Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Tvö teymi vísindamanna hafa með Hubble-stjörnusjónaukanum fundið veikar vísbendingar um að vatn sé að finna í lofthjúpi fimm fjarlægra reiki- stjarna. Áður hafa fundist merki um vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna en þetta er fyrsta rannsóknin þar sem styrkur vatnsins er mældur og bor- inn saman á nokkrum reikistjörnum. Magn vatns í lofthjúpi reikistjarn- anna fimm var mismikið en þær nefnast WASP-17b, HD209458b, WASP-12b, WASP-19b og XO-1b. Mest reyndist af því á WASP-17b og HD209458b. „Þessi rannsókn opnar dyrnar að því að bera saman hversu mikið vatn er til staðar í lofthjúpum mismun- andi reikistjarna, til dæmis á heitari reikistjörnum miðað við kaldari,“ segir Avi Mandell, reikistjörnu- sérfræðingur við Goddard- geimrannsóknastofnun NASA. Útblásnir lofthjúpar Reikistjörnurnar fimm eru risa- vaxnar veraldir sem eru á braut sem liggur afar nærri stjörnum þeirra. Þær tilheyra flokki reikistjarna sem ganga undir nafninu heitir Júpíterar en það eru gasrisar með stóran rad- íus en litla eðlisþyngd. Hitinn frá stjörnunum sem þær ganga um og innri hiti þeirra verður þess valdandi að lofthjúpur þeirra verður útblás- inn. Hubble-sjónaukinn er einn af fáum sem geta rýnt í lofthjúpa fjar- reikistjarna í fleiri milljarða kíló- metra fjarlægð frá sólkerfi okkar. Slíkar rannsóknir er aðeins hægt að gera ef menn koma auga á fjar- reikistjörnurnar þegar þær ganga fyrir framan stjörnur sínar frá jörðu séð. Vísindamenn geta greint loftteg- undir í lofthjúpunum með því að á- kveða hvaða bylgjulengdir ljóssins frá stjörnunni berast áfram og hverj- ar síast burt í lofthjúpnum. Vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna  Plánetur úr flokki heitra gasrisa NASA Gasrisi Teikning af WASP-17b Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mögulegt er að nota geislavirkt efni sem stolið var í Mexíkó á mánudag til að útbúa það sem kallað hefur verið skítug sprengja sem gæti dreift geislavirku efni yfir tiltölulega stórt svæði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) tilkynnti í gær að þjófar hefðu stolið flutningabíl sem var að flytja geislavirka efnið cosbalt-60 frá sjúkrahúsi í borginni Tijuana í norð- urhluta Mexíkó í miðstöð fyrir geisla- virkan úrgang. Efnið hafði verið not- að í geislameðferð á sjúkrahúsinu. Í tilkynningu IAEA kom fram að efnið hefði verið varið með viðhlít- andi hætti þegar því var stolið. Það geti hins vegar reynst gríðarlega hættulegt manneskjum ef það er tek- ið úr umbúðunum sem það var geymt í. Hættulegt heilsu manna Leit stendur nú yfir að þjófunum og efninu í sex ríkjum Mexíkó en geislavarnastofnun landsins birti myndir af bifreið þeirra og umbúð- unum utan um geislavirka efnið en það er geymt í stálstyrktum viðar- kassa. Sérfræðingar hafa lengi varað við hættunni sem fylgir miklu magni af geislavirkum efnum sem geymd eru á sjúkrahúsum, í háskólum og verk- smiðjum, oft með litlum eða jafnvel engum öryggisráðstöfunum gegn stuldi. Efnin eru afar hættuleg heilsu manna ef ekki er farið með þau á réttan hátt. „Það eru mörg þúsund [skammtar af geislavirkum efnum] úti um allan heim. Í flestum löndum eru áætlanir til að halda þeim öruggum en ef þeim er stolið eða þau týnast er margt fólk ekki meðvitað um að geislavirku efn- in sem eru innanborðs geti ógnað lífi þess,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Mark Hibbs, sérfræðingi hjá Carne- gie-styrktarsjóðnum fyrir alþjóða- frið. Slíkt atvik átti sér stað í Brasilíu árið 1987. Vél sem innihélt caesi- um-137 var skilin eftir þegar krabba- meinsdeild spítala flutti. Fjórir létust og 249 þurftu að leita læknisþjónustu eftir að tveir menn hirtu vélina, tóku í sundur og sýndu forvitnum íbúum í hverfinu hvernig efnið glóði bláum lit í myrkri. Leita að stolnu geislavirku efni  Hægt að framleiða vopn með efninu AFP Hætta Geislameðferðartækið sem var stolið í Mexíkó á mánudag. Innan í því er geislavirkt efni sem getur verið stórhættulegt mönnum. Stjórnvöld í Suður-Kóreu telja sig nú hafa heimildir fyrir því að Jang Song Thaek, eiginmaður föður- systur Kim Jong-un, leiðtoga Norð- ur-Kóreu, sé á lífi og heill á húfi. Leyniþjónusta sunnanmanna sagði á þriðjudag að Jang hefði verið sviptur tveimur valdamiklum emb- ættum og hann hefði ásamt tveimur samverkamönnum sínum horfið sporlaust í kjölfarið. „Mér skilst að Jang Song Thaek sé ekki í neinni líkamlegri hættu,“ sagði Ryoo Kihl- jae, sameiningar- ráðherra Suður- Kóreu, við stjórn- málamenn á neyðarfundi í Seúl í gær. Hann bætti því við að svo virtist sem eiginkona Jang og systir fyrrver- andi leiðtoga landsins, Kim Kyong Hui, sé einnig óhult. Sögur af dauða mágs Kim orðum auknar Jang Song Thaek  Sunnanmenn töldu Jang hafa verið myrtan Eftirlitsnefnd breska ríkis- útvarpsins BBC hefur vísað frá kvörtun um að spila ekki lagið „Ding, dong, nornin er dauð“ eftir að það komst á vin- sældalista útvarps í kjölfar dauða Margaretar Thatcher. Nefndin seg- ir að lagið hafi „augljóslega fagnað dauða“ hennar og því réttmæt ákvörðun að spila það ekki. BRETLAND Rétt að spila ekki lag um nornina Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is KÓNGABORGARI (120 g safaríkt nautakjöt) með osti, iceberg, sósu, frönskum og kokkteilsósu Árin segja sitt Meðlimir flokks Viktors Janúkóvítsj, forseta, og mót- mælendur rökræða fyrir utan úkraínska þingið í Kænu- garði. Mótmæli stjórnarandstæðinga héldu áfram í gær og þurfti að slíta þingfundi eftir að fulltrúar hennar hertóku stól þingforsetans. Rússar vöruðu í gær vest- urveldin við því að hlutast til um málefni Úkraínu. Stjórnarandstæðingar í Úkraínu halda ótrauðir áfram mótmælum EPA Barist með rökum við þinghúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.