Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 S9600-Remington SILK sléttujárn Digital LCD skjár sem sýnir hitan 150-240˚C Hitnar á 10 sek. Hægt að læsa hitastilli, digital skjár sem sýnir hitastig, alþjóðlegur Ci96W1-Silk keilujárn 25mm-13mm, 120-220˚C, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur straumur 120-240V Bylgju járn, 16mm x 26mm töng, Digital skjár 120-220˚C, slekkur sjálfkrafa straumur 120-240V Ci96Z1 – Silk Waving Wand á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur straumur 120-240V Ci96S1 – Silk alhliða hár-mótunartæki 25mm klofin töng sem býr til margar tegundir af hárgreiðsl- um, meðalstórar krullur, lausar krullur, bylgjur, mjúka liði. Digital skjár 120-230˚C, hitnar upp á 30 sek., læsing á hitastillir, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur s traumur 120-240V AC 9096 – Remington Silk hárblásari Kraftmikill 2400W hárblásari, AC motor, blæs 140 km/h, kaldur blástur Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | act@actehf.is Jólagjafir fyrir hana Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hættu að mikla fyrir þér eigin vanda. Spjall við ókunnugan aðila gæti aldeilis víkk- að sjóndeildarhring þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægð/ur því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Sinntu maka eða nánum ástvini eins og þér frekast er unnt og leggðu annað til hliðar á meðan. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki til of mikils ætlast að vonast til að verkefni verði skemmtilegt og auðvelt. Líttu ekki á ætlanir þínar sem draumóra heldur upphafið að stórkostlegum árangri. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur verið á fullri fart undanfarin misseri. Hvernig áttu að fara að því að útvega peninga til þess að gera allt sem þú sérð fyrir þér að veruleika? Haltu þínu striki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Tækifæri gætu gengið þér úr greipum þar til einhver bendir þér á þau. Gættu þess hins vegar að velja orð þín af kostgæfni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Komdu þér niður á jörðina og við- urkenndu staðreyndir. Gættu þín, þú gætir skotið þeim sem þekkja þig ekki vel skelk í bringu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sköpunarþrá þín er rík og sjálfsagt að þú finnir henni farveg. Fljótfærni í þeim efnum getur reynst harla afdrifarík. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef maður nálgast viðfangsefni sín af ást ver maður minni orku í að klára þau. Gleymdu ekki að spjalla við fólk til að missa ekki af áhugaverðum kjaftasögum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur unnið af fullum krafti í nokkur ár. Reyndu að sýna umburðarlyndi þótt einhver komi illa fram við þig. Njóttu þess að búa heimilið undir hátíðina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gerðu góðverk fyrir einhvern án þess að hann viti það – svona eins og öfug stríðni. Nú er rétti tíminn til að framkvæma hugmyndir sem komu upp í huga þinn í gær. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú hafir fyrir löngu kvatt gamalt samband er einhver hluti þinn sem gerði það ekki – hvort sem þér líkar betur eða verr. Samtal við vin munu einmitt sýna fram á þetta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að særa ekki aðra í orði eða verki. Láttu innsæi þitt segja þér hvað á við hverju sinni því það reynist farsælast. Þú hefur heppnina með þér á næstunni. Oft er talað um, að ferskeytlan séá undanhaldi. Þó eru dæmi um að hún gangi milli manna í staðinn fyrir sms-skilaboð. Nokkrir fyrrver- andi alþingismenn hafa stundum hist niðri í Skólabrú í hádeginu og hefur komið í hlut Hjálmars Jónssonar að bjóða til hádegisverðar. Það gerði hann á netinu á þriðjudaginn klukk- an rúmlega hálf sex: Mildan texta mönnum les. Mætið, lengstra orða. Fimmtudaginn 5. des. fáið gott að borða. Tveim tímum síðar lagði ég þetta í púkkið: Á ýmsan veg má öllu snúa um það sem að fyrir ber. Ég aldrei