Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 gaman að leika við afa sinn enda varstu einstaklega barn- góður maður. Alltaf til í að gefa, bæði af þér tíma í leik og sprell, en líka sætindi og aura. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, afi minn, bæði um þig sem afa minn og líka um þig sem langafa barnanna minna. Þessar góðu minningar hlýja mér í hjartanu núna. Elska þig, þín Íris Sigurðardóttir. Elsku besti afi, mér þykir mjög vænt um þig, þú varst mjög góður afi og ég sakna þín. Það var mjög gaman að heim- sækja þig og ömmu. Þú gafst mér alltaf barnablaðið, ís og afadjús. Við fórum líka í göngu- túra saman með Emblu. Það var mjög erfitt að heimsækja þig á spítalann því þú varst svo veikur. Ég elska þig mjög mik- ið og þetta er mikill missir, elsku afi minn, ég samdi ljóð um þig: Elsku besti afi minn þú varst voða góður, þú fórst oft með mig í sund og rennibrautina og ég varð eldmóður. Ég mun elska þig alla tíð og þú elskaðir öll dýr og þau elsk- uðu þig. Þinn afastrákur. Gunnlaugur Friðjónsson Elsku yndislegasti og heims- ins besti afi. Það er svo ótrúlega óraun- verulegt að þú sért farinn frá okkur. Ég var alveg viss um þú værir ódauðlegur og myndir alltaf vera til staðar. Það var vegna þess að þú leist alls ekki út fyrir að vera orðinn áttræð- ur. Með þitt fallega dökka hár sem varla gránaði, sterklegu vöðvabygginguna og dökk- brúnu sléttu húðina. Fastagest- ur í Breiðholtslauginni og besti vinur sólarinnar er kannski stór partur af óaðfinnanlega út- litinu þínu. Ég meira að segja gleymdi því oftast að þú værir með krabbamein, enda varstu ekki vanur að kvarta yfir neinu eða velta þér upp úr hlutunum. Ég á margar góðar minn- ingar um þig sem gott er að rifja upp núna á þessum sorg- artímum. Þó svo ég væri heimakærasta barnabarnið ykkar ömmu og lítið hrifin af því að gista annars staðar þá á ég samt góðar minningar frá þeim skiptum sem ég gisti. Kakósúpan hans afa Mansa er eitthvað sem aldrei mun gleym- ast. Vikulegu sunnudagsheim- sóknirnar standa líka mikið upp úr, það var svo notalegt að koma til ykkar ömmu og fá ristað brauð og kökur. Frost- pinnar voru líka eitthvað sem var alltaf á boðstólum hjá þér. Þegar amma „réð“ mig sem vinnukonuna ykkar varstu ekki par sáttur! Þú varst lítið í því að biðja um aðstoð og vildir gera sem mest sjálfur. Enda gerðirðu það alveg þangað til þú varst síðan lagður inn á spítalann, þvílíkur kraftur sem þú bjóst yfir. Ég verð ömmu ævinlega þakklát fyrir að hafa valið mig til að aðstoða ykkur. En það hefur verið ómetanlegt að fá að vera með ykkur og spjalla um lífið og tilveruna. Þótt þú hefðir nú oftast verið fjarverandi meðan á þrifum stóð. Þú dreifst þig í sundið og komst síðan í kaffi með okkur ömmu að þrifum loknum. Afi minn, heimsins mesti og besti dýravinur sem fyrirfinnst! Ég man hvað þú varst leiður þegar Erró, gamli hundurinn okkar og besti vinur þinn, dó. Það hafa því örugglega verið fagnaðarfundir í himnaríki þeg- ar þið hittust loksins aftur. En eftir situr Embla litla, sem var ekki lengi að fanga hjarta þitt eftir að við fengum hana. Þú varst (og ert) svo sannarlega besti vinur hennar, löngu göngutúrarnir ykkar og allt gotteríið sem hún fékk hjá þér. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku afi minn. Takk fyrir að hafa verið svona góður afi. Þú ert langbestur í heiminum og ég sakna þín alveg hrikalega mikið. Ég elska þig og hlakka til að hitta þig aftur síðar. Þín Díana Dögg. Elsku afi minn, ekki datt mér í hug að þessi dagur kæmi svo fljótt, lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Þú sem varst alltaf svo duglegur að fara í sund og labba með hundana, Erró og Emblu. Alltaf svo hraustur og kenndir þér aldrei meins. Eftir sitja margar góðar minningar, meðal annars úr Völvufellinu, ófá skiptin sem við Stefán feng- um að gista hjá ykkur ömmu, margar dýrmætar minningar sem aldrei gleymast. Elsku afi minn, ég mun alltaf sakna þín. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson) Þitt barnabarn, Daði Freyr. Elsku afi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Þetta eru orð að sönnu því það eina sem þerrað getur tárin er að hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum saman og þakka fyrir það hversu heppin ég var að eiga þig sem afa. Allar stund- irnar í Völvufellinu hjá ykkur ömmu þar sem mér fannst ynd- islegast af öllu að fá að gista. Helst vildi ég nú kúra uppí en eftir því sem ég varð eldri lét ég mér það nægja að sofa í litla herberginu en læða mér svo í þína holu þegar þú fórst fram úr á morgnana. Þú varst vanur að taka daginn snemma, ná morgunfréttunum og svo helst öllum fréttatímunum þann dag- inn í litla útvarpinu sem fylgdi þér um allt hús og meira að segja út í garð. Elsku afi minn með fallega svarta hárið, glettnisglampann í augunum og sólbrúna húðina, enginn elskaði sólina eins mikið og afi. Hvern einasta sólardag naustu þess að leyfa sólinni að verma þig með- an þú dundaðir í garðinum og varst því orðinn eins og Spán- verji í sumarlok. Afi var mikill dýravinur og sá hann smáfuglunum farborða yfir vetrartímann. Afi eignaðist fyrir nokkrum árum gulan páfagauk sem hann nefndi ÍA eftir uppáhalds íslenska fót- boltaliðinu sínu. Gulur var ein- mitt uppáhaldsliturinn hans afa, ætli það hafi ekki verið því gulur er litur páskanna, vorsins og sumarsins og merki um tíma sólarinnar. Þegar við fjölskyld- an eignuðumst Erró bundust þeir afi sérstökum tryggðar- böndum. Það var því mikil sorg þegar hann hélt á vit feðranna en við eignuðumst stuttu seinna annan hund, Emblu, og sáu þau ekki sólina hvort fyrir öðru. Hann fór með hana í langa göngutúra og sá um að fóðra hana vel á ýmiskonar nammi. Öll þessi ár sem ég átti með afa heyrði ég hann aldrei tala illa um nokkurn mann. Hann var einstaklega gjafmildur, hugulsamur og alltaf til staðar. Fylgdist vel með öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og vildi fá fréttir af því hvernig gengi bæði í skólanum sem og íþróttunum. Hann var ákaflega hjartahlýr og ástríkur og fannst ekkert betra en að hafa húsið fullt af barnabörnum sem hann naut þess að leika við. Afi hafði mikinn áhuga á matargerð, ég mun sakna þess að fá rabarbaragrautinn og kakósúpuna hans en við áttum það sameiginlegt að hafa mikið dálæti á slíku. Amma og afi voru klettarnir hvort í lífi ann- ars og samrýmdari hjón er vart hægt að finna. Hjálpuðust alltaf að við matargerðina og fannst mér einstaklega nota- legt að sitja með þeim í eldhús- inu meðan á stóð og fá að að- stoða. Ég á þeim að þakka þann mikla áhuga sem ég hef á matargerð og bakstri í dag og hef ég síðustu árin haft ótrú- lega gaman af því að koma með nýbakað bakkelsi sem ég lærði af þeim í heimsóknirnar. Elsku bestu afi minn, mér þykir það svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig. Ég von- aðist alltaf til þess að þér myndi batna og að þú ættir eft- ir lengri tíma hérna með okk- ur. Við munum hittast aftur þegar rétti tíminn kemur, þangað til veit ég í hjarta mínu að þú munt sigla um höfin blá með Erró þér við hlið, knúsaðu hann frá mér, afi minn. Ég elska þig og sakna þín. Þín Erna Dís. Símtal… frá mömmu… Mannsi fór í nótt!! Mannsi kallaði ekki allt ömmu sína í lífinu. Hann var eins og hornstaur í girðingu! Vel stagaður niður! Sverari, sterkari og burðarmeiri en aðr- ir staurar í girðingunni. Hann stóð sína vakt í 80 ár með sitt jafnaðargeð og seiglu. Þegar ég var að alast upp sem ung- lingur var mitt annað heimili hjá Mummu systur mömmu og Mannsa sem þá bjuggu á Kleppsveginum. Það voru skemmtilegir tímar og enda- laust brallað enda voru