Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 ✝ Elín Jónsdóttirfæddist að Bergstaðastræti 4 í Reykjavík 23. nóv- ember 1918. Hún lést á Hrafnistu í Kópavogi 25. nóv- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Jón Bergs- son, búfræðingur f. 7.9. 1882, d. 21.3. 1959, og Elínbjört Hróbjartsdóttir, matráðskona, f. 21.3. 1884, d. 23.1.19 26. Eldri systkini sammæðra: Faðir Krist- ján Guðmundur Einarsson, f. 1883, d. 1912. Marínó Andrés, f. 1906, d. 1997, Elín Sigríður, f. 1907 d. 1997, Elísabet, f. 1909, d. 2005, Kristjana Guðrún, f. 1912, d. 1952. Alsystkini Katrín f. 1922, Ragnar Bergur f. 1925. Hálfsystkini samfeðra. Móðir Jóni Karlssyni, f. 1948, dóttir þeirra er Ásta Margrét, barna- barn eitt. 3) Arnþrúður, f. 1950, gift Sveini Magnússyni, f. 1951. 4) Hermann, f. 1954, giftur Berg- þóru Sveinsdóttur, f. 1959, þau skildu. Börn hans Guðrún Lilja, Elín, Steingrímur Jón og Svan- hildur Helga. Barnabörn hans eru sex. Elín ólst upp í Reykjavík, hún vann ýmis störf frá fermingu, við kaupavinnu, matreiðslu og framleiðslu. Hún nam kjólasaum hjá þýskri konu, frú Ottosson, konu Hendriks Ottóssonar út- varpsmanns. Hún bjó á Akureyri 1940-1945, þar sem hún lærði kápu- og dragtarsaum hjá Bern- hard Laxdal og vann síðan við saumaskap og kennslu hjá Kven- félagasambandi Eyjafjarðar. Jón og Elín bjuggu fyrstu búskapar- árin á Siglufirði en stunduðu síð- an búskap í Sléttuhlíð og í Fljót- um. Þau fluttu til Reykjavíkur 1957 og síðan í Kópavog 1959. Elín starfaði við kennslu, leik- búningasaum og fatahönnun eft- ir að þau fluttu suður. Jón starf- aði sem verkstjóri hjá Almenna byggingafélaginu, þar til hann tók við sem svæðisvörður á Keldnaholti 1974 og tók Elín þá að sér að reka kaffistofu á Ran- sóknarstofu byggingariðnaðar- ins samhliða kennslu í þjóðbún- ingasaumi hjá Heimilisiðnaðarskólanum, þar sem hún vann að endurreisn ís- lensku þjóðbúninganna. Eftir að þau fóru á eftirlaun bjuggu Jón og Elín á Furugrund í Kópavogi. Elín hafði fallega rödd og söng með Kantötukórnum á Ak- ureyri. Hún var gerð að heið- ursfélaga Heimilisiðnaðarfélags Íslands þegar hún var 90 ára fyr- ir framlag sitt til varðveislu ís- lenskrar búningahefðar. Hún flutti 2008 í sambýlið í Gull- smára, en bjó síðan á Hrafnistu í Kópavogi síðustu árin. Útför Elínar fer fram í dag, 5. desember 2013, frá Fossvogs- kirkju, og hefst athöfnin kl. 15. Arnþrúður Bjarna- dóttir, f. 1898, d. 1955. Bjarni, f. 1926, d. 2006, Þórð- ur, f. 1928, d. 2007, Erlingur, f. 1929, d. 2002, Arnhildur, f. 1931. Elín giftist árið 1945 Jóni Her- mannssyni búfræð- ingi og verkstjóra, f. 19.2. 1920, d. 19.10. 1993. Foreldrar hans voru Hermann Steinn Jónsson, bóndi og smiður, f. 25.8. 1895, d. 1.6. 1966, og kona hans, Petra Stef- ánsdóttir, f. 8.7. 1895, d. 1.6. 1966. Börn Jóns og Elínar eru 1) Elínbjört, f. 1947, gift Tryggva Páli Friðrikssyni, f. 1945. Börn þeirra eru Margrét Vilborg, Elín og Friðrik, barnabörnin eru sex. 2) Petra, f. 1948, gift Kristjáni Viltu ekki fá þér meira að borða, vinur minn? Spyrjandinn var Elín Jónsdóttur, síðar tengda- móðir mín. Atvikið átti sér stað þegar ég hitti hana fyrst fyrir rúmum 45 árum. Hún hafði boðið mér í mat og hafði greinlega áhyggjur af að ég fengi ekki nóg. Mér hefur ávallt fundist þessi orð vera lýsandi fyrir Elínu og viðmót hennar til fjölskyldu og vina. Um- hyggja, æðruleysi, fróðleiksfýsi, dugnaður, nýtni og ekki síst skyn- semi einkenndu líf hennar allt. Hún sýndi fjölskyldu og