Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þingmenn vilja laða fjárfesta að at- vinnuskógrækt, meðal annars sjóði, einstaklinga og félög. Þeirri hug- mynd er velt upp í þingsályktun- artillögu að skapaður verði hvati til fjárfestinga í viðurkenndum skóg- ræktarsjóði með tímabundinni skattaívilnun. Jón Gunnarsson og fjórir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að efla skógrækt sem arðsaman at- vinnuveg á Íslandi. Það telja þeir best gert með því að efla hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf, sam- eina Skógrækt ríkisins, Land- græðslu ríkisins og skrifstofur landshlutaverkefna í skógrækt í eina stjórnsýslueiningu og setja ný lög um skógrækt og landgræðslu. Fjórða atriðið er að móta starfsum- hverfi atvinnugreinarinnar með rammaáætlun til þriggja ára til að efla skógrækt með þátttöku bænda, annarra landeigenda og sérstakra skógræktarsjóða. Bent er á í grein- argerð að fjárfesting einkaaðila og sjóða í skógrækt sé vel þekkt fyr- irkomulag erlendis. Skapa skammtímahvata Til að hætta fé sínu í nýrri fjár- festingarleið þar sem löng bið sé eftir fyrstu tekjum þurfi að skapa skammtímahvata fyrir fjárfesta. Nefnt er að skattaívilnun við fjár- festingu í viðurkenndum skógrækt- arsjóði sé líkleg til að mynda slíkan ávinning. Hann mætti afnema þeg- ar meiri reynsla hefði skapast á markaði. Fleiri hvatar eru nefndir. Bent er á að til að fá lífeyrissjóði til að fjárfesta í skógrækt gæti hentað betur að bjóða gróðursetningar- styrk sem fasta krónutölu á hvern hektara. Lagt er til að skipulag og stjórn- sýsla málaflokksins verði samræmd til þess að ná betri árangri. Sam- eining stofnana hefði í för með sér mikla hagræðingu, meðal annars sparnað í yfirstjórn. Hvatt til fjárfestinga í skógi  Talið að tímabundin skattaívilnun í skógræktarsjóðum gæti laðað að fjárfesta Morgunblaðið/Ómar Skógarhögg Nægur markaður er fyrir við sem til fellur við grisjun. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur nokkrir áhugamenn hvort hægt væri að leysa málið og þá hvernig,“ segir Stefán L. Rögn- valdsson, bóndi á Leifsstöðum í Öx- arfirði. Hann er í hópi áhugamanna um áframhaldandi verslunarrekstur á Kópaskeri sem kanna möguleika á stofnun eignarhaldsfélags til að kaupa verslunarhúsnæði og tæki. Kaupmaðurinn í einu matvöru- versluninni á Kópaskeri mun hætta um áramót. Áhugi er á því að halda verslun á staðnum. „Við höfum hugsað marga möguleika. Núna er- um við að athuga hvort fólk hefur áhuga á að leggja hlutafé í félag um húsnæðið. Þá væri auðveldara að fá einhvern til að reka verslun. Þetta er sérhannað verslunarhúsnæði sem væri vont að missa í annað,“ segir Stefán. Hann telur að styrkja mætti rekstrargrundvöllinn með því að koma upp aðstöðu til veitingasölu í verslunarhúsnæðinu, eins og víða er í ferðamannaverslunum. Bendir hann á að ferðamönnum fjölgi stöð- ugt og gott sé að hafa einhverja slíka þjónustu á staðnum. „Það er þó mikilvægast, ef menn vilja hafa verslun á svæðinu, að menn standi á bak við hana og versli þar,“ segir Stefán. helgi@mbl.is Vilja halda í verslun á Kópaskeri Stefán Leifur Rögnvaldsson  Áhugamenn safna hlutafé til kaupanna Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu hefur upplýst sex innbrot í heima- hús í Kópavogi sem framin voru í síðustu viku. Fram kemur í til- kynningu að karl- maður um þrítugt hafi verið handtekinn í þágu rann- sóknarinnar, en við húsleit á heimili hans hafi fundist þýfi úr innbrot- unum. Fram kemur að hinum stolnu munum hefur nú verið komið aftur í réttar hendur, en lögreglu tókst að endurheimta allt sem stolið var. Á meðal þess sem innbrotsþjófurinn tók voru fartölvur, myndavélar og skartgripir. Handtöku innbrots- þjófsins má ekki síst þakka árvekni ónefnds íbúa, en sá lét lögreglunni í té upplýsingar sem komu henni á sporið með fyrrgreindum árangri. Fundu þýfi úr sex inn- brotum islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu MeðNetspjalli Íslandsbanka kemstu í samband við ráðgjafa á einfaldan og þægilegan hátt. Netspjallið er opið frá 8.30-17.00 og þar getur þú fengið upplýsingar um þjónustu bankans. Engar fjárhagslegar upplýsingar fara umNetspjallið en ráðgjafinn leiðbeinir þér og vísar áfram á réttan aðila þegar svo ber undir. PrófaðuNetspjallið á islandsbanki.is Netspjall í tölvu, snjallsíma og spjaldtölvu • Beint samband við ráðgjafa • Upplýsingar um þjónustu • Opið 8.30-17.00 Netspjallið: Beint samband við ráðgjafameðNetspjalli Nýþjónusta:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.