Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013
tekjum sínum, auk 2% mótframlags frá vinnu-
veitanda, og gegn því að féð renni jafnóðum inn
á höfuðstól íbúðalána, umfram ákvæði lána-
samninga um endurgreiðslur, verði greiðsl-
urnar skattfrjálsar. Hámarkið er 500.000 á ári.
Þetta verði heimilt að gera í þrjú ár.
Átti að hækka í 4% árið 2015
Til skamms tíma hafa launþegar aðeins
getað lagt 2% af tekjum sínum í séreignarsjóð,
gegn jafnháu mótframlagi vinnuveitanda. Árið
2000 var heimildin hækkuð úr 2% í 4% af
tekjum og hélst sú heimild til ársins 2012 þegar
hún var lækkuð niður í 2%. Nú þegar eru
ákvæði í lögum um að heimildin hækki aftur í
4% árið 2015. Hækkun hlutfallsins úr 2% í 4% er
því aðeins flýtt um eitt.
Því hefði tekjutap hins opinbera til
skamms tíma komið fram árið 2015 og næstu ár
þar á eftir, hvað sem aðgerðum í skuldamálum
líður, en opinberir aðilar hefðu á hinn bóginn
ekki orðið fyrir tekjutapi í framtíðinni, þegar
greitt er út úr sjóðunum. Það er þó óljóst hver
kostnaður hins opinbera til lengri tíma litið
verður, sé yfirleitt rétt að tala um kostnað eða
tekjutap þegar skattar eru lækkaðir.
Á upplýsingasíðu forsætisráðuneytisins
um tillögur sérfræðingahópsins eru veitt svör
við spurningum sem kunna að vakna um að-
gerðir í skuldamálum, m.a. um áhrifin á ríkis-
sjóð. Þar voru veitt þau svör á þriðjudag að þeg-
ar lántakendur nýti fjármuni til skattlausrar
höfuðstólslækkunar, sem ella hefðu runnið í
skattlagðan séreignarlífeyrissparnað, gefi rík-
issjóður eftir skatttekjur í framtíðinni.
„Tapaðar tekjur ríkissjóðs nema um 24
milljörðum króna til skemmri tíma litið en 40
milljörðum sé horft til lengri tíma. Þau áhrif
koma fram á næstu áratugum þegar annars
hefði reynt á skattgreiðslu vegna úttektar sér-
eignarlífeyrissparnaðar,“ sagði á upplýsingasíð-
unni á þriðjudag.
Í gær sagði upplýsingafulltrúi ráðuneyt-
isins að upplýsingarnar um 40 milljarða tekju-
tap til langs tíma hefðu ratað þarna inn fyrir
mistök og að ekki lægi fyrir hver kostnaður til
framtíðar yrði, enda erfitt að reikna hann út.
Gamlir bankar skapi svigrúm
Á upplýsingasíðunni er jafnframt bent á að
aðgerðirnar muni hafa ýmis jákvæð áhrif sem
geti aukið skatttekjur ríkissjóðs á öðrum vett-
vangi. „Það svigrúm sem að öllum líkindum
skapast vegna skuldaskila föllnu bankanna mun
einnig vinna á móti töpuðum skatttekjum ríkis-
sjóðs vegna leiðréttingarinnar,“ segir þar.
Tekjutap hins opinbera 24 milljarðar
Fólk fær að nýta heimild alls ársins til að greiða inn á höfuðstól þótt aðgerðir hefjist um mitt ár 2014
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Tekjutap ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna
heimildar til að ráðstafa fé inn á höfuðstól hús-
næðislána, sem ella hefði runnið í séreignarlíf-
eyrissjóð, verður fimm milljarðar á árinu 2014
og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum.
Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24
milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá for-
sætisráðuneytinu.
Boðað hefur verið að aðgerðir til skulda-
lækkunar hefjist ekki fyrr en um mitt næsta ár
en hjá fjármálaráðuneytinu fengust þær upp-
lýsingar að fólk fái engu að síður að nýta sér
heimild alls ársins til inngreiðslu á höfuðstól
með þessum hætti.
