Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 ✝ RagnheiðurGuðný Ragn- arsdóttir fæddist í Keflavík 22. sept- ember 1969. Hún lést á Landspít- alanum 22. nóv- ember 2013. For- eldrar hennar eru Ragnar Gerald Ragnarsson f. 6. apríl 1948 og Guð- rún Árnadóttir f. 26. október 1948. Systkini Ragn- heiðar eru Inga Birna f. 9. mars 1972, Árni f. 27. ágúst 1978 og Einar f. 9. apríl 1980. Þann 18. maí 1996 giftist Ragnheiður Guðný Alberti Óskarssyni f. 13. júní 1968. Foreldrar hans voru Óskar Ingibersson f. 1 júlí 1923, d. 26. maí 2011 og Hrönn Torfa- dóttir f. 12.desember 1929, d. vegum AFS til Minnesota í Bandaríkjunum árið 1987-1988. Að stúdentsprófi loknu vann hún sem leiðbeinandi í Myllu- bakkaskóla í eitt ár en hóf svo nám í Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 8. júní 1996. Ragnheiður og Albert fluttu til Daytona í Florida ásamt eldri drengjum sínum þar sem Albert stundaði nám í flug- virkjun árin 1997-1999. Þegar fjölskyldan kom heim hóf Ragn- heiður störf við Heiðarskóla í Keflavík sem grunnskólakenn- ari en varð síðan deildarstjóri yngri deildar árið 2012. Ragn- heiður sat í stjórn félagsins Uppbygging sjálfsaga – Uppeldi til ábyrgðar. Þau voru alla tíð búsett í Keflavík fyrir utan árin þeirra í Florida. Ragnheiður Guðný og Albert stofnuðu fyr- irtækið GMT ásamt Arnari Skúlasyni og Magnúsi Gunn- arsyni og konum þeirra árið 2007. Útför Ragnheiðar fer fram frá Keflavíkurkirkju 5. desember 2013 og hefst athöfn- in kl. 13.00. 21. desember 2006. Ragnheiður Guðný og Albert eign- uðust þrjá drengi, Ragnar Gerald f. 1. ágúst 1993, Aron Inga f. 15. febrúar 1995 og Hrannar Má f. 6. júlí 2003. Eldri drengirnir stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en sá yngsti er í Heiðarskóla. Ragn- heiður Guðný ólst upp í Keflavík og hóf skólagöngu í Myllu- bakkaskóla. Að loknu grunn- skólaprófi í Holtaskóla lá leið hennar í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja þaðan sem hún útskrif- aðist sem stúdent árið 1990. Hún gerði hins vegar hlé á námi sínu og fór sem skiptinemi á Það eru bara góðar minningar sem koma í huga okkar þegar við hugsum til baka til bernsku- og unglingsára dóttur okkar og það er svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningarorð um elsku Ragnheiði okkar sem er fallin frá alltof ung. Glæsileg ung kona og dóttir sem stóðst allar þær vænt- ingar sem nokkurt foreldri getur hugsað sér að hafa til barna sinna. Við erum ákaflega þakklát að hafa fengið að eiga þessi ár með henni og höldum áfram að vera með henni í huganum alla tíð. Um leið og þessi orð eru skrifuð hlustum við á lagið Tvær Stjörnur eftir Megas, en við mæðgur hlustuðum á Valdimar flytja það svo eftirminnilega á Ljósanótt, það er viðeigandi því þú hefur alltaf verið skínandi stjarna og heldur því áfram á komandi árum. Þú varst góð og umhyggjusöm móðir og eigin- kona og vildir allt það besta fyrir drengina þína og heimili þitt ber vott um smekkvísi. Þú varst vina- mörg og kom það vel í ljós þegar veikindi þín urðu það alvarleg að þú þurftir að leggjast inná spít- ala. Ættingjar og vinir sáu til þess að þú værir aldrei ein og sátu hjá þér dag sem nótt. Elsku Ragnheiður Guðný okkar, við vit- um að þér líður betur og allar kvalir á bak og burt, þú varst ein- stök hetja sem barðist fram á síð- ustu stundu við þann ógnvald sem krabbameinið er. Þú kvart- aðir ekki þótt aldrei fengir þú góð tíðindi en varst alltaf staðráðin í því að sigra í þessari baráttu og sennilega hafa fæstir vitað hversu veik þú í raun varst. Við dáðumst að þér og öll héldum við í vonina um að bati fengist að lok- um, því það var ýmislegt sem þú og Alli þinn voru samtaka um að gera til þess að reyna að vinna sigur og halda áfram lífinu með strákunum ykkar sem þú varst svo stolt af. Þú sagðir okkur að þú ætlaðir að byrja að vinna aftur á næsta ári og einnig var skíða- ferð áætluð, já þú varst einbeitt og það gerði okkur svo glöð að sjá að þú værir að skipuleggja fram- tíðina því það er trúin og vonin um að eitthvað betra sé í vændum sem gerir lífið svo tilhlökkunar- vert. Okkar söknuður er mikill og það er höggvið stórt skarð í fjöl- skyldu okkar. Minning þín lifir, hvíl í friði, elskulega dóttir. Mamma og pabbi „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson) Systur. Systur og bestu vin- konur í rúmlega 40 ár. Samrýnd- ar og óaðskiljanlegar. Svo ótrú- lega stór hluti af lífinu og dapurlega sjálfsagður. En nú er komið að kveðjustund, elsku systir. Við systur ólumst upp í Kefla- vík ásamt tveimur yngri bræðr- um, þar sem Ragga bjó alla tíð. Ég flutti hins vegar frá Keflavík fyrir um tuttugu árum síðan. Ragga var aldrei sátt við það og spurði mig reglulega hvenær ég ætlaði að flytja aftur heim. Þegar dætur mínar komu til vits þá spurði hún þær einnig hvort þær gætu ekki platað mömmu sína að flytja. Hún bað mig einlæglega að koma aftur heim þegar hún veiktist, hún vildi hafa mig nær sér. Það var Röggu hjartans mál, að við værum í nálægð hvor við aðra. Mér fannst þetta ekkert til- tökumál, hugsa hins vegar núna hvernig líf okkar hefði orðið öðruvísi ef ég hefði búið nær henni. Ég mun aldrei komast að því. Ragga var fyrirmynd. Fyrir- mynd sem ég bar óendanlega virðingu fyrir, dáðist að og elsk- aði. Við vorum ólíkar á allan hátt. Mjög ólíkar. Ragga var róleg, tók sinn tíma og hugsaði alla hluti mjög vel. Ég hins vegar fljótfær, orkumikil og óð áfram. Þetta ein- kenndi okkur alla tíð. Ragga var líka fegurðardrottning og fyrir- sæta, ég var dansari. Ég man hversu mikið mig langaði alltaf að vera falleg eins og Ragga. Þær eru ótrúlega margar minningarnar okkar, en við för- um saman yfir þær seinna, elsku systir. Síðustu dagana þína fór ég yfir með þér hversu þakklát ég er fyrir allar okkar stundir, sem ylja en munu samt aldrei fylla þitt skarð. Þú baðst ekki um þetta verk- efni, að verða hetja, sem barðist til síðasta dags. Þú varst ákveðin í að gera allt sem í þínu valdi stæði til að ná bata. Ótrúlegur kjarkur og dugnaður einkenndi þig, tókst þátt í lífinu eins og við hin eins og ekkert væri eðlilegra. Við ræddum mikið síðustu vik- urnar um hvað okkur langaði að gera og þar á meðal hvernig jólin okkar yrðu og þú baðst mig um að vera hjá þér á jólunum. Mig langar núna að biðja þig að vera hjá mér. Þinn tími er kominn, elsku systir. Þú áttir fallegt og gæfu- ríkt líf með Alla þínum og fallegu strákunum ykkar sem voru stolt þitt. Sorgin okkar allra sem þekktum þig er óyfirstíganleg, en ég treysti því að þér líði vel á nýj- um stað. Elsku Albert, Ragnar Gerald, Aron Ingi, Hrannar Már, mamma og pabbi, Árni, Einar og fjölskylda, megi minning um ynd- islegu systur verða ljósið í lífi okkar. Hún hefði óskað þess. Inga Birna. Það er stórt skarðið í fallega frænkuhópnum við fráfall Röggu okkar. Þessi stóri hópur hefur hist árlega í frænkuboðum. Við höfum sjaldan verið undir 40, sem telur systurnar á Suðurgöt- unni og afkomendur þeirra. Þessi boð eru okkur dýrmæt, bæði til að hittast og njóta þess að vera saman, styrkja böndin og um leið dásamlegt tækifæri fyrir þær yngri að kynnast þeim eldri. Í dag eru liðnir þrír mánuðir frá síðasta boði. Ragga var þar að venju glæsileg, geislandi falleg. Maður átti stundum erfitt með að muna að þessi glæsilega kona væri jafn veik og hún í raun var. Þróunin varð hröð eftir þetta og allar fréttir voru slæmar. Vonin eftir kraftaverki var þó til staðar allt til síðasta dags og hvert tæki- færi nýtt til að biðja þann sem öllu ræður að þyrma fallegu frænku minni. Ég hitti Röggu fyrir stuttu á spítalanum, ég var þá að undir- búa komu nýs lífs í þennan heim og hún að berjast fyrir sínu. Ég átti á slíkri stund auðvelt með að reiðast yfir þessum örlögum frænku minnar. Það er ósann- gjarnt að tilgangur heimsóknar okkar á spítalann hafi verið jafn ólíkur. Það er ósanngjarnt að um leið og búið var að fagna einum sigri var blásið til annarrar orr- ustu. Það er ósanngjarnt að frænka mín fái ekki að fylgja strákunum sínum eftir. Þetta er allt svo ósanngjarnt en engu að síður staðreynd. Það er svo sárt en um leið svo óraunverulegt að hún sé farin frá okkur. Það mun taka tíma að meðtaka það. Elsku Alli, Ragnar, Aron, Hrannar Már, Guðrún, Raggi, Inga Birna, Árni og Einar, Guð styrki ykkur og varðveiti í sorg- inni. Blessuð sé minning minnar elskulegu frænku. Guðný Helga Herbertsdóttir. Yndisleg frænka mín, Ragn- heiður Guðný Ragnarsdóttir, hefur kvatt. Ragga, frumburður yngstu systur minnar, Guðrúnar Árnadóttur og Ragnars Geralds Ragnarssonar. Barátta hennar og fjölskyldu hennar við illvígan sjúkdóm hefur tekið verulega á en fjölskyldan öll hefur sýnt ótrú- legt æðruleysi. Mikil sorg því ung móðir fær ekki að fylgja uppvexti og þroska þriggja efnilegra sona. Þessi ungu hjón, Ragga og Alli, áttu heilbrigt og gott líf, skíði, golf og körfubolti meðal áhugamála, samtaka ung hjón sem gaman var að fylgjast með. Mér er minnisstætt fertugsaf- mæli Röggu. Boð á fallegu heim- ili þeirra hjóna með vinum og vandamönnum. Helga Braga með gamanmál – Hrannar yngsti sonurinn með söngprógramm við undirleik Júlíusar Guðmundsson- ar, gleði, gaman og endalaus hamingja, afar ljúf og eftirminni- leg kvöldstund. Fyrir þetta kvöld get ég seint þakkað og þó frænka mín hafi alltaf verið falleg þá geislaði hún þetta kvöld. Síðast- liðið ár hefur verið svona eins og maður segir, stundum upp og niður. Oft féllu tár – stundum fann maður fyrir létti en horft í baksýnisspegilinn finnst mér að himnarnir hafi grátið með okkur. Gangi þér vel á nýjum slóðum, elskuleg. Guðný Helga Árnadóttir og fjölskylda. Elsku Ragga okkar. Þú varst frænka okkar, frænk- an sem við kölluðum bestu frænku í heimi. Þú varst frænkan sem varst alltaf tilbúin til að gera allt fyrir okkur systurnar, Guð- rúnu Köru og Árnýju Eik. Í hverri heimsókn sagðist þú ætla að fara á fléttunámskeið til að flétta okkur báðar og gera okkur fínar og sætar. Þú vildir að við vissum báðar, að þú yrðir alltaf til staðar fyrir okkur og ef eitthvað kæmi fyrir mömmu okkar, þá myndir þú alltaf vera þarna fyrir okkur. Á hverju sumri bauðst þú okkur að gista hjá þér, eiga stelpukvöld saman og bauðst okkur oft í útilegu. Elsku Ragga, við erum þér svo ævinlega þakklátar fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og kennt okkur. Okkur systrum leið alltaf vel hjá þér og vissum hvert við gætum leitað ef okkur liði illa. Þú verður með okkur til ævi- loka þó þú hafir kvatt okkur snemma. Þú átt stað í hjarta okk- ar og við munum alltaf elska þig. Elsku Alli, Ragnar Gerald, Ar- on Ingi og Hrannar Már, hugur okkar er hjá ykkur. Guðrún Kara og Árný Eik Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja, stendur ritað á Kærleikskúlu ársins 2013. Í dag er það eingöngu sorglegt. Við systkinin og Ragga erum systra- börn. Tilvera okkar tengdist á margan en jafnframt ólíkan hátt. Við minnumst Röggu sem lítillar stelpu, fyrstu dóttur stoltra for- eldra, stóru systur í hópi fjögurra systkina sem þjappaði sér saman og umvafði bróðurinn sem hvað mest þurfti á því að halda. Sem unglings sem leitaði að sinni braut í lífinu. Eiginkona, mamma og kennari sem leysti af hendi hvert hlutverkið á fætur öðru með glæsibrag. Vinkona, golf- og ferðafélagi. Gleðigjafi sem enda- laust gaman var að vera með, fal- leg fram á síðasta dag. Ragga hafði smitandi hlátur. Minnisstætt er kvöld eitt á veit- ingastað á Spáni fyrir örfáum ár- um. Þar var hlegið bæði mikið og hátt. Svo mikið og hátt að hópn- um var að lokum vikið af veit- ingastaðnum fyrir of mikinn hlát- ur. Gleðin var allsráðandi. Þannig minnumst við Röggu. Elsku Alli, Ragnar Gerald, Ar- on Ingi og Hrannar Már. Elsku Guðrún og Raggi. Elsku Inga Birna, Árni og Einar. Okkar hug- ur er hjá ykkur. Hrannar, Hlín, Hilma og Hrund. Yndisleg frænka er fallin frá í blóma lífsins. Það eru ekki nema fjögur ár síðan við hjónin vorum í fertugs- afmæli Röggu en þá fannst manni lífið blasa við henni. Heil- brigðið og kátínan geislaði af henni enda umkringd og umföð- muð af yndislegum eiginmanni, sonum, skyldmennum og skemmtilegum vinum. Mín helsta minning um hana er hversu yfirveguð hún var, geislandi brosið hennar og smit- andi hláturinn. Það var sama hve- nær maður hitti hana, hún var alltaf brosandi og það sem meira var: brosið náði alltaf til augn- anna. Það var ekki annað hægt en að dást að henni því hún var alltaf óaðfinnanlega snyrt og klædd sama hvort hún var heima, úti á götu, í boðum eða í golfi. Mæður okkar Röggu eru syst- ur en systkinahópur þeirra er stór. Töluverð samskipti hafa verið innan fjölskyldunnar en fyrir tilstilli Ingu Birnu systur Röggu var árlegum frænkuboð- um komið á árið 2008. Það var ómetanlegt að ná að kynnast Röggu betur og sjá hve stutt var í grallaraskapinn. Ég er því virki- lega þakklát fyrir frænkuboðin því fyrir tilstilli þeirra höfum við frænkurnar tengst nánari bönd- um. Ég bið algóðan Guð að veita Albert, Aroni, Ragnari, Hrann- ari, Guðrúnu og Ragga, Ingu Birnu, Árna og Einari styrk til að takast á við þennan mikla missi. Ásdís Þ. Höskuldsdóttir Elsku Ragga. Ég sakna þín, þú fórst alltof fljótt frá okkur. En við sem eftir sitjum, verðum að leita sátta og hugga okkur við allar minning- arnar sem við eigum um þig. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér vel, því þú hefur verið í fjöl- skyldunni minni frá því að ég man eftir mér. Ég man það svo vel þegar þið fluttuð heim frá Flórída, þá var ég svo spennt að fá yndislegu frændur mína heim og líka að klappa Perlu. Ég hef nefnilega svo gaman af hundum en það voru ófá skipti sem ég bankaði upp á og fékk að fara með hana í göngu. Það má kannski segja það þannig að hún dró mig frekar en ég hana. En ég lét það nú ekki stoppa mig og þú alltaf jafn indæl að leyfa mér að fara með hana í göngu. Ég hef alltaf litið upp til þín, elsku Ragga, þú varst alltaf svo smart í klæðaburði, vel til höfð og barst þig svo vel, sama hvað bját- aði á. Það sást vel í veikindum þínum hvað þú varst mikil bar- áttukona. En það var ekki allt því þú varst jafn falleg að innan líka, það var gott að tala við þig, hlæja og gráta með þér. Ég vil þakka þér innilega fyrir fallegu afmælisgjöfina sem þú og Alli gáfuð mér á 25 ára afmæli mínu. Ég trúði því eiginlega ekki þegar Alli kom í afmælið mitt með lítinn poka og ég sagði við hann að hann hefði ekki þurft að gefa mér gjöf, þá sagði hann við mig að þú hefðir átt allan heið- urinn af gjöfinni. Ég mun passa vel upp á hálsmenið. Þið hafið alið upp yndislega stráka og þeir standa sig eins og hetjur á þessum erfiðu tímum. Við munum að sjálfsögðu halda vel utan um þá og styrkja um ókomna framtíð. Takk fyrir allt, elsku Ragga, við sjáumst aftur seinna, Þín, Hrönn. Í dag er sorg í hjarta þegar vinkona mín, Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir, er borin til graf- ar. Við Ragga höfum þekkst frá því við vorum börn því mæður okkar hafa verið vinkonur síðan þær voru ungar. Ragga ólst upp í Keflavík og gekk skóla þar en ég í Njarðvíkunum. Það var svo ekki fyrr en í framhaldsskóla sem við urðum vinkonur og höfum verið alla tíð síðan. Eftir framhalds- skóla fórum við báðar í Kenn- araháskóla Íslands. Eins og gengur og gerist þá skildi leiðir um tíma en við endurnýjuðum vinskap okkar eftir að við urðum samstarfsfélagar árið 2003. Ég skipti um vinnustað og fór að vinna í Heiðarskóla en Ragga hafði unnið þar frá stofnun skól- ans árið 1999. Við náðum strax vel saman og það var alltaf skemmtilegt að vera með Röggu, alltaf líf og fjör og mikil gleði. Við gerðum margt saman á þessum árum. Skipulögðum ferðir til út- landa fyrir starfsmennina, unn- um að innleiðingu uppbyggingar- stefnunnar í skólanum og vorum í stjórn starfsmannafélagins. Ragga var framúrskarandi kenn- ari og þegar hún tók við stöðu deildarstjóra vissi ég að hún myndi standa sig vel þar líka. Ég veit að það eiga margir eft- ir að minnast Röggu fyrir hve smekkleg