Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Kærleiksgjöf Alþingismenn veittu bókinni viðtöku í gær og segir Tolli að með því séu skýr skilaboð send út um að samfélagið þurfi á samkennd og kærleika að halda. Íslenskt samfélag þurfi á því að halda eftir hrunið. geta verið hamingjusamir. Þrátt fyrir að ýmsir þættir geti haft áhrif á hvernig fólki líður ættu allir með einhverju móti að geta fundið kær- leikann og þar með hamingjuna. Stórkostleg tilfinning Tolli þekkir vel þá tilfinningu sem kemur fram þegar hjartað er barmafullt af kærleika. „Þegar maður framkallar þessa tilfinningu, kærleikann, þá finnur maður fyrir mikilli vellíðan. Henni fylgir líka hugarró og hug- arrónni fylgir skýr hugsun og hegð- un því við erum miklu meira við sjálf í þessari orku heldur en þegar við dveljum í erfiðari orku þar sem reiðin er.“ Sama segir Tolli eiga við um fjölmiðla eins og áður var komið inn á. Þar segir hann neikvæðu orkuna eiga mun greiðari aðgang að umfjöllun í samfélaginu en já- kvæð umfjöllun. „Það er eins og að hinni aka- demísku hugsun finnist afleiðing- arnar áhugaverðari en að skoða or- sakir eða fyrirbyggjandi hluti. En á meðan við glímum við svona erfiða orku í okkar samfélagi er auðvitað fullt af jákvæðum hlutum að gerast. Fullt af fólki, hópum og ein- staklingum í samfélaginu eru mark- visst og ómeðvitað að þróa með sér jákvæðan lífsstíl og læra að taka ábyrgð á því sjálf hvernig þau geta orðið hamingjusöm,“ segir Tolli. Hann er nokkuð viss um að efnishyggjan sé á undanhaldi og andleg gildi séu að koma inn. Kærleikur í fangelsum Kærleikurinn ætti ekki að tengjast einhverjum trúarbrögðum eða einhverjum sérstökum að- stæðum heldur ætti hann að vera drifkrafturinn í hinu daglega lífi fólks þar sem allir búa yfir kær- leika. Líka þeir sem hafa gert eitt- hvað misjafnt um dagana og það veit Tolli mætavel enda einn af fastagestunum á Litla-Hrauni en það kemur til af góðu einu. „Ég vinn mikið í neðsta kjarnanum á lót- usblóminu, sem eru fangelsin,“ segir hann. „Það kemur til af tólf spora vinnu minni. Þá er ég hluti af sjálf- boðaliðateymi sem vinnur í fangelsunum.“ Þetta hefur Tolli gert í frítíma sín- um ásamt fleira góðu fólki síðast- liðin átta ár. Síðustu fjögur ár hef- ur hann lagt mesta áherslu á hugleiðsluþáttinn. „Ég kenni föng- um hugleiðslu og er líka með stutt námskeið í jóga, fyrirlestra um orkustöðvar, hugleiðsluaðferðir, sjálfsnudd og fleira ásamt fagfólki. Í þessu er mikill heilunarkraftur og það er einmitt á þennan hátt sem við eigum að hjálpa þeim sem eru inni í fangelsum út af afleiðingum ofbeldis og fíknar,“ segir myndlist- armaðurinn Tolli Morthens sem er sannfærður um að ekki eigi að refsa fólkinu innan múra fangels- anna heldur að hjálpa því og þar leikur kærleikurinn eitt stærsta hlutverkið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Þau Edda Rún, Hildur, María Huld, Magnús, Sólrún og Vignir skipa hjómsveitina amiinu. Síðastliðin ár hafa þau helgað desember sérstöku jóladagatali sem er með sérstöku sniði. Jóladagatal hljómsveitarinnar er á vefsíðu sveitarinnar