vinum endalausa umhyggju, var með þeim í sorg og gladdist með þeim þegar vel gékk. Hún tók erfiðu stundunum með æðruleysi og huggaði þá sem minna máttu sín. Elín reyndi að sækja sér nýjan fróðleik á hverjum degi og hún var víðlesin. Ung lærði hún fatasaum og stundaði kennslu á Norður- landi. Eftir að hún kynntist eig- inmanni sínum, Jóni Her- mannssyni búfræðingi, settust þau að á Siglufirði og þar fæddist elsta barnið. Síðar fluttu þau yfir í Fljótin og stunduðu þar búskap um árabil. Þar fæddust þrjú börn til viðbótar. Á þeim árum reyndi mikið á dugnað Elínar og Jóns og eiginleikar hennar til að nýta sem flesta hluti komu sér vel. Hún útbjó hollan og góðan mat úr ýmsu sem öðrum datt ekki í hug að nýta. Vann afurðir úr mjólk, fiski, fugli og búfé. Allt var nýtt sem hægt var og hún saumaði sjálf föt á fjölskylduna. Þetta voru erfiðir tímar, en börnin nutu sveitalífsins vel. Þegar fjölskyldan fluttist í Kópavog breyttist margt. Jón var eftirsóttur verkstjóri og stýrði ýmsum verkefnum, stund- um út á landi. Elín vann að ýmsum verkefnum svo sem fata- og bún- ingahönnun og kennslu. Eitt af því varðaði endurreisn íslenska þjóð- búningsins og þar vann hún merkilegt starf sem fáum er kunn- ugt um. Fyrir það var hún heiðruð sérstaklega og gerð að heiðurs- félaga Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands. Kannski var skynsemi einn stærsti kosturinn við þessa frá- bæru konu. Hún var fljót að átta sig á hvað var hægt að gera og hvað ekki átti að gera og að skilja hismið frá kjarnanum. Ég held að það hafi verið tvennt sem hún um- bar ekki, annað var hræsni og hitt heimska. Hún ræddi til dæmis lít- ið um stjórnmál, en hafði ómælda ánægju af að njóta góðra lista. Að- eins tveimur dögum fyrir andlát Elínar komu tæplega 100 ættingj- ar hennar og vinir saman til að halda upp á 95 ára afmæli hennar. Þetta var ómetanleg stund fyrir okkur öll. Það eru mikil forréttindi að fá að kynnast konu eins og El- ínu Jónsdóttur og fyrir það hef ég ávallt verið þakklátur. Síðustu ár- in dvaldi Elín á Hrafnistu í Kópa- vogi í góðu yfirlæti. Fjölskyldan færir starfsfólkinu sem annaðist hana innilegar þakkir fyrir góða umönnun. Tryggvi P. Friðriksson. Vinsamleg tilmæli Ég veit – er ég dey – svo að verði ég grátinn, þar verðurðu eflaust til taks. En ætlirðu blómsveig að leggj́á mig látinn, - þá láttu mig fá hann strax. Og mig eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja, í annála skrásetur þú; og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja, en – segðu það heldur nú. (Bjarni Lyngholt) Þetta kvæði er í takti við lífs- skoðun ömmu minnar, hún hafði rammað það inn og hengt á vegg. Lífið var nefnilega núna og svo dýrmætt að við urðum að nota hverja einustu stund. Ég get þó ekki annað en óhýð- nast og skrifað um hana nokkur orð. Mér til málsbóta get ég sagt að ég sagði henni hversu mikils ég mat hana, ekki bara einu sinni heldur oft. Ég bjó meira að segja til heiðursskjal þegar ég var ung- lingur þar sem ég taldi upp alla hennar kosti. Hún hengdi það upp við hlið ljóðsins. Og hún var einn mesti snillingur sem ég hef kynnst og mín helsta fyrirmynd í lífinu. Hún kenndi mér að það er allt mögulegt. Hún fæddist í miðri spænsku veikinni, að nýloknu Kötlugosi og var danskur ríkis- borgari í eina viku. Var pínulítil en þó svo stór. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var amma klárari en flestir. Hún las og gat bjargað sér á nokkrum tungumálum, var vel lesin og fróð og hafði áhuga á bókmenntum og listum. Og hún gat alla skapaða hluti og gerði þá betur en flestir. Einu sinni sagði hún mér frá því þegar hún var komin með hóp af konum sem höfðu lært að sauma íslenskan búning. Spurt var hvernig þær áttu að verð- leggja þjónustuna. „Verum bara alveg sanngjarnar og rukkum það sama og trésmiðir,“ sagði amma. Konunum þótti fáránlegt að rukka karlmannslaun fyrir saumaskap en amma náði sínu fram og fólk borgaði með glöðu geði. Afi og amma bjuggu og störf- uðu að Keldnaholti þegar ég var krakki. Nú er það í miðjum Graf- arvoginum en þá var þar sveit þar sem afi var með hesta og hægt var að fara í berjamó og labba niður í fjöru. Þegar þau fluttu í Furu- grundina var styttra fyrir okkur systkinin að heimsækja þau og þangað var alltaf hægt að leita, hvort heldur sem heimurinn var grimmur eða hamingjan ríkjandi. Orðið „gráupplagt“ var í uppá- haldi hjá ömmu. Ég man vart eftir að hafa heyrt nokkurn annan segja það og það finnst ekki í orða- bók. En það var svo margt sem henni fannst alveg hreint gráupp- lagt og þá var ekki eftir neinu að bíða. Þegar við barnabörnin vor- um svöng fannst henni gráupplagt að kenna okkur að baka lummur. Það skipti engu þótt við værum bara fjögurra, fimm ára, hún náði bara í koll til að standa á. Það var líka gráupplagt að vaka heila sum- arnótt í góðu veðri til að sjá sólina setjast og rísa svo upp aftur, hlusta á kyrrðina og spóann vella í dögun. Og auðvitað var gráupp- lagt að búa til fiðrildi og blóm úr konfektbréfum og brúður úr gömlum sokkum. Líka að gera fimleikakúnstir á handriði, jóga- stöður á túninu og að dansa charleston í stofunni. Henni fannst líka gráupplagt að gefa mér uppáhaldsbækurnar sínar. Hún vissi að þær yrðu lesnar. Fyrir allt þetta og svo miklu meira til er ég óendanlega þakklát. Margrét Tryggvadóttir. Elín leit dagsljósið mánuði fyrir jól 1918 og bætti gjarnan við er hún nefndi fæðingarár sitt að það hefði verið frostaveturinn mikla. Ég slæ því föstu að sterkbyggð og hraust hafi hún verið frá náttúr- unnar hendi, þrátt fyrir þrálátt magasár sem hún lærði að lifa með og hagaði hún mataræði sínu í takt við það. Hún lagði mikla áherslu á græmneti í fæði sínu, fékk ég uppskrift að kjötsúpu að hætti Elínar. Til að forðast fituna þá sauð hún kjötið til hálfs degi áð- ur en súpan var á borð borin, fleytti storknaða fituna af, bætti grænmeti við svo súpan yrði æti- leg fyrir hennar veika maga. Elín minntist þess er hún lítil telpa bjó með foreldrum sínum á Korpúlfsstaðabúinu þegar at- hafnamaðurinn Thor Jensen var að byggja þetta stóra hús. Móðir hennar matráður og faðirinn bú- fræðingur þar á staðnum. Gaman var að heyra hana tala um þessa tíma er þau bjuggu í tjöldum en matseldin fór einnig fram í tjaldi. Hún lítil hnáta að skoppa um þar sem fólk í dag gengur með golfsett og slær bolta. Elín var hög í hönd- um, lipur með nál og spotta og réð sig til að halda sauma- og sníða- námskeið fyrir konur á Norður- landi. Myndræn lýsing hennar á því er henni var skutlað úr bát uppá bryggju í aftakaveðri dúðuð í vetrargalla. Maður sem tók á móti henni sagði eitthvað á þá leið þeg- ar hann sá þessa ungu fíngerðu konu: „Ert þú komin til að kenna? Það hlýtur að vera töggur í þér, ég hélt að ég væri að ná í veigameiri maddömu.