frænd- systkini mín, Olga, Friðjón, Gunnlaugur og Rúnar, mér eins og systkini. Ég minnist Mannsa sem mikils dugnaðar- forks sem þurfti ekki að sofa því hann var í tveimur vinnum. Á daginn staflaði hann heilu kjötfjöllunum í afurðasölunni og á nóttinni vann hann í Áburðarverksmiðjunni. Ég man aldrei eftir því að hafa séð hann skipta skapi. Alltaf sultu- slakur eins og öflugur horn- staur á að vera. Ég þakka fyrir að hafa hitt Mannsa svo hress- an og glaðan í fermingarveislu Ólivers Adams bróðursonar míns í vor. Ég trúi því að allt hafi sinn tilgang og tíma og við hittumst öll að lokum hinum megin. Þar til við hittumst aft- ur, minn kæri Marinó, hafðu það gott og megi guð og engl- arnir vaka yfir þér og Mummu þinni og fjölskyldu og vinum og ættingjum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Kveðja Jóhann Helgi Hlöðversson og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Elsku afi Mansi. Þín fallega minning mun ávallt lifa í mínu hjarta. Þín verður sárt saknað. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Þín Sara Rut Friðjónsdóttir ✝ Ásdís BjörgÁsgeirsdóttir fæddist á Siglu- firði 4. júní 1941. Hún lést á heimili sínu 25. nóvember 2013. Foreldrar Ásdísar voru hjón- in Guðrún Hafliða- dóttir húsfreyja, f. 16.9. 1916, d. 1.1. 2000 og Ásgeir Gunnarsson vél- stjóri, f. 21.4. 1912, d. 1. 11. 1985. Systkini Ásdísar: Hafliði Sigurðsson, f. 24. 6. 1932, d. 22. 9. 2000, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, f. 2.6. 1937, Gunnar Ásgeirsson, f. 20.11. 1942, d. 01.10. 2010, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, f. 11.07. 1945, Pétur Ásgeirsson, f. 21.12. 1948 og Jón Ásgeirsson f. 31.10. 1954. Árið 1963 giftist Ásdís Jó- hanni J. Halldórssyni, mat- sveini frá Reykjavík, f. 27.05. 1939, hann er sonur hjónanna Sigrúnar Línu Helgadóttur, f. 2.8. 1920, d. 4.1. 1996 og Hall- dórs Sigurðssonar, f. 30.12. 1912, d. 6.12. 1970. Ásdís og Jó- hann eignuðust þrjár dætur og þær eru: Sigrún Halldóra Jóhanns- dóttir, f.2.9. 1961, maður hennar er Haraldur Þór Agnarsson, f 5.4. 1957, börn þeirra: 1. Jóhann Freyr Vilhjálmsson f. 26.9. 1978, dóttir hans Ilva Jó- hannsdóttir Madsen f. 12.9. 1999, 2. Agnar Friðberg Þór Haraldsson, f. 2.8. 1980, 3. Arna Rún Haraldóttir, f. 10.4. 1988, sambýlismaður hennar er Rune Svendsen, f. 2.9. 1970, dóttir Örnu er Ísabella Rún f. 5.6. 2008. Særún Björg Jó- hannsdóttir, f. 30.10. 1963, Guðrún Ásgerður Jóhanns- dóttir, f. 3.11. 1967, dóttir hennar Sólveig Guðrún- ardóttir. Útför Ásdísar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag 5. des- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Mamma hvatti okkar, kenndi okkur og huggaði þegar við vorum litlar og eftir að við fluttum að heiman leiðbeindi hún okkur, veitti okkur ráð og miðlaði af reynslu sinni. Mamma var alltaf til staðar hvenær sem við leituðum til hennar og þurftum á stuðningi hennar að halda. Mamma hafði alltaf tíma fyrir okkur og sína nánustu. Hún sagði aldrei nei. Það er ekki auðvelt að lýsa mömmu en þegar við hugsum til baka koma eftirfarandi orð fyrst upp í hugann sem voru lýsandi fyrir hana: Ákveðin, staðföst, sanngjörn, jákvæð, bjartsýn, hlý, trú og æðrulaus. Mamma var límið og kjöl- festan í fjölskyldunni. Hún fylgdist mjög vel með hvað allir voru að gera. Um leið og barnabörnin höfðu lokið kapp- leikjum eða prófum þá hringdi mamma til þeirra og spurðist frétta. Þannig varð heimili pabba og mömmu einskonar upplýsingamiðstöð. Þegar við komum í heimsókn fengum við fréttir af öðrum fjölskyldumeð- limum; hvað þeir voru að gera og hvernig þeim heilsaðist. Mamma lifði einföldu lífi. Hún sóttist ekki eftir verald- legum auðæfum. Hennar auð- æfi voru samvistir við pabba, okkur systur, tengdason, barnabörnin og barnabarna- börn. Mamma hafði skoðanir á flestu og tók virkan þátt í um- ræðum líðandi stundar. Talaði stundum meira en aðrir og hló innilega og mikið þegar við átti, enda hláturmild og glaðvær að eðlisfari. Það var oft glatt á hjalla þegar Billa og Gugga komu í heimsókn. Þó svo að hún væri ekki sammála heyrð- um við hana aldrei tala illa um aðra eða hallmæla fólki. Sagði í mesta lagi að það væri ekkert gaman að lífinu ef allir væru eins. Hjónaband pabba og mömmu var afar farsælt. Í eðli sínu voru þau ólík en þau bættu hvort annað fullkomlega upp. Þau studdu hvort annað í því sem þau voru að gera hvort í sínu lagi en nutu þess einnig að gera hluti saman. Við erum svo óendanlega þakklátar Guðnýju Garðars fyrir að hafa kynnt mömmu fyrir pabba þegar Guðný hélt uppá 20 ára afmæli hans á Siglufirði. Veikindi mömmu hafa staðið lengi yfir, hún sýndi mikið æðruleysi. Hún hefur lítið vilj- að ræða sín veikindi en þess í stað hefur hún lagt sig enn frekar fram um að fylgjast með okkur systrum, að við tölum nú ekki um ömmuenglana Jóhann Frey, Agnar Friðberg, Örnu Rún og Sólveigu, Ilvu og Ísa- bellu; þau öll voru sólargeislar bjartir sem lýstu svo mikið upp hennar líf. Hún bað ekki svo sjaldan guð um að geyma okk- ur. Það voru ekki margir sem sáu hvað hún þurfti að þola því hún bar sig alltaf svo vel. En við dæturnar hennar sögðum oft við hana, að við óskuðum þess að við gætum tekið eitt- hvað af þeim sársauka og þol- raunum sem hún þurfti að ganga í gegnum. Við systur viljum fyrir hönd okkar og pabba færa Runólfi Pálssyni nýrnalækni og starfs- fólki nýrnadeildar Landspítal- ans bestu þakkir fyrir frábæra umönnun. Elsku mamma okkar, við kveðjum þig með miklum sökn- uði og þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú verð- ur ávallt geymd í hjörtum okk- ar. Hvíl í friði, elsku mamma. Sigrún, Særún og Guðrún. Elsku amma mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Takk fyrir allar góðu sam- verustundirnar á liðnum árum, elsku besta amma mín. Ég á svo mikið eftir að sakna þín. Guð geymi þig þangað til við sjáumst næst, þín Sólveig. Þegar ég frétti að Dísa frænka væri látin tók mig í brjóst, þó svo ég vissi að hún hefði síðustu ár átt við mikil veikindi að stríða. Dísa var alin upp á Siglufirði, í upp- gangi síldaráranna, og byrj- aði ung að vinna í síldinni eins og títt var í þá daga. Hún þótti afar dugleg í þeirri vinnu og eftirsótt af síldar- saltendum á sumrin. Ung kynntist Dísa honum Hanna sínum eins og hún kallaði hann alltaf, þau hófu búskap í Reykjavík þar sem Hanni vann sem matsveinn og Dísa við verslunarstörf. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá að dvelja hjá þeim þegar ég var við nám og reyndust þau mér eins og foreldrar, þótt aldursmunurinn væri ekki svo mikill, og hafi þau miklar þakkir fyrir. Eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík fluttu þau til Siglufjarðar þar sem Dísa undi sér vel, enda í heimabyggð, og Hanni stund- aði sjóinn sem matsveinn á togaranum Hafliða þar sem ég var honum samskipa í mörg ár. Árin liðu og þau eignuðust þrjár yndislegar dætur Sigrúnu, Særúnu, og Guðrúnu sem í dag eru miklar hagleikskonur og hafa reynst foreldrum sínum afar vel. Dísa og Hanni hafa búið í Reykjavík síðustu ár og unað hag sínum vel. Dísa hefur átt við vanheilsu að stríða síðustu ár og hefur það reynt mikið á. Ég heimsótti Dísu tveim dög- um fyrir andlátið og sagði mér hún þá að hún væri farin úr þessari jarðvist ef hún hefði ekki átt hann Hanna sinn að. Þessi orð hennar sögðu mér hvað þau hefðu átt yndisleg ár saman. Frænka hefði ekki viljað láta skrifa um sig einhverja langloku um hennar lífshlaup, það ætla ég ekki að gera og kveð ég þig, elsku frænka, og megi guð fylgja þér um alla eilífð. Þinn frændi. Sævar Björnsson Ásdís Björg Ásgeirsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.