Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Umsátur á Sauðárkróki 2. Hótaði að skjóta lögreglumenn 3. Rekja uppruna byssunnar 4. Neitaði að greiða fyrir matinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríski uppistandarinn og tón- listargrínistinn Jessica Delfino treð- ur upp á Bar 11 í Reykjavík, 19. des- ember nk. Delfino býr í New York og flytur fyndin og kolrugluð lög, eins og hún lýsir því sjálf og fjallar m.a. um kynlíf, kvenfrelsi og áhugaverðar per- sónur. Delfino hefur komið fram víða, m.a. í sjónvarpsþættinum Good Morning America og fangelsinu á Ri- kerseyju. Þá semur hún einnig lög fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Áhugasamir geta kynnt sér gam- anmál Delfino á myndbandavefnum YouTube og á vefsíðu hennar, jessica- delfino.com. Tónlistargrínistinn Delfino á Bar 11  TEDxReykjavík mun í dag bjóða upp á beina útsendingu frá TEDWom- en-ráðstefnunni í San Francisco í Bíó Paradís. Áhersla ráðstefnunnar í ár er lögð á uppfinningar, allt frá nýjustu tækniframförum yfir í hvernig finna megi nýjar leiðir til að uppræta fá- tækt. TEDWomen er hluti af TED, samtökum sem hafa það að markmiði að færa saman helstu hugsuði okkar tíma og breiða út nýjar hugmyndir sem geta breytt heiminum, að því er segir í tilkynningu. TEDx-ráðstefnur eru haldnar um allan heim og verður hin íslenska TEDxReykjavík haldin í þriðja sinn í maí 2014. Áður en út- sendingin hefst í Bíó Paradís verður boðið upp á dagskrá í kvikmyndahús- inu sem hefst kl. 17, í tengslum við frum- kvæðið Konur í tækni. Heiða Krist- ín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, verður þar ein fyr- irlesara. TEDWomen-ráð- stefnan sýnd í beinni Á föstudag 8-15 m/s og snjókoma syðst um kvöldið. Hægari vind- ur og léttskýjað víða á norðan- og austanverðu landinu. Frost víða 7 til 15 stig en kaldara NA-til um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 5-13 m/s en hægari í kvöld. Él norðan til en skýjað með köflum sunnan til. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR FH og Breiðablik fara í stærra verkefni í vetur en íslensk knattspyrnulið hafa áður gert á undirbúningstímabili sínu. Þau taka bæði þátt í Atlantic Trophy, sterku móti í Portú- gal, í byrjun febrúar og gætu m.a. mætt FC Köbenhavn og Spartak Moskva. „Ég hef gengið með það í maganum í nokkur ár að komast út á svona sterkt mót,“ segir Ólaf- ur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. »4 Fara á sterkt mót í Portúgal í vetur „Það er svolítið spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kyn- slóðaskipti eftir Ólympíuleikana. Ég er nú frekar rólegur en það eru alltaf væntingar til þess að liðið vinni öll þau mót sem það tekur þátt í,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku heims- og ólymp- íumeist- aranna í hand- bolta kvenna. »2-3 Væntingar til þess að liðið vinni öll mót Luis Suárez fór hamförum fyrir Liver- pool og skoraði fjögur mörk í 5:1-sigri á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi en hvert markið var öðru glæsilegra hjá Úrúg- væjanum magnaða. David Moyes horfði upp á United tapa fyrir Everton á Old Trafford í fyrsta skipti í 21 ár. Arsenal er áfram á toppnum eftir sig- ur á Hull. »1 Mögnuð ferna hjá Luis Suárez gegn Norwich ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að fræða og upplýsa er rauði þráð- urinn í mínu lífi og starfi. Upp- haflega