Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 20
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Útlit er fyrir að margar stofnanir og
fyrirtæki muni bera skarðan hlut frá
borði ef framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins mun loka fyrir IPA-
styrki til Íslands.
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að stækkunarskrifstofa ESB
hefði tekið einhliða ákvörðun, án fyr-
irvara, um að hætta öllum svoköll-
uðum IPA-verkefnum sem hafin
voru hér á landi í tengslum við aðild-
arumsókn Íslands í ESB.
Margrét Gísladóttir, aðstoðar-
maður utanríkisráðherra, segir að á
fundi sem ráðherrann átti með
stækkunarstjóra ESB í sumar hafi
vilji beggja verið að vinna áfram að
IPA-verkefnunum.
Mikil vinna óunnin
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Nátturufræðistofnunar, segir fréttir
af afturköllun styrkjanna hafa kom-
ið mjög á óvart. „Þetta hefur veruleg
áhrif á stofnunina því stór hluti af
fjármögnun hennar er með þessum
IPA-styrkjum í dag. Stór hluti af
þeirri starfsemi er tengdur því verk-
efni sem við höfum unnið í tengslum
við styrkina.“ Hann segir stofnunina
hafa gert ráð fyrir að vinna á næsta
ári fyrir um 230 til 250 milljónir.
„Við erum að kortleggja náttúru Ís-
lands eftir vistkerfaflokkun. 90% af
útivinnunni eru búin, en það er fyrst
og fremst úrvinnslan sem er eftir og
mjög slæmt að stöðva verkefnið á
þessum tímapunkti. Ég vona að
menn finni leið til að halda verkefn-
inu áfram því úrvinnslan er meira og
minna eftir.“
Vangaveltur um uppsögn
Hann veltir hins vegar vöngum
yfir lögmæti uppsagnar samnings-
ins. „Samkvæmt samningnum sem
við erum með í höndunum er ekki
hægt að segja honum upp nema
vegna vanefnda. Samningurinn er
milli stofnunarinnar og fram-
kvæmdastjórnar ESB. Við erum að
skoða þetta og það mun taka ein-
hverja daga,“ segir Jón Gunnar.
„Það þarf að vinna þetta verkefni
hvað sem líður Evrópusambands-
aðild.“
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
(FA) er einn þeirra aðila sem missa
verulega spón úr aski sínum verði
niðurstaðan sú að styrkirnir verði
dregnir til baka. Til stóð að FA fengi
í kringum 300 milljónir af styrkj-
unum og um 100 milljónir úr rík-
issjóði, m.a. til að byggja upp raun-
færnimatskerfi fyrir fullorðna sem
hafa reynslu á vinnumarkaði en hafa
ekki lokið framhaldsskólaprófi.
30% án framhaldsmenntunar
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri FA, segist hafa
fengið um 64 milljónir af IPA-
styrkjunum. „Það er eftir að svara
þeirri spurningu hvort ríkið hlaupi
undir bagga. Í okkar tilfelli eru
styrkirnir notaðir til að vinna verk-
efni sem stóð alltaf til að vinna. Með
þessu fjármagni var hægt að hleypa
í þau miklu meiri krafti en áður og
vinna á skemmri tíma hluti sem við
höfum haft hug á að vinna. Hér á Ís-
landi eru þetta um 30% vinnuaflsins,
í kringum 40.000 manns. Raunfærni-
mat er gífurleg hvatning fyrir fólk til
að fara í nám því það getur fengið
starfreynslu metna. Það hefur sýnt
sig í iðngreinum.“ Afleiðingarnar
verða að allt starf FA mun ganga
mun hægar.
Annar aðili sem átti að fá fjár-
muni úr IPA-styrkjum er Matís.
Oddur Gunnarsson, yfirmaður við-
skiptaþróunar þar á bæ, segir fyrir-
tækið þegar hafa þurft að takast á
við brottfall IPA-styrkja.
„Við sleppum í þetta skiptið.
Við áttum að fá 300 milljónir til að
sinna matvælaöryggi en Sigurður
Ingi Jóhannsson hafði þegar hlaupið
undir bagga með það.“ Byggðaþró-
unarverkefni fyrir 200 milljónir voru
hins vegar slegin af þegar ljóst var
að frekari styrkir yrðu ekki veittir.
Háskólafélag Suðurlands vænti
þess að fá um 90 milljónir af styrkfé.
Sigurður Sveinsson, framkvæmda-
stjóri þess, segist enn ekkert hafa
heyrt í samningsaðila sínum, Evr-
ópusambandinu. „Þetta er högg á
starfsemina og verkefnið er í upp-
námi,“ en félagið hefur unnið að
styrkingu samfélagslegra innviða á
svæði sem spannar svæðið milli
Eystri-Rangár og Skeiðarár. „Við
vitum ekki með hvaða hætti þessi
uppsögn IPA-samningsins verður
framkvæmd, en þetta er mjög slæmt
mál. Við erum bara komin með
helminginn af þeim 90 milljónum
sem við áttum von á. Hér vinna þrír
starfsmenn með ráðningarsamning
út júní á næsta ári sem við teljum
okkur skuldbundin af. Þetta er
þungt högg en vonandi tekst að
vinna úr stöðunni.“
Verk ókláruð verði
IPA-styrkir að engu
Velta vöngum yfir lögmæti uppsagnar samningsins
Ýmis verkefni í vanda verði styrkirnir felldir niður
???
Vistkerfi Náttúrufræðistofnun vinnur m.a. að flokkun vistkerfa. Útivinnu er að mestu lokið, en úrvinnsla er eftir
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Jón Gunnar
Ottósson
Munið að
slökkva á
kertunum
Gætið að því að
skraut s.s. borðar eða
greinar séu aldrei of
nærri kertaloganum
og að skrautið sé stað-
sett neðarlega á kerti
þannig að kertaloginn
nái ekki til þess jafn-
vel þegar kertið hefur
brunnið til hálfs
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar, segir ekki hafa komið
til umræðu hvort ríkissjóður muni
fjármagna þau verkefni sem til
stóð að fjármagna með styrkjum
og vísaði á Bjarna Benediktsson
fjármálaráðherra. „Það sem ég hef
hins vegar áhyggjur af er hvort
Evrópusambandið láti reyna á dul-
ið endurgreiðsluákvæði vegna
þeirra styrkja sem þegar hafa ver-
ið greiddir. Það hefur ekki reynt á
slíkt ákvæði áður í umsóknarríki.“
Vigdís spurði í maí á síðasta ári
Össur Skarphéðinsson, þáverandi
utanríkisráðherra, hvort möguleiki
væri á því að sambandið myndi
krefja Ísland um
þessa fjármuni
til baka ef um-
sóknarferlinu
væri slitið eða
það sett á ís.
Ráðherrann svar-
aði því til að eng-
in slík ákvæði
væru í þeim
samningum sem
styrkirnir byggjast á. Þar væri
þvert á móti gert ráð fyrir að öll
samþykkt verkefni yrðu til lykta
leidd þótt rammasamningnum yrði
sagt upp. Ekki náðist í Bjarna við
vinnslu fréttarinnar.
Endurkrafa IPA
VANGAVELTUR UM ENDURKRÖFU STYRKJA
Vigdís
Hauksdóttir