Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 ✝ Marinó Frið-jónsson fædd- ist á Akureyri 15. september 1933. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. nóvember 2013. Foreldrar Marinós voru Friðjón Guð- mundsson bakari, f. 13. maí 1897, d. 19. september 1959 og Sigurlaug Anna Sig- valdadóttir, f. 20. apríl 1899, d. 11. september 1964. Fóst- urmóðir Marinós var Albína Bergsdóttir ljósmóðir, f. 23. mars 1891, d. 24. júlí 1978. Marinó átti eina alsystur, Erlu Friðjónsdóttur, f. 1935 og fimm hálfsystkini: Adolf Gísla- son, f. 1919, d. 1995, Kristín Friðjónsdóttir, f. 1921, látin, Svava Friðjónsdóttir, f. 1927, Hildur Friðjónsdóttir, f. 1930 og Hulda Dóra Friðjónsdóttir, f.1932, d. 1998. Marinó giftist 6. september 1961 Guðmundu Gunnlaugs- dóttur, f. 17.júní 1943, for- eldrar hennar voru Gunn- laugur Jóhannesson, f. 24. og Gunnlaugur, f. 2005. 3.Gunnlaugur, f. 1966, dætur hans eru Agnes Fríða, f. 1986 og Ásthildur, f. 1993. Gunn- laugur giftist Magneu Guðnýju Hjálmarsdóttur, f. 1970, þeirra sonur er Marinó Gauti, f. 2003, fyrir átti Magnea soninn Hjálmar Þór, f. 1989. 4. Rúnar Örn, f. 1970, sonur hans og Silju Gunnarsdóttur er Stefán Atli, f. 1993, unnusta hans er Júlía Brekkan, f. 1994. Marinó ólst upp á Dalvík þar sem hann lauk hefðbundinni skólagöngu. Einnig var hann flest sumur í sveit í Skíðadal. Ungur að árum vann hann við beitningar og 16 ára byrjaði hann til sjós. Marinó lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1959. Marinó var bátsmaður og stýrimaður á fjölda fiskiskipa til ársins 1972. Þegar í land kom hóf hann störf hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og starfaði þar óslitið til ársins 2002. Jafnframt starfaði hann í aukavinnu hjá Afurðasölu Sambandsins, Kirkjusandi, árin 1974-2000. Eftir að Marinó hætti að vinna var hann duglegur að ganga sér til skemmtunar og stunda sund, einnig fylgdist hann alla tíð vel með þjóðmálum og íþróttum. Útför Marinós fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag 5. desember 2013 kl. 13. desember 1917, d. 3. september 1980 og Olga Sigurð- ardóttir, f. 3. júní 1913, d. 12. nóv- ember 2003. Börn Marinós og Guð- mundu eru: 1. Olga Sigríður, f. 1963, dætur henn- ar eru Guðmunda María Sigurð- ardóttir, f. 1982, gift Sigurgeiri Gunnarssyni, f. 1980, þeirra börn eru Hekla, f. 2007, Yrsa, f. 2009, og Viggó, f. 2013. Íris Sigurðardóttir, f. 1985, í sambúð með Breka Konráðssyni, f. 1985, þeirra börn eru Börkur, f. 2011 og Ída, f. 2013. Börn Olgu og Gunnars Jakobssonar, f. 1959, eru Erna Dís, f. 1990, í sambúð með Hauki Gunnarssyni, f. 1986, Daði Freyr, f. 1993, unn- usta hans er Karen Jóhanns- dóttir, f. 1994, Díana Dögg, f. 1993. 2. Friðjón Albert, f. 1964, giftur Ásdísi Emilíu Gunn- laugsdóttur, f. 1971, þeirra börn eru Sara Rut, f. 1991, í sambúð með Ásgeiri Nor- dquist, f. 1984, Helena, f. 1994 Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt lífið eftir stutt en erfitt veikindastríð. Eftir standa minningar um traustan og góð- an pabba, sem lagði mikið á sig til að sjá vel fyrir börnunum sínum. Á uppvaxtarárum var hann í sveit á sumrin þar sem hann lærði að vinna og um- gangast dýrin. Til sjós fór hann 16 ára og þá varð ekki aftur snúið, sjómennskan átti hug hans allan. Þegar hann var heima vann hann flest heim- ilisstörf og var liðtækur í eld- húsinu. Bakaði