Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -3 1 8 6 FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN –Margverðlaunaður lífeyrissjóður Frjálsi lífeyrissjóðurinn var nýlega valinn besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með undir milljón íbúa af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Sjóðurinn hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun: 2013 – Besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með undir milljón íbúa 2011 – Besti lífeyrissjóður á Íslandi 2010 – Besti lífeyrissjóður á Íslandi 2009 – Besti lífeyrissjóður á Íslandi 2005 – Besti lífeyrissjóður Evrópu í þemaflokknum Uppbygging lífeyrissjóða Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 130 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru um 47 þúsund talsins. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% skylduiðgjald og jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Þú færð upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á www.frjalsilif.is, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða í síma 444 7000. Tónleikar á vegum safnaðarnefnd- ar íslensku kirkjunnar í Lúx- emborg voru haldnir í Mótmæl- endakirkjunni í borginni í nóvember. Á tónleikunum komu fram ís- lenskir og erlendir listamenn, þar á meðal kvennakórinn Farfuglar undir stjórn Sigurðar Rúnars Jóns- sonar, Olga Vocales Ensemble, Hrólfur Sæmundsson, bari- tónsöngvari, Gunnsteinn Magn- ússon, saxófónleikari, Kristján Ant- on Hermannsson, söngvari og gítarleikari og söngkonurnar Sig- rún Elva Ólafsdóttir og Ingigerður Ósk Gunnarsdóttir. Að sögn Agnars Br. Sigurvins- sonar, formanns safnaðarnefnd- arinnar, er þetta í fyrsta skipti, sem íslenski söfnuðurinn stendur fyrir svona tónleikum. Sagði Agnar að kirkjugestir hefðu fagnað lista- mönnunum með dynjandi lófataki. Íslenska kirkjan í Lúxemborg tengist Félagi Íslendinga í Lúx- emborg en rúmlega 500 Íslend- ingar eru nú búsettir þar. Íslenskir tónleikar í Lúxemborg Kvennakór Farfuglar, kór Íslendinga í Lúxemborg, söng á íslensku tónleikunum í Mótmælendakirkjunni. Tollverðir stöðv- uðu nýverið sendingu sem innihélt fjóra leysibenda sem voru að styrk langt umfram það sem leyfilegt er. Samkvæmt upplýsingum frá embætti toll- stjóra kom send- ingin frá Kína samkvæmt pöntun frá Íslandi. Átti hún, að því er sagði í leyfisumsókn viðkomandi, að inni- halda einn leysibendi, innan við 5 millivött að styrk en notkun leysi- benda sem eru umfram 1 MW að styrk er háð leyfi Geislavarna rík- isins. Tollverðir fengu starfsmann frá Geislavörnum til að mæla styrk bendanna. Í ljós kom að styrkur frá hverjum þeirra mældist vera 15 til 25 MW með þeim rafhlöðum sem fylgdu þeim. Því var lagt hald á leysibendana. Tollverðir hafa áður stöðvað varning af þessu tagi, til dæmis leikfangabyssur fyrir börn, sem voru búnar leysiljósum. Segir á heimasíðu tollstjóra að notkun ólöglegra leysibenda geti verið stórhættuleg. Þannig hafi 13 ára drengur hlotið alvarlegan augn- skaða af völdum leysibendis hér á landi. Þá hafi komið upp tilvik þar sem hætta skapaðist þegar leysi- bendum var beint að flugstjórnar- klefa flugvéla í aðflugi. Tollverðir gerðu leysibenda upptæka Leysibendar sem lagt var hald á. Innanríkisráðuneytið og félagið Ís- lensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út ár- ið 2014. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleið- ingar á börnum frá tilteknum er- lendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem því tengist. Fjárveit- ingar til verkefna samningsins eru ákveðnar með fjárlögum hverju sinni. Meðal verkefna Íslenskrar ætt- leiðingar er að annast meðferð um- sókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslu- mann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleið- ingar, veita ráðgjöf eftir ættleið- ingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins, segir í tilkynningu frá innanríkisráðu- neytinu. Ríkið semur við Ís- lenska ættleiðingu Skrifað undir Kristinn Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hörður Svavarsson formaður skrifuðu undir samninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.