangur samkvæmt óháð- um rannsóknum. „Þessa aðferð á að nota í byrjun lestrarkennslu í öllum skólum í Stóra-Bretlandi,“ sagði Hermundur. Hún byggist á því að kenna börn- unum bókstafina og hljóðin sem þeir tákna. „Það er grundvallaratriði að þekkja alla bókstafi og öll þeirra hljóð,“ sagði Hermundur. Hér eru víða notaðar aðrar að- ferðir við lestrarkennslu og aðferða- fræðin ekki samræmd á milli skóla, að sögn Hermundar. Sama gildir í Noregi, þar er ekki samræmd að- ferðafræði við lestrarkennslu. Þetta telur hann mega laga. Lestur er undirstaða alls annars náms Morgunblaðið/Kristinn Í skólanum Færni í lestri leggur grunninn að öllu öðru námi. Piltarnir á myndinni eru í skóla Hjallastefnunnar og tengjast ekki efni fréttarinnar. Hermundur Sigmundsson  Hljóðaaðferð gefur bestan árangur í lestrarkennslu „Einn vandinn við að meta niður- stöður PISA-rannsókna er að við höfum ekki aðgang að prófunum sjálfum“ sagði Ingvar Sig- urgeirsson, prófessor í kennslu- fræði við Háskóla Íslands, um nið- urstöður PISA 2012 rannsókn- arinnar. Honum þótti ólíklegt að prófið sjálft skýrði þann mikla mun sem var á frammistöðu ís- lenskra nemenda 2012 og 2009 en henni hrakaði talsvert á milli þeirra rannsókna. Ingvar sagði greinilegt af niður- stöðum nýjustu PISA-rannsókn- arinnar að vel þurfi að huga að les- skilningi í skólakerfinu. „Það virðist vanta að krakkarnir glími við krefjandi og upplýsandi texta. Að þau lesi t.d. vandaðar blaðagreinar og aðgengilegt efni úr vísindatímaritum. Texta sem þau brjóta til mergjar og draga ályktanir, bera saman, ræða og hugsa um.“ En eru niðurstöður PISA- rannsóknarinnar vísbending um að kennslunni hafi hrakað? „Skýringarnar liggja ekki á lausu,“ sagði Ingvar. Hann bendir á að landsbyggðarskólarnir skili t.d. miklu verri útkomu 2012 en þeir gerðu 2009. „Í fljótu bragði dettur mér ekkert í hug sem getur skýrt hvers vegna landsbyggðarskól- arnir dragast svona aftur úr.“ Ingvar benti á að íslensku nem- endurnir hefðu verið lakastir í læsi í náttúru- fræði. Hann sagði að náttúru- fræðikennsla væri of veikburða í íslenskum skólum. „Við eigum of fáa kennara með góðan bakgrunn í náttúrufræði. Það er eins og fólk með góðan náttúrufræðigrunn fari allt of sjaldan í kennslu,“ sagði Ingvar. Hann telur að niðurstaða PISA 2012 rannsóknarinnar eigi að vera brýning um að efla lesskilning í skólum í víðri merkingu. „Ekki að- eins í náttúrufræði heldur einnig í samfélagsgreinum og bók- menntum. Eins þarf að efla tölvu- læsi og upplýsingalæsi. Það er brýnast og nýtist börnunum best.“ Ingvar segir að góð lestrarkunn- átta hafi aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. „Sjáðu alla þá sem reyna að hafa áhrif á ungt fólk. Það eru allir að reyna að hafa áhrif með því að koma alls konar boðum áleiðis. Ungt fólk þarf að verða læst á þetta.“ gudni@mbl.is Nemendur þurfa að lesa krefjandi og upplýsandi texta PISA 2012 SÝNIR AÐ HUGA ÞARF AÐ LESSKILNINGI Ingvar Sigurgeirsson VINTAGE FLÍSAR Nýkomnar Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.