jólakökur með rúsínum og sauð afbragðsgóða kjötsúpu, kakósúpu og rabar- baragraut sem börnin elskuðu. Pabbi var nýtinn, útsjónarsam- ur og illa við að henda mat. Pabbi var mikill dýravinur og tók ástfóstri við fyrsta hundinn minn, hann Erró. Hann hafði unun af því að fá hann í heimsókn og traktera með ýmiskonar góðgæti og fara í langa göngutúra. Hann tók það ekki síður nærri sér en ég, þegar Erró dó. Seinna fékk ég Emblu sem hann elskaði mikið og kom oft keyrandi til að fara út með „greyið“. Síðastliðnar vikur sem pabbi var á sjúkra- húsinu saknaði hann Emblu og bað mig að strjúka henni vel og gefa hundakex frá sér. Þegar börnin mín voru að alast upp áttu þau bæði hamstra og páfa- gauka, sem fengu svo að vera í fóstri hjá afa og ömmu þegar við fórum í ferðalög. Eitt skipt- ið vorum við í 3 vikur í burtu og hamsturinn sem var í pöss- un hjá þeim dó á meðan og tók hann það mjög nærri sér. Pabbi gaf smáfuglunum alltaf á vet- urna og safnaði mylsnu, skar ávexti og safnaði jafnan fituaf- göngum sem hann skar niður fyrir þá. Svo fylgdist hann með þegar þeir komu og gæddu sér á molunum „greyin“. Eftir að pabbi hætti að vinna var hann duglegur að ganga og stundaði sund reglulega. Hann gekk alltaf í sundið og á vet- urna þá fóðraði hann hrafna sem héldu til á svæðinu. Pabbi var lítillátur og einstaklega gjafmildur og sagði alltaf að hann þyrfti nú ekki svo mikið, og vildi jafnan deila því sem hann sjálfur átti. Enda var það oft þannig að þegar ég gaf þeim eitthvað eða bauð þeim í mat þá sagði hann: „Þetta er nú alveg óþarfi, Olga mín.“ Sjálfur elskaði hann að gefa barnabörnunum ópal, ís og smá „aura“ eins og hann sagði. Pabbi var góður afi og langafi sem gaf sér tíma til að leika og tala við afabörnin sín, og fór oft með þau yngstu út á leikvöll. Pabba fannst gott þegar sólin skein og naut þess að vinna í garðinum sínum í Völvó, sem bar þess vitni að vel var um hann hugsað. Mamma og pabbi höfðu gam- an af því að fara til sólarlanda og þar naut hann sín vel, kaffi- brúnn og sæll. Einu sinni átti ég þess kost að fara með þeim til Spánar ásamt fjölskyldunni minni og var sú ferð ógleym- anleg. Elsku pabbi, það verður tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur og jólin ekki söm þegar þú ert ekki lengur til staðar til að sjóða hangikjötið og skera það niður. En ég er þakklát fyrir góðar minningar og að þú þurftir ekki að kvelj- ast lengur, þú sem varst alltaf svo myndarlegur, sterkur og hraustur, og þannig ætla ég að muna þig. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Hvíl í friði. Þín dóttir, Olga. Í dag kveð ég tengdaföður minn til tuttugu og sex ára. Mér þótti einstaklega vænt um þig, elsku Marinó. Betri tengdaföður hefði ég ekki getað eignast og betri afa hefðu börn- in mín ekki getað fengið. Þú varst einstaklega barngóður sem fram kom í einlægu og fal- legu sambandi þínu við barna- börnin þín. Eitt af því fyrsta sem barnabörnin þín lærðu að segja var: „afi ís“. Þau fengu ætíð nóg af ís hjá þér og sér- staka blöndu af afadjús. Þú hafðir yndi af því að gauka ein- hverju að þeim og kvaddir þau ávallt með einu Mentosi eða brjóstsykri. Þú hafðir einnig einstakt lag á dýrum og varst duglegur að fara út að labba með ferfæt- lingana í fjölskyldunni. Náðir að gera vonlausa páfagauka, sem aðrir höfðu gefist upp á, að skemmtilegum félögum og kis- an