veit hvort eigi að trúa orðum prests, sem sagði ‘ann mér. Upp úr kl. 8 barst svar frá Geir H. Haarde: Fimmtudaginn 5. des. feginn mæta mundi. Í dagbók minni leiður les að læstur verð á fundi. Jón Kristjánsson sá ástæðu til að blanda sér í málin. Þá var klukkan 21 mínútu yfir 9 um kvöldið: Orðum prestsins eftir fer enda sanntrúaður en Halldór Blöndal orðinn er efasemdamaður. Tæpum hálftíma síðar barst mér svar frá Hjálmari: Öll þótt veröld oltið geti og öfugt snúið, víst til sanns, trúðu eins og nýju neti náðarboðskap frelsararns. Og eftir 10 fréttir bárust orð frá Hjálmari: Ýmislegt mun ort og sagt, aðrir brúnir hnykla. Okkur hefur línu lagt Leiðréttingin mikla. Enn orti Hjálmar um kvöldið: Menntaþrá í mörgum brann svo mætti þjóðin rísa. En skelfing hefur skekið mann skakki turninn í Pisa. Næsta dag með morgunkaffinu barst vísa frá Jóni Kristjánssyni: Ekki ná að ógna mér áhyggjur af Pisa en leiðtoga minn lofa ber, landið er að rísa. Og skömmu síðar frá Geir H. Haarde: Halldór hagyrðingur er og Hjálmar Jónsson líka. En þegar Jón í flokkinn fer fæðist skáldaklíka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fyrrverandi þingmenn hafa orðið Í klípu „SEM BETUR FER TÓK ÞETTA FLJÓTT AF FYRIR HANN. EKKI NÓGU FLJÓTT SAMT, ÞVÍ VIÐ VORUM MEÐ TILBOÐ Í SÍÐASTA MÁNUÐI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EINHVER STAL KLÓSETTSETUM FRÁ ÞVÍ OBINBERA FYRIR 15 MILLJÓNIR! GÖTU- VIRÐIÐ ER TALIÐ UM SJÖÞÚSUNDKALL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú veist fyrirfram hvað hann er að reyna að segja. ÚTFARAR- STOFA Ég ... sko ... hérna ... ÞAÐ ER SVO HEITT ÚTI AÐ MAÐUR SVITNAR VIÐ ÞAÐ EITT AÐ STANDA! HLJÓMAR EINS OG LÍKAMSRÆKT FYRIR ÞIG. NEMA ÞETTA MEÐ SVITANN. SANNUR VÍKINGUR BIÐST EKKI AFSÖKUN- AR Á EINU EÐA NEINU! HVER ATAÐI GÓLFIÐ MITT ÚT?! FYRIR- GEFÐU, HELGA MÍN! ÉG STEIG Í POLL! OG GLEYMDI AÐ ÞURRKA SKÓNA! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ HEFÐIR SKÚRAÐ Í DAG! FYRIRGEFÐU! Strákar, vitiði í hverju ég lenti ímorgun?“ sagði Víkverji með hárri raust þegar hann drattaðist í vinnuna. Það kom í ljós að sam- starfsmennirnir höfðu takmarkaðan áhuga á því. Víkverji hefur nefnilega í vetrartíðinni verið með seinni skip- um í hús á morgnana, og oftar en ekki spilar ökutækið, sem er komið til ára sinna, þar stóra rullu. Í gær- morgun þurfti hann til dæmis að grafa bílinn sinn úr fönn. Í fyrradag var það vörubíll sem tálmaði för hans og daginn þar áður varð Vík- verji næstum því bensínlaus. Og þar fram eftir íshálum götunum. x x x Kvað svo rammt að þessu í vikunniað einn samstarfsmaður Vík- verja sagði: „Þú kemur hérna inn á hverjum morgni eins og Kramer í Seinfeld, alltaf á versta tíma og alltaf með einhverja hrakfallasögu!“ Þó að Víkverji væri pínu upp með sér að vera líkt við persónu úr uppáhalds- sjónvarpsþáttunum sínum fór hann að íhuga hvort nýr bíll og ný skafa væru ekki bestu gjafirnar í ár. x x x Annars verður það að viðurkenn-ast að Víkverji er ekki morgun- sæll maður á veturna. Hverjum finnst svo sem gaman að skipta úr hlýju koti yfir á ískalt parkett-gólf og flísar? Ekki tekur betra við þegar út er komið, snjór og slabb og bleyta. Það er dimmt þegar Víkverji fer í vinnuna og dimmt þegar hann kemur til baka. Það er að segja ef hann sér fyrir haglélinu myljandi niður á rúðuna. x x x Eina ljósið í myrkrinu er að jólinnálgast bráðum. Það besta við þau eru jólaljósin, sem í tilfelli Vík- verja felst í stórri ísbjarnarstyttu. Og það er kannski kraftur jólanna. Það er líklega engin tilviljun að hátíð ljóss og friðar, sama hvaðan hún er upprunnin, sé sett á um það leyti sem dagurinn er stystur. Og líklega er það viss nauðsyn að gera sér dagamun á þeim tímamótum til þess að komast í gegnum svartasta myrkrið. Víkverji ætlar því að setja upp jólaljósin sem fyrst, og hafa þau uppi sem lengst. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þegar sál mín örmagn- aðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.