Í tillögum sérfræðingahóps um höfuðstóls-
lækkun húsnæðislána sem kynntar voru um
helgina er gert ráð fyrir að þeir sem skulda í
íbúðarhúsnæði geti látið draga allt að 4% frá
Undirbúningur hafinn
» Í fjármálaráðuneytinu er byrjað að
undirbúa frumvörp sem nauðsynleg eru
til að hrinda tillögunum í framkvæmd.
» Stýrihópur verður skipaður innan
skamms. Mögulega munu fleiri ráðuneyti
koma að vinnunni, skv. upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu.
L
Tilboðshelgi 5.-8. desember
20% afsl. af öllum fatnaði og gjafavöru
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Opnunartími: Virka daga 10-18, Laugardag 11-18 og Sunnudag 13-17
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæri í miklu úrvali
Allt til listmálunar
Strigar, penslar, olíulitir,
acryllitir, trönur, pallettur,
spaðar, svampar, lím,
íblöndunarefni, varnish,
þekjulitir, teikniblokkir,
pappír og arkir
Mikið úrval
af listavörum
Trönur á gólf
7.995
frá 1.495
Startkaplar
frá 7.995
Verðmætaskápar
frá 4.995
Fjölslípari
frá 4.995
Hleðslu-
tæki
frá 24.995
Airbrush lofdæla
m. þrýstijafnnara
frá 795
Hjólkoppar
12” 13” 14” 15” 16”
Veitingahúsið Dill í Norræna húsinu
hefur verið tilnefnt veitingahús árs-
ins á Íslandi 2012 vegna verð-
launanna Nordic Prize, sem veitt
eru veitingahúsi ársins á Norður-
löndum. Gunnar Karl Gíslason veit-
ingamaður tók við tilnefningunni við
athöfn á Dill í gær. Verðlaunin verða
afhent í febrúar en hvatamaður
þeirra er Daninn Bent Christensen,
útgefandi Den Danske Spiseguide.
Í íslensku dómnefndinni sátu
Kjartan Ólafsson, Steingrímur Sig-
urgeirsson, Dominique Plédel-
Jónsson, Hákon Már Örvarsson,
Gunnar Páll Rúnarsson, Sólveig
Baldursdóttir, Mads Holm og Úlfar
Finnbjörnsson. Þrjú veitingahús
þóttu hafa skarað fram úr 2012; Dill,
Hótel Holt og Grillið, en veitingahús
ársins var valið í leynilegri kosningu,
þar sem atkvæði voru greidd um
fjölmarga þætti sem snúa að mat-
reiðslu og þjónustu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilnefning Gunnar Karl Gíslason veitingamaður og Kjartan Ólafsson.
Dill tilnefnt til Nordic Prize
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði
kannabisræktun í umdæminu sl.
mánudag. Sterk kannabislykt á
svæðinu leiddi lögreglumenn að
upplýstu iðnaðarhúsnæði, sem
reyndist vera læst. Enginn kom til
dyra þegar bankað var, svo lása-
smiður var fenginn á staðinn. Þeg-
ar hann byrjaði að bora kom karl-
maður til dyra. Við leit, sem hann
heimilaði, fundust nær 90 kannabis-
plöntur og talsvert magn af þurrk-
uðu kannabis. Maðurinn kvaðst
eiga ræktunina en annar maður
sem var með honum í húsnæðinu
var einnig handtekinn.
Starfsmenn frá HS veitum voru
kallaðir á staðinn og staðfestu þeir
að tengt hefði verið framhjá raf-
magnsmæli með því að setja upp
svokallað millivar. Í tilkynningu frá
lögreglu af þessu tilefni er minnt á
fíkniefnasímann 800-5005. Í hann
má hringja nafnlaust til að koma á
framfæri upplýsingum um fíkni-
efnamál.
Tengdu fram-
hjá til að
rækta kannabis