nam ég bókasafnsfræði og starfaði á því sviði í nokkur ár. Kennsla, fjölmiðlastörf, umferðar- mál og nú bókaútgáfa eru allt við- fangsefni af þessum sama meiði,“ segir Sigurður Helgason. Eftir að hafa starfað hjá Umferð- arstofu og fyrirennurum hennar í um þrjátíu ár sneri Sigurður Helga- son til nýrra starfa. „Mér fannst tímabært að róa á ný mið og þegar Samgöngustofa var stofnuð um mitt þetta ár með sameiningu stofnana ákvað ég að láta gott heita,“ segir Sigurður sem starfar hjá bókaútgáf- unni Draumsýn. Hjá forlaginu, sem Örn Þorvarðarson á og rekur, eru norræn skáldverk efst á baugi. Einnig bækur um feril knattspyrnu- manna eins og Zlatans Ibrahimovic og Wayne Rooney, svo og saka- málasögur og barnabækur íslenskra höfunda. Í útgáfu frá unglingsárum „Ég hef allt frá unglingsárum verið viðloða útgáfu af ýmsu tagi. Kom að skólablöðum og síðan hef ég fylgt allmörgum tímaritum af ýmsu tagi úr garði. Fékkst talsvert við þýðingar á tímabili og skráði ævisögu Gunnars Huseby, svona til að nefna eitthvað,“ segir Sigurður sem er sonur Helga Sæmundssonar ritstjóra sem á sínum tíma var áhrifamaður í blaðamennsku og bókmenntum. „Jú, að ég hafi farið að bjástra við skrif, bækur og að koma einhverju á framfæri er efalaust að einhverju leyti uppeldislegt,“ segir Sigurður. „Bækur voru þáttur í fjölskyldu- lífinu á æskuheimilinu og þar voru ýmis skáld og rithöfundar tíðir gestir. Ég tel víst að áhrifin frá föð- ur mínum séu töluverð og sé hægt að greina þau, þá er ég stoltur af því. Sem barn las ég mjög mikið og var tíður gestur á Borgarbókasafn- inu, en um talsvert skeið dró úr bóklestri og önnur áhugamál voru í forgangi. En eftir að ég fullorðn- aðist hefur þetta snúist til fyrri veg- ar,“ segir Sigurður sem þjóðin þekkir sannarlega best sem bar- áttumann fyrir auknu umferðarör- yggi. Í pistlum, viðtölum og annars staðar talaði hann máli Umferð- arráðs fyrir vitundarvakningu á þessu sviði og því, sem flestir myndu segja sjálfsögðum hlutum, svo sem bílbeltanotkun, akstri í samræmi við aðstæður og svo fram- vegis. „Allt hefur sinn tíma og mér fannst orðið tímabært að beina sjónum mínum að nýjum viðfangs- efnum. Þetta voru tæp þrjátíu ár, góður tími með góðu fólki og ég tel forvarnastarf á sviði umferðarmála síðustu árin hafa skilað miklum ár- angri. Einhvern tíma komust menn að því að hver króna sem nýtt væri til að hvetja til bílbeltanotkunar skilaði sér tífalt til samfélagsins. Og sé fjöldi alvarlega slasaðra í um- ferðinni fyrir 25 árum borinn saman við síðustu tíu ár, hefur árangurinn verið augljós,“segir Sigurður. En hvernig er bókalífið utan vinnu? Sigurður svarar því til að á hverjum tíma sé hann alltaf með bækur í takinu, nú síðast eina um feril danska tónlistarmannsins Kim Larsen sem hafi verið ánægju- leg lesning. Sakamálasögurnar séu sömuleiðis góð lesning og til þess fallnar að hvíla hugann. Þá létti lund að grípa í þá góðu bók, Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek, sem alltaf hefur verið Íslendingum kær og flestir sem komnir eru til vits og ára minnast útvarpslesturs Gísla Halldórssonar leikara, sem þótti snilldin ein. Úr umferðinni í útgáfuna Morgunblaðið/Kristinn Bækur „Kennsla, fjölmiðlastörf, umferðarmál og nú bókaútgáfa eru allt viðfangsefni af þessum sama meiði.“  Sigurður Helgason í nýju hlutverki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.