“ Það reyndist rétt, því svo miklar voru vinsældirnar að hún fór víða í þessum erindagjörð- um. Þá barst talið að saumum á ís- lenska þjóðbúningnum. Elín tók til sinna ráða og hóf að kenna þá list sem slíkur saumaskapur er, en á ákveðnum tímum voru höft á innflutningi á erlendu ullarefni, Jónas frá Hriflu ákvað, ef svo má segja, að íslenska Gefjunar-ullar- efnið væri nægjanlega gott til brúks. Það var, að Elínar sögn, al- gjör ómynd því efnið þyrfti að vera af vissum gæðum svo hægt væri að sauma og sníða rétt, auk þess sem ekki mætti kasta til hendi við gerð þjóðbúninga. Hún, ásamt Elínbjörtu dóttur sinni, unnu síðar þrekvirki í að koma upp réttum sniðum og lagi á bún- inganna. Starf þeirra við kennslu hjá Íslenskum heimilisiðnaði er ómetanlegt framlag til íslenskrar menningar og handverks. Þær voru flottar mæðgurnar sem skörtuðu vel gerðum íslenskum búningi þegar tjalda átti sínu fín- asta. Haft var eftir Elínu: „Maður skvettir ekki upp rassinum þegar kona klæðist þjóðbúning, þessu fallega stássi á að íklæðast með reisn og sýna viðeigandi virðingu.“ Börnin voru ólöt við heimsóknir til hennar er hún dvaldi í sambýl- inu Gullsmára þar sem ég kynnt- ist henni, rétt áður en hún flutti inn var hún nýbúin að halda uppá stórafmæli. Elín fagnaði 95 ára af- mælisdegi sínum helgina áður en hún á mánudeginum fór í sína hinstu för. Flutningurinn milli heimanna hefur verið snurðulaus og átakalítill þegar hún sofnaði svefninum langa, þar sem þeir sem á undan eru gengnir hafa fagnað heimkomu litríkrar kjarnakonu sem skilað hafði löngu dagsverki. Faðir ég fel þér vitund mína, og frjáls fer um forna slóð. Feginn finn ljúfa návist þína, fara um sem elska góð. Þú ert ljósið og líknin sem gefur, og lyktar og brosir sem rós. Í þér er heimur sem ann og hefur hurð himna í hendi og ljós. (Jóna Rúna) Blessuð sé minning Elínar Jónsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Elín Jónsdóttir ✝ Sveinn Jó-hannsson, múr- ari og trommari, fæddist á Akranesi 13. febrúar 1929. Hann lést á öldr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði 22. nóv- ember 2013. For- eldrar hans voru Jóhann Bergur Guðnason, trésmið- ur á Haukabergi, húsasmiður á Akranesi, síðar byggingafulltrúi Akraness, lengi slökkviliðsstjóri á Akranesi og organisti, fæddur á Kolviðarhóli í Ölfusárhreppi 1894, lést á Akranesi 29. ágúst 1964, og Sigríður Kristín Sigurð- ardóttir (Welding), söngkona í kór Akraneskirkju og verka- kona, fædd á Akranesi 8. ágúst 1903, lést 27. desember 1974. Sveinn á einn bróður, Ríkharð Jóhannsson, f. 14.september hún fjögur börn og tvö barna- börn. 4. Margrét Sveinsdóttir, f. 23. ágúst 1958. Á hún einn son og fjögur barnabörn. 5. Bjarni Jón Sveinsson, f. 19. júní 1960. Í sambúð með Elzbieta Pawluc- zuk. Á hann einn son. 6. Berglind Sveinsdóttir, f. 20. apríl 1963. Gift Pálma Ólafi Árnasyni. Á hún fjögur börn og fjögur barna- börn. 7. Sveinbjörg Sveinsdóttir, f. 14. júlí 1964. Gift Kristni Hall- dórssyni, á hún fjögur börn og tvö barnabörn. Sveinn starfaði hjá HB og CO á Akranesi fyrst á sínum starfsferli en svo um síð- ustu 40 árin við múrverk. Hann hefur spilað á trommur með ýmsum, meðal annars E.F. Kvartettinum, Hljómsveit Kalla Bjarna o.fl. Nú seinast spilaði hann undir með Harmonikku- hljómsveit Reykjavíkur. Sambýliskona Sveins í um 25 ár eða til dauðadags hennar var Karlotta Jónbjörg Helgadóttir, f. 30. mars 1928, d. 22. júní 2008. Framan af bjuggu þau í Reykja- vík en höfðu flutt sig um set til Sauðárkróks Útför Sveins fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 5. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 14.00. 1926, og býr hann í Búðardal. Fyrrver- andi eiginkona Sveins var Elsa Björnsdóttir og eiga þau einn son, Jóhann Kiesel, f. 27. maí 1951. Eig- inkona hans er Vig- fúsína Pálsdóttir og eiga þau sex börn og fimm barnabörn. Seinni eiginkona Sveins var Ingibjörg Bjarney Kristjánsdóttir, f. 9. nóvember 1932 á Ísafirði, d. 4. maí. 2008. Börn þeirra eru: 1. Helgi Krist- ján Sveinsson, f. 26. október 1953, d. 8. júlí 2011. Átti hann fjögur börn og þrjú barnabörn. 2. Guðmundur Sigurður Sveins- son, f. 31. maí 1955. Í sambúð með Öldu Kolbrúnu Haralds- dóttur, á hann þrjú börn og sjö barnabörn. 3. Sigríður Kristín Sveinsdóttir, f. 15. maí 1957. Á Elsku pabbi, það er erfitt að setjast niður og skrifa mína hinstu kveðju til þín. Þegar þú fluttir hingað til okkar vestur á Ísafjörð ætlaði ég að endurnýja kynni okkar, en það varð ekki langur tími hjá okkur. Þegar- mamma og þú skilduð var ég bara lítil 5 ára stelpa og var frek- ar lítið um samband hjá okkur, en þú leyfðir okkur alltaf að gista hjá þér þegar við komum til Reykjavíkur. Svo þegar þú fluttir vestur eftir að mamma og Karlotta létust með stuttu milli- bili, ætlaði ég að kynnast þér betur en þá byrjaðir þú að veikj- ast. Ég reyndi að vera dugleg að koma oft, taka þig í bíltúr og kaupa ís, því það var það besta sem þú vissir um, baðst alltaf um að ég mundi keyra á bensínstöð- ina og kaupa ís. Við áttum marg- ar góðar stundir saman en þú veiktist alltaf meir og meir, hættir að þekkja mig og vildir ekki fara út af öldrunardeildinni og oft sat ég bara hjá þér þótt ekkert væri talað. Það var erfitt að horfa upp á þig hverfa svona en ég veit að þú ert kominn til þeirra sem biðu þín. Elsku pabbi, við erum ævinlega þakk- lát fyrir að hafa átt þig að og ég er fullviss um að þínir vernd- arenglar taka vel á móti þér. Ljúf er þín minning, elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað, hvíl í friði. Vil ég þakka góðu fólki á öldr- unardeild fjórðungssjúkrahúss- ins á Ísafirði. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Kveðja, þín dóttir, Sveinbjörg Sveinsdóttir, og fjölskylda Sveinn Jóhannsson fæddist á Akranesi 13. febrúar 1929 og var yngri sonur hjónanna Jóhanns B. Guðnasonar og Sigríðar Kristínar Sigurðardóttur. Mínar fyrstu minningar voru þær að hann var mikið í músík, því hann byrjaði að spila upp úr fermingu. Eldri bróðir hans, Ríkharður, var líka í músíkinni og báðir í sömu hljómsveitinni. Upp úr fermingu keypti ég fyrsta trommusettið og sá hann um það, en hann kenndi mér lítið á trommurnar. Á sextánda ári skildu foreldr- ar mínir og upp úr því var lítið samband á milli okkar barnanna og hans. Ég bauð honum heim á jólum eftir að ég byrjaði að búa og elsta barnið mitt kallaði hann afa bomb bomb, því að það hitti hann stundum þar sem hann var að æfa með hljómsveit Kalla Bjarna á Akranesi. Fljótlega upp úr því flutti hann til Reykjavíkur og þá minnkuðu samskiptin enn frekar en þar átti hann heima í um tutt- ugu ár, en þá flutti hann til Sauð- árkróks. Hann var í nokkra daga á Akranesi, þar hitti ég hann og sagði hann mér þá að hann vildi fara til Ísafjarðar og var hann þar í sex ár, eða þar til hann lést, 22. nóvember sl. Hann bjó með konu er hét Ragga, en hún lést á Sjúkrahúsi Akraness. Síðar kynntist hann annarri konu, Karlottu Least, en hún lést árið 2007. Hann varð 84 ára og síðustu sex árin var hann á Sjúkrahúsi Ísafjarðar og var þá kominn með Alzheimer. Guðmundur Sigurður Sveinsson. Sveinn Jóhannsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.