Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Til sölu sófi Mjög vel með farinn og þægilegur sófi til sölu. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 842 5620. Kristal ljósakrónur, kristal glös og vasar. Sérpöntum ljósakrónur Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Fyrirtæki Aðalfundur Hótel Flúða ehf. Aðalfundur Hótel Flúða verður á hótelinu 19. desember næstkomandi kl. 13.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Hækkun og lækkun hlutafjár. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Útsala á vetrardekkjum 135 R 13 kr. 5900. 165 R 13 kr. 6.900. 155 R 13 kr. 7.900. 165/70 R 13 kr. 7.900. Negld + kr. 2000. Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, sími 5444 333. Ragga vinkona mín var flott kona sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Teinrétt í baki, bar höf- uðið hátt og geislaði af glæsileika. Hún var einstakur fagurkeri og þótti ekkert leiðinlegt að fara í fata- og skókaup. Þéttingsfasta faðmlagið hennar, kossinn á kinnina og sindrandi brosið eru nú vanalega varðveitt í minninga- bankanum. Við lögðum helling inn í þann banka sameiginlega og mér er ljúfsárt að rifja upp allt sem við höfum gert saman á lífs- leiðinni. Óteljandi símtölin, spjallið í eldhúsinu yfir kaffibolla, strákamömmupælingar, sem voru oft á tíðum mjög fróðlegar, hún að gefa mér góð ráð hvernig best væri að haga hlutunum. Skíðaferðirnar okkar voru ótrú- lega skemmtilegar svo ég tali nú ekki um golfið sem henni tókst loksins að draga mig í. Dásemd- arstundirnar okkar í Leirunni eru og verða ógleymanlegar. Það þurfti ekki mikið til að gleðja okkur, bara eitt par eða svo. Það er undarlegt að tíminn skuli halda áfram að tifa og Ragga ekki lengur á meðal okkar. Nú reyni ég, í anda Röggu minnar, að bera höfuðið hátt og brosa gegnum tárin. Ég hugsa stöðugt með inni- legri hlýju til minnar kæru vin- konu og ég veit að ég mun ætíð sakna hennar sárlega. Megi hún fara í friði. Halldís Jónsdóttir. Hver er tilgangur með þessu jarðlífið? Þessari spurningu höf- um við velt fyrir okkur síðustu daga á meðan við reynum að skilja hvers vegna ung kona í blóma lífsins er hrifin frá elsku- legum eiginmanni og þremur myndardrengjum. Sorg og sökn- uður er mikill. Við munum vel hvenær Alli kynnti Röggu tilvonandi eigin- konu sína fyrir okkur. Það sást strax að þau áttu vel saman, voru myndarlegt og ástfangið par. Ragga var glæsileg og hafði góða nærveru. Hún var ákveðin og gat verið föst fyrir, en var fyrst til að biðjast fyrirgefningar ef hún taldi sig hafa sært tilfinn- ingar annarra. Hún var afar næm og þakklát ef henni var greiði gerður. Margar minningar streyma fram og erfitt að taka eina fram yfir aðra. Í hugann kemur þó ljóslifandi minning um aðfanga- dagskvöld 2011. Við hittum Röggu, Alla og strákana í Flórída ásamt frændfólki Röggu og borð- uðum saman jólakvöldverð á veit- ingahúsi, sú kvöldstund var ómetanleg og mun seint líða úr minni vegna þess hve samveran þetta kvöld var bæði yndisleg og notaleg í senn. Ragga og Alli voru samrýnd hjón, sem sást best í veikindum Röggu, þau börðust saman af æðruleysi, staðráðin í að komast í gegnum mótlætið sem fylgdi veikindunum. Þrátt fyrir harða baráttu varð Ragga að lokum að lúta í lægra haldi og nú standa Alli og drengirnir þrír eftir og syrgja eiginkonu og móður. Elsku Alli, Ragnar Gerald, Ar- on Ingi og Hrannar Már, Ragnar Gerald, Guðrún og systkini Röggu, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning Ragnheið- ar Guðnýjar Ragnarsdóttur. Ásdís og Þorgrímur St. Hetja er það sem kemur upp í hugann þegar sest er niður til að skrifa þessa grein. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með þér í gegnum baráttuna og þó að henni sé lokið þá höfum við aldrei áður upplifað aðra eins þrautseigju. Höggin voru þung en ávallt stóðst þú upp aftur og fórst skipulögð inn í næstu lotu. Það lýsir þér best að þó þú sért farin þá eru enn uppi á töflu í eldhúsinu plönin fyrir næstu meðferð, þú varst ekkert að fara að gefast upp. Drengirnir þínir og Alli fara með þetta veganesti inn í lífið og við gerum allt sem í okkar valdi er til að styðja þá og styrkja á þessum erfiðu tímum. Okkar líf hefur fléttast saman sl. 25 ár í gegn um íþróttir, barneignir, ferðalög og ótal