Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það eru komin ein tuttugu ár síðan ég byrjaði á þessari bók,“ segir Þröstur Jóhannesson, netagerðar- og tónlist- armaður á Ísafirði, um nýja skáld- sögu sína fyrir börn og unglinga, Sög- una af Jóa. „Hún byrjaði sem lítil saga sem ég las fyrir elsta son minn og svo hélt ég áfram að breyta henni jafnóðum og ég las. Hann var orðinn frekar þreyttur á því, eðlilega,“ segir hann og hlær. Sagan fjallar um Jóa sem er 11 ára stákur með ríkt ímyndunarafl. Í huga hans flýgur sjóræningjaskip og er för þess heitið til London að bjarga pabba Jóa úr ógöngum. Í raunveru- leikanum er pabbi Jóa sífellt að koma sér í vandræði og koma fjölskyldunni jafnframt í vanda. Því hefur Jói tekið afdrifaríka ákvörðun, sem mun hafa afleiðingar, og ekki bætir úr skák þegar veruleikinn og hinn ímyndaði sjóræningjaheimur fara að renna saman. Þröstur vildi takast á við raunveru- legt vandamál á þennan ævintýralega hátt. „Mig langaði að skrifa sögu sem væri svona blönduð, með köldum raunveruleika sem fantasía bland- aðist saman við,“ segir hann. „Sagan blundaði alltaf í mér en tækifæri gafst ekki til að skrifa hana fyrr en ég kviðslitnaði fyrir ári. Þá hafði ég nægan tíma, þurfti að bíða eftir aðgerð í tvo mánuði og byrjaði þá að skrifa. Síðan tók mig ár að ljúka verkinu. Og í raun er ég búinn að skrifa fjórar útgáfur sögunnar.“ Synirnir hjálpuðu með söguna Þröstur ólst upp í Keflavík og vann í saltfiskverkun föður síns samhliða námi. Hann fór snemma að fást við laga- og textasmíðar og hefur sent frá sér hljómdiska. Hann hefur lengi dreymt um að skrifa meira. „Ég hef lengi verið að skrifa texta og smásögur. Það lá beint við að fara í lengri sögu,“ segir Þröstur. Um heim sögunnar segir hann að Jói búi við erfiðar heimilisaðstæður og faðirinn sé drykkfelldur. „Mig langaði til að lýsa því vel og því hvernig hann flýr síðan veruleikann inn í sinn eigin heim. Hann finnur skjól í ævintýrinu. Sem slíkur er heimur Jóa ævintýri, því á heimili alkóhólista gerast æv- intýralegir hlutir – en það er ekki fal- legt ævintýri.“ Þröstur á fjóra syni og segir það hafa hjálpað sér mikið þegar hann var að skrifa söguna því hann hafi alltaf lesið mikið fyrir þá. „Loka- sprettinn tók ég með yngsta strákn- um mínum sem nú er tólf ára. Ég hef unnið talsvert með hliðsjón af við- brögðum hans. Svo man ég líka vel hvað virkaði á mig á þessum árum; sjóræningjar hafa lengi verið mér hugleiknir,“ segir hann og brosir. „Þeir eru flottar týpur en um leið var áhugavert að láta þá standa við hlið drykkjumannsins. Það má finna samasemmerki þar á milli.“ Sagan af Jóa er nær 200 blaðsíður, gefin út af Bókabeitunni og fylgir raf- bók þeirri prentuðu. Hún er prýdd myndum eftir Pétur Guðmundsson. „Þeir sem lesa bókina kunna að sjá að hún gerist í Keflavík, þótt ég kalli hana Skálavík. Ég fékk Pétur félaga minn til að teikna og hann setti vest- firsku fjöllin, þar sem hann ólst upp, á myndirnar; það er gott bland. En ég leit á Keflavík sem sögusviðið.“ Persónurnar vaknaðar „Nei, alls ekki,“ svarar Þröstur þegar spurt er hvort hann sé nú hætt- ur að skrifa. „Ég ætla ekki að skrifa framhald Jóa en þessar persónur eru vaknaðar til lífsins og ég á meira efni, hliðarsögur og vangaveltur um per- sónurnar sem mig langar að vinna úr.“ Þröstur vinnur sem netagerðar- maður á Ísafirði og segir erfitt að finna samfelldan tíma til að skrifa. „Því til að gera þetta vel þarf góðan tíma og ná törnum, en svona er þetta. Ég finn mér tíma, einhvernveginn, því ég verð að halda áfram að skrifa.