Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 er að rannsaka eru aðallega mófuglar á borð við hrossagauk, jaðrakan, lóu, lóuþræl, spóa, stelk, tjald og þúfutitt- ling. Stofnarnir eiga allir í vök að verjast á heimsvísu. Sumar þessara tegunda flokkast sem ábyrgðarteg- undir Íslendinga vegna þess hve stór hluti stofnsins byggir afkomu sína á tilteknum svæðum hérlendis. Dæmi um það eru spói, lóuþræll og heiðlóa. Einnig nefndi Lilja að Ísland ætti að- ild að alþjóðasamningum sem kveða á um vernd dýralífs og búsvæða. Lilja hóf að vinna að doktorsverk- efni sínu á liðnu sumri. Þá beindi hún athyglinni að landbúnaðarlandi og hóf að skoða tengsl landbúnaðar og fuglalífs, aðallega mófugla. „Ég reyni að átta mig á því hvern- ig fuglarnir nýta landbúnaðarlandið svo mynd fáist af því hvaða gildi ræktarland hefur fyrir fuglana. Það bendir margt til þess að landbúnaður muni aukast hér á landi og verði stundaður af vaxandi ákafa. Það hef- ur sýnt sig í öðrum löndum að þegar ákefð í landbúnaði nær ákveðnu stigi fer landbúnaðurinn að hafa neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni,“ sagði Lilja. „Við viljum vita, áður en við komumst á það stig, hvernig fugl- arnir nýta landið og átta okkur á því hvaða búsvæði eru mikilvæg fyrir fuglana og hvaða þættir svo við get- um forðast mistök sem nágranna- þjóðirnar hafa gert.“ Lilja segir mikilvægt að varðveita landgerðir sem eru fuglum mik- ilvægar. Landnýtingu þurfi að stýra þannig að hún komi sem minnst nið- ur á fuglalífinu og fá þurfi bændur til liðs í þeim efnum. Hætta á meiri einsleitni Aukinn ákafi í ræktun getur leitt til þess að landið verði einsleitara gróðurfarslega séð og að líffræðileg fjölbreytni tapist. Dæmi um það er þegar akrar stækka mikið á kostnað túna og úthaga. Þá getur tapast líf- fræðileg fjölbreytni. Í sumar sem leið heimsótti Lilja bændur á Suður- og Vesturlandi og fékk að skoða fuglalíf á landi þeirra. Á hverjum bæ voru þrjú svæði skoð- uð sem endurspegluðu misákafa landnýtingu, allt frá túnum og ökr- um, þar sem mikilla áhrifa gætir frá landbúnaði, til úthaga þar sem áhrif hans eru lítil. Síðan bar hún þéttleika fuglanna á þessum svæðum saman. Frumgögnin benda til þess að fuglar nýti almennt frekar þau svæði sem eru undir litlum landbúnaðaráhrif- um. En þegar rýnt er nánar í gögnin birtist landshlutabundinn munur á því hvernig þessi fuglar nýta þessi svæði því fuglar á Vesturlandi virð- ast sækja meira í landbúnaðarlandið, einkum á ungastiginu. Lilja lagði þó áherslu á að þetta væru frumnið- urstöður sem þyrfti að vinna betur úr. Hún stefnir að því að halda áfram með rannsóknina næsta sumar og mun þá taka fyrir Norðurland. Landnýting hefur áhrif á fuglalífið  Gríðarmiklar landbreytingar hafa orðið fyrir tilstilli manna hér á landi í áranna rás  Unnið er að rannsókn á því hvernig mismunandi landnýting hefur áhrif á villta fugla og líffræðilega fjölbreytni Morgunblaðið/Ómar Spói Fuglar sem sækja í búsvæði af því tagi sem Lilja er að rannsaka eru aðallega mófuglar á borð við hrossagauk, jaðrakan, lóu, lóuþræl, spóa, stelk, tjald og þúfutittling. Stofnarnir eiga allir í vök að verjast. Sumir þeirra teljast