okkar, hún Snotra, fékk ómælda athygli frá þér þegar þú komst í heimsókn. Þú fylgd- ist vel með líðandi stundu og hafðir oft sterkar skoðanir á þjóðmálunum. Þú varst sterk fyrirmynd samferðamanna þinna á margan hátt. Umhverf- ismál voru þér hugleikin og þú varst langt á undan þinni sam- tíð í flokkun á sorpi. Íþróttir áttu einnig hug þinn og gladd- ist þú mjög þegar liðunum þín- um, ÍA og Southampton, gekk vel í boltanum. Þú lagðir alla tíð góða rækt við líkamlega heilsu, gekkst mikið og stund- aðir sund. Í göngutúrunum þín- um gafstu fuglunum að borða og áttir sérstakan bita fyrir Krumma. Annan eins sóldýrkanda hef ég ekki þekkt, enda vel útitek- inn og glæsilegur alla tíð. Á góðum sumardögum var ljúft að koma í Völvufellið til ykkar Mummu og sitja með ykkur í fallega garðinum. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig, elsku Marinó minn, sem ég mun ylja mér við og varðveita alla tíð. Þú sagðir mér að þú værir þakklátur fyrir þá góðu heilsu sem þér var gefin og þakklátur fyrir það líf sem þú áttir. Ég veit að eftir síðustu vikur, sem voru þér afar erfiðar, ertu hvíldinni feginn. Ég veit líka að þú færð góðar móttökur á þeim stað sem þú ert núna kominn á og ert í góðum félagskap, m.a. með pabba mínum. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu. Þín tengdadóttir, Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir Elsku afi Mansi, með þér hef ég eignast margar góðar minn- ingar sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Þú varst ótrúlega hugulsamur og hafðir alltaf áhuga á því sem var að gerast í lífi mínu. Þú tókst alltaf vel á móti mér, sama hvenær ég kom. Þú varst svo gjafmildur og bauðst upp á allt sem var hægt að bjóða upp á. Þú kvadd- ir mig alltaf með fallegri kveðju, sagðir að ég væri dug- leg, gafst mér gotterí, og klappaðir mér ljúflega á öxl. Ég hef alltaf litið upp til þess hvað þú varst hraustur og dug- legur og tek mér það til fyr- irmyndar. Þú varst svo ótrú- lega hraustur að ég hafði aldrei hugsað út í það að ég þyrfti einhvern tímann að kveðja þig, það er ótrúlega erfitt að þurfa gera það. Ég er glöð að hafa fengið þann tíma sem ég fékk með þér og að sá tími innihaldi eingöngu góðar minningar. Ég sakna þín. Ég veit við munum sjást aftur eins og ég sagði við þig í seinasta skipti sem ég kom til þín upp á spítala. Helena Friðjónsdóttir Elsku besti afi minn. Duglegi, iðni, feimni, ljúfi, vinnusami, ósérhlífni, myndar- legi, hjartahlýi afi minn. Það er skrítin tilfinning að hafa kvatt þig sem alltaf hefur verið stór partur af lífi mínu en það hugg- ar jafnframt að vita að þú áttir gott líf, varst sáttur og þín veikindi stóðu stutt. Það var ekki þinn stíll að vera í hlut- verki sjúklings og þiggja hjálp. Minningarnar um þig eru ótalmargar enda var ég alltaf mikið hjá ykkur ömmu. Ís- lenskur heimilismatur var hvergi betri en í Völvufellinu og afa-kakósúpan í eftirrétt var rúsínan í pylsuendanum. Í seinni tíð hafa helgarheimsókn- ir í Völvufellið, og nú Fagra- bergið, verið föstu punktarnir í tilverunni. Það var svo huggu- legt að sitja með kaffibollann og prjónana og spjalla við ykk- ur ömmu og aðra fjölskyldu- meðlimi. Þú varst heimsins besti langafi og Hekla og Yrsa vissu fátt betra en að hitta afa Mansa sinn. Milli ykkar ríkti mikill kærleikur og væntum- þykja sem ég veit að þær búa að alla ævi. Litla