Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 39
Hótel Loftleiðum en útskrifaðist á Kaffi Óperu og var reyndar síðasti neminn til að útskrifast þaðan áður en staðurinn brann. Varmahlíð - Nepal - Reykjavík Hinrik var matreiðslumaður á Thovaldsen bar skamma hríð og var yfirmatreiðslumaður á Hótel Varmahlíð í Skagafirði sumrin 2005- 2007: „Það kom töluvert af Nepal- búum í Skagafjörðinn þegar ég var þar yfirkokkur. Þetta voru við- felldnir náungar og þeir sögðu mér endilega að koma við í Nepal ef ég yrði á ferðinni. Ég fór þess vegna með Steingrími Kristjánssyni, vini mínum, í fjögurra mánaða Asíuferð haustið 2007. Við byrjuðum á því að tína vínber í Þýskalandi í september, spiluðum á gítar á götum Spánar í október, fórum síðan í yndislega æv- intýraferð til Nepal og Indlands og vorum komnir heim fyrir jól.“ Hinrik var yfirkokkur á Rauðará frá ársbyrjun 2008 og til ársloka það ár: „Mér leist ekkert á ástandið svona skömmu eftir hrun og var lík- lega með fyrstu Íslendingunum til að flýja til Noregs. Þar var ég yf- irkokkur á Radison Blue Hotel í Kristiansand í eitt ár. En ég var líka fljótur að koma heim aftur, í árslok 2009.“ Hinrik var síðan ostamangari hjá Eirnýju í ostabúðinni Búrinu 2009- 2010 en á vormánuðum það ár varð hann yfirkokkur á veitingastaðnum Spírunni, fyrir ofan Garðheima og hefur starfað þar síðan. Siðmenntuð bjórdrykkja Hinrik er auk þess einn eigenda og stjórnarformaður Bjórakademí- unnar, fyrirtækis sem fræðir fólk um bjór og um það hvernig velja skuli bjór með mat: „Það er nefni- lega útbreiddur misskilningur að ekki megi drekka bjór með öðru en síld og söltuðum hnetum. Bjór má drekka með öllum mat. Kúnstin er bara sú að velja rétta bjórtegund. Þar komum við til skjalanna, en hér á landi er hægt að kaupa hátt í 200 tegundir af bjór.“ Þá er Hinrik skólastjóri Grillskól- ans sem starfræktur er af Garð- heimum: „Þar kenni ég fólki ekki bara að grilla, heldur kenni ég því að grilla góðan mat. Það eru ótrúlega margvíslegar og alvarlegar rang- hugmyndir í gangi hjá fólki þegar það tekur upp á því að grilla.“ Loks er Hinrik blaðamaður við Gestgjafann og við Veitingageirann sem er stærsta heimasíða mat- reiðslumanna hér á landi. Hann hef- ur starfað í Klúbbi matreiðslumeist- ara og var í landsliði matreiðslu- manna 23 ára og yngri. Áhugamál Hinriks: Matur og bjór, fjölskylda, vinir og ferðalög. Fjöskylda Eiginkona Hinriks er Harpa Fló- ventsdóttir, f. 6.12. 1982, safnafræð- ingur. Hún er dóttir Flóvents Elías- ar Johansen, fyrrv. skipstjóra, og Maríu Guðbjargar Ólafsdóttur, kennara og sjúkraliða. Sonur Hinriks og Hörpu er Benja- mín Jón Elías Hinriksson, f. 23.10. 2010. Bræður Hinriks eru Þorgeir Val- ur Ellertsson, f. 27.9. 1979, prent- smiður, búsettur í Kópavogi, og Sig- urður Helgi Ellertsson, f. 24.1. 1987, verslunarstjóri Maclands, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Hinriks eru Ellert Jón Þorgeirsson, f. 1.12. 1956, sölustjóri hjá Garðheimum, og Ásta Sigurð- ardóttir Schiöth, f. 15.6. 1957, fyrrv. bankamaður. Úr frændgarði Hinriks C. Ellertssonar Hinrik Carl Ellertsson Jónína Petrea Valdimarsdóttir Schiöth gestgjafi í Hrísey Carl Friðrik Schiöth kaupm. í Hrísey Helga Guðrún Karlsdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Björn Brynjólfsson afgreiðslum.Tímans í Rvík Ásta Sigurðardóttir Schiöth fyrrv. bankamaður Sigurveig Sveinbjörnsdóttir húsfr. í Hrísey Brynjólfur Jörundsson sjóm. í Hrísey Sveinsína Jóramsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Jensson loftskeytam. í Rvík Valgerður Magnúsdóttir deildarstjóri í Rvík Þorgeir Stefán Jóhannsson verslunarstjóri hjá SÍS í Rvík Ellert Jón Þorgeirsson sölustjóri hjá Garðheimum Bergrún Árnadóttir húsfr. í Borgarfirði eystra Jóhann Helgason b. í Borgarfirði eystra Á réttri hillu Bjórsérfræðingurinn. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Anna Sigurðardóttir, for-stöðumaður Kvenna-sögusafns Íslands, fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 5.12. 