Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 14
   Formaður bæjarráðs er ánægð- ur með að fulltrúar allra stjórn- málaafla í bæjarstjórn komu að vinnu að nýju skipulagi, málið sé því í raun ekki „pólitískt“ og enginn vilji í raun gera það að deilumáli í kosn- ingunum næsta vor.    „Við viljum blanda saman íbúa- byggð, þjónustu og búðum. Okkur langar til gera þannig miðbæ að fólk vilji vera í honum. Mikil áhersla er lögð á hlýlegt viðmót og að við nýt- um okkur þau gæði sem við höfum; sólina, höfnina. Allir vilja að hönnun húsa taki mið af því að þau henti fólki vel til búsetu.“    „Þess vegna leggjum við áherslu á að á efri hæðum húsa séu góðar íbúðir. Bílastæðin verða yfirbyggð og ofan á þeim komi í raun garður, eða lóð íbúðanna. Hann verður alveg prívat, þó svo að sé í miðjum mið- bænum. Garðurinn verður öruggt svæði, sérstaklega fyrir börn að leik, sem verða þar í alveg vernduðu um- hverfi. Ég þekki það af eigin raun, því dóttir mín bjó í svona húsi, þegar hún var að læra í Kaupmannahöfn,“ segir Oddur.    „Við skynjum að fólk vill hlýleg- an bæ og við erum svo heppin að hafa náð að vinna þetta saman frá upphafi, minni- og meirihluti í bæj- arstjórn. Í verkefnisliði fyrir skipu- lagið eru allir 11 bæjarfulltrúar og öll skipulagsnefnd, þannig að allir flokkar hafa góða aðkomu að vinnunni. Þetta er ekki pólitískt mál, heldur spurning hvernig við viljum hafa miðbæinn okkar, sem við eigum og notum öll. Samvinnan hefur verið góð og allar skoðanir hafa átt rétt á sér. Vinnan hefur verið skemmtileg því öll erum við jú að stefna að sama marki. Auðvitað eru skiptar skoð- anir, en það hefur ekki farið eftir flokkslínum og útkoman er sú að langflestir eru ánægðir og sáttir með heildina.“    Jólalegt verður í menningarhús- inu Hofi á aðventunni en þá koma fram tæplega tvö hundruð listamenn á fjölmörgum viðburðum. Nefna má útgáfutónleika, uppistand, kórsöng, kveðskap og upplestur.    Á laugardaginn mun hönn- unarverslunin Kista halda jóla- og gjafavörumarkað sem og jólaplöt- umarkað og 1862 Nordic Bistro mun bjóða upp á heitt súkkulaði, smákök- ur og jólaplatta með allskyns góð- gæti. Eins mun gróðrarstöðin Sól- skógar verða með jólatrés- og greinasölu í útiporti við Hof milli 13 og 16. Stúlknakór Akureyrarkirkju flytur jólalög og gert er ráð fyrir því að Grýla komi í heimsókn til að hrella börnin …    Sigurður Ingólfsson ljóðskáld les í dag kl. 15 úr bók sinni Ég þakka, í Flóru við Hafnarstræti. Bókin kom út fyrr á árinu og inni- heldur 52 þakkarbænir og er sjö- unda ljóðabók Sigurðar.    Árlegur markaður Grasrótar verður á laugardag og sunnudag á Hjalteyrargötu 20, þar sem verða opnar vinnustofur og félagar í Gras- rót kynna mjög fjölbreytta starfsemi sína og selja vörur. Markaðurinn verður aðeins þessa einu helgi.    Leiðakerfi Strætisvagna Ak- ureyrar er nú allt komið í hið svo- kallaða Strætó-app. Með notkun appsins er hægt að sjá hvar vagnar eru staddir, finna næstu biðstöð, réttu leiðina á áfangastað og fylgjast með vögnunum á rauntímakorti.    Mikið er um útgáfutónleika um þessar mundir og eru þrennir slíkir á Græna hattinum um helgina. Ey- þór Ingi Gunnlaugsson ríður á vaðið í kvöld þegar hann fagnar nýrri plötu ásamt hljómsveitinni At- ómskáldunum. Sveitina skipa, auk hans, Baldur Hjörleifsson, Helgi Reynir Jónsson, Baldurr Krist- jánsson og Gunnar Leó Pálsson.    Ojba Rasta, sem í haust gaf út plötuna Friður, leikur á Græna hatt- inum annað kvöld og á laugardags- kvöldið Mammút, sem fagnar út- komu plötunnar Komdu til mín svarta systir.    Sýningin Hér á ég heima verður opnuð annað kvöld kl. 20 í Kaffi Laufási, gamla prestshúsinu á staðnum. Þetta er hluti af afmæl- issýningaröð Minjasafnsins á Ak- ureyri sem varð 50 ára á síðasta ári. Hún samanstendur af myndum og munum frá Grýtubakkahreppi. Á opnuninni mun sagna- og kvæðafólk úr héraði leika á als oddi og hand- verksfólk verður með jólamarkað.    Aðventudagur verður svo í Gamla bænum í Laufási á sunnudag- inn, kl. 13.30 til 16. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með und- irbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Kollgáta/Landslag Tenging við hafið Séð yfir menningarhúsið Hof og austasta hluta miðbæjarins samkvæmt hinum nýju drögum. Akureyringar vilja hlýlegan og vinalegan miðbæ ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Miðbærinn á Akureyri hefur að sögn skipt Akureyringa miklu máli í gegnum tíðina, en aftur á móti ekki verið nógu fallegur hin síðari ár að margra mati. Í vikunni voru kynnt drög að nýju miðbæjarskipulagi.    Fyrir nokkrum árum voru lagðar fram hugmyndir að miðbæj- arskipulagi eftir skoska arkitektinn Graeme Massie, sem sigraði í al- þjóðlegri samkeppni. Í framhaldinu var samþykkt í bæjarstjórn nýtt deiliskipulag fyrir austurhluta mið- bæjarins, að vísu með breytingum frá tillögum Massies, en í nýju drög- unum er að nokkru leyti byggt á hugmyndum Skotans.    Hönnuðir skipulagsins nýja eru Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu (og bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar), og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi.    „Það er greinileg krafa fólks að gera miðbæinn sem hlýlegastan, með vinalegum húsum, ekki of stórum og að reynt sé að takmarka þessi hörðu köldu efni, sem svo oft einkenna nýjar byggingar; stein, stál og gler,“ segir Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, við Morgunblaðið.    Oddur Helgi segir greinilegan vilja íbúa, og miðar við það sem fram kom í kosningabaráttunni 2010, að ekki verði byggt of mikið og ekki of hátt, að áhersla verði lögð á skjól fyrir norðanátt og að byggt verði á þann veg að sólin nái sem mest inn á svæðið. Að auki sé tenging við sjóinn og menningarhúsið Hof fólki of- arlega í huga. Kollgáta/Landslag Sól og skjól Áhersla er á austur-vestur skipulag; hér sér niður að Hofi. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Öðruvísi flísar Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllum snyrtivörum og ilmum í desember Velúrgallar, peysur, bolir og toppar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.