vera ábyrgðartegundir Íslendinga, eins og spóinn, lóuþrællinn og heiðlóan. VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það hafa orðið gífurlegar landbreyt- ingar á Íslandi. Yfirborð manngerðra svæða á láglendi Suðurlands jókst um 35% að flatarmáli á árunum 2000- 2006. Á Íslandi í heild var aukningin um 20% á sama tímabili,“ sagði Lilja Jóhann- esdóttir, dokt- orsnemi í vist- fræði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. Hún er að rannsaka áhrif landnýt- ingar á líf- fræðilega fjöl- breytni sem m.a. endurspeglast í fuglalífi á landbúnaðarsvæðum. Lilja sagði að á árunum 2000-2006 hefði yfirborð manngerðra svæða annars staðar í Evrópu aukist um 5%. Ein skýringin getur verið sú að Evrópulöndin hafi verið langt á und- an Íslendingum að manngera yfir- borð landa sinna. Lilja telur að Ís- land stefni mögulega í sömu átt og nágrannalöndin í þessum efnum. Hún telur aukningu manngerðra svæða í Evrópu hafa haft neikvæð áhrif á dýralíf í álfunni. „Við þurfum virkilega að skoða okkar mál, það þarf vandaða stefnumörkun í land- nýtingu og skipulagsmálum.“ Vistfræðin fremur en fuglarnir Lilja lauk meistaraprófi frá Land- búnaðarháskóla Íslands á liðnu vori og fjallaði lokaritgerð hennar um líf- fræðilega fjölbreytni fugla á fimm mismunandi gróðurbúsvæðum á lág- lendi Suðurlands. Hún rannsakaði m.a. hvaða gildi úthagi hafði fyrir fuglana. Áherslurnar í doktorsverk- efninu eru svolítið aðrar. „Ég skoða frekar vistfræðina í kringum fuglana fremur en fuglana sjálfa,“ sagði Lilja. Fuglar sem sækja í búsvæði af því tagi sem Lilja Lilja Jóhannesdóttir „Öll þessi framræsla hafði gífurleg áhrif. Það er talið að 97% votlend- is á Suðurlandi hafi verið raskað að einhverju leyti. Fuglategundin keldusvín hvarf en tilkoma minks- ins gæti líka átt sinn þátt í því. Framræslan hafði mikil áhrif á mó- fuglastofnana,“ sagði Lilja Jó- hannesdóttir, doktorsnemi í vist- fræði, um áhrif framræslu votlendis á búsvæði fuglanna. Landgræðsla, sumarbústaðalönd og skógrækt hafa einnig haft áhrif á búsvæði fugla. Hún sagði að niðurstaða meist- araverkefnis síns hefði verið sú að í votlendi og hálfdeigju (röku landi), væri þéttleiki mófuglanna mestur. Því mætti álykta að slík búsvæði væru með þeim mik- ilvægustu. Lilja sagði að enn væru til stór og samfelld votlendissvæði á Suð- urlandi. Hún taldi mikilvægt að vernda þessi svæði í heild sinni. Unnið hefur verið að endurheimt votlendis m.a. í Árborg. Lilja kvaðst vilja sjá meira gert af slíku. „Þegar talað er um bindingu kolefnis er áherslan á skógrækt. Nytjaskógrækt er kolefnisbinding í takmarkaðan tíma. Þegar við nytj- um viðinn losnar kolefnið aftur. Það er minna talað um ágæti þess að endurheimta votlendi til að binda kolefni. Það er langtíma binding ef það fær að vera órask- að,“ sagði Lilja. Framræsla og landgræðsla AÐGERÐIR MANNA MÓTA UMHVERFI FUGLANNA Skurður Framræsla lands hefur haft mikil áhrif á búsvæði fugla hér á landi. DAGAR Í HYGEU Þessi fallegi *kaupauki fylgir ef keypt er fyrir 6.900 krónur eða meira í Estée Lauder 5. - 8. desember *meðan birgðir endast Kringlan/Sími5334533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.