1908. Foreldrar hennar voru Sig- urður Þórólfsson, skólastjóri á Hvít- árbakka og s.k.h., Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir húsfreyja. Meðal systkina Önnu voru Þor- grímur Vídalín, prófastur á Staða- stað; Sigurmar Ásberg borgarfógeti, og Valborg, skólastjóri Fóstur– skólans, en hálfsystir Önnu, sam- feðra, var Kristín Lovísa, alþm.. Eiginmaður Önnu var Skúli Þor- steinsson, námsstjóri á Austurlandi, og eignuðust þau þrjú börn, Þorstein lögfræðing, Ásdísi, félagsfræðing og leikstjóra og Önnu leikskólastjóra. Anna stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og framhalds- nám á námskeiðum og í einkatímum í tungumálum og verslunarfræðum og var við nám og störf í Þýskalandi. Anna var skrifstofu- og versl- unarmaður í Reykjavík og á Eski- firði, kennari á Eskifirði og stundaði skrifstofustörf hjá Kvenréttinda- félagi Íslands. Hún stofnaði, ásamt Else Miu Einarsdóttur og Svan- laugu Baldursdóttur, Kvenna- sögusafn Íslands 1975, og var for- stöðumaður þess. Hún var stofnandi og formaður Kvenréttindafélags Eskifjarðar og sat í stjórn Kvenrétt- indafélags Íslands. Meðal rita Önnu má nefna Úr ver- öld kvenna; Barnsburður í II. bindi af Ljósmæður á Íslandi, útg. 1984; Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár, útg. 1985, og Allt hafði annan róm áður í páfadóm, útg. 1989. Þá samdi hún fjölda ritgerða og erinda um stöðu og réttindi íslenskra kvenna. Anna var heiðursfélagi Kvenrétt- indafélags Íslands; Bókavarðafélags Íslands; Kvenfélagasambands Ís- lands og Sagnfræðingafélags Ís- lands, var sæmd riddarakrossi fálka- orðunnar, doktorsnafnbót heimspekideildar HÍ og var heiðruð af konunglega norska Vísindafélag- inu með minningarpeningi um Jón Eiríksson. Bókin Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur kom út 1980. Anna lést 3.1. 1996. Merkir Íslendingar Anna Sigurðardóttir 95 ára Ágústa Jóhannsdóttir 90 ára Ketill Ingimarsson 85 ára Anna R. Kristmundsdóttir Guðrún Gréta Runólfsdóttir Hallbjörn P. Benjamínsson 80 ára Anna Stefánsdóttir Björg Aðalsteinsdóttir Haukur Berg Hildur Sæbjörnsdóttir 75 ára Agnes Sæmundsdóttir Birgir Jóhannsson Einar Hjaltested Elínborg Ólafsdóttir Guðmundur Haukur Gunnarsson Gunnar Ingimundarson Helgi Þorkelsson Ragna M. Þorsteins 70 ára Ármann Jónasson Bára Berndsen Benedikt Guðmundsson Daði Sæm Ágústsson Edda Þorvarðardóttir Guðrún Jóna Gunnarsdóttir Halldór Þórðarson Hrefna Bjarnadóttir Sigurrós Pétursdóttir Tryggvi Eyvindsson 60 ára Ásta Berglind Gunnarsdóttir Björg Örvar Eugeniusz Jasiurkowski Guðlaug Halla Ísaksdóttir Guðný Linda Magnúsdóttir Helgi Árnason Jóna Baldursdóttir Jón Björnsson Magnea Þóra Gunnarsdóttir Ragnheiður S. Guttormsdóttir Sigrún Ósk Skúladóttir Sólveig Guðlaugsdóttir Tómas Ríkarðsson Þóra Rósa Geirsdóttir 50 ára Arnleif Axelsdóttir Guðmundur Jónsson Hjördís Gunnlaugsdóttir Sæmundur Jónsson Þórunn Magnúsdóttir 40 ára Burin Janyalert Friðrik Ingi Þorsteinsson Guðmundur Stefán Kjartansson Guðmundur Torfi Heimisson Hulda Ósk Sigurðardóttir Íris Björg Kristjánsdóttir Íris Ólafsdóttir Jón Yngvi Gylfason Kristjana Jónsdóttir Ormur Þór Kristjánsson Sigurður Rúnar Sverrisson Svanhvít Aradóttir 30 ára Aldís Sigríður Sigurðardóttir Anna Lísa Jóhannsdóttir Beata Wawiernia Birna Ósk Gunnlaugsdóttir Ingvar Ellert Einarsson Kristín Ninja Guðmundsdóttir Lára Kristín Lárusdóttir Sigurvin Ólafsson Til hamingju með daginn 30 ára Sigríður ólst upp á Akureyri, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR 2010 er lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Maki: Aðalsteinn Reykja- lín, f. 1986, nemi. Bræður: Steinþór, f. 1978, og Arnar, f. 1988. Foreldrar: Helga Guðrún Erlingsdóttir, f. 1956, hjúkrunarforstjóri á öldr- unarheimili Akureyrar, og Helgi Hallgrímsson, f. 1950, d. 2006, bakari. Sigríður Svana Helgadóttir 30 ára Elsa ólst upp í Reykjavík, er þar búsett í Breiðholtinu, lauk BA- prófi í fjölmiðlafræði frá HA og er bókari á fjár- málaskrifstofu Reykjavík- urborgar. Bræður: Sigurður Ófeigs- son, f. 1974, og Þórður Ófeigsson, f. 1981. Foreldrar: Ófeigur Sig- urðsson, f .1953, kennari, og Jónína Margrét Þórð- ardóttir, f. 1957, d. 2003, skrifstofukona. Elsa Ófeigsdóttir 30 ára Ingi lauk sveins- prófi í húsasmíði 2003 og stundar nú nám við Vél- tækniskólann. Maki: Erla Arnardóttir, f. 1985, starfsmaður Skóla- matar ehf. Synir: Kristján Hrafn, f. 2006, Arnar Þór, f. 2008, og Bjarni Freyr, f. 2012. Foreldrar: Björn Bjarna- son, f. 1961, húsasmíða- meistari og bóndi, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1963, sjúkral. og bóndi. Ingi Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.