og þar opnast nýr gluggi á hverjum degi til jóla. Þar kennir ýmissa grasa og á þar eftir að birtast eitt og annað sem ekki hefur sést eða heyrst áður. Ljós- myndir, óútgefin eldri lög, splunkuný lög, myndbönd, ábreiður og upp- skriftir eru dæmi um það sem við er að búast. Auk þess verða sýnishorn af því sem meðlimir hljómsveit- arinnar hafa verið að gera að undan- förnu. Á síðunni www.amiina.com má fylgjast með dagatalinu og hlaða nið- ur útgáfu amiinu af jólalaginu I’d Like to Teach the World to Sing. Jóladagatal með ýmiss konar óvæntu efni Jóladagatal Meðlimir hljómsveitarinnar amiinu eru komnir í jólaskapið. Hljómsveitin amiina í jólaskapi Fagrir litir og stórfenglegt landslag einkenna myndlist Tolla og ekki er laust við að kærleikurinn sé notaður við listsköpunina jafnt og pensillinn, olían og strig- inn. Þó svo að Kærleikshandbókin hafi verið að koma út hefur Tolli sinnt listinni af sama kappi og áður og bera nýjustu verkin með sér óð til friðar og fegurðar. Í kvöld mun hann opna sýningu á nýjum málverkum í vinnustofu sinni. Opnunin verður frá klukkan 18-20 að Héðinsgötu 2 í Reykjavík. Sýningin er haldin í samstarfi við Smiðjuna og í kvöld koma þar einnig fram hljómsveitin Samsara og uppi- standarinn Ari Eldjárn. Málað af hjartans hamingju MYNDLISTIN OG KÆRLEIKURINN Fjarðarkaup Gildir 5.-7. desember verð nú áður mælie. verð Svínabógur úr kjötborði................. 698 898 689 kr. kg FK hamborgarhryggur úr kjötborði .. 1.498 1.698 1.498 kr. kg Svínahnakki úrb úr kjötborði.......... 1.198 1.598 1.198 kr. kg Nauta T-bone úr kjötborði.............. 2.798 3.498 2.798 kr. kg Hamborgarar 4x80gr m/brauði...... 620 720 620 kr. pk. Fjallalambs hangilæri, úrb............. 2.898 3.298 2.898 kr. kg KF lambahryggur, léttreyktur .......... 1.998 2.129 1.998 kr. kg Kristjáns laufabrauð ósteikt........... 1.298 1.424 1.298 kr. pk. Sprittkerti, 100 stk. ...................... 598 598 598 kr. pk. Fjallalambs hangiframpartur, úrb. .. 2.098 2.498 2.098 kr. kg Hagkaup Gildir 5.-8. desember verð nú áður mælie. verð Ísl.folalda gúllas........................... 1897 2529 1897 kr. kg Ísl. folaldasnitsel .......................... 1898 2529 1898 kr. kg. Holta kjúklingur heill ..................... 749 999 749 kr. kg Holta úrb. skinnlausar bringur........ 2.099 2.799 2.099 kr. kg Baguette 400 g............................ 229 319 229 kr. pk. Sérbökuð vínarbrauð .................... 179 249 179 kr. stk. Fjölkorna steinbakað brauð ........... 449 569 449 kr. stk. Þín verslun Gildir 5.-8. desemer verð nú áður mælie. verð Svínabógur úr kjötborði................. 598 798 598 kr. kg Sagaður hangiframp. úr kjötb. ....... 998 1298 998 kr. kg Ísfugl læri/leggir magnpakkning .... 999 1249 999 kr. kg Lambi eldhúsrúllur hvítur 3 rúllur ... 389 529 389 kr. pk. Milt fyrir allan þvott 2 kg................ 1698 2569 1.698 kr. pk. Milt fyrir allan þvott, 700 g ............ 689 998 689 kr. pk. Egils jólaöl 500 ml. ...................... 169 219 169 kr. stk. Helgartilboðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.