Viggó minn náðir þú aldrei að hitta en í staðinn býrðu í hjarta hans. Elsku afi, það er komið að leiðarlokum. Fasti punkturinn í tilverunni verður áfram Fagra- bergið hjá uppáhalds ömmu Mummu en nú án þín. Þú verð- ur alltaf í hjörtum okkar og minningin um myndarlega og góða afa Mansa lifir áfram. Þín Guðmunda María Sigurðardóttir Elsku afi, takk fyrir allt. Mig langar að kveðja þig með kvöldbæninni minni. Leiddu mína litlu hendi, ljúfir faðir, þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíðu Jesú að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi, sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kaldahjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Ég sakna þín og mun geyma allar minningar mínar um þig í hjartanu. Við pössum ömmu. Sofðu rótt, elsku afi minn. Marinó Gauti Elsku fallegi afi minn. Mikið finnst mér skrítið að þú sért farinn. Fyrir ekki löngu varstu liggjandi í gólfinu eins ungur maður að leika við Börk þinn. Berki fannst endalaust Marinó Friðjónsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir, kær vinur og fósturfaðir, KRISTINN SIGFÚSSON frá Norðurkoti, sem lést mánudaginn 25. nóvember á Hrafnistu í Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 6. desem- ber kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Gerður Kristinsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Magnús Sigríðarson, Sigfús Kristinsson, Hildur Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Guðmundur Sigfússon, Helga Haraldsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Bróðir okkar, PÁLMI HARÐARSON, Asparfelli 4, Reykjavík, lést af slysförum erlendis mánudaginn 25. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Kristín og Viðar Harðarbörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, DÓRÓTEU GUÐMUNDSDÓTTUR hússtjórnarkennara, Réttarholti 5, Borgarnesi, áður til heimilis að Laugabóli í Ísafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar í Borgarnesi og lyflækningadeildar sjúkrahússins á Akranesi, fyrir góða umönnun og hlýju. Jón Guðjónsson, Guðjón Jónsson, Guðlaug Vilbogadóttir, Ásta Jónsdóttir, Þorkell Jónsson, Ingi Rúnar Jónsson, Heiða Björk Jósefsdóttir, Arngerður Jónsdóttir, Þorkell Heiðarsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi, áður Iðavöllum 6, Húsavík, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 22. nóvember verður jarðsett frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7. desember kl. 14.00. Ingibjörg Hákonardóttir, Gunnar J. Magnússon, Sigurður A. Hákonarson, Ruth S. Jónsdóttir, Aðalheiður L. Hákonardóttir, Valur B. Sigurðsson, Halldór Hákonarson, Zofia Wasiewicz, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELINBORG ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Laugardalshólum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugar- daginn 7. nóvember kl. 11.00. Friðgeir Smári Stefánsson, Stefán Smári Friðgeirsson, Jóhann Gunnar Friðgeirsson, Heiða Björg Hreinsdóttir, Ingvar Atli Friðgeirsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS ÞÓRARINSSONAR bónda, Kolsholti 1, Flóahreppi. Halla Aðalsteinsdóttir, Þórarinn Sveinsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Kolbrún J. Júlíusdóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Einar Hermundsson, Alda Agnes Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.