Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013
Una Sighvatsdóttir
Viðar Guðjónsson
Talsmenn Vodafone segja að efla
þurfi samráð milli fyrirtækja um
varnir gegn netárásum, eins og fyr-
irtækið varð fyrir um helgina. Þeir
segjast ekki draga fjöður yfir að
málið sé alvarlegt, en að vafa sé und-
irorpið hvort fyrirtækið hafi gerst
brotlegt við lög.
Ekki hætta á frekari birtingu
Forsvarsmenn Vodafone á Íslandi
voru boðaðir á fund umhverfis- og
samgöngunefndar Alþingis í gær til
að skýra mál sitt og sitja fyrir svör-
um. Ómar Svavarsson, forstjóri
Vodafone, sagði að búið væri að af-
marka umfang árásarinnar og séð
væri að það magn gagna sem var
tekið var í samræmi við það sem var
birt á netinu um helgina. Ekki ætti
því að vera hætta á því að hakkarinn
væri enn með efni sem hann ætti eft-
ir að birta.
Ómar sagði að sér þætti vanta að-
eins í umræðuna að framinn hefði
verið glæpur, innbrot þar sem gögn-
um var beinlínis stolið. Hann benti á
að þegar leðurklæddir Vítisenglar
mættu í Leifsstöð væri allt kerfið lát-
ið vita og för þeirra stöðvuð. Í sam-
anburði væri skortur á samhæfðum
viðbrögðum þegar tölvuþrjótar létu
á sér kræla. „Það eru 3-4 árásir í
hverjum mánuði bara hjá okkur og
stöðugar þreifingar,“ sagði Ómar og
bætti við að Vodafone á heimsvísu
yrði fyrir 40-50 þúsund árásum á
dag. „Sameiginlega geta fyrirtæki
landsins barist betur en eitt og sér,“
sagði Ómar sem kallar eftir meiri
samhæfingu gegn netárásum.
Vafi á lögbroti
Vafi er á því hvort Vodafone hafi
gerst sekt um lögbrot, með því að
geyma sms-skilaboð sem send voru í
gegnum vefsvæði. Talsmenn Voda-
fone segja það óskýrt í lögum hvort
vefsíður falli undir fjarskiptalög, og
hvort það eigi þá aðeins við um vef-
síður fjarskiptafyrirtækja eða ann-
arra fyrirtækja líka. „Þarna er
ákveðin óvissa og vafi sem er mik-
ilvægt að skera úr um,“ sagði
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Vodafone, á fundi hjá um-
hverfis- og samgöngunefnd Alþingis
í gærmorgun.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
mál Vodafone til rannsóknar. Björn
Geirsson, lögmaður stofnunarinnar,
sagði á fundi þingnefndarinnar í
gærmorgun að stofnunin teldi reglur
um persónuvernd í fjarskiptum einn-
ig ná yfir vefkerfi Vodafone.
Tilraunir til netárása eru svo al-
gengar að líkja mætti því við ef allir
sem ganga upp og niður Laugavegin
tækju í hurðarhúna til að kanna
hvort væri læst. Og margfalda það
svo með milljón. Þetta segir forstjóri
Persónuverndar. Útilokað sé að
finna fullkomið upplýsingaöryggi á
netinu. Fulltrúar ríkislögreglu-
stjóra, Persónuverndar og Póst- og
fjarskiptastofnunar, sem allir voru
boðaðir á fundinn, voru meira og
minna á einu máli um það að Ísland
væri vanbúið til að verjast tölvuárás-
um.
Líkti tölvuþrjótum við Vítisengla
Forsvarsmenn Vodafone voru boðaðir á opinn fund umhverfis- og samgöngunefndar Ísland
vanbúið til að verjast tölvuárásum Þykir vanta í umræðuna að framinn hafi verið glæpur
Morgunblaðið/Ómar
Á þingnefndarfundi Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, og Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone.
Netárásir eru sú ógn í glæpa-
heiminum sem vex örast í dag
og þar liggja gríðarlegir hags-
munir undir. Þetta segir Jón
Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá
ríkislögreglustjóra. „Það er
hægt að valda óbætanlegu tjóni
með netárásum. Þetta er eitt-
hvað sem við þurfum að setja í
forgang,“ sagði Jón á fundi með
umhverfis- og samgöngunefnd í
gær. Hann benti á að glæpir
væru í miklum mæli að færast
inn á netið, m.a. með fölsunum
á gögnum, ýmiss konar svindli
og þjófnaði. Þess utan verði sí-
fellt einfaldara að hakka vefsíð-
ur með öflugum forritum.
„Þannig að ógnin er vaxandi.
Við verðum og horfast í augu
við það og það verður að fara
fram vitundarvakning í sam-
félaginu,“ sagði Jón.
Þarna takist þó á krafan um
öryggi og um frelsi. „Þetta er
nútíminn. Við viljum hafa að-
gang að allri þessari tækni og
geta nýtt okkur hana í upplýs-
ingaskyni, en þá verðum við líka
að skilja að við þurfum að vanda
okkur,“ segir Jón.
Öryggi og
frelsi takast á
NETÁRÁSIR VAXA ÖRAST
BEIN ÚTSENDING FRÁ FUNDI VÍB UM SKRÁNINGU N1
Er N1 spennandi fjárfestingarkostur?
Í dag, fimmtudaginn 5. desember, kl. 08.30-10.00 kynnir
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, félagið fyrir áhugasömum fjárfestum.
Eftir framsögu Eggerts munu góðir gestir taka þátt í spjalli um félagið og markaðinn:
Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs N1
Hrafn Árnason, forstöðumaður safnastýringar Íslandssjóða
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já
Fundarstjóri verður Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu- og viðskiptaþróunar VÍB.
Þú getur sent spurningar til fundarmanna á fundarstjori@vib.is eða á Twitter með #N1utbod.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
0
4
0
9
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is
facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is
Nánari upplýsingar í síma 440 4900 og á heimasíðu VÍB, www.vib.is.
Almennt útboð á
hlutum í N1
Á www.vib má fylgjast með fundinum í beinni
útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar.