Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ísraelar hafa neitað því að standa á bak við morðið á Hassan Hawlo al- Lakiss, einum æðsta yfirmanni skæruliðasveita Hezbollah í gær. Þess í stað berast böndin að átökum á milli sjíta og súnníta og stuðn- ingi hvors hópsins um sig við stríð- andi fylkingar í Sýrlandi. Lakiss var myrtur utan við heimili sitt í suð- urhluta höfuð- borgarinnar Bei- rút aðfaranótt miðvikudags. Hann er sagður hafa verið skotinn í höfuðið með byssu með hljóðdeyfi þar sem hann sat í bíl sínum. Telja líbanskar öryggissveitir að fagmenn hafi verið að verki. Spenna á milli trúarhópa Hezbollah eru herskáar sveitir sjítamúslíma og sendu samtökin frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau skelltu skuldinni á Ísraelsmenn. Þau lýsa Lakiss sem einum af leiðtogum íslamskrar andspyrnu gegn Ísrael og segja að hann hafi ítrekað verið skot- spónn árása Ísraelsmanna. Hótuðu þau því að Ísraelsmenn kæmu til með að „bera fulla ábyrgð og allar af- leiðingar“ af morðinu. „Þetta eru enn ein skilyrtu við- brögðin frá Hezbollah sem setur fram sjálkrafa ásakanir án þess að gæta að því hvað gerðist í raun,“ sagði Yigal Palmor, utanríkisráð- herra Ísraels, í gær. Áður óþekktur herskár hópur, Ahrar al-Sunna, lýsti ábyrgð á morð- inu á hendur sér á samskiptasíðunni Twitter í gær en nafn samtakanna gefur í skyn að þau tengist súnnítum í Líbanon að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar af málinu. Sádar bendlaðir við árás Hezbollah hefur sent vígamenn til nágrannaríkisins Sýrlands til þess að styðja Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum sem eru aðallega úr röðum þarlendra súnníta. Líbanskir súnnítar hafa einnig flykkst til Sýrlands til að berj- ast gegn Assad. Þetta hefur kynt undir spennu á milli trúarhópa í Líb- anon. Lakiss hafði tekið þátt í átök- unum í Sýrlandi að sögn heimildar- manns Reuters innan Hezbollah. Tugir manna féllu fyrir bílsprengj- um sem sprungu í Beirút í ágúst og tuttugu og fimm manns fórust í tveimur sjálfsvígsárásum á sendiráð Írans í höfuðborginni í liðnum mán- uði. Íranir, sem áttu meðal annars þátt í að koma Hezbollah-hreyfingunni á laggirnar á 9. áratug síðustu aldar til að berjast gegn Ísraelum, kenndu Ísrael um tilræðið. Að lokum lýstu hins vegar líbönsk samtök tengd al- Qaeda ábyrgð á því. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hass- an Nasrallah, hefur sagt að hann telji að Sádi-Arabía hafi stutt þau sam- tök. Sádar hafa stutt uppreisnar- mennina í Sýrlandi, meðal annars með því að vopna þá, en írönsk stjórnvöld hafa stutt við bakið á As- sad forseta. Átökin í Sýrlandi teygja sig víðar  Einn af æðstu leiðtogum líbönsku skæruliðasveitanna Hezbollah myrtur  Hópur sem virðist tengj- ast súnnítum í Líbanon lýsir ábyrgð á tilræðinu  Hezbollah styður Assad forseta í átökunum í Sýrlandi AFP Líkfylgd Syrgjendur bera líkkistu Lakiss um götur borgarinnar Baalbek í austurhluta Líbanons þar sem útför hans var gerð í gær. Lakiss var skotinn til bana við heimili sitt í Hadath-hverfi í austurhluta höfuðborgarinnar Beirút. Ráðnir af dögum » Lakiss er hæstsetti leiðtogi Hezbollah sem hefur verið ráð- inn af dögum frá því að Imad Mughniyeh var drepinn í sprengjuárás í Damaskus árið 2008. » Hezbollah kenndi einnig Ísr- aelum um morðið á Mghniyeh. » Þeir segja ísraelska „óvin- inn“ margoft hafa reynt að drepa Lakiss en ekki tekist fyrr en nú. Hassan Hawlo al-Lakkis LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! Allt þetta kostar 0 kr Hjá Nazar er enginn dulinn kostnaður TYRKLAND SUMARIÐ 2014: BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK  Ráðgjöf íslenskra sérfræðinga  Bókun í síma  Matur í flugi  Íslensk fararstjórn allt ferðatímabilið  Akstur til og frá hóteli  Frítt fyrir ungbörn (og engin verðhækkun á foreldrana)  Íslenskir barnaklúbbar á Nazar Collection ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Sjóræningja- klúbbur Íslenskur barnaklúbbur með sjóræningja- skemmtun Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Chillout Klúbbur Griðarstaður unglinganna með allskonar afþreyingu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! nazar.is · 519 2777 20.000kr. afsláttur á mann, ef þú bókar fyrir 30 nóv. 2013 10 des. 2013* * Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.