“ Fjölskylduvandi og sjóræningjar  Þröstur Jóhannesson gekk í 20 ár með hugmynd að bók Ljósmynd/Ágúst G. Atlason Veruleiki „Sem slíkur er heimur Jóa ævintýri, því á heimili alkóhólista ger- ast ævintýralegir hlutir – en það er ekki fallegt ævintýri,“ segir Þröstur. Við töldum líklega að flest-ir, nema kannski gamaltfólk og fáeinir aðrir,væru hættir að skrifa dagbók. Færa í kladdann að kvöldi helstu tíðindi dagsins, eins og Öss- ur Skarphéðinsson þingmaður og fyrrum ráðherra hefur þó gert í áraraðir. Af áð- urnefndri ástæðu hefur dagbókarformið svolítið gleymst, en það virkar vel til dæmis í bók- arformi eins og sést í Ári drek- ans, dagbók Össurar fyrir árið 2012. Bókin kom út nýlega og er áhugaverð heimild. Frásögn Össurar er ærleg, en er auðvitað fyrst og fremst hans eigin lýsing og upplifun. Og munum að stjórnmálamaður sem á mikið und- ir og hefur hvarvetna hagsmuna að gæta verður að haga orðum sam- kvæmt því. Hitt er þó annað að sagan kemur beint af skepnunni og verður því góð heimild um átaka- tíma með Össur í aðalhlutverki. Og ekki vantar gauraganginn. Ár drekans fjallar um trún- aðarbrot, spennuþrungið loft, for- sætisráðherra sem reiðist, ósýni- legt bandalag, pólitísk fárviðri, úthugsaða pólitíska klasasprengju forsetans, þegar þinghúsið spring- ur í loft upp, suðupunktinn, bylt- ingarflögg, óvinafagnað og bitið er í skjaldarrendur. Mætti þá margt fleira tína til; hvarvetna eru bar- dagar og brennumenn og er Össur stundum í þeirra hópi. Er þó slíkt kamelljón að hann er kominn í slökkviliðið fyrr en varir. Og allt veitir þetta skrásetjara gleði, snerrurnar eru elixír tilveru hans. Létt lundin og lagni til að sætta sjónarmið virðist líka oftar en ekki hafa verið límið í ríkisstjórninni. Í formála segir Össur að sumar dagbókarfærslurnar séu „einfald- lega gleði yfir því að vera til,“ eins og hann kemst að roði. Þessi lífs- gleði fer hvergi á milli mála; orð- gnóttin og stílfimin er einstök, frá- sagnagleðin er mikil og virðingarvert er að hvergi er illt orð lagt til fólks. Í heildina er þetta góð bók og bráðfyndin. En að öðru. Ár drekans tekur aðeins yfir skamman tíma og er því brotakennd saga. Síðustu ár á Íslandi hafa verið róstusöm í meira lagi, Össur hefur oft verið nærri spengjusvæðunum og úr því hann færir stöðuna til bókar á hverju kvöldi skuldar hann þjóð sinni ít- arlegri frásagnir. Fleiri stjórn- málamenn og það úr öllum flokk- um þurfa að gera slíkt hið sama. Það er fyrst núna sem ryk hruns- ins haustið 2008 er að setjast. Komin er fjarlægð á hlutina og þá hafa persónur og leikendur á þessu átakaskeiði loksins stöðu til að segja söguna frá sínum bæj- ardyrum svo þokkalega marktækt sé í hugum lesenda. Morgunblaðið/RAX Makindalegur Stjórnmálamaðurinn Össur Skarphéðinsson á góðri stundu. Kamelljónið í slökkviliðinu Endurminningar Ár drekans – dagbók utanrík- isráðherra á umbrotatímum bbbmn Eftir Össur Skarphéðinsson. Sögur útgáfa 2013. 378 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Vegna mikilla vinsælda Jeppa á Fjalli hafa stjórn- endur Leikfélags Reykjavíkur ákveðið bæta við sýningum ásamt því að færa sýn- inguna á stærra svið. Fyrirhugað var að ljúka sýn- ingum fyrir jól, en til að bregðast við eftirspurninni hefur verið ákveðið að framlengja sýningartímabil út janúar og sam- hliða því að færa sýninguna á stærra svið. „Sýningin mun flytjast í Gamla bíó sem tekur um 450 manns í sæti. Ekki verður mögulegt að halda lengur áfram vegna anna Ingvars E. Sigurðssonar sem hefur verið bók- aður í annað verkefni í febrúar,“ segir m.a. í tilkynningu, en Ingvar fer með hlutverk Jeppa. Leikstjóri sýningarinnar, sem frumsýnd var í október sl., er Benedikt Erlingsson. Jeppi færður á annað svið Ingvar Sigurðsson í hlutverki Jeppa. Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.