og flott hún var alltaf. Við vissum hvað var í tísku með því að fylgjast með henni og það voru ófáar búðarferðirnar þar sem hún ráðlagði hvað væri best að kaupa og færi manni best. Ætli ég eigi nokkurn tímann eftir að kaupa mér flík án þess að minnast Röggu. Ragga var alveg ótrúlega orð- heppin og skemmtileg í tilsvörum. Það kom varla sá dagur að ekki væri rifjaður upp einhver frasi sem hún hafði sagt og alltaf var hlegið jafn mikið. Hún gat verið pínulítið kaldhæðin en yfirleitt gerði hún mest grín að sjálfri sér og var leikari í sér þó hún vildi aldrei viðurkenna það. Þær eru margar minningarnar sem hafa komið upp í hugann síð- ustu daga en sú sem mér þykir vænst um nú er þegar Ragga gaf sér tíma í baráttu sinni til að heimsækja mig á minn nýja vinnustað nú í vor. Hún skoðaði skólann, sat með okkur og spjall- aði og kunni svo vel að hrósa og taka eftir því sem vel var gert. Yndisleg stund sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ragga háði hetjulega baráttu fram á síðustu stundu og hennar verður sárt saknað. Ég sendi Alla, sonum, foreldrum og öðrum að- standendum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Sigurbjörg Róbertsdóttir. Ein flottasta kona landsins er fallin frá langt fyrir aldur fram. Við vorum þrjár stelpur, elstu barnabörnin hjá ömmu og afa, áð- ur en að strákahrinan kom. Ragga var elst og svo erum við Inga Birna systir hennar þremur árum yngri. Við Inga Birna vorum alltaf saman og þar af leiðandi var ég mikið í kringum Röggu sem barn. Ég minnist þess þegar Ragga tók viðtal við okkur Ingu Birnu upp á segulband sem amma átti og þar þóttist hún vera þáttastjórnandi í óskalagaþætti, en við Inga þurft- um að syngja lögin sem beðið var um. Okkur yngri stelpunum þótti ekki leiðinlegt að fá að leika við Röggu. Einnig má ég ekki heyra lagið Smooth Operator með Sade án þess að hugsa til Röggu, því á tímabili var þetta hennar uppá- haldslag. Mér finnst þetta lag reyndar alltaf lýsa henni svo vel, alltaf ákveðin yfirvegun og róleg- heit yfir þessu lagi eins og Ragga var sjálf. Við unnum saman í búð- unum hans pabba á sumrin og svo seinna hjá Flugleiðum í sumar- starfi. Þegar Ragga og Alli fluttu til Flórída þá höfðum við mikið samband því ég bjó einnig þar á þeim tíma með minni fjölskyldu og við eigum börn á sama aldri. Ragga var glæsileg kona, ekki bara glæsileg heldur líka töffari. Alltaf svo vel til höfð og alltaf klædd samkvæmt nýjustu tísku. Þar sem ég bý erlendis fylgdist ég mestmegnis með baráttu Röggu við krabbameinið úr fjarlægð. Ég náði þó að hitta hana nokkrum sinnum á þessu ári og fyrir það er ég þakklát. Með þessum fátæk- legu orðum mínum langar mig að fá að kveðja hana í dag þar sem ég er ekki á landinu til að fylgja henni til grafar. Hvíl í friði, elsku Ragga mín, og guð geymi þig. Foreldrum og systkinum Ragnheiðar votta ég samúð og bið guð um að styrkja í sorginni. Elsku Alli, Ragnar Gerald, Ar- on Ingi og Hrannar Már, ykkar missir er mikill. Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý). Ég kynntist Röggu þegar hún og Albert byrjuðu saman árið 1991 og þar með var hún komin Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.