Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Jólavörurnar eru komnar í Álnabæ Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: Virka daga 10 til 18 og til jóla laugardaga frá 11 til 14 Jólagardínur, jóladúkar og jólaefni Líttu við og skoðaðu úrv alið bæði hjá lögreglu sem og saksóknara, sama hvort það er höfundarréttur, vörumerkjaréttur eða einkaleyfaréttur. Vefsvæðið deildu.net fengi ekki að vera starfrækt í Svíþjóð og ætti ekki að vera starfrækt hér ef áhugi lögreglu á svona málum væri til staðar. Lögreglan er talin hafa öll gögn um hver er á bak við deildu.net. Stórfelldu broti með stuldi á upplýsingum frá Vodafone var deilt frá sömu síðu til þúsunda. Í til- kynningu frá Vodafone nú um helgina sagði m.a. þetta: Óafturkræfur skaði „Birting umræddra gagna getur haft í för með sér óafturkræfan skaða fyrir saklaust fólk. Við hjá Vodafone minnum á að aðgát skal höfð í nærveru sálar og höfðum til siðferðiskenndar fólks um að taka ekki þátt í að dreifa umræddum gögnum. Við bendum á að það er skýrt lögbrot að birta per- sónuupplýsingar af þessu tagi. Við biðjum þá sem nálgast hafa stolnu gögnin að eyða þeim hjá sér en deila þeim alls ekki.“ Þetta er einmitt heila málið og vandinn í hnotskurn. Vonandi vakna fleiri í kjölfarið. Á SkjáEinum er nú vinsælasti þátturinn „Sönn íslensk sakamál“ í leikstjórn Sævars Guðjónssonar, sannarlega frábærlega vel unnið efni og metnaðarfullt. Við eðlilegar aðstæður munu höfundar þáttanna og framleiðendur geta drýgt tekjur af sölu þáttanna á VOD, DVD í verslunum og með öðrum lögmæt- um hætti sem styrkir grundvöll þess að vönduð íslensk framleiðsla sé í boði. Skuggahliðar vinsæld- anna eru þær að þá fara þjófarnir á kreik, stela efninu og dreifa til annarra í miklu magni eins og raunin er með þetta efni. Verkn- aðurinn kallast ólöglegt niðurhal á höfundavörðu efni og má ekki rugla saman við önnur álitamál eins og Netflix og Sky áskriftir. Sævar Guð- jónsson leikstjóri og honum tengdir við gerð þátt- anna eru fórnarlömb, á þeim er brotið. Þeir eru sviptir réttindum sem njóta verndar í Stjórn- arskrá Íslands. Baltasar Kormákur, Ásgeir Trausti, Bubbi Morthens og aðrir listamenn ónefndir þurfa að una því að samskonar brot gegn þeim eru látin óátalin. Rétt fyrir þá sem ekki þekkja. Þegar þætti af „Sönnum íslenskum sakamálum“ er stolið þá ger- ist það t.d. þannig að brotamaður tekur upp þátt- inn með sérstökum búnaði og áframsendir út á Netið, einkum á heimasvæðið deildu.net, en þar er miðstöð ólöglegrar dreifingar á netefni hérlendis. Verknaðurinn gengur út á að þeir sem sækja þátt- inn geta síðan deilt honum áfram með margfeldis- áhrifum, komið þýfinu fljótt í umferð. Um daginn voru til að mynda yfir eittþúsund og þrjúhundruð Íslendingar búnir að fá til sín tiltekinn þátt og lýstu sig reiðubúnir að deila ránsfengnum áfram. Tómlæti yfir hugverkaþjófnaði Vandinn við hugverkaþjófnað er mikill, ekki síst þegar svo margir skilja ekki eða vilja ekki skilja um hvað málið snýst og sýna fullkomið tóm- læti. Ef þjófnaður er leyfður á Netinu án við- bragða, hvers vegna er hann það ekki í versl- unum? Er munur á því að hreinsa DVD-hilluna í Hagkaup og rúlla vör- unum út eða því að stela sama efni á Netinu? Sé það ekki. Afleiðingin er sú að það verður erfiðara að gefa út ís- lenskt efni. Í dæmi Sævars leikstjóra þá þarf hann líklega að reikna dæmið þannig að hann muni þurfa að ná öll- um tekjum af íslensku efni í frumsýn- ingu í sjónvarpi, öðru verði stolið. En það er ekki víst að sjónvarpsstöðv- arnar standi undir því. Deildu.net örlagavaldur Um helgina sáum við birtingar- mynd af villta vestri Netsins. Tölvuinnbrot hjá Vodafone og upplýsingar um persónuhagi þús- unda strax aðgengilegar á deildu.net. Án síðunnar hefðu SMS upplýsingar ekki farið á flot með þeim hraða sem varð og skaðinn orðið minni. En hvað er til ráða? Til lengri tíma þarf að vinna í breyttu hugarfari ekki síst á meðal þeirra yngri, en það verður þó að byrja ofan frá. Löggjafinn sinni sínu, lögreglan forgangsraði og bregðist við þessum brotum, en svo virðist sem sinnuleysi ráði ferðinni þegar að framkvæmdavaldi og lögreglunni koma. Enn- fremur má spyrja sig, geta fjarskiptafyrirtækin ekki látið stjórnarskrárvarinn eignarréttinn (höf- undarréttinn) njóta vafans í ríkara mæli en nú er? Það er því ýmislegt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Ef við skoðum næsta umhverfi, þá er í Noregi, Finnlandi, Danmörku og Bretlandi hægt að fara fram á lokun á aðgengi að vefsvæðum eins og deildu.net án þess að fara í lögbann sem er gríð- arlega kostnaðarsamt. Okkar löggjöf gerir í reynd mjög erfitt að fara fram á lokun á aðgengi að vef- svæði á fljótlegan og skilvirkan hátt, sem ekki er svo hægt að fara framhjá með því einu að skipta um lén ef um sama vefsvæði er að ræða. Löggjöfin er eitt en það er síðan lögreglunnar að framfylgja lögum. Svíþjóð er talin fyrirmynd annarra þegar kemur að tölvuglæpum, að því leyti að Svíar eru með álíka löggjöf og við, en hafa sér- staka deild sem sér um glæpi er varða hugverk Þjófnaður á Netinu Eftir Friðrik Friðriksson Friðrik Friðriksson Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri Skjásins ehf. Viðskiptavinur Virgin í Bretlandi kemst ekki inn á Pirate.bay (sambærileg deildu.net <http:// deildu.net>) samkvæmt dómsúrskurði til að verja höfundarétt. »Er munur á því að hreinsa DVD-hilluna í Hagkaup og rúlla vörunum út eða því að stela sama efni á Netinu? Sé það ekki BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Góð þátttaka í sveitakeppni í Gullsmáranum Afar góð þátttaka er í sveita- keppni Gullsmára sem hófst mánu- daginn 2. desember. 14 sveitir mættu til leiks og eru spilaðir 12 spila leikir allir v/alla. Eftir 2 umferðir er staða efstu sveita þessi: Sveit Ormars Snæbjörnssonar 44 stig Sveit Hermanns Guðmundssonar 44 stig Sveit Sigurðar Njálssonar 43 stig Sveit Arnar Einarssonar 42 stig Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 39 stig Sveit Þórðar Jörundssonar 34 stig Risaskor Staðan eftir 3 umferðir í sveita- keppninni hjá Bridsfélagi Reykja- víkur. Grant Thornton 54,27 Lögfræðistofa Íslands 42,38 Hvar er Valli 35,68 Guðmundur Snorrason og Ragnar Hermannsson fengu risaskor í but- ler, 3,75 stig í 30 spilum, sem er fá- heyrt. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.