samverustundir en umfram allt mikla og sterka vináttu og eru dagarnir sem við áttum saman í Boston í október sl. ómetanlegir. Elsku Alli, Ragnar Gerald, Ar- on Ingi og Hrannar Már, missir ykkar er mikill en minning um flotta konu og frábæra móður lifir í gegnum ykkur. Megi Guð geyma ykkur alla, einnig sendum við innilegar samúðarkveðjur til Ragga, Guðrúnar, Ingu Birnu, Einars, Árna og fjölskyldna þeirra. Falur og Margrét. Í dag kveðjum við Röggu, okk- ar góða starfsfélaga og vin með miklum söknuði. Ragga hafði átt við erfið veikindi að stríða sem hún hafði barist við af miklum hetjuskap. Baráttuvilji hennar kom okkur ekki á óvart og jafnvel á hennar erfiðustu tímum talaði hún um að snúa aftur til vinnu. Það er sárt til þess að hugsa að hún mun ekki framar ganga hnar- reist og glæsileg inn í skólann okkar þar sem hún starfaði sem deildarstjóri og enskukennari. Röggu var afar annt um skól- ann sinn, starfsfólkið og ekki síst nemendur sína. Störf hennar ein- kenndust af fagmennsku, metn- aði, skipulagi og vandvirkni. Hún var gagnrýnin á eigin störf og skólastarfið almennt og leiddu kröfur hennar um vönduð vinnu- brögð gjarnan til úrbóta. Að sama skapi var hún iðin við að hrósa fyrir það sem vel var gert. Árangur og orðstír skólans var henni ákaflega hugleikinn. Ragga var kraftmikil, drífandi og hafði sterka nærveru. Hún var gjarnan driffjöðrin í verkefnum sem unnin voru í þágu alls skól- ans eða snéru að starfsmanna- hópnum. Hún leiddi til að mynda þá vinnu sem unnin var í tengslum við Uppbyggingar- stefnuna sem einkennir skóla- brag Heiðarskóla. Iðulega tók hún þátt í að skipuleggja náms- ferðir starfshópsins og lét sig sjaldan vanta í hverslags glens og gleðskap, jafnvel þó að búningar og þemu væri henni nú ekki mjög að skapi. Fátt var henni óviðkom- andi, á flestu hafði hún sterkar skoðanir og þeim varð sjaldan haggað enda var Ragga ákveðin kona og fylgin sér. Á þeim stutta tíma sem hún starfaði sem deild- arstjóri blómstraði hún en í því starfi reyndist hún nemendum og starfsfólki afar vel og vildi gera sitt allra besta. Ragga bar hags- muni nemenda sinna fyrir brjósti og þótti ákaflega vænt um þá. Hún gerði kröfur til þeirra og lagði sig fram við að undirbúa þá vel fyrir lífið að loknu grunn- skólanámi. Hún sýndi nemendum sínum mikinn áhuga, hlustaði á skoðanir þeirra og bar tillögur þeirra eða vangaveltur gjarnan á borð annarra kennara og stjórn- enda. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í starfsmannahóp Heiðarskóla. Við spyrjum okkur spurninga og reynum að skilja en fátt er um svör eða ásættanlegar niðurstöð- ur. Af Röggu höfum við lært mik- ið og munum reglulega minna okkur á að fagna hverri sólarupp- rás, takast heilshugar á við áskoranir og verja tíma í lítil sem stór verkefni lífsins. Við þerrum tár af hvörmum með „Rögguklút- um“, sem hún þurfti nauðsynlega að hafa við hönd á tilfinninga- þrungnum útskriftarathöfnum 10. bekkinga. Við yljum okkur við minningar um einstaka konu sem brosti svo fallega, hló hátt og innilega og var ávallt svo yfir- máta glæsileg. Alberti, Ragnari Gerald, Aroni Inga, Hrannari Má og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna Heið- arskóla, Sóley Halla, Haraldur, Bryndís Jóna og Steinunn. Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir Einhvers staðar heyrði ég því fleygt að harmleikur væri mun- urinn á því sem er og því sem hefði getað orðið. Þessi orð hafa leitað á hugann síðustu daga, vitandi vits um að það sem var kemur aldrei aftur. Vitandi það að ég muni aldrei aftur heilsa pabba mínum, fá faðmlag, gefa faðmlag, að við munum aldrei aftur velta saman vöngum yfir nýrri og gamalli tónlist, sækja saman sjó, reyna okkur við sil- ung í Veiðivötnum, dásama dýrðina á reginöræfum, fussa yfir klækjum stjórnmálamanna og vera annars sammála um það hvað lífið getur verið ljúft. Það er þyngra en tárum taki að héð- an í frá séu þessi ljúfu augnablik aðeins minningar um það sem var. Pabbi minn kenndi mér margt. Það er broslegt til þess að hugsa að á unglingsárum hafi mér fundist margt af því næst- um því óþægilega praktískt og viðeigandi, enda kunni hann og gat einhvern veginn allt. En um- fram allt kenndi hann mér að Þorbjörn Rúnar Sigurðsson ✝ Þorbjörn Rún-ar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1945. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. nóvember 2013. Útför Rúnars fór fram frá Fossvogs- kirkju 3. desember 2013. vera þakklátur fyr- ir það sem okkur er gefið, tækifærin sem falla okkur í skaut og þær gjafir sem við getum sjálf gefið, en sýta ekki það sem aldrei get- ur orðið. Þannig ætla ég líka að heiðra minningu hans og ég finn að það gerir mér auð- veldara að ganga til móts við nýjan heim sem við mér blasir við fráfall hans. Það er líka margt að þakka fyrir. Ég er þakklátur fyrir að hafa mátt eiga hann fyrir pabba, þakklátur fyrir allt verkfæraglamrið, myndatökur af fjölskyldunni við hin ýmsu tilefni, endalausa um- hyggjuna fyrir velferð minni og fjölskyldu minnar, reddingarnar, veiðiferðirnar, glettin augnatillit, niðurbældan hlátur og það að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti. Það er vissulega huggun í þeirri trú að góðir menn njóti á efsta degi ávaxtanna af verkum sínum og náungakærleika í jarð- vistinni. Sé það rétt þá þarf pabbi minn engu að kvíða. Haraldur. Tíminn sleppti taki 23. nóv- ember sl. Rúnar hafði dvalist stuttan tíma á líknardeild Land- spítalans þegar kveðjustundin rann upp. Sagt er um suma að þeir hafi sterka og hlýja nærveru. Það á svo sannarlega við um Rúnar. Hann var líka kátur og skemmtilega stríðinn – kom manni í gott skap. Mér er minn- isstætt þegar ég hitti Rúnar í fyrsta skipti, brosmildur en þá var hann að skila skvísunni sinni heim á Þórsgötuna ungur að ár- um. Skvísan og síðar eiginkona, var auðvitað Kristrún frænka mín. Parið var að koma af balli, bæði rjóð í vöngum og uppá- búin. Hann í dökkum jakkaföt- um og ljósri skyrtu en hún í kjól með víðu pilsi. Hárgreiðslan var líka í takt við tímann. Hann með dökkt hárið greiðugreitt aftur „í stellingu“ og hún með undurfag- urt ljóst englahárið eilítið túber- að, toppur og lokkar fram á vangana. Þetta var „cool“ par. Tvistið var í algleymingi á þess- um árum. Ósjálfrátt tengi ég alltaf ákveðið lag við þetta augnablik „Let́s twist again“ með Chubby Checker en Krist- rún og Rúnar voru annálaðir og verðlaunaðir tvistarar. Þau stigu því örugglega sporin í kirkju- brúðkaupi í Dómkirkjunni nokkrum árum síðar. Fjölskyld- an stækkaði síðan og dafnaði. Tveir synir sáu dagsins ljós, tengdadætur bættust í hópinn svo og fimm barnabörn. Þetta var föngulegur hópur og hélt þétt saman. Rúnar var í essinu sínu með fjölskyldunni. Mikið var ferðast saman, m.a. farið í Veiðivötn sl. 10 ár. Þá eru mér í fersku minni jólaboðin hjá móðursystur minni Guðrúnu og tengdamóður Rún- ars. Fjölskyldan hittist á jóladag sem var um leið afmælisdagur Rúnars. í þéttsetinni stofunni var það alltaf pottþétt að setjast næst Rúnari. Hann átti það nefnilega til að gantast og láta lítillega reyna á þolrifin í manni. Þetta var skemmtileg ögrun sem endaði að vísu alltaf með glensi og gamni. En… „Tíminn líður hratt þeg- ar okkur líður vel. Við vitum varla af honum – Það er svo skemmtilegt“. Eitthvað á þessa leið komst Rúnar að orði við mig í fermingarveislu barna- barns síns í byrjun aprílmán- aðar. Hann hafði þá nýlega fengið greiningu á alvarlegu heilsufari sínu. Við stóðum upp við vegg í stofunni og horfðum yfir allan hópinn og það birti yf- ir honum þegar hann sagði: „Mikið er ég ríkur og sjáðu hana Kristrúnu, hún er eins og ung stelpa – og líttu svo á mig“. Andartak leið. En þá fór hann að skellihlæja – Rúnari líkt. Að endingu vil ég þakka Rúnari innilega fyrir samfylgd- ina – skemmtilegan tíma sem að ég hefði ekki viljað missa af. Þá votta ég Kristrúnu og fjöl- skyldu, mína dýpstu samúð. Helga Magnúsdóttir. Kaffihúsaferðirnar okkar undanfarin misseri voru fjöl- margar og ekki alltaf farið á sama stað. Alltaf fundir upp nýir staðir til að fara á, ekki Sigurbjörg Sveinsdóttir ✝ SigurbjörgSveinsdóttir fæddist í Þorsteins- staðakoti, Lýtings- staðahreppi, 26. mars 1919. Hún andaðist á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 18. nóvember 2013. Útför Sig- urbjargar fór fram frá Neskirkju 29. nóvember 2013. var síðra að vera í kaffi með þér í Lönguhlíð, hjá því góða fólki sem þar er. Elsku mamma, þakka þér fyrir